Morgunblaðið - 14.11.2001, Side 5

Morgunblaðið - 14.11.2001, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 B 5 BÆKUR Sú dimma raust – Jón Sigurbjörns- sonar leikarinn, óperusöngvarinn og hrossabóndinn Jón Sigurbjörns- son er skráð af Jóni Hjartarsyni. Í kynningu segir m.a.: „Hæfileikar, brennandi áhugi og einurð beindu Jóni ungum inn á listabrautina og hann stundaði nám víða erlendis og hefur markað djúp spor í söng- og leiklist- arsögu landsmanna. Söngurinn, lífið og listin eru kjarni þessarar bókar og við kynnumst líka Jóni Sigurbjörnssyni á þeim vettvangi sem hann hefur valið sér á seinni ár- um, við hestabúskap austur í sveit.“ Í bókinni er fjöldi mynda frá lífi og starfi Jóns og einnig fylgja með skrár yfir hlutverk, leikstjórnarverk og þátt- töku hans í kvikmyndum. Útgefandi er Iðunn. Bókin er 184 bls., prentuð í Odda hf. Verð: 4.980 kr. Endurminningar Of stór fyrir Ís- land Ævisaga Jó- hanns risa er skráð af Jóni Hjaltasyni sagn- fræðingi. Sagt er frá lífsferli Jó- hanns; barn- æsku í Svarf- aðardal og lífi á erlendri grund. Árið 1945 fluttist Jó- hann heim fluttist fljótt aftur til Bandaríkjanna þar sem hann starf- aði í stærsta og frægasta sirkus heims. Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar. Bókin er 260 bls., prentuð í Lett- landi. Mikill fjöldi ljósmynda prýðir bókina. Verð: 4.380 kr. FYRIR ríflega hálfri öld var ungur apótekari norður á Húsavík. Á milli þess sem hann afgreiddi lyfseðla sat hann í kompu sinni og undi sér við forn fræði og hvers kyns fagurmál. Við lestur á kveðskap fornsagna komst hann að raun um, að margt var torskilið eða óskýrt í getfræðum þeim og sumar skýringar næsta hæpnar. Hann tók sér nú fyrir hendur að reyna að fá betri merkingu í ýmsa torræða staði og að eigin sögn (for- máli) taldi hann sér það helst til gildis að vera leikinn í að lesa illlæsilega lyf- seðla. Það sýnist þó þeim, sem kverið les, vera alls óþarft lítillæti, því að augljóslega var maðurinn firna vel að sér í fornfræðum, hugkvæmur mjög og bragvitur. Þá reglu setti hann sér að breyta ávallt sem minnstu þeim lesháttum, sem bestir voru taldir. Þótti honum sumir fræðimenn hafa verið fulldjarf- ir í þeim efnum. Er nú skemmst frá að segja, að árið 1954 birti hann í lítilli og yfirlætis- lausri bók niðurstöður rannsókna sinna. Þar bar kveðskap Egils Skalla- grímssonar hátt, Sonatorrek, Höfuð- lausn og Arinbjarnarkviðu, svo og nokkrar lausavísur Egils. Þá glímdi hann við vísur í Gunnlaugs sögu, Bjarnar sögu Hítdælakappa, Heiðar- víga sögu, Eyrbyggju, Gísla sögu Súrssonar, Hallfreðar- og Kormáks sögu. Ekki hafði höfundur önnur gögn að vinna með en Fornritaútgáfuna. Sú ágæta útgáfa hefur þann kost, að í vísnaskýringum er jafnan greint frá því hvernig handritin eru stafsett og sést því vel hverju hefur verið breytt í hinum prentaða texta. Nú eru handritin ekki frumrit, eins og flestir vita líklega, heldur mis- góð afrit. Virðist sem skrifaranir hafi stund- um mislesið forrit sín og stundum jafnvel skáldað í eyður. Þar sem texti reyndist skýrendum torskilinn eða óskiljan- legur, er líklegast að um mislestur afritara hafi verið að ræða. Hvað var nú líklegast að afritarinn mislæsi? Bókarhöfund- ur taldi að þar væru sumir bókstafir öðrum líklegri til að verða fyrir barði mis- lesturs, t.a.m. a fyrir o og i fyrir u á undan n eða nm. Þá