Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 21.10.2001, Blaðsíða 24
Kingsley slær í gegn sem krimmi Breska glæpa- myndin Sexy Beast frum- sýnd  SKOSKI leikarinn Ewan McGregor, sem nú nýtur aðdá- unar víða um lönd fyrir frammi- stöðu sína í Moulin Rouge, og sá ástralski Heath Ledger eru að semja um aðalhlutverkin í nýrri spennumynd leikstjórans Teds Demmes (Blow). Myndin heitir Nautica og fjallar hand- ritið, sem Richard O’Brien skrifar, um þrjár manneskjur um borð í skútu á siglingu um Karíba hafið. Morð er framið og segja svo persónurnar þrjár hver sína söguna af því. McGregor og Ledger eiga að leika tvo af þess- um þremur. Myndinni er lýst sem persónuknúinni spennumynd og líkt við Body Heat og Dead Calm. Morðgáta á hafi úti Ewan McGregor: Ný spennumynd í uppsiglingu.  LEIKSTJÓRINN Quentin Tarantino hefur lýst yfir áhuga sínum á að fá til liðs við sig tvo kunna Asíubúa til að stjórna slagsmálaatriðum í næstu mynd sinni, Kill Bill. Þeir eru Hong Kong-búinn Yuen Woo Ping, sem á að sjá um kínversk kung fu- átakaatriði og hinn japanski Sonny Chiba, hvers hlut- skipti verður að afgreiða bardagasenur samúræja. Myndin fjallar um kven- kyns launmorðingja sem reynir að yfirgefa hóp manndrápara. Chiba er þekktur fyrir störf sín í Street Fighter-karatemyndum áttunda áratug- arins og Yuen var slagsmálastjóri Matrix og Krjúp- andi tígurs. Tarantino og áflogahundarnir Quentin Tarantino: Asískur liðsauki í slagsmálin.  TEDTurner, stofnandi CNN og einn stærsti hluthafi í WAOL- fjölmiðlarisanum, fylgdist með tök- um á Gods and Generals, sem er e.k. forveri Gettysburg, þræla- stríðsmyndarinnar frá 1993. Ro- bert Duvall fer með hlutverk Ro- berts S. Lee, hershöfðingjans sem tapaði svo til stríðinu þegar suð- urríkjamenn hans biðu afhroð fyrir norðanmönnum við Gettysburg. Lee er enn í dag hetja í augum suðurríkjamanna eins og Turners. Jeff Daniels, Bruce Boxleitner og Mira Sorvino fara með önnur aðalhlutverk í myndinni sem á að vera tilbúin á jólamarkaðinn ’02. Ted Turner og þrælastríðið Robert Du- vall: Leikur hetjuna Lee.  FYRRVERANDI barnastjarnan, núverandi stórmyndaleikstjórinn Ron Howard, hefur einkum lagt fyrir sig gerð mynda í léttari kant- inum. Samkvæmt Variety gæti orðið breyting á, þar sem næsta verkefni þessa vandvirka fag- manns verður að öllum líkindum The Burial, byggð á handriti Dougs Wrights, sem skrifaði Quills, það ágæta verk. Nýja myndin mun segja sögu Willies Grays, farsæls, þeldökks skaðabótalögmanns frá Mississippi, sem tók að sér mál eiganda lítillar útfar- arþjónustu. Gray vann málið sem hann sótti á hend- ur öflugrar stofnunar í útfarargeiranum og fékk „litla manninum“ dæmdar 260 milljónir dala. Jafn- vel í kirkjugarðinum er bitist um peningana. Howard snýr sér að alvörunni Ron Howard: Meiri alvara.  BRESKI rithöfundurinn Nick Hornby er að gera það gott í Hollywood. Gæði og velgengni High Fidelity opnaði augu kvik- myndaframleiðenda fyrir mögu- leikum gráglettinna verka skálds- ins, sem eru hátt metin í bókmenntaheiminum. Verið er að kvikmynda About a Boy með Hugh Grant, Rachel Weisz o.fl. góðu fólki og sjálfsagt muna ein- hverjir hábreska kvikmyndagerð Fever Pitch (’97) með Colin Firth og fjallaði um það hábreska fyrirbrigði, óforbetranlega fótbolta- fíkn. Hollywood hefur ákveðið að matreiða söguna fyrir heimamarkað, en gallinn sá að þar þekkja til- tölulega fáir fyrirbrigðið, því síður Arsenal F.C., að ekki sé minnst á Tony Adams. Íþróttinni verður breytt í hornabolta og liðinu í The Boston Red