Morgunblaðið - 26.02.2002, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 26.02.2002, Blaðsíða 39
FRÉTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2002 39 - S P E N N A N D I V A L K O S T U R - NÖFN voru í vitlausri röð undir mynd á blaðsíðu 2 í sunnudagsblaði af Eldmóði, sem sigraði í Frístæl- danskeppni Tónabæjar. Rétt röð er f.v. Emilía Ottesen, Ólöf Helga Gunnarsdóttir, Hildur Jakóbína Tryggvadóttir, Katrín Gunnarsdótt- ir, Hugrún Árnadóttir, Eva Dögg Ingimarsdóttir og Heiða Björk Ingi- marsdóttir. Beðist er velvirðingar á mistökunum. Ranglega farið með föðurnafn Ranglega var farið með föðurnafn Guðmundar Einarssonar, forstjóra Heilsugæslunnar í Reykjavík, í frétt sem birtist í Morgunblaðinu á laug- ardaginn. Beðist er velvirðingar á þessum mistökum. LEIÐRÉTT HEIMAHLYNNING verður með samverustund fyrir að- standendur í dag, þriðjudaginn, 26. febrúar kl. 20-22 í húsi Krabbameinsfélags Íslands, Skógarhlíð 8. Bragi Skúlason, sjúkrahús- prestur á Landspítala við Hringbraut, fjallar um sorg karla. Kaffi og meðlæti verður á boðstólum, segir í fréttatil- kynningu. Opið hús hjá Heima- hlynningu SKÓGRÆKTARFÉLÖGIN á höf- uðborgarsvæðinu halda opinn fræðslufund í sal Ferðafélags Ís- lands, Mörkinni 6, í dag, þriðjudag- inn 26. febrúar kl. 20. Fundurinn er í umsjón Skógræktarfélags Íslands. Þetta er fyrsti fræðslufundur ársins í fræðslusamstarfi skógrækt- arfélaganna og Búnaðarbanka Ís- lands. Til umfjöllunar verður ferð skóg- ræktarfólks til Alaska haustið 2001. 73 þátttakendur fóru til Alaska á vegum Skógræktarfélags Íslands og Landssamtaka skógareigenda. Skógfræðingarnir Jón Geir Pét- ursson og Aðalsteinn Sigurgeirsson segja frá ferðinni og sýna myndir. Einnig verður kynning á fyr- irhuguðu fræðslustarfi skógrækt- arfélanna á árinu. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir á meðan húsrými leyfir og verður boðið upp á kaffi í hléi. Til Alaska hafa verið sóttar fjöl- margar trjá- og runnategundir, sem miklu skipta í skógræktar- starfinu hér á landi. Margar þess- ara tegunda hafa þótt henta af- bragðsvel hér á landi. Í ferðinni fékkst gott tækifæri til að skoða þær í náttúrulegum heimkynnum, ásamt því að fá innsýn í náttúrufar svæðisins, segir í fréttatilkynningu. Leiðangursmenn í Matanuskadalnum. Opið hús skóg- ræktarfélaganna FÉLAGSMÁLARÁÐUNEYTIÐ, Jafnréttisráð, Jafnréttisstofa og Vinnumálastofnun boða til málþings um launamun kynjanna fimmtudag- inn 28. febrúar kl. 13-17 í Borgartúni 6 (Rúgbrauðsgerðinni). Þau erindi sem þar verða flutt eiga það sameiginlegt að vera til þess fall- in að benda á leiðir og aðferðir sem hægt er að beita til útrýmingar þessa launamunar. Málþingið er öll- um opið en sérstaklega er boðið þeim sem starfs síns og stöðu vegna koma að ákvörðunum sem skipt geta miklu varðandi þennan vanda. Erindi halda: Páll Pétursson, fé- lagsmálaráðherra, Jón Scheving Thorsteinsson, framkvæmdastjóri verslunar- og þjónustusviðs Baugs, Kjartan Ólafsson frá Rannsókna- stofnun Háskólans á Akureyri, Alda Sigurðardóttir, fræðslustjóri Verzl- unarmannafélags Reykjavíkur, Val- gerður Magnúsdóttir, starfsmaður Fjölskylduráðs, Svali H. Björgvins- son, ráðgjafi hjá Pricewaterhouse- Coopers. Málþingsstjóri er Elín R. Líndal, formaður Jafnréttisráðs. Þátttaka tilkynnist til Gestamót- tökunnar ehf. í síðasta lagi fyrir 27. febrúar í síma eða á netfangi, gesta- mottakan@yourhost.is Léttar veitingar. Málþingsgjald er kr. 2.000, segir í fréttatilkynningu. Málþing um launamun kynjanna MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Guð- mundi