Morgunblaðið - 26.02.2002, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 26.02.2002, Blaðsíða 24
UMRÆÐAN 24 ÞRIÐJUDAGUR 26. FEBRÚAR 2002 MORGUNBLAÐIÐ ÞAÐ er engum vafa undirorpið að EES- samningurinn, sem svo mikil átök urðu um á sínum tíma, varð ís- lensku atvinnulífi sú mikla lyftistöng sem upphafsmenn hans væntu. Ótvírætt er þetta mikilvægasti við- skiptasamningur sem við höfum gert. Ég átti sæti í utanríkisnefnd þegar samningurinn var til umfjöllunar í þinginu og man vel hvað forsvarsmenn hans máttu þola harða gagnrýni. Svo langt var gengið að Jón Baldvin, formaður Alþýðuflokksins, var sakaður um landráð. Þegar ég lít til baka finn ég hvað Sjálfstæðisflokkurinn sigldi snilldarlega milli skers og báru í þessu stóra hagsmunamáli og að þá eins og nú höfðu menn þar á bæ lag á að láta samstarfsflokkinn sitja uppi með erfiðu málin. Með samningnum fengum við m.a. aðild að rammaáætlunum ESB en miklar fjárhæðir hafa síðan verið veittar til íslenskra rannsóknarverk- efna. Veruleg félagsleg réttindi sem skiptu máli, ekki síst fyrir fólk á vinnumarkaði, fylgdu samningnum. En stærsta hagsmunamál okkar Ís- lendinga var tollfríðindi og aukinn aðgangur að þýðingarmiklum mörk- uðum fyrir fiskafurðir. Enda fór svo að þegar rofaði til í kjölfar afla- brests gátum við til fulls nýtt tæki- færin sem EES-samningurinn bauð upp á enda átti hann ríkan þátt í uppgangi efnahagslífsins á síðari hluta síðasta áratugar. Fátt eitt er nefnt af því sem fylgdi þessum stóra samningi um frjálsa för fólks og fjármagns í Evrópu. En upp úr stendur að nú vildu líklega allir Lilju kveðið hafa. Hvað hefur breyst? Á Alþingi og víðar hefur utanrík- isráðherra greint frá breytingum sem hafa orðið á umhverfi EES- samningsins og að breytt staða verð- ur hjá EFTA-löndunum þegar um- sóknarlöndin frá Austur-Evrópu hafa fengið inngöngu í Evrópusambandið. Fríverslunarsamningar við umsókn- arlöndin falla úr gildi og semja þarf um við Evrópusambandið hvað við taki. Hætta er á að markaðsaðgengi íslenskra fyrirtækja fyrir ýmsar sjáv- arafurðir muni versna og við jafnvel verða sett hjá í ýmsