Morgunblaðið - 26.02.2002, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 26.02.2002, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2002 27 því að koma rdagsmorgun en þaðan átti að tanátt og því út- vestur fyrir af norðaustri. si í borðsal þeg- ist í fyrstu vera ið aftur. Þeir ú en Hilmar átti var því skrefinu rú sá hann ma út björg- Þeim tókst fljót- rðsmegin og lmar ýtt á neyð- r. inu heldur slóst u í sjónum,“ því slógust r með því að eitt ringur.“ Bát- þakið og gólfið t þó upp á þeir aftur í sjónum þegar ólag reið yfir björgunarbátinn. Þeim Hilmari, Þorsteini og Matthíasi tókst að krafla sig aftur upp en ekki sást til Snorra eftir þetta. Skipbrots- mennirnir sáu síðan þegar hinn björgunarbáturinn blés upp en hann var of langt í burtu til að hægt væri að synda að honum og rak hratt frá þeim. Hilmar segir erfitt að gera sér grein fyrir tímanum en ekki leið langur tími þar til hann sá Matthías reka burt frá leifunum af björg- unarbátnum. Sjálfur hélt Hilmar sér í band sem lá með- fram bátnum en telur reyndar allt eins að hendur sínar hafi verið krepptar um bandið af völdum kulda. Tals- verður sjór gekk yfir þá félaga þar sem þeir héngu á bátnum og vonuðust eftir björgun. Fallegasta sýn sem ég hef séð Fyrst eftir að þeir lentu í sjónum kölluðu þeir Matthías mikið á milli sín en eftir að Þorsteinn og Hilmar voru orðnir tveir eftir ræddu þeir sáralítið saman. Þeim var orðið hrollkalt og sjálfur var hann orðinn samankrepptur af kulda „alveg þangað til ég sá leitarvélina“, segir Hilm- ar og viðurkennir að þá hafi hann verið búinn að gefa upp vonina um björgun. „Í rauninni hélt ég mér bara í til þess að það yrði ein- hver til að grafa, það var ekkert annað. En ég fékk vonina á ný þegar ég sá vélina og einhvern veginn lifnaði allur við,“ segir hann. „Ég sá herflugvélina fyrst, hringsóla al- veg við okkur. Síðan rétt eftir það sá ég einhvern blett stækka og stækka og það var þá þyrlan. Þetta var einhver sú fallegasta sýn sem ég hafði nokkurn tíma séð.“ Hilmar og Þorsteinn voru lagðir inn á Heilbrigðisstofn- unina í Vestmannaeyjum og voru báðir útskrifaðir í gær. Þegar Morgunblaðið ræddi við Hilmar í gær var hann kominn heim til unnustu sinnar í Höfnum. Hann sagðist óðum vera að ná sér líkamlega en hann yrði einhvern tíma að jafna sig á þessum atburðum. Morgunblaðið/Sigurgeir Hilmar Þór Jónsson og Þorsteinn Kr. Ingimarsson sem komust lífs af eftir að Bjarmi VE-66 sökk á laugardag. Bjarmi VE-66 var 58 brúttórúmlesta togbátur, smíð- aður á Seyðisfirði árið 1970. um bragðs- r yfir laus. nn hafa á þriðji ður um þá með Vest- na þrjá mínút- inu a á Tý, iglingu þegar rðist á t var á lega er yrði að heyrði n taldi tanum ayday, a“. Ég su kalli ta væri ð fyrir, rax að duna,“ ringt í ekki tmaður hafði ðið var r skoð- kölluð r út af em því var að þá var þegar Bjarmi verið í útjaðri ratsjárgeisla skipsins og því hafi ekki verið óvenjulegt þó hann hyrfi af ratsjá þegar skipin fjarlægðust hvort annað. Bjarmi hvarf af ratsjá skipsins klukkan 11.06 en Halldór segir líklegt að skipið hafi verið sokkið enn