er og lílegt að l hafi stundum misritast, svo og nokkr- ir fleiri stafir. Þá er og þess að geta, að orðaskipting var lítil í handritum og því gat verið álitamál hvað var heilt orð eða hvernig átti að skipta. Í þriðja lagi lagði höfundur sig fram um að huga að stuðlasetningu. Auk þessa sá hann möguleika á ýmsum öðrum lagfæringum. Hér eru ekki tök á að tilgreina mörg dæmi um leiðréttingar. En drepið skal á fáein. Þegar sá sem þetta ritar var stráklingur í skóla að lesa Egils sögu féll honum allmjög fyrir brjóst hið leiðinlega orð „ljóð- pundari“ í upphafi Sonatorreks. Ég skildi aldrei hvers konar pundara Eg- ill var að burðast með. En þegar H.H. benti á að „ljóðpundari“ þýddi að lík- indum „ljóðsmekkur“ fannst mér heldur batna um. Í einni vísu Höfuð- lausnar eru þessar hendingar í prent- uðum texta: „þars í blóði/enn brimlá- móði“. Í frumriti afskrifarans telur H.H. að hafi staðið: „þarsblóð ... en brimla mði“. Hafi verið máð það sem punktar sýna. Þá fyllti skrifarinn svo út: þars blóð... / en brimla móði. Til að fá fyrri hendinguna af réttri lengd varð hún „þars í blóði“. Eyðunni var sleppt þar sem „blóði“ rímaði á móti „móði“. „Brimla“ varð svo „brimlá“ til þess að skiljanlegra yrði. Þetta gerði H.H. sig ekki ánægðan með. Eðlilegra fannst hon- um að síðari hendingin væri „brim lamði“ og „enn“ varð „ben“, sem er ekki mikil breyting. „Benbrim lamdi“ verð- ur samkvæmt því seinni hendingin. En þá dugði sú fyrri ekki lengur. Var nú víst að standa ætti „blóði“? Eyðan var ófyllt. Tilgáta hans var þá, að í hana kæmi orðið „gamði“ (þf.), þ.e. haukur. Er þá kröfu um stuðlasetningu fullnægt, ef línurnar verða svo: „Þars blóðgamði/ benbrim lamði“ og framhaldið: „völlr of þrumði/und véum glumði“. Er þá komin góð merking í vísuhlutann. Þetta er líklega með viðameiri skýringum eða breytingum höfundar Slettireku, því að þær ná til allra þeirra þátta, sem að framan eru nefndir. Í Arinbjarnarkviðu kemur fyrir orðið „drógseil“, sem er nánast óskilj- anlegt. Því vill höfundur breyta í Drags-eið og vísar það þá til landar- eignar Arinbjarnar. Þá kemur fyrir í sömu vísu í prentaða textanum orðið Véþorms. Þennan Véþorm segist H.H. ekki kannast við, enda sé hans hvergi getið í fornum sögum. Auk þess kemur hann þarna í algerri er- indisleysu. Leiðrétting hans er ein- föld. Ekki er annað en skrifa Vé- þormr með litlum staf og fellur þá allt í ljúfa löð. Í einni vísu í Gunnlaugs sögu kem- ur fyrir orðið „grásíma“, sem erfitt er að skilja. Heldur H. H. að í handriti hafi staðið „grasena“, sem er enn óskiljanlegra. Hér leggur hann til að eigi að standa „grásinna“, þ.e. grá- lyndur og er þá komin góð merking í vísuna með þessari smábreytingu. Þetta litla kver varð vinsælt og hygg ég að mörgum hafi þótt góður fengur að skýringum höfundar. Að minnsta kosti er bókin fyrir langa- löngu uppseld. Nú hálfri öld síðar er Slettireka gefin út á ný. Mikið vatn hefur runnið til sjávar. Apótekarinn er nú orðinn níræður að aldri og hefur unnið ein- stök afrek á bókmenntasviðinu, svo sem alþjóð má vera kunnugt. Hin nýja Slettireka er lítið breytt frá þeirri fyrri. Breytingarnar eru að- allega tvenns konar. Í fyrsta lagi eru málfarsbreytingar. Hefði þó mörgum fundist að ekki þyrfti þar úr að bæta. En hinn málhagi höfundur fann víða sitthvað sem honum fannst að betur mætti fara. Er verulega gaman að skoða hversu vandlega þessi málsnill- ingur endurskoðar texta sinn. Ætli þeir séu ekki fáir, sem myndu telja taka því að breyta eftirfarandi? „allt að því óhugsandi“ í „nær óhugsandi“, „allir þeir möguleikar til úrlausn- ar“ í „allar þær leiðir ...