Morgunblaðið - 26.02.2002, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 26.02.2002, Blaðsíða 19
ERLENT MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2002 19 DÓMSTÓLL í Pakistan fram- lengdi í gær gæsluvarðhaldsúr- skurð yfir sheikh Omar og tveimur öðrum herskáum múslímum sem taldir eru hafa tekið þátt í ráninu og morðinu á bandaríska blaðamanninum Daniel Pearl. Búist hafði verið við því að mennirnir yrðu ákærðir strax fyrir morð og mannrán. Dóm- stóllinn ákvað hins vegar að fresta ákærunni og framlengja gæsluvarðahaldsúrskurðinn um hálfan mánuð til að lögreglan fengi meiri tíma til að yfirheyra þá og leita að líki Pearls, að sögn sak- sóknara. Þeir sögðu að lögreglan vildi einnig finna morðvopnið áður en þeir yrðu ákærðir. Mikil öryggisgæsla var við dóm- húsið í Karachi þegar mennirnir voru leiddir fyrir sérstakan hryðjuverkadómstól. Sheikh Omar kvartaði yfir því að lögreglan hefði knúið hann til að undirrita autt blað og skrifað síðan á það að hann hefði játað á sig mannránið, að sögn verjanda hans í gær. Hann sagði að dómstóllinn hefði sagt lögreglunni að beita ekki slíkum aðferðum. Sheikh Omar játaði fyrir rétti 14. febrúar að hann hefði skipulagt mannránið en pakistanskir emb- ættismenn sögðu síðar að játningin dygði ekki til sakfellingar þar sem hann hefði ekki verið eiðbundinn. Saksóknarar skýrðu dómstóln- um frá því að yfirvöld væru að leita að sex öðrum mönnum sem talið væri að hefðu tekið þátt í mannráninu. Lögreglan telur að flestir mannræningjanna hafi verið í Afganistan um tíma til að styðja talibana og grunur leikur á að þeir tengist einnig al-Qaeda, samtökum Osama bin Ladens. Var í indversku fangelsi í fimm ár Tímaritið Newsweek skýrði frá því á sunnudag að sheikh Omar hefði verið ákærður í Bandaríkj- unum og þarlend yfirvöld myndu líklega óska eftir því að Pakistanar framseldu hann. Bandaríkin hafa ekki gert framsalssamning við Pakistan en Donald H. Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkj- anna, sagði þó að til greina kæmi að óska eftir því að mannræningj- arnir yrðu framseldir. Sheikh Omar, fullu nafni Ahmed Omar Saeed, var handtekinn 12. febrúar, 20 dögum eftir að Pearl hvarf í Karachi. Omar er kominn af virtum kaupmönnum í borginni Lahore þar sem hann var handtek- inn. Hann fæddist árið 1973 í London, þar sem faðir hans rak verslun, og stundaði nám í London School of Economics en útskrif- aðist ekki. Barðist í Bosníu „Margir nánustu ættingjar hans eru í góðum opinberum stöðum en trú hans á jíhad, heilagt stríð, leiddi hann út á aðrar brautir,“ sagði íslamskur klerkur í Karachi. Faðir Omars sagði að þáttaskil hefðu orðið í lífi hans þegar hann hefði ákveðið að berjast með músl- ímum gegn Serbum í Bosníu árið 1991. „Síðan hefur hann helgað líf sitt baráttunni fyrir íslam.“ Eftir að hafa barist í Bosníu í tvo mánuði hélt sheikh Omar til Pakistans og dvaldi þar og í Afg- anistan næstu tvö árin. Hann gekk í hreyfinguna Harkat-ul Ansar, sem hafði barist gegn sovéska her- námsliðinu í Afganistan. Hreyfingin barðist einnig gegn indverskum yfirráðum í Kasmír og sheikh Omar barðist þar þangað til hann var handtekinn 1994 fyrir að ræna ferðamönnum sem voru not- aðir til að knýja Indverja til að leysa skæruliða úr haldi. Honum var sleppt úr indversku fangelsi í desember 1999 að kröfu manna sem rændu indverskri farþegaþotu á leiðinni frá Nepal til Afganist- ans. Ákæru vegna morðs- ins á Pearl frestað Gæsluvarðhalds- úrskurður yfir sheikh Omar framlengdur í Pakistan Karachi. AFP. Daniel Pearl

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.