fyrr. Radardepillinn gæti hafa verið inni eftir að Bjarmi sökk. Verið að kanna málið hjá Tilkynningaskyldu Aðspurður um ástæður þess að Landhelgisgæslunni var ekki fyrr gert viðvart um að Bjarmi VE hefði horfið úr sjálfvirku tilkynninga- skyldunni sagði Valgeir Elíasson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, að verið væri að kanna málið. Afla þyrfti gagna úr gagnagrunni Til- kynningaskyldunnar og fara yfir öll fjarskipti. Slíkt væri tímafrekt og ekki borgaði sig að gefa svör sem við nánari athugun gætu reynst röng eða ónákvæm. Hann býst við því að niðurstöður liggi fyrir síð- degis í dag. Árni Sigurbjörnsson, yfirvarð- stjóri hjá Tilkynningaskyldunni, sagði í samtali við Morgunblaðið að ekki væri búið að fullkanna hvernig málið bar að. Hann segir að klukk- an 10.52 hefðu komið skilaboð á skjá hjá vaktmanni um að Bjarmi VE væri dottinn út úr sjálfvirku til- kynningaskyldunni. Ef ekkert boð berst frá viðkomandi tæki berst viðvörun til vaktmanns Tilkynn- ingaskyldunnar ekki meira en 15 mínútum síðar. „Því miður verður að segja eins og er að þetta var ekki í fyrsta skipti frá því hann lagði af stað frá Eyjum að hann hvarf af skjánum. Vinnureglan er sú að reyna að hafa uppi á skipum innan við hálftíma eftir að það gerist, ann- ars er gripið til frekari ráðstafana,“ segir Árni. Skv. upplýsingum frá Landhelg- isgæslunni fékk varðskipið Týr ekki staðfestingu á því að Bjarmi hafði dottið út úr kerfinu og ekki hefði náðst samband við skipið fyrr en klukkan 12.06. Árni sagðist ekki geta svarað því hvort þetta væri rétt en tók skýrt fram að hann væri ekki að rengja þessar tímasetning- ar. Aðspurður hvort ekki væri ljóst að eitthvað hefði farið úrskeiðis sagði Árni að hann ætti eftir að kanna málið nánar og skila skýrslu um það til sinna yfirmanna. eið frá útkalls gt m eft- raun ps- fði nn. MINNI þyrla Landhelgisgæsl- unnar, TF-SIF, er fljótari í förum og skemmri tíma tekur að gera hana reiðubúna til flugtak@s en stærri þyrluna. Því var hún valin til að leita að Bjarma VE-66. Veður var enn- fremur hagstætt og mjög var hægt að afmarka leitarsvæðið vegna upp- lýsinga frá sjálfvirku tilkynninga- skyldunni. Jakob Ólafsson flugstjóri og Einar H. Valsson sigmaður sögðu í samtali við Morgunblaðið í gær að útkall þyrlunnar hefði vart getað gengið betur. Fimm manns eru í áhöfn og auk þess þarf aðstoðarmaður flug- virkja að aðstoða við flugtak. Enginn þeirra var við flugskýli Landhelg- isgæslunnar þegar útkall barst kl. 12.14 en engu að síður var þyrlan komin í loftið 21 mínútu síðar. Þeir Jakob og Einar segja skjótan viðbragðstíma ekki síst að þakka lít- illi umferð á laugardag. Í sífellt þyngri umferð á höfuðborgarsvæð- inu geti ferð þeirra á leið í útkall sóst hægt. Í þessu samhengi nefna þeir nauðsyn þess að þyrluáhafnir Land- helgisgæslunnar fái forgangsljós á bíla sína en það hefur ekki fengist samþykkt. TF-SIF var flogið beinustu leið að þeim stað sem síðast spurðist til Bjarma. Á leiðinni þangað tilkynnti bátur að hann hefði séð björg- unarbát á reki og var þyrlunni beint þangað. Þegar þeir komu að