Morgunblaðið - 14.11.2001, Page 8

Morgunblaðið - 14.11.2001, Page 8
8 B MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ BÆKUR Siðfræði – af sjónarhóli guð- fræði og heim- speki er í þýð- ingu Aðalsteins Davíðssonar cand. mag. Bókin er eftir þá Göran Bexell, prófessor í siðfræði við há- skólann í Lundi, og Carl-Henric Grenholm, prófessor í siðfræði við Uppsalaháskóla. Bókin kynnir siðfræðiheimspeki og raunhæf siðfræðileg vandamál sem almennt eru rædd í samfélag- inu. Þeirra á meðal er siðfræði í op- inberu lífi, samlífs- og fjöl- skyldusiðfræði, siðfræði lífvísinda og lækninga, umhverfismál, mál- efni réttlætis og friðar á alþjóð- legum vettvangi. Í kynningu segir m.a.: „Siðfræði – af sjónarhóli guðfræði og heim- speki endurspeglar vel hinn mik- ilvæga þátt siðfræðinnar sem eru rökræður manna með ólíkar skoð- anir og misjafnan bakgrunn. Við slíkar rökræður, þar sem mætast fulltrúar ólíkrar menningar og mis- munandi hefða, geta komið fram ný sjónarmið.“ Útgefendur eru Skálholtsútgáfan og Siðfræðistofnun Háskólans. Bókin er 452 bls., prentuð í Guten- berg. Verð: 4.980 kr. Fræði Strandarkirkja í Selvogi er heim- ildarit um sam- nefnda kirkju í samantekt séra Magnúsar Guð- jónssonar. Ritið kemur nú út í þriðja sinn í end- urbættri útgáfu. Formála skrifar biskup Íslands, herra Karl Sigurbjörnsson, og Ólafur Skúla- son biskup. Ritið er 64 síður, prentað í Stein- dórsprenti-Gutenberg. Ljósmynd á kápu tók Kristófer Bjarnason. LIST hins forna munnlega menningarsamfélags á Íslandi náði lengst í dróttkvæðunum. Í þeim iðkuðu menn orðsins list af meiri fágun, ögun og lærdómi en tíðkast í almennum þjóðkvæðum. Nafn- greind skáld ortu kvæði um sam- tímamenn sína af sérstöku tilefni og þau bestu gátu lifað af list sinni og átt von á veglegum greiðslum ef þau beindu kvæðum sínum að rík- um höfðingjum. Þetta var atvinnu- grein sem krafðist þess að menn legðu á sig töluvert nám í brag- fræði og tileinkuðu sér sérstakt skáldamál sem byggðist á fjöl- breytilegum orðaforða, djúpri þekkingu á goðsögum og umtals- verðri sköpunargleði sem beindist að því hvernig hlutirnir voru sagð- ir fremur en hvað væri sagt. Þess vegna þykir okkur nútímamönnum stundum rýr eftirtekjan þegar við höfum brotist í gegnum flóknar og margræðar vísur fornskáldanna og sitjum uppi með skýringuna: „her- maðurinn drap manninn með sverði“. Því miður hafa ekki varðveist neinar uppskriftir frá lifandi flutn- ingi dróttkvæða á meðan þau voru hámóðins meðal heldra fólks á Ís- landi og annars staðar á Norð- urlöndum. Kvæðin eru flest til okkar komin í miðaldaskinnbókum sem hluti af bóklegri lærdómsiðk- un og sagnaritun um fyrri tíð. Þessi varð- veisla hefur til dæmis valdið miklum vanda- málum í sambandi við aldur einstakra kvæða og hefur sumum þótt fullt eins líklegt að þau væru jafnvel ort af þeim sem skrifuðu sög- urnar fremur en að þau hafi varðveist lítt breytt um aldir sem hluti af lifandi sagna- og kvæðahefð. Það hefur staðið þessari umræðu fyrir þrifum að menn hafa ekki gert sér nógu ljósa grein fyrir því hvernig kvæðin eru til okkar komin á hinum rituðu bókum og í hvaða samhengi þau eru hverju sinni. Það er því mikið fagnaðar- efni að Guðrún Nordal skuli nú hafa nálgast dróttkvæði úr nýrri og frumlegri átt í þeirri von að byggja upp skilning á hlutverki þeirra í því mennta- og lærdóms- samfélagi sem skóp hinar rituðu bækur. Guðrún byrjar rannsókn sína því á upphafinu í hinum elstu bókum og