Morgunblaðið - 26.02.2002, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 26.02.2002, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2002 VERÐ Í LAUSASÖLU 190 KR. MEÐ VSK. Morgunblaðið/Kristinn Kuldaboli gefur ekki eftir ÞAÐ er búið að vera kalt á landinu og ekkert útlit fyrir að það breytist á næstunni. Spáð er niður undir tíu stiga frosti úti við ströndina síðar í vikunni og frostið inn til landsins getur farið niður undir tuttugu stig- in. Það er því jafngott að klæða sig vel og þreyja góuna eins og þorrann. FORSTÖÐUMANNI Þjóðmenning- arhúss við Hverfisgötu, Guðmundi Magnússyni, var í gær veitt tíma- bundin lausn frá embætti. Davíð Oddsson forsætisráðherra upplýsti um þetta við umræður utan dagskrár um málefni Þjóðmenningarhúss og Þjóðskjalasafns á Alþingi í gær. Forsætisráðherra sagðist í gær hafa sent forstöðumanni Þjóðmenn- ingarhúss bréf þar sem honum væri þetta tilkynnt, enda hefðu komið í ljós alvarlegar athugasemdir á embættis- færslur hans og fyrir lægi að embætti ríkissaksóknara teldi greinargerð Ríkisendurskoðunar gefa sér tilefni til þess að kanna sérstaklega hvort ástæða væri til þess að fram færi op- inber rannsókn á embættisfærslum forstöðumannsins. „Með vísan til framangreindrar greinargerðar Ríkisendurskoðunar og þeirra athugasemda sem stofnunin gerir varðandi embættisfærslu yðar og yfirlýsingar stjórnar Þjóðmenn- ingarhússins um upplýsingagjöf yðar til hennar, er yður hér með veitt lausn frá embætti um stundarsakir skv. 3. mgr. 26. gr. laga nr. 70/1996, um rétt- indi og skyldur starfsmanna ríkisins. Ákvörðun þessi er hér með birt yð- ur og öðlast þegar gildi,“ segir enn- fremur í bréfi forsætisráðherra til forstöðumanns Þjóðmenningarhúss. Fram kom í máli forsætisráðherra að Sveinn Einarsson, fyrrverandi þjóðleikhússtjóri, tæki við starfinu um stundarsakir. Hann benti aukin- heldur á að Ríkisendurskoðun hefði gert alvarlegar athugasemdir við embættisfærslur forstöðumanns Þjóðmenningarhúss, einkum að því er varðaði fjársýslu fyrir stofnunina. Sem fyrstu viðbrögð við þessum at- hugasemdum hefði hann sent for- stöðumanninum þegar í stað erindi þar sem fram hefði komið að fallist væri á niðurstöður Ríkisendurskoð- unar og í mörgum tilvikum talið að um ámælisverða framkvæmd hefði verið að ræða. Jafnframt hefði komið fram að ráðuneytið teldi mikilvægt að úr öllum þessum annmörkum yrði þegar bætt og mannahaldi og ákvörð- unum um greiðslur til einstaklinga fyrir einstök verk hagað þannig að hafið væri yfir allan vafa. „Ekkert í þessu erindi gat hins veg- ar gefið forstöðumanninum eða öðr- um tilefni til að ætla að um lyktir málsins væri að ræða,“ sagði Davíð og benti á að ráðuneytinu hefði verið „bæði rétt og skylt að taka sér lengri tíma til þess að kanna hvaða ráðstaf- anir misfellur af þessu tagi gæfu til- efni til og eftir atvikum, samkvæmt stjórnsýslulögum, að gefa forstöðu- manninum tækifæri til þess að koma sínum sjónarmiðum og andmælum á framfæri.