Morgunblaðið - 28.11.2001, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 28.11.2001, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. NÓVEMBER 2001 B 7 BÆKUR Ferjuþulur Valgarður Egilsson les. Geisladiskinum fylgir hefti. 19 þulur, 23 mín. og sagan af Hakanum Hegg - Fæst í bókaverslunum. SMEKKLEYSA m a g n a ð a r b æ k u r María Konsjalovskí beitir karlmenn töfravaldi. Hún er á stöðugum flótta undan tvífara sínum sem tekur á sig ógnvænleg gervi. Rauði þráðurinn er ástin í ótrúlegustu myndum og sögusviðið Reykjavík, París, Madrid og Feneyjar á áttunda og níunda áratugnum. Í þessari fyrstu skáldsögu Oddnýjar Sen er skáldskapurinn samofinn minningum og mögnuðu hugarflugi. Hún hefur vakið athygli fyrir áhrifamiklar endurminningabækur, meðal annars Kínverska skugga. Ást, minningar, magnað hugarflug t, i i r, rfl ÞAÐ eru áhyggju- lausir og frjálslegir unglingar sem eyða sumrinu í að sleikja sól- ina og synda í sjónum. Bekkjarsystkinin Niko og Tanja dvelja hjá ömmum sínum í litlu fiskiþorpi við ströndina, þar sem þau kynnast Josip. Lífið er næstum fullkomið. Það vantar bara besta vin Nikos, Miroslav. Hann er í borginni þar sem hann æfir fótbolta af kappi og er orðinn býsna óþreyjufullur eftir því að Niko, besti markvörður liðsins, snúi aftur heim. Það er hvorki hægt að sjá né heyra að þessir krakkar til- heyri ólíkum trúarbrögðum. Þau hafa líkan bakgrunn, svipuð áhuga- mál, ganga í sama skóla, sama bekk, renna sér á skíðum í sömu brekkum og halda með sama fótboltaliði. Það er ekkert sem greinir þau að. Ekki fyrr en um haustið þegar Niko og Tanja koma til borgarinnar, aftur til Sarajevo. Þau skynja að eitt- hvað liggur í loftinu. Spennan magn- ast smám saman, allt þar til öflug borgarastyrjöld brýst út. Fyrst í stað eru þetta skærur hér og þar en svo fer að lokum að leggja verður niður skólastarf, hverfum er lokað, útgöngubann er fyrirskipað og þá er stutt í að hver fjölskylda sé innilokuð á sínu heimili, án rafmagns, síma, jafnvel matar. Það sem gerir styrjöldina flókna er að hinar stríðandi fylkingar til- heyra ólíkum trúarbrögðum sem hafa fram til þessa búið í sátt og sam- lyndi í sömu hverfum, sömu götum, sömu húsum, gengið í sömu skóla og leikið með sömu fótboltaliðum. Ná- grannar og vinir tilheyra ekki lengur sama hópi – og fyrir unglingana er það óskiljanlegt. Þetta eru einmitt árin þar sem bestu vinirnir og fé- lagahópurinn skipta mestu máli. Anna Gunnhildur hefði getað farið ótal leiðir að því að skrifa sögu Nikos en velur þá leið að byggja hana á því að bregða upp myndum af Niko og vinum hans á meðan allt leikur í lyndi og slíta síðan smám saman þræðina eftir því sem á söguna líður. Lesandinn fylgir hon- um frá sumarþorpinu til Sarajevo, þar sem öryggis- og tengsla- leysið og einangrunin verða stöðugt ágeng- ari, allt þar til hann flýr borgina með móður sinni og lendir í flótta- mannabúðum, þaðan sem hann kemst til Ís- lands. Í flóttamanna- búðunum eignast Niko vini en auðvitað er vin- áttan þar ekki varan- legri en í Sarajevo. Og það eru þessi vináttu- bönd sem sífellt er ver- ið að klippa á sem gera söguna mun raunveru- legri en nokkur dramatísk lýsing á sprengjum og tættum búkum myndi gera. Kannski hefur einmitt frétta- flutningur af slíku gert okkur ónæm fyrir hryllingnum en vakið þess í stað skilning á því smáa og mikil- væga í