sýnir hvernig dróttkvæðin nýtt- ust mönnum þegar verið var að laga latneska mál- og stílfræði að íslenskum veruleika. Höfundar slíkra lærdómsrita gátu þá ausið af sjóði dróttkvæðanna því skáldin höfðu að sjálfsögðu glímt við sam- bærilegar stílþrautir og stílbrögð í kveðskap sínum – án þess að nota um það hin latnesku hugtök. Sér- lega mikilsvert er að Guðrún skuli vekja svo rækilega athygli á því að verkið Snorra Edda, sem við erum vön að lesa sem sjálfstæða bók með heiðnum goð- sagnaarfi og kenna við Snorra Sturluson, er í raun varðveitt sem síbreytilegur og lifandi texti innan um málfræðiritgerðir annarra lærdóms- manna. Hlutverk Snorra Eddu í lær- dómsiðkun 13. og 14. aldar hefur til þessa mjög fallið í skugg- ann fyrir áhuga manna á hinni fornu goðafræði sem hún er einnig heimild um. Þetta samhengi text- ans kallar á nýjar útgáfur svo fólk geti lesið Snorra Eddu eins og hún er varðveitt – en ekki eins og við ímyndum okkur að Snorri hafi skil- að henni frá sér. Þá hugar Guðrún að stöðu skáld- anna í samfélagi 13. aldar og sýnir hvað list þeirra var tengd lífi yf- irstéttarinnar – að minnsta kosti eins og heimildirnar lýsa skáld- unum. Hún fer síðan þá leið að skoða nákvæmlega samtímaskáld- skap heimildanna í þeirri von að þar megi að minnsta kosti finna nokkuð áreiðanlega tímasett kvæði. Með því að greina helstu einkenni þeirra er von til að hægt verði að gera sér mynd af því hvort hægt sé að greina einhverja hugmyndaþróun í þessum kveð- skap, þannig að þau kvæði sem sögð eru vera eldri skeri sig á ein- hvern hátt frá hinum yngri kvæð- um. Í þessu ljósi eru niðurstöður Guðrúnar ákaflega merkilegar um að í skáldskap 12. og 13. aldar megi greina heimsmyndarhug- myndir nýplatónisma 12. aldar í bland við kristilegt myndmál sem komi meðal annars fram í líkam- legu myndmáli þeirra skálda sem þá yrkja. Þessara hugmynda gæti hins vegar ekki í svokölluðum eldri kveðskap, nema hjá einu skáldi. Og þá er eins gott fyrir fólk að halda sér fast því Guðrún finnur þessu myndmáli einnig stað í þeim kveðskap sem eignaður er Agli Skallagrímssyni. Hún fer hins veg- ar ákaflega varlega í að draga ályktanir af þessari sérstöðu Egils, enda er skáldskapur Egils mjög persónulegur og frumlegur að öðru leyti. Lesandinn situr þó uppi með þá ónotatilfinningu að enn hafi ver- ið grafið undan tiltrú hans á að 10. aldar maðurinn Egill Skallagríms- son hafi getað ort þessar vísur. Þessi lesandi hér saknaði þess í verki Guðrúnar að hún reiknaði með hinni munnlegu menningu sem skóp skipulega hugsun um dróttkvæðalistina áður en ritun kom til – eins og Stephen N. Tranter hefur fjallað um í riti sínu um Háttatal, Háttalykil og forn- írska bragfræði frá 1997 (Clavis Metrica, Beiträge zur Nordischen Philologie 25). Einnig hefði mátt vænta þess að hún glímdi af meiri einurð við hina flóknu varðveislu einstakra kvæða í handritum og vekti máls á þeim vanda hve mikið af myndmáli dróttkvæða er í raun tilbúningur útgefenda fornrita sem hafa verið að reyna að fá vit í mjög torræðar vísur. Að öllu saman- lögðu er rannsókn Guðrúnar þó geysilega merk, frumleg og ítarleg og breytir að verulegu leyti þeim grunni sem rannsóknir á drótt- kvæðum hafa staðið á. Dróttkvæði og lærdómslistir á miðöldum BÆKUR Bókmenntafræði TOOLS OF LITERACY The Role of Skaldic Verse in Icelandic Textual Culture of the Twelfth and Thir- teenth Centuries, eftir Guðrúnu Nordal. 