“, „... fráleitt með öllu ...“ í „fráleitt“, „.... vera með slíka útúrdúra ...“ í „vera með útúrdúra ...“ Um þetta mætti tilgreina mörg fleiri dæmi. Í öðru lagi eru allmargar styttingar á texta. Sýnist mér að einkum sé burt tekið það, sem höfundi hefur fundist í hæpnara lagi eða óþarft eða þá of gal- gopalegt. Á örfáum stöðum hefur textinn lengst. Að öðru leyti er bókin óbreytt. Sömu vísur eru skýrðar og á sama hátt. Ekki er því að neita, að undirrit- aður hefði kosið að höfundur hefði haldið áfram vísnaskýringum sínum, því að vissulega er af nógu að taka. Slettirekuafsökun hans get ég ekki tekið undir, því að vissulega átti hann fullt erindi á þennan fræðavettvang. Ný Slettireka BÆKUR Fræðirit SLETTIREKA Helgi Hálfdanarson. Leikmannsþankar um nokkrar gamlar vísur, 2. útgáfa. Mál og menning, Reykjavík, 2001, 155 bls. Helgi Hálfdanarson Sigurjón Björnsson NÝLEGA var skýrt frá því í frétt- um að Íslendingar ættu Norður- landamet í neyslu á svokölluðum gleðipillum. Þá mun það vera stað- reynd að stór hluti landsmanna þjáist af þunglyndi á einhverju skeiði æv- innar, aðrir geðrænir sjúkdómar eru sömuleiðis algengir og tala þeirra sem gera tilraun til sjálfsvígs er há. Eigi að síður veigra menn sér ennþá við að ræða þessi málefni opinberlega og vel mætti í þessu sambandi tala um eitt af síðustu „tabúum“ samtím- ans. Ýmsir hafa þó reynt að rjúfa þagnarmúrinn á síðastliðnum árum og tekist það með áhrifaríkum hætti. Hér má til dæmis nefna skáldsögu Einars Más Guðmundssonar Engla alheimsins og samnefnda kvikmynd þeirra Friðriks Þórs Friðrikssonar. Þessi tvö listaverk hafa vafalaust stuðlað að auknum skilningi á geð- rænum sjúkdómum og opnað um- ræðuna á jákvæðan hátt. Þórunn Stefánsdóttir hefur háð erfiða baráttu við þunglyndi um ára- bil og í bókinni Konan í köflótta stóln- um lýsir hún reynslu sinni af sjúk- dómnum og þeirri löngu glímu sem hún háði við hann með dyggri aðstoð sálfræðings og fjölskyldu sinnar. Til- gangur Þórunnar með því að skrifa þessa bók er öðrum þræði að stuðla að opinni og heiðarlegri umræðu um geðræna sjúkdóma og einnig vill hún segja sögu sína til að hvetja þá fjöl- mörgu sem deila reynslu hennar til að gefast ekki upp í baráttunni fyrir lífinu. Eins og hún bendir á í upphafi frásagnarinnar þá eru félagar í þung- lyndis-„klúbbnum“ margir og sjúk- dómurinn „er í besta falli sálarþjófur og í versta falli sálarmorð- ingi. En það eru ýmsar leiðir færar til þess að koma þeim arma þjófi og morðingja undir lás og slá þar sem hann á heima“ (9). Í bókinni lýsir Þór- unn þeirri leið sem hún fór til að takast á við þunglyndið. Leiðin reyndist löng og ströng og Þórunn líkir hægum bata sínum við ferðalag. Titill bókarinnar er dreginn af „farkosti“ ferðalagsins, köflótta stólnum á læknastofu geðlæknisins sem var „fararstjóri“ Þórunnar og eftir eftir langa ferð „sem lá um eigin huga og sál“ tókst henni að komast á leiðar- enda. Ferðalagið hóf Þórunn eftir áralanga þjáningu og tilraun til sjálfsvígs og meðferðarformið sem hún gekkst undir var sálgreining hjá geðlækni, en hjá honum þurfti hún