Morgunblaðið - 07.12.2001, Side 8

Morgunblaðið - 07.12.2001, Side 8
AUÐLESIÐ EFNI 8 B FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2001 MORGUNBLAÐIÐ FERÐASKRIFSTOFAN Íslenskar ævintýra-ferðir hefur gert tilboð í eignir Samvinnu-ferða- Landsýnar, sem varð gjaldþrota í síðustu viku. Vill ferðaskrifstofan halda áfram rekstri Samvinnu-ferða á ferðum fyrir útlendinga á Íslandi. Ragnar H. Hall, skiptastjóri Samvinnu-ferða, vonar að gengið verði frá samningum fljótlega. Áður voru Heimsferðir búnar að gera tilboð sem var hafnað. Andri Már Ingólfsson, forstjóri Heimsferða, segir að ekki sé nú hægt að halda rekstri Samvinnu-ferða áfram. Nafn fyrirtækisins hafi orðið fyrir miklum skaða við gjaldþrotið. „Það var okkar mat að um gott tilboð væri að ræða,“ sagði Andri Már um tilboð sitt. Heimsferðir hafa tekið yfir samninga Samvinnu-ferða á Kanarí-eyjum og Benidorm. Þá verður nokkrum starfsmönnum Samvinnu-ferða boðin vinna hjá Heimsferðum. Tilboð gert í Samvinnu- ferðir GERT er ráð fyrir aðbráðabirgðastjórn taki við völdum í Afganistan 22. desember. Eru fulltrúar stærstu þjóðarbrota Afganistans búnir að samþykkja slíka stjórn á fundi í Bonn í Þýskalandi Enn er barist í Afganistan. Bandaríkjamenn láta sprengjum rigna yfir svæði talibana við borgina Kandahar. Þá eru afganskir hermenn búnir að umkringja fjallavirkið þar sem talið er að Osama bin Laden feli sig. Óttast Bandaríkjamenn að hryðjuverka-samtök bin Ladens eigi geislasprengju. Með slíkri sprengju má dreifa geisla-virku efni yfir stórt svæði. Samið um stjórn Afganistans TUGIR Ísraela fórust í sjálfsmorðs-árásum Palestínumanna á laugardaginn. Fjöldi manna slasaðist. Fyrst sprakk sprengja í miðborg Jerúsalem og nokkru síðar í strætisvagni í annarri borg í Ísrael. Tuttugu og fimm létust í þessum árásum. Yasser Arafat, leiðtogi Palestínu-manna, lét handtaka marga hryðjuverkamenn eftir árásina. Hann lýsti yfir neyðarástandi á svæðum Palestínu-manna. Arafat hefur svarað gagnrýni Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, að hann taki ekki nógu hart á hryðjuverka-mönnum. „Sharon vill ekki að aðgerðir mínar skili árangri og því fyrirskipar hann aukinn hernað,“ sagði Arafat. Ísraelar stóðu á mánudag og þriðjudag fyrir loftárásum á svæði Palestínumanna til að hefna þeirra sem létust. Líkir Sharon árásunum við baráttu Bandaríkjamanna í Afganistan. Ekki eru allir stjórnarflokkar í Ísrael sáttir við aðgerðirnar og var gert hlé á þeim á miðvikudag. Hryðjuverka-menn á svæði Palestínumanna hafa hótað að hefna árása Ísraela. Staða Arafat er sögð mjög veik. Óttast Vesturlönd að friðarferlið í Mið-Austurlöndum sé í hættu ef Arafat segir af sér. Mannskæðar árásir í Ísrael Reuters Mæðgin biðjast fyrir þar sem sprengjan sprakk í Jerúsalem. LANDSSAMTÖKIN Þroskahjálp veittu Múrbrjótinn síðastliðinn laugardag. Að þessu sinni fengu þeir Karl Lúðvíksson og Björn Bjarnason menntamálaráðherra viðurkenninguna. Átak, félag fólks með þroskahömlun, fékk líka Múrbrjótinn að þessu sinni. Þrír fengu Múrbrjótinn Netfang: auefni@mbl.is BÍTILLINN George Harrison lést úr krabbameini síðastliðinn fimmtudag. Harrison var 58 ára gamall. Harrison var einn af Bítlunum fjórum. Segja má að þeir hafi verið frægasta popphljómsveit sögunnar. Bítlarnir Paul McCartney og Ringo Starr sögðu að hans yrði sárt saknað. „Ég unni honum mjög og mun sakna hans,“ sagði Starr. George Harrison látinn AP George Harrison er látinn. KVEIKT verður á jólatrénu á Austurvelli á sunnudaginn klukkan fjögur síðdegis. Það eru íbúar borgarinnar Ósló í Noregi sem gefa Reykvíkingum tréð á hverju ári. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri kveikir á trénu. Einnig verður boðið upp á skemmtiatriði. Borgar-dætur og Skáta-kórinn syngja nokkur lög. Þá stjórna jólasveinarnir fjölda-söng. Jólasveinarnir munu ekki láta sig vanta þegar kveikt verður á jólatrénu. Kveikt á jólatrénu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.