bátnum sýndist þeim hann vera mannlaus en Einar seig niður að honum til að ganga úr skugga um það. Sá hann engin ummerki um að menn hefðu komist í bátinn. Jakob flaug þá þyrl- unni upp í vindinn og kom fljótlega auga á brak úr Bjarma, fiskker og annað. Hvarf í löðrið „Við fljúgum beint fram á tvo menn sem liggja ofan á þessum tætl- um af gúmmíbát og eru í rauninni á kafi í sjó,“ segir Jakob og bætir við að sjórinn hafi þá gengið mikið yfir mennina. Einar seig niður við hliðina á mönnunum og eftir nokkra fyr- irhöfn kom hann lykkjunni á Þor- stein sem þá var orðinn mjög þrek- aður. „Ég kom lykkjunni hálfilla á hann og náði henni ekki almennilega undir hægri höndina á honum því hann greip í lykkjuna og hélt sér þar traustataki,“ segir Einar. Þorsteinn var flæktur í línur af bátnum en Ein- ar losaði þær og hélt honum síðan föstum með fótleggjunum þegar þeir voru hífðir upp úr sjónum. Á meðan Einar var að gera sig kláran til að síga eftir Hilmari sá hann hvar ólag kom yfir björg- unarbátinn. „Hann hverfur alveg með manninn sem var eftir niðri og við vorum dauðhræddir um að hann myndi missa takið. Svo fór að rofa til í löðrinu og okkur til mikillar ánægju var hann þarna ennþá.“ Einar seig niður að honum og gekk björgunin vel. Áhöfn þyrlunnar hafði séð til þriðja skipbrotsmannsins skammt frá. Ekkert lífsmark var með honum þegar hann náðist um borð í þyrluna. Hættur að skjálfa Um leið og skipbrotsmennirnir voru komnir um borð voru blaut föt- in klippt utan af þeim, miðstöð þyrl- unnar kynnt á fullu og reynt að hlúa að þeim eftir mætti. Svipast var um eftir fjórða skipverjanum en Viðar Magnússon, læknir í þyrlunni, mat það svo að Þorsteinn væri afar hætt kominn. Þegar hann náðist um borð í þyrluna var hann hættur að skjálfa en eftir að komið er niður fyrir „skjálftamörk“ lækkar líkamshitinn mjög hratt. Var því afráðið að halda þegar til Vestmannaeyja. Tvö skip voru þá komin á þann stað sem skipverjarnir fundust og gátu tekið við leit. Þegar komið var á sjúkrahús mældist líkamshiti Þor- steins 27°C og hafði hann þó náð ein- hverjum hita í sig í þyrlunni. Þeir Jakob og Einar segja báðir að ótrú- legt sé að mennirnir hafi lifað af vistina í sjónum. Sjórinn hafi verið kaldur, um 6°C, og mikil vindkæling enda blés vindur af norðaustan, 15– 17 m/sek. Þá voru þeir aðeins klædd- ir í skyrtu og gallabuxur. Þeir sem komust af voru ungir, 24 og 19 ára gamlir og segja þeir Einar og Jakob að það hafi hjálpað til. Þá hafi þeir greinilega verið í góðu lík- amlegu formi. Engu að síður sé þetta með ólíkindum, oft sé rætt um að menn lifi ekki lengur en í 10 mín- útur við þessar aðstæður. Mennirnir á kafi í sjó ofan á tætlum úr björgunarbát Morgunblaðið/Árni Sæberg Áhöfn TF-SIF ásamt aðstoðarmanni flugvirkja, f.h.: Jakob Ólafsson flugstjóri, Viðar Magnússon læknir, Einar H. Valsson sigmaður, Steinn Kjart- ansson, aðstoðarmaður flugvirkja, Jón Erlendsson spilmaður og Björn Brekkan Björnsson flugmaður. Þyrla Landhelgisgæslunnar var komin í loftið 21 mínútu eftir útkall

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.