“ Forstöðumaður Þjóðmenningarhússins Veitt tímabundin lausn frá störfum  Forstöðumanni/10 RÚMLEGA klukkustund leið frá því að varðskipið Týr heyrði stutt, ógreinilegt neyðarkall þar til varð- skipsmenn fengu staðfestingu frá Til- kynningaskyldu um að Bjarmi VE hefði horfið úr sjálfvirkri tilkynninga- skyldu um 10 sjómílur vestur af Þrí- dröngum kl. 10.44 á laugardagsmorg- un. Halldór Nellett, skipherra á Tý, heyrði neyðarkallið klukkan 10.57 og hóf þegar eftirgrennslan en þrátt fyr- ir ítrekaðar fyrirspurnir til Tilkynn- ingaskyldunnar um að kanna hvort eitthvað væri athugavert og hvaða skip væru í nágrenninu fékk hann ekki upplýsingar um Bjarma fyrr en klukkan 11.52. Þá voru það skipverjar á Skálafelli ÁR-50 sem létu varð- skipsmenn vita af því að Bjarmi hefði haldið úr höfn í Vestmannaeyjum um morguninn. Halldór hringdi þá í Til- kynningaskyldu sem staðfesti að Bjarmi hefði horfið af ratsjá klukkan 10.44. Halldór lét þá þegar kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar. Aðspurður hvers vegna Landhelg- isgæslunni var ekki tilkynnt fyrr að Bjarmi VE hefði horfið úr sjálfvirku tilkynningaskyldunni sagði Valgeir Elíasson, upplýsingafulltrúi Lands- bjargar, að verið væri að kanna málið. Afla þyrfti gagna og funda með Land- helgisgæslunni um málið. Hann bjóst við að niðurstöður lægju fyrir síðdeg- is í dag. Það þykir ganga kraftaverki næst að þeir Hilmar Þór Jónsson og Þor- steinn Kr. Ingimarsson skyldu lifa slysið af en um 2½ klukkustund leið frá því Bjarmi sökk og þar til þeir voru komnir um borð í TF-SIF. Á meðan héngu þeir á leifum af gúmmí- björgunarbáti sem hafði sprungið þegar mastur af Bjarma skall á bátn- um. Líkamshiti Þorsteins var um 27 gráður þegar komið var með hann til Eyja og er talið að hann hefði ekki lif- að margar mínútur til viðbótar í sjón- um. Hilmar Þór sagði í samtali við Morgunblaðið að hann hefði verið bú- inn að gefa upp vonina um björgun þegar hann sá Orion-flugvél varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli og stuttu síðar TF-SIF nálgast úr fjarska. „Þetta var einhver sú fallegasta sýn sem ég hafði nokkurn tíma séð,“ sagði hann. Meira en klukkustund frá neyðarkalli Bjarma til útkalls Ítrekað hringt í Tilkynningaskyldu  Klukkustund leið/26–27 LÖGREGLAN í Reykjavík hefur nú til rannsóknar hjá embætti Rík- islögreglustjóra mál lögreglumanns sem grunaður er um umferðarlaga- brot með því að hafa ekið um á einkabifreið sinni sem hann hafði lagt númerin inn af en með þeim ráðstöfunum bifreiðaeigenda eru ekki innheimt trygginga- og bif- reiðagjöld. Málið kom upp með þeim hætti að lögreglan stöðvaði bifreiðina við venjulegt eftirlit á þessu ári og kom þá í ljós að samkvæmt bifreiðaskrá áttu skráningarnúmer bifreiðarinn- ar að liggja inni. Í ljós kom enn- fremur að eigandi ökutækisins var lögreglumaður. Þar sem númera- skiltin voru á bifreiðinni þrátt fyrir að þau væru skráð í geymslu er rannsakað hvort eigandi bifreiðar- innar hafi átt sér vitorðsmann hjá viðkomandi skráningarstofu, sem hafi aðstoðað við að skrá ökutækið númerslaust án þess að láta fjar- lægja sjálfar númeraplöturnar. Hörður Jóhannesson yfirlög- regluþjónn segir að lögreglan rann- saki málið eins og hvert annað