440 bls. University of Toronto Press, 2001. Gísli Sigurðsson Guðrún Nordal „FÓLK heldur að stríðinu sé lokið. Okkar stríð er hins vegar rétt að byrja,“ segir móðir mín gjarnan. Eftir að sjálfum bardög- unum lauk hafa sjúkdómar, at- vinnuleysi og fátækt stjórnað dag- legu lífi okkar. ... Fjölskylda mín berst við að halda í sér lífinu.“ (bls. 7). Þetta eru upphafsorð bókarinn- ar um Leilu. Árið er 2000 og tæp 5 ár frá op- inberum stríðslokum. Leila er að undirbúa vitnisburð sinn fyrir Stríðsglæpadómstólnum í Haag vegna réttarhalda þar yfir nauðg- urum í Bosníustríðinu. Leila var 15 ára þegar stríðið braust út og tilviljun réð því að hún var fjarri heimahögum þegar hún var hneppt í fangabúðir. Hún var að heimsækja frænku sína sem sór hana af sér til að bjarga eigin skinni. Bókin segir frá æsku og upp- vexti Leilu og fylgjum við henni allt til ársins 2000. Inn í lýsingar Leilu, á því sem fyrir hana bar í stríðinu, fléttast brot úr dagbók móður hennar sem heyrir ekki af henni í 6 ár. Þetta er meðal annars gert til að við fáum línulega frá- sögn í tíma því áföllin sem dynja yfir Leilu ræna hana tilfinningum og tímaskyni. Þessi brot gera text- ann líka ríkari og margradda. Ótt- inn og óvissan um örlög dótturinn- ar naga móðurina stöðugt. Í þorpinu þar sem Leila ólst upp bjó fólk af ólíkum uppruna og með ólíkar trúarskoðanir. Öll börn sóttu sama skólann og léku sér saman en það var samt lítið um blönduð hjónabönd. Þegar móðir Leilu, sem er múslimi, skilur við eig- inmann sinn eftir margra ára heimilisof- beldi og giftist kaþól- ikka snúa flestir við þeim baki. Í stríðinu reynist þetta þeim líka erfitt þar sem hjálp- arstofnanir kaþólsku kirkjunnar og músl- ímanna neita þeim um mat vegna ráðahagsins. Þeim eru allar bjargir bannaðar. Munurinn á fangabúðum og nauðgunarbúðum er töluverður þrátt fyrir að nauðganir viðgangist í þeim báðum. Í fangabúðunum eru fangarnir bæði konur og karlar. Þau eru látin vinna allan daginn. Þess á milli er konunum nauðgað en karlarnir pyntaðir til dauða fyr- ir framan fjöldann. Í nauðgunar- búðum er innilokunin algjör og ekkert sem gerist annað en nauðg- anir og aftur nauðganir. Í fyrstu búðunum er Leila eina konan í bækistöðvum hermannanna. Síðar er hún flutt annað þar sem eru fleiri konur. Það reynist þó lítill fé- lagsskapur af þeim því konurnar tala ekkert saman. Einangrunin er alger og þær geta hvorki rætt um það sem er að gerast né aðra hluti. Þær eru andlega dauðar. Sumar ganga af göflunum, verða vitskert- ar og eru þá drepnar. Leila var lokuð inni með 11 öðrum konum í einu herbergi í heilt ár, þá voru eftir þrjár. Þær fengu aldrei að fara út úr því né þrífa það. Þar mötuðust þær óreglulega, gengu örna sinna, sváfu, var nauðgað og notaðar í rússneska rúllettu. Bað eða þvottar voru ekki í boði. Þær fengu ekki önnur föt fyrir þau sem slitnuðu eða voru slitin af þeim. „Af öll- um þessum mönnum var ekki einn einasti sem vesaldómur okk- ar hafði þau áhrif á að hann næði honum ekki upp.