að mæta þrisvar sinnum í viku, í 45 mín- útur í senn, fyrstu árin. Meðferðin var því bæði tímafrek og dýr (og ekki niðurgreidd af ríkinu líkt og þegar um líkamlega sjúkdóma er að ræða) en Þórunn ákvað að takast ferðina á hendur þótt hún þyrfti að greiða fyrir hana nær öll mánaðarlaun sín. Sálgreiningaraðferðin sem geð- læknir Þórunnar beitti á rætur að rekja til Freuds. Greining læknisins byggist á frjálsum hugrenninga- tengslum sjúklingsins, draumum hans og bernskuminningum. Margar lýsingar eru til á þessari aðferð, í rit- um Freuds til að mynda, en sjaldséð- ara er að lesa lýsingu á henni frá sjónarhóli sjúklings, það eitt og sér gefur frásögninni mikið vægi. Les- andi getur líka tekið undir með lækn- inum þegar hann segir við Þórunni: „Þunglyndi þitt er óvenju myndrænt og fallegt“ því einmitt þannig eru lýsingar hennar á jafnvel svört- ustu hliðum sjúkdóms- ins. Hún kallar þung- lyndið „svörtu holuna“ og barátta hennar snýst um að reyna að komast upp úr holunni og að þreyja vistina í henni þegar uppgangan reyn- ist henni um megn. Þá lýsir hún baráttu and- stæðra afla í sál sinni sem baráttu viðkvæms fiðrildis og stórrar, eld- rauðrar köngulóar sem reynir að veiða fiðrildið í vef sinn. Frásögn Þórunnar af læknismeð- ferðinni er mjög einlæg og lesandinn fær á tilfinninguna að fátt sé dregið undan; hún lýsir sigrum jafnt sem ósigrum og á hreinskilinn hátt lýsir hún því hvernig tilfinningar hennar í garð læknisins sveiflast frá trúnaðar- trausti og trú á að hann geti hjálpað og til mikillar reiði og fyrirlitningar í hans garð. Ferðin var farin með hléum og takmarkið virtist á stund- um óralangt í burtu. Þá er lýsing Þórunnar á því hvaða áhrif sjúkdómurinn hefur á fjöl- skyldulífið mjög hreinskilin. Engum dylst hversu erfitt getur verið fyrir aðstandendur þunglyndissjúklinga að halda fjölskyldulífinu í sæmilegu horfi á meðan sjúkdómurinn herjar á og ekki er annað hægt en að dást að því hvernig fjölskylda Þórunnar studdi við bakið á henni í gegnum alla erfiðleikana. Konan í köflótta stólnum er bók sem á brýnt erindi við lesendur og geta margir mikið af henni lært, bæði þeir sem þekkja sjúkdóminn af eigin raun og ekki síður hinir sem eru svo heppnir að teljast ekki til klúbb- félaga. Lesendum bókarinnar dylst heldur ekki að höfundur hennar er mjög vel ritfær því frásögn Þórunnar er vel upp byggð, lifandi og trúverð- ug. Lesandinn dregst inn í frásögnina og fylgist spenntur með því hvernig hún nær smám saman tökum á tilver- unni og fagnar með henni að leiðar- lokum. BÆKUR Sjálfsævisaga KONAN Í KÖFLÓTTA STÓLNUM Eftir Þórunni Stefánsdóttur. JPV útgáfa 2001, 190 bls. Þórunn Stefánsdóttir Soffía Auður Birgisdóttir Barist við sálarþjóf og sálarmorðingja Eyðimerkur- blómið er eftir Waris Dirie í þýð- ingu Höllu Sverr- isdóttur. Í bókinni er frá- sögn Dirie sem veitir bæði innsýn í daglegt líf sómal- skrar hirðingja- fjölskyldu og glæsiveröld heimsþekkt- rar fyrirsætu. Um leið er bókin mikilvægur vitnisburður um þær þján- ingar sem umskurður kvenna hefur í för með sér. Hún starfar sem fyr- irsæta í New York, en er auk þess sér- legur sendiherra Sameinuðu þjóð- anna, með það að markmiði að berjast gegn umskurði kvenna. Útgefandi er JPV útgáfa. Bókin er 234 bls. auk myndasíðna. Verð: 3.980 kr. Lífssaga

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.