til- vik af þessu tagi en líti það alvarlegum augum að lögreglumað- ur skuli eiga í hlut. Mál lög- reglumanns í rannsókn Rannsókn hætt á meintum brotum EFNAHAGSBROTADEILD Ríkis- lögreglustjóra hefur hætt rannsókn á meintum innherjaviðskiptum bankastjóra og stjórnenda Búnaðar- bankans með hlutabréf í Pharmaco, þar sem málið sé ekki líklegt til sak- fellis. Rannsókn á hendur einstak- lingum, sem störfuðu í bankanum, verður hins vegar haldið áfram. Í bréfi saksóknara til viðskipta- ráðherra segir að fyrir liggi að trún- aðarupplýsingar um Pharmaco hafi legið fyrir hjá stjórnendum innan bankans sem önnuðust m.a. fjárfest- ingar af hálfu bankans og að stjórn- endur bankans hafi ekki gætt að þeim aðskilnaði á milli sviða bankans sem gert sé ráð fyrir í lögum. Saksóknari vísar hins vegar til ný- legs dóms varðandi ætluð innherja- svik stjórnarmanns í Skeljungi sem komst að þeirri niðurstöðu að þrátt fyrir að sannað væri að innherji hefði búið yfir trúnaðarupplýsingum þyrfti einnig að liggja fyrir sönnun um ásetning til að hagnast í skjóli upplýsinganna. Að áliti Ríkissak- sóknara muni reynast torvelt að sýna fram á slíkan ásetning og því hafi þeim dómi ekki verið áfrýjað. Í ljósi þessa sé mál stjórnenda Bún- aðarbankans ekki líklegt til sakfellis. Valgerður Sverrisdóttir segir ákvörðunina ekki koma á óvart í ljósi dómsins í Skeljungsmálinu. ,,Það liggur engu að síður ótvírætt fyrir að forsvarsmenn Búnaðarbankans bjuggu yfir trúnaðarupplýsingum en vegna þess að lögin eru eins og raun ber vitni þá virðist þarna ekki vera um ólöglegt athæfi að ræða. Þessu máli er þar með lokið,“ sagði hún.  Ekki/6 Hjón með ung- barn aðstoðuð í aftakaveðri AFTAKAVEÐUR var í austanverð- um Skagafirðinum seinnipartinn í gær og varð að kalla út björgunar- sveitina á Sauðárkróki til að aðstoða fólk sem átti í erfiðleikum á bíl ut- anvert í Blönduhlíðinni og komst ekki leiðar sinnar vegna veðursins. Fylgdi björgunarsveitin fólkinu, hjónum með ungbarn, í Varmahlíð. Þá fauk vagn aftan í dráttarbíl og hvolfdi á þjóðveginum um Blöndu- hlíð nokkru síðar. Nokkurn tíma tók að koma vagninum, sem er ónýtur, af veginum en ekki urðu slys á fólki. Innritun úr skorðum LÍKLEGT er að tímasetningar vegna innritunar í framhalds- skólana næsta sumar fari úr skorð- um vegna þess að grunnskólar út- skrifa nemendur í sumar síðar en verið hefur eða ekki fyrr en snemma í júnímánuði. Þorsteinn Þorsteinsson, formað- ur Skólameistarafélags Íslands, sagði að þetta væri svolítið ný staða sem þeir stæðu frammi fyrir. Yf- irleitt hefði verið lokið við innritun í byrjun júní, en nú væri fyr- irsjáanlegt, með lengingu grunn- skólans, að þetta myndi dragast, þ.e.a.s. að nemendur 10. bekkjar gætu lagt fram skírteini sín með samræmdum einkunnum og skóla- einkunnum. Þorsteinn sagði að menn hefðu verið að ræða þetta sín á milli hvað hægt væri að gera og hvaða tími gæfist til innritunarinnar. „Við er- um að leita skynsamlegra lausna og munum áreiðanlega komast að ein- hverri góðri niðurstöðu,“ sagði Þorsteinn. ♦ ♦ ♦

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.