Morgunblaðið - 14.11.2001, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 14. NÓVEMBER 2001 B 11
BÆKUR
FJÓRTÁNDA öldin, 1301–1400,
er tvímælalaust ein hin merkasta í
sögu Íslendinga og líkast til sú, sem
einna minnst hefur verið rannsökuð.
Margt gerðist á þessari öld, eins og
öllum öðrum, hafísar, eldgos og ým-
is önnur óáran af völdum náttúrunn-
ar plagaði landsmenn og í aldarbyrj-
un féll fjöldi fólks í Skagafirði af
völdum eldgoss í Heklu.
En 14. aldarinnar verður ekki
minnst fyrst og fremst vegna erfiðs
árferðis eða náttúruhamfara.
Norska konungsvaldið reyndi eftir
föngum að styrkja stöðu sína hér á
landi og tókst það að nokkru. Á
ýmsu gekk þó í samskiptum kon-
ungsmanna og Ís-
lendinga og urðu af
sögulegir atburðir,
svo sem Grundarbar-
dagi árið 1362. Merki-
legust er þó öldin að
líkindum vegna þess
hve bókleg menning
stóð í miklum blóma
og vegna þeirra af-
drifaríku breytinga á
stöðu Íslendinga í
norrænu menningar-
samfélagi, sem urðu
undir aldarlokin.
Á 14. öld var
blómaskeið handritaskrifa á Íslandi,
bókagerð hefur líkast til aldrei verið
meiri og bækur voru fluttar utan til
Noregs í umtalsverðum mæli. Þetta
tók að breytast á síðari hluta ald-
arinnar. Hnignun norsku höfðingja-
stéttarinnar í kjölfar Svarta dauða
olli því að dönsk áhrif fóru mjög vax-
andi í Noregi. Þá urðu Norðmenn
síður læsir á norræna
tungu en áður og þá
hrundi markaðurinn
fyrir íslenskar bækur
þar í landi. Í kjölfarið
einangraðist íslenskt
málsamfélag og
spurning hvort Ís-
lendingar urðu þá
ekki fremur Evrópu-
menn en Norður-
landamenn. Merkileg
evrópsk og katólsk
menningaráhrif náðu
einnig hingað til
lands með áhrifa-
meiri hætti en oft endranær á 14.
öldinni, sem einnig má kalla norð-
lensku öldina í sögu Íslendinga.
Kirkju- og klaustralíf stóð með mikl-
um blóma á Norðurlandi á þessum
tíma og mótaði mannlífið á margan
hátt.
Hér hefur verið getið nokkurra
þátta sem Óskar Guðmundsson
leggur áherslu á í eftirmála þessarar
bókar. Hún er að flestu byggð upp á
sama hátt og fyrri „Aldir“, sem mik-
illa vinsælda hafa notið. Efnisval
umsjónarmanns er vel heppnað, les-
endur fá skemmtilega heildarmynd
af öldinni fjórtándu og því fólki sem
lifði á Íslandi. Þá er notkun mynd-
efnis til mikillar fyrirmyndar og
góður fengur er að eftirmála og
heimildaskrá, en hvorttveggja er
nýjung í þessari ritröð.
Í umsögn um Öldina fimmtándu,
sem út kom fyrir ári, lét ég þá ósk í
ljósi að Óskar Guðmundsson héldi
áfram iðju sinni við að setja saman
„Aldir“, en hann tók með eftirminni-
legum hætti upp merkið eftir þá Gils
Guðmundsson og Jón Helgason rit-
stjóra. Þessi ósk er ítrekuð hér og
nú og spennandi verður að sjá
hvernig til tekst með þrettándu öld
– sjálfa Sturlungaöldina.
Menningaröld og bóka
BÆKUR
Sagnfræði
ÖLDIN FJÓRTÁNDA. MINNISVERÐ TÍÐINDI
1301–1400
Óskar Guðmundsson tók saman. Iðunn,
Reykjavík 2001. 252 bls., myndir.