“ (bls. 76). Það undarlega er að lýsingarnar á nauðgununum eru ekki endilega það versta heldur afleiðingar þeirra. Þegar Leila losnar úr nauðgunarbúðunum er hún mjög illa farin og svo tortryggin að hún læst vera mállaus. Fyrir tilviljun leitar hún á náðir Serba sem starfa í herbúðaeldhúsi. Með þeim þvælist hún um í nokkur ár, fram og aftur eftir því sem víglínan færist. Þar fær hún í raun góða meðhöndlun og trú lesandans á manninn er byggð upp eftir að hafa beðið skip- brot. Það dugir samt ekki til að hjálpa Leilu. Þegar Leila fer að borða reglulega koma líkamlegu verkirnir fram, afleiðingar með- höndlunarinnar. Verkirnir hverfa í raun aldrei. Mörgum árum síðar er hún enn með verki en óbærileg til- hugsunin um snertingu kemur í veg fyrir að hún leiti læknis, jafn- vel eftir að hún hefur sagt sögu sína. Í fyrstu er það ekki síst ótt- inn við hvað læknarnir muni upp- götva. Skömmin og feluleikurinn koma í veg fyrir að Leila geti í raun hugsað rökrétt. Hún treystir engum og meðal annars þess vegna er hún svo lengi að finna fjölskyldu sína eftir stríðslok. Konurnar, sem var nauðgað, segja engum frá reynslu sinni af ótta við útskúfun samfélagsins og eða þeirra nánustu. Þær óttast einnig að rekast á nauðgara sína úti á götu. Að allt endurtaki sig. Og það gerir það. Í martröðum þeirra. Leila er nær dauða en lífi þegar hún fer á læknasetur ætlað konum sem urðu illa úti í stríðinu. Þar er hún í um hálft ár að byggja sig upp og í sálfræðimeðferð. Þá eru liðin fjögur ár frá því hún var látin laus úr nauðgunarbúðunum og hún nær loks örlitlum tökum á tilverunni. Verkið lýsir lauslega gangi mála í stríðinu og ekki er tekin hlið neins aðila þess. Þvert á móti lýsir það því hve tilgangslaust stríðið sé og hvernig allir tapa. Leila verður aldrei þjóðernissinni enda pyntarar hennar og bjargvættir sömu þjóð- ar. Þegar sest er niður með þessa bók veit lesandinn að hann verður ekki samur á eftir. Ótti við það sem bíður manns við lesturinn tekst á við viljann til að vita og skilja. Þessi bók á erindi við alla. Alla sem vilja þekkja þann heim sem við búum í. Ein spurning læt- ur mig ekki í friði eftir lesturinn. Gátu þeir sem svo auðveldlega breyttust í pyntara, nauðgara og morðingja breyst aftur í venjulegt fólk? Ég mæli samt ekki með því að fólk lesi bókina á sjálfri jólahátíð- inni. Er líf eftir stríð? BÆKUR Lífsreynslusaga LEILA, BOSNÍSK STÚLKA eftir Alexandra Cavelius. Ingunn Ásdís- ardóttir þýddi. Forlagið, 2001, 205 bls. Kristín Ólafs Leila Flýgur fiskisagan er barnabók eftir Ingólf Steinsson. Myndir teiknaði Hrönn Arnars- dóttir. Sagan er spunnin út frá orðatiltæki titils- ins, þeirri stað- reynd að alltaf var fljótt að spyrjast þegar fiskur barst á land. Í henni segir frá fæðingu tvíburanna Lóu og Óla og uppvexti þeirra á síldarárunum. Í kynningu segir m.a.: „Á árunum áður en síldin birtist voru eldri bræður tvíburanna mikið í róðrum með Óla steinbít ömmubróður sínum. Þeir lágu þá á skaki úti í fjarðarkjafti. Svo þurfti að gogga fiskinn og henda honum upp á bryggju. Þetta var á þeim árum er frystihús og togari voru að boða komu sína í litla bæinn en sagan ger- ist langt, langt úti á landi.“ Í bókinni eru einnig stuttlega teknar saman upplýsingar um fiskveiðar Ís- lendinga. Útgefandi er Tunga. Bókin er 32 bls., prentuð í Odda hf. Á heimasíðu Tungu er hægt að nálgast kennslu- leiðbeiningar með bókinni, en efni hennar hentar til kennslu yngri barna. Verð: 2.190 kr. Börn Vonarbarn er eftir Marianne Frede- riksson í þýðingu Sigrúnar Á. Eiríks- dóttur. Hér segir frá móður, dóttur og barnabarni. Yfir móðurinni hvílir skuggi fortíðar og dóttirin stendur frammi fyrir mik- ilvægri ákvörðun; ákvörðun sem á eft- ir að hafa örlagaríkar afleiðingar um leið og hún leiðir til þess að dóttirin sér líf sitt og móðurinnar í nýju ljósi. Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 267 bls. Verð 4.280 kr. Skáldsaga

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.