Sox – og allir verða með á nótunum. Fótbolti verður að hornabolta Hugh Grant: Í aðalhlutverki About a Boy. V IÐBURÐURINN gerðist í júníbyrjun og átti dreifingin sér stað innan Bandaríkj- anna. Hefur Cisco, fyrirtækið sem hannaði flutningatæknina, verið að endurbæta hana síðan. Á ensku nefnist hún All Digital Theatrical Experience. Að vísu bíða almenningur og kvikmynda- húsin enn hinna alhliða, stafrænu kvikmyndasýninga, hérlendis, a.m.k., en það segir ekki alla sög- una. Fjöldi annarra fyrirtækja en Cisco hefur náð tökum á dreifing- artækninni, sem er komin í al- menningseign fyrir tilstuðlan samskiptaforrita einsog KAZAA og Morpheus, sem almenningur getur sótt á Netið með litlum kostnaði, þekkingu og fyrirhöfn, að mér er tjáð. Margir kannast við bramboltið og málaferlin útaf hliðstæðum Napster-upptökum unglinga á popptónlist. Þegar forritið er komið á harða diskinn í heimilstölvunni (algengt rými þeirra hefur tífaldast á örfáum árum), þá getur hver sem er, svo framarlega sem hann býr yfir hraðvirkri beintengingu, farið að leita að kvikmyndum til upptöku. Sér til ánægju og yndisauka, en tæplega kvikmyndaiðnaðinum, sem farinn er að hafa þungar áhyggjur af þróuninni samfara stafrænu tækninni. Það er kunnara en frá þurfi að segja að óprúttnir menn eru ör- fljótir að misnota allar nýjungar um leið og þær eru til staðar. Það gildir um netdreifingu sem ann- að. Nú er önnur byltingarkennd hátækni, geisladiskabrennarar, orðin almenningseign og ekkert lengur til fyrirstöðu fyrir Jón Jónsson að ná sér í nýtt efni af Netinu (til heimilisbrúks a.m.k.), annað en að setjast við tölvuna að kvöldi og leita uppi áhugavert efni í afkimum Netsins. Vissu- lega kolólöglegum, en um lág- nættið er björninn unnin. Vita- skuld gengur þetta því betur sem tengingin er hraðari. Á dögunum kom ég í heimsókn þar sem húsráðandi, nokkuð lunkinn tölvudellumaður, sýndi mér diskasafnið sem hann hafði brennt af Netinu. Sjálfsagt hefði þeim hjá Samveldinu og Norður- ljósum ekki brugðið minna en mér við að sjá afraksturinn. Þarna gaf að líta titla á borð við Jurassic Park III., Jay and Silent Bob Strike Back, Final Fantasy, A.I., Rat Race, 13 Days, Hardball, óþarfi að nefna fleiri. Menn virðast geta sótt hvað sem hugurinn girnist inní frumskóg- inn. Í öðru húsi var mér sýnd m.a. Apaplánetan, eða Planet of the Apes, svo einhverjir skilji mig á þessum verstu tímum ísl-ensk- unnar og undirlægjuháttarins. Diskurinn sá kom frá Aust- urlöndum fjær, gæðin lítil, tal og mynd fóru ekki saman og bar framleiðslan þess augljós merki að vera þjófstolin. Nægði þó til að drepa áhuga heimilisfólks á bíóferð til að sjá myndina á tjaldi. Það er vitað mál að í Kína, Taív- an og löndunum fyrir botni Mið- jarðarhafsins, er þessi þjófnaður stundaður hvað grimmast. Það er umhugsunarvert að Apaplánetan er aðeins nokkurra mánaða göm- ul, þó var ólölegt eintak komið inná íslenskt heimili, gegnum Austurlönd fjær, löngu áður en myndin var sýnd hérlendis! Ólögleg kvikmyndadreifing Í fyrrasumar vakti verðskuldaða heimsathygli er teiknimyndinni og framtíðarsýninni Titan A.E. var dreift beint af Netinu til kvikmyndahúsa. Tæknin var löngu þekkt, en hafði ekki þótt nógu hraðvirk til þessa. Menn ræddu fjálglega um byltingu, kvik- myndasögulega atburði, framtíð- arþróun. Sjálfsagt má það allt til sanns vegar færa. A.I.: Framtíðarsýn stolið í nútíma- miðli. SJÓNARHORN Sæbjörn Valdimarsson Í SLENSKA kvikmynda- og sjónvarpsakademían (ÍKSA) undirbýr nú þriðju afhend- ingu Edduverðlaunanna og fer hátíðin fram sunnudaginn 11. nóvember. Verðlaunaflokkarnir í ár verða 14 talsins og bætast tveir nýir við frá því í fyrra, „handrit árs- ins“ og „fréttamaður ársins“. Ás- grímur Sverrisson, framkvæmda- stjóri Edduverðlaunanna segir markmið ÍKSA vera að „gera hátíð- ina slípaðri og vandaðri með hverju ári og ég held ég get lofað því að í ár verði hún glæsilegri en nokkru sinni.