Jón Þ. Þór
DAVID er í miðið af þremur
bræðrum. Fjölskyldan er hamingju-
söm. Móðirin alúðleg og framtaks-
söm, faðirinn slökkviliðsmaður sem
vinnur langar vaktir. Þegar faðirinn
er að vinna fer móðirin í ýmsar ferð-
ir með drengina þrjá, í garða og á
söfn. Þegar faðirinn er heima er há-
tíð í bæ eða farið í útilegur. Fjöl-
skyldan á fullt af gæludýrum sem er
sinnt af natni og áhuga. Smám sam-
an gerbreytist móðirin og tilveran
hrynur. Hún hættir að hafa sig til,
hættir að sinna matseld og dagleg-
um þrifum. Aginn sem hún beitir
fjölskylduna verður að vægðarlaus-
um refsingum. Það sem er samt
kannski undarlegast er að þessi
hegðun bitnar mismikið á fjöl-
skyldumeðlimunum. David verður
langverst fyrir þeim. Hann var víst
háværari en hinir bræðurnir, aðrar
skýringar á ofbeldinu er ekki að
hafa enda aldrei til skýringar á of-
beldi, aðeins átyllur. Refsingarnar
snúast ekki um að refsa David fyrir
tiltekna hegðun heldur
að veita móðurinni út-
rás fyrir mjög sjúklega
hegðun. Hún skapar
„afbrotin“ og refsar
fyrir þau jafnóðum.
David fær til dæmis
ekki að borða nema
endrum og eins. Það
leiðir til þess að hann
fer að stela mat, í skól-
anum og úr ruslinu, en
fyrir það er honum svo
refsað harðlega heima
fyrir þegar upp kemst.
Þá fær hann enn minna
að borða og vítahring-
urinn er endalaus.
David er alveg útskúfaður úr fjöl-
skyldunni. Hann er látinn hírast í
köldum kjallara jafnt nótt sem
nýtan dag á milli þess sem hann sér
um öll heimilisþrif. Hann situr ekki
til borðs með fjölskyldunni, fær ekki
að baða sig reglulega, hvað þá að
leika sér við bræður sína eða horfa á
sjónvarp með þeim. Hann verður
algjört viðundur í skólanum. Meira
að segja faðirinn gefst upp á að
halda uppi vörnum fyrir David eða
sinna honum. Fjölskyldan stækkar
og börnin eru orðin fimm þegar
foreldrarnir skilja. Faðirinn tekur
David ekki með sér eins og hann
hefur þó svo oft lofað honum í
gegnum árin.
Þetta er heimilisof-
beldi af verstu gerð.
Öll fjölskyldan er í
gíslingu móðurinnar
sem beitir sína nán-
ustu andlegu og líkam-
legu ofbeldi sem þó
bitnar mest á einu
barnanna, að því er
virðist. Fyrir David er
þetta bókstaflega bar-
átta upp á líf og dauða.
Aðferðir móðurinnar
taka stöðugum breyt-
ingum og nýjar pynt-
ingar líta reglulega
dagsins ljós. Þær allra verstu passar
hún þó að fela fyrir hinum fjöl-
skyldumeðlimunum. Móðurinni
tekst ótrúlega vel að leika mörgum
skjöldum. Og þeir sem þó sjá eitt-
hvað athugavert slíta samskiptin við
fjölskylduna í stað þess að koma
börnunum til hjálpar. Það eru engin
fjölskyldubönd sem þarf að losa
heldur fjötrar ofbeldis og valds. Í
eitt sinn kemur kona frá barna-
verndaryfirvöldum. Ekkert gerist
þó í framhaldinu. Loks grípa skóla-
yfirvöld inn í eftir að hafa skrásett
áverka Davids í langan tíma.
Fyrsti kaflinn ber heitið Björg-
unin og gefur lesandanum strax von
um að einhver hafi komið til bjarg-
ar. Það kemur þó brátt í ljós að það
hafa liðið mörg kvalafull ár frá því
pyntingarnar hófust og þar til barn-
ið var frelsað.
Verkinu er ætlað að opna augu al-
mennings fyrir ofbeldi gegn börnum
og að fá fólk til að taka afstöðu og
ábyrgð í stað þess að loka augunum
fyrir vandamálum annarra. Verkinu
er líka ætlað að sýna þeim börnum
sem fyrir ofbeldi verða að þau eru
ekki ein, þau geti lifað af og lifað til
góðs á eftir.
Sagan á að vera sögð frá sjón-
arhóli og með tungutaki barns (bls.
9). Ekki var það áberandi, kannski
vegna þess að hinar skelfilegu lýs-
ingar bera sjónarhornið ofurliði.
Það er þó sjónarhorn þolandans
sem kemur fram. Þetta er magnað
verk og ekki dugir að loka augunum
til að komast hjá hryllingnum því
myndirnar sitja greyptar í huga les-
andans. Frásögnin hefði þó orðið
ríkari ef við hefðum fengið að fylgj-
ast lengur með David, hvað tók við
hjá honum og systkinum hans þegar
hann var loks tekinn úr umsjá for-
eldra sinna. Áleitnar spurningar
sitja eftir. Verkið svarar þó einni
þeirra. Það er hægt að lifa af og
taka jákvæða afstöðu til lífsins þrátt
fyrir mikið mótlæti.