lífinu, eins og vináttunni. Í sögunni um Niko er harmurinn og söknuðurinn nánast áþreifanlegur. Persóna Nikos er afar skýr. Hann er ósköp venjulegur unglingur sem þarf að horfast í augu við missi og sársauka vegna atburða sem eru honum eins framandi og lesandan- um; hann þarf að þroskast um ótelj- andi ár, án þess að hafa áhuga á því eða forsendur til þess. Fyrst þarf hann að læra að lifa við ótta og síðan að lifa án ótta. Andstæðurnar sem hann þarf að takast á við eru enda- lausar og lesandinn veltir því fyrir sér hvað þeir verða margir áratug- irnir sem hann mun spyrja sig: Hvar er Miroslav? Hvar er Tanja? Hvar eru bekkjarsystkini mín? Hvar er allt fólkið mitt? Niko er vel skrifuð saga og áhugaverð, hvort heldur er fyrir börn eða fullorðna. Hún minnir okkur, á sinn lágværa og mjúka hátt, á að útlendingar flytja ekki hingað til lands af því það er svo óbærilega gaman heima hjá þeim. Súsanna Svavarsdóttir Vinir og óvinir BÆKUR Unglingasaga Eftir Önnu Gunnhildi Ólafsdóttur. Mál og menning 2001. 170 bls. NIKO Anna Gunnhildur Ólafsdóttir OFT heyrum við í fréttum hve mörg mörk íslenzkir fótbolta- og handboltamenn hafa skorað í kapp- leikjum á erlendri grundu og fyll- umst stolti yfir velgengni þeirra. Ósjaldan hefur það hent mig að finn- ast vanta í umræðuna hér heima hvernig aðrir standa sig, t.d. hve vel einhver hafi leikið ákveðinn kafla í píanósónötu eða að þess sé getið í fréttatíma á föstudegi hve áhrifa- mikill leikur Sinfóníuhljómsveitar- innar hafi verið á tónleikum kvöldið áður. Vísindamenn, sem eru að vinna að merkum verkefnum, eiga líka undir högg að sækja í um- ræðunni, koma sér líkast til ekki nægilega á framfæri. Einn þeirra íslenzku vísinda- manna, sem heimsþekktan má kalla utan föðurlandsins, er Gísli H. Guð- jónsson réttarsálfræðingur, en hann hefur verið búsettur í Bretlandi um árabil og er reyndar orðinn brezkur ríkisborgari. Hann hefur sérhæft sig í greiningu á fölskum og óáreiðan- legum játningum og þróað athygl- isverðar aðferðir sem nýtzt hafa við rannsókn sakamála bæði austan hafs og vestan. Gísli hefur verið kallaður til starfa af lögreglu, ákæruvaldi og verjendum og komið að fjölmörgum málum sem fræg hafa orðið. Má sem dæmi nefna morðið á Jill Dando, brezku fréttakonunni, fyrir 2 árum en brezkir fjölmiðlar voru mjög upp- teknir af því morðmáli um langt skeið og eru reyndar enn. Þar var Gísli kallaður til af verjendum Barry George sem handtekinn hafði verið, en hann getur að mati Gísla tæpast verið morðinginn. Málinu hefur reyndar verið áfrýjað til hæstaréttar svo endanlegrar niðurstöðu er enn að bíða. Annað frægt mál í Bretlandi var um fjórmenningana frá Guildford sem dæmdir voru fyrir hryðjuverk á áttunda áratugnum og fengu lífstíð- ardóma. Gerð hefur verið kvikmynd eftir sögu eins þeirra, Gerry Conlon, og nefnist hún In the Name of the Father ( Í nafni föðurins). Árið 1986 var Gísli fenginn ásamt nánum sam- starfsmanni sínum, Jim MacKeith geðlækni, til að gera sálfræði- og geðrannsókn á Carole Richardson, sem var ein af föngunum fjórum og vörpuðu niðurstöðurnar nýju ljósi á málið í heild sinni. Í ljós kom að fjór- menningarnir höfðu setið ranglega dæmdir í fangelsi í 14 ár. Mál sexmenningana frá Birming- ham var um margt svipað, en þeir voru dæmdir á vafasömum sönnun- argögnum árið 1975 fyrir mesta fjöldamorð í sögu Bretlands. Í