Ólafssyni lektor viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands. „Morgunblaðið birti frétt föstu- daginn 1. febrúar um kynningu á meistaraprófsritgerð nemanda í við- skipta- og hagfræðideild. Kynningin fór fram deginum áður í Odda. Í fréttinni kom fram að ritgerðin hefði ekki átt að „ná þetta langt“. Rætt hafði verið við einn af starfs- mönnum deildarinnar en ekki hafði verið rætt við þá sem málið snerti. Í framhaldi af kynningunni var rit- gerðin metin. Prófdómari var Brynjólfur Sigurðsson, prófessor. Við Brynjólfur komumst að þeirri niðurstöðu að ekki bæri að hafna ritgerðinni og í öðru lagi vorum við sammála um einkunn. Til þess að taka af öll tvímæli í þessum efnum bar ég fram fyrir- spurn á næsta deildarfundi við- skipta- og hagfræðideildar sem var haldinn síðastliðinn föstudag, 22. febrúar. Spurði ég hvort einhverjar athugasemdir væru við embættis- færslu mína og prófdómara í þessu efni. Svo reyndist ekki vera en for- maður viðskiptaskorar lýsti yfir ánægju sinni með niðurstöðuna.“ Athugasemd frá Guðmundi Ólafssyni AÐALFUNDUR Foreldrafélags misþroska barna vegna reiknings- ársins 2001 verður haldinn miðviku- daginn 27. febrúar kl. 20 í Safn- aðarheimili Háteigskirkju. Á dag- skrá eru hefðbundin aðalfundar- störf. Gestur fundarins verður Páll Magnússon, sálfræðingur og verk- efnisstjóri, sem segir frá einstakri rannsókn á erfðum ofvirkni. Fundurinn er opinn öllum fé- lögum, segir í fréttatilkynningu. Aðalfundur Foreldrafélags misþroska barna NÁMSKEIÐ um plöntuvernd verður haldið í húsakynnum skólans í Garðyrkjuskólanum Reykjum í Ölfusi, föstudaginn 1. mars kl. 9–16.15. Á námskeiðinu verður m.a. fjallað um breytingar á reglu- gerð um varnarefni, meðferð á plöntuvarnarefnum, nýja tækni við illgresiseyðingu (gasbrenn- arar, gufutæki o.fl.), lífrænar varnir gegn sjúkdómum og meindýrum og sjúkdóma á trjá- plöntum. Einnig er fjallað um illgresiseyðingu og sveppasjúk- dóma á trjágróðri og lífrænar varnir og hringrásakerfi í gróð- urhúsum. Leiðbeinendur verða: Björn Gunnlaugsson, til- raunastjóri og Sveinn Aðal- steinsson, skólameistari Garð- yrkjuskólans, Magnús Á. Ágústsson og Garðar R. Árna- son, garðyrkjuráðunautar Bændasamtaka Íslands, Jón Guðmundsson, sérfræðingur hjá RALA, Þorkell Gunnars- son, skrúðgarðyrkjumeistari og Svavar Björgvinsson, sölu- maður hjá Garðheimum, ásamt fleiri sérfræðingum á þessu sviði. Skráning fer fram á skrif- stofu Garðyrkjuskólans eða í gegnum netfangið; mhh@reyk- ir.is, segir í fréttatilkynninu. Námskeið um plöntuvernd TVÖ námskeið um vefjagigt eru að hefjast hjá Gigtarfélagi Íslands, í húsnæði félagsins að Ármúla 5, ann- arri hæð. Um er að ræða þriggja kvölda námskeið sem byrja bæði sama kvöld, miðvikudagskvöldið 6. mars. Fjallað verður um sjúkdóminn, einkenni hans og áhrif á daglegt líf, mikilvægi þjálfunar, slökun, aðlögun að breyttum aðstæðum í tengslum við iðju, tilfinningalega, félagslega og samfélagslega þætti. Langvinnum sjúkdómum fylgja ekki einungis lík- amleg einkenni heldur hafa þeir einnig tilfinningaleg og félagsleg áhrif. Leiðbeinendur á námskeiðunum verða Arnór Víkingsson og Árni Jón Geirsson, gigtarsérfræðingar, Sól- veig Hlöðversdóttir, sjúkraþjálfari, Unnur Stefanía Alfreðsdóttir, iðju- þjálfi, Jónína Björg Guðmundsdóttir og Svala Björgvinsdóttir, félagsráð- gjafar. Skráning fer fram á skrifstofu Gigtarfélags Íslands. Þar er einnig hægt að fá frekari upplýsingar um námskeiðin, segir í fréttatilkynningu. Vefjagigtarnámskeið

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.