Opnum augun – tökum ábyrgð
Kristín Ólafs
BÆKUR
Sönn frásögn
HANN VAR KALLAÐUR ÞETTA
Barátta drengs fyrir lífi sínu eftir Dave
Pelzer. Sigrún Árnadóttir þýddi. JPV-
útgáfa, 2001, 143 bls.
Hamingjan í húfi –
Bók sem styrkir
sambönd er eftir
Phillip C. McGraw
í þýðingu Björns
Jónssonar.
McGraw fjallar um
sambúð og sam-
bönd fólks. Hann
bendir á helstu or-
sakir þess að sambúðin verður erfið
og ástin kulnar. Hann gefur ráð til
þess að endurvekja tilfinningarnar og
hvernig megi viðhalda þeim í kær-
leiksríku og varanlegu sambandi. Dr.
Phillip er samskiptaráðgjafi í þáttum
Oprah Winfrey og fastagestur þar.
Útgefandi er Íslenska bókaútgáfan.
Bókin er 252 bls.
Verð kr. 3.980 kr.
Lífsstíll
Gíri Stýri og veisl-
an er eftir Björk
Bjarkadóttur.
Hér er Gíri Stýri,
strætisvagnastjóri
í Gíraffabæ, að
bjóða til veislu.
Hann á frí og býð-
ur til sín vinum
sínum, Grjóna
grís, Fróða fíl, Katrínu kanínu og Mar-
íu mýslutetri. Öll gæða þau sér á kök-
um sem Gíri hefur bakað þegar dálítið
óvænt skellur á og Gíri þarf að grípa
til sinna ráða.
Björk teiknar líka myndirnar í bók-
ina sem er önnur bókin um Gíra Stýra.
Útgefandi er Mál og menning. Bók-
in er 25 bls., prentuð í Gutenberg.
Börn
Hverning getur
Ísland orðið rík-
asta land í
heimi? er eftir
Hannes Hólm-
stein Giss-
urarson.
Í kynningu seg-
ir m.a.: „Ísland
er þegar með ríkustu löndum
heims. En það getur orðið ríkast,
segir Hannes H. Gissurarson, pró-
fessor. Hann lýsir auðlegð þjóð-
anna í aldanna rás og sýnir fram á
tengsl atvinnufrelsis og hagsældar.
Hann rekur sögu Íslendinga úr fá-
tækt í bjargálnir og tekur dæmi af
litlum löndum á jaðri stórra mark-
aða sem hafa hagnast af því að
lækka skatta og veita alþjóðlega
fjármálaþjónustu.“
Hannes Hólmsteinn lauk dokt-
orsprófi í stjórnmálafræði frá Ox-
ford-háskóla og er prófessor í þeirri
grein í Háskóla Íslands.
Hann hefur samið fjölmörg rit um
stjórnmál og sögu, verið gistipró-
fessor við háskóla í Bandaríkj-
unum, Japan og á Ítalíu og situr í
stjórnum nokkurra alþjóðasamtaka
og stofnana og í bankaráði Seðla-
bankans.
Útgefandi er Nýja bókafélagið.
Bókin er 160 bls. Kápu hannaði
Kristján Karlsson – Kraftaverk.
Verð: 2.980 kr.
Fræði
Saga barnaskóla í
Reykjavík til
1930 er skráð af
Ármanni Halldórs-
syni.
Ritið skrifaði Ár-
mann Halldórsson
skólastjóri og
námsstjóri fyrir
hálfri öld. Hann
var skólastjóri Miðbæjarskólans í
Reykjavík þegar skólahúsið varð
fimmtíu ára 1948 og byrjaði af því til-
efni á þessu verki. Ármann hefur víða
leitað fanga er hann rekur sögu
barnaskóla Reykjavíkur frá upphafi
fram til 1930. Bókin er prýdd fjölda
ljósmynda.
Útgefandi er Rannsóknarstofnun
Kennaraháskóla Íslands. Bókin er
123 bls., prentuð í Gutenberg. Þur-
íður J. Kristjánsdóttir, fyrrverandi pró-
fessor við Kennaraháskóla Íslands,
bjó handritið til prentunar. Verð:
2.000 kr.
Saga