kjöl- far þess að þeir voru látnir lausir var skipuð nefnd til að fara í saumana á ensku réttarfari því að yfirvöld vildu finna leiðir til að hindra að slík mistök endurtækju sig. Í Noregi kom Gísli að svokölluðu Birgittu- máli sem ítarlega er rakið í bókinni. Einnig hefur hann verið feng- inn til liðsinnis í erfið- um sakamálum í Bandaríkjunum og víð- ar. Frá þessum málum er greint skilmerki- lega. Gísli fæddist í Reykjavík árið 1947 og ólst þar upp. Hann var nokkuð lengi að finna sína réttu hillu í lífinu, lærði húsgagnasmíði, vann í lögreglunni í nokkur ár og fór síðar til Bretlands til að læra ensku. Loks endaði hann í hagfræði- og sálfræði- námi og tók svo BS-próf í sálfræði við háskólann í Surrey hjá Lionel Haward, en hann kallar Gísli föður réttarsálfræðinnar. Þeir áttu eftir að starfa saman að mörgum verkefnum og gáfu m.a. út kennslubók í faginu: Forensic Psychology – A Guide to Practice, árið 1998. Gísli lauk einnig meistaraprófi og doktorsnámi. Hans Eysenck, sem var í röð fremstu sál- fræðinga heims, var kennari og áhrifavaldur í lífi hans. Gísli hefur m.a. þróað aðferðir til að meta hversu áreiðanlegur vitn- isburður sakborninga má teljast. Með vinnu sinni hefur hann átt þátt í að gjörbreyta hugsun- arhætti og afstöðu manna til dæmis til þess hversu áreiðan- legar játningar séu og sýnt fram á að aðferðir við yfirheyrslu geta orðið til þess að knýja fram falskar játningar. Hann hefur m.a. unnið að slíkum rannsóknum hérlendis ásamt Jóni Friðrik Sigurðssyni og sömuleiðis starfað með Hannesi Péturssyni geðlækni. Ég var sá sakleysingi að halda að játning sakbornings væri enda- punktur og lægi hún fyrir væri fram- haldið slétt og fellt. Eftirleikurinn rútína. En annað kemur í ljós þegar grannt er skoðað og þegar maður uppgötvar að sumir sakamenn játa á sig glæpi sem þeir hafa ekki komið nálægt bregður manni í brún. Marg- ir dæmdir menn hafa setið árum eða áratugum saman í fangelsi eða verið teknir af lífi saklausir. Það segir manni líka að dauðarefsingar hljóti að vera vafasamar. Gísli er varkár vísindamaður, vandaður í vinnubrögðum og kemur fram við alla af heiðarleika og virð- ingu. Af bókinni má ráða að hann reyni að mynda sér ekki skoðun fyr- irfram í þeim málum sem hann tekur að sér, heldur byggi hana á viðtölum, gögnum, prófum og staðreyndum. Hann hefur gætt þess að standa fag- mannlega að verki og láta niðurstöð- ur sínar koma fram hvort sem þær eru hagstæðar eða óhagstæðar sak- borningi eða þeim sem ráða hann til starfa, jafnvel þótt hann sé beittur þrýstingi til að breyta áliti sínu. Hann segir sjálfur að hlutverk sitt sé að þróa vísindagrein sem geti nýtzt til að auka skilning og þekk- ingu fólks á þeim sálrænu þáttum sem hafa áhrif á meðferð og niður- stöður sakamála. Það eitt sé hans leiðarljós. Bókin um Gísla H. Guðjónsson er vel skrifuð af Önnu Hildi Hildi- brandsdóttur sem margir kannast við. Hún hefur fengið á sig gott orð sem fréttaritari í Bretlandi og hefur reyndar af og til sagt okkur löndum sínum frá því sem Gísli hefur fengizt við. Bókina byggir hún einkum á frá- sögn Gísla sjálfs og viðtölum við samferðamenn hans. Ranglega dæmdur? Gísli Guðjónsson BÆKUR Réttarsálfræði Eftir Önnu Hildi Hildibrandsdóttur. Mál og menning 2001. 232 bls. RÉTTARSÁLFRÆÐINGURINN Katrín Fjeldsted

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.