“ Á hátíðinni verður jafnframt tilkynnt framlag Íslands til Óskars- verðlaunanna. Sjö manna valnefnd mun velja þrjár tilnefningar í aðalflokkana en þeir eru: Leikari ársins, leikkona ársins, leikari ársins í aukahlut- verki, leikkona ársins í aukahlut- verki, handrit ársins, bíómynd árs- ins, sjónvarpsþáttur ársins, besta leikna sjónvarpsefni, heimildamynd ársins og leikstjóri ársins. Í nefnd- inni sitja Salvör Nordal, formaður, Sveinbjörn I. Baldvinsson, Hilmar Jónsson, Ragnar Agnarsson, Krist- ín Ómarsdóttir, Þorsteinn Jónsson og Ásta Hrönn Stefánsdóttir. Þriggja manna valnefnd undir forsæti Ingva Hrafns Jónssonar velur fréttamann ársins, þriggja manna valnefnd kvikmyndagerðar- manna velur fagverðlaun ársins, stjórn ÍKSA veitir heiðursverðlaun og loks kýs almenningur vinsælasta sjónvarpsmann ársins úr 30 tilnefn- ingum sem stjórnin velur. Sem fyrr eru helstu verðlauna- hafar kosnir bæði af félögum ÍKSA og almenningi, sem greiðir atkvæði á mbl.is. Kosningin fer fram 5.-9. nóvember og vega atkvæði þeirra fyrrnefndu 2/3 og almennings 1/3. Úrslitin verða svo tilkynnt á Eddu- hátíðinni, sem fram fer á Broadway þann 11. nóvember og mun Sjón- varpið sýna beint frá henni. Útsend- ingin í fyrra hlaut 65% áhorf. Undirbúningur hafinn að Edduhátíðinni 2001 Tveir nýir verðlaunaflokkar Morgunblaðið/Þorkell Edduhátíðin 2000: Davíð Oddsson forsætisráðherra afhendir Friðriki Þór Friðrikssyni Edduna fyrir Engla alheimsins sem kjörin var mynd ársins. ÁÞRIÐJA tug kvikmynda verð- ur sýnt á Kvikmyndahátíðinni í Reykjavík, sem stendur 9. til 18. nóvember. Meðal nýrra mynda, sem bæst hafa á dagskrána eru: Center Of the World eftir Wayne Wang (Smoke), sem er ást- arsaga með Peter Sarsgaard og Molly Parker, Last Orders eftir Ástralann Fred Schepisi með Michael Caine og Bob Hoskins, The Pledge, spennumynd Seans Penn með Jack Nicholson í aðalhlutverk- inu, Goya eftir Spánverjann Carlos Saura, þar sem Francisco Rabal leikur málarann mikla á efri árum, The Man Who Cried eftir Sally Potter (Orlando, The Tango Les- son) þar sem Christina Ricci fer frá Rússlandi til Bandaríkjanna í leit að föður sínum, franska spennumynd- in Harry kemur til hjálpar eftir Dominik Moll en þar segir frá háskalegum endurfundum gamalla skólafélaga, norska heimildamyndin Svalir og geggjaðir eftir Knut Erik Jensen, sem segir frá karlakór ein- um og var valin besta mynd Noregs íár, ítalska myndin Brauð og túl- ípanar eftir Silvio Soldini og loks tvær óháðar bandarískar myndir, Chuck & Buck eftir Miguel Arteta og fjallar um sérkennileg samskipti ólíkra æskuvina, og Twin Falls Idaho eftir Michael Polish sem greinir frá því hvernig lífi síamstvíbura er raskað við kynni af ungri konu. Áður hafa verið staðfestar sýn- ingar á m.a. nýjustu myndum Co- enbræðra, Kens Loach, Tims Robb- ins, Todds Solondz, Darrens Aronofsky, Volkers Schlöndorff og Mira Nair. Kvikmyndahátíð í Reykjavík 9. til 18. nóvember bætir á sig blómum Wang, Saura, Penn og Potter slást í hópinn The Pledge: Jack Nicholson leikur fyrrverandi löggu sem ekki getur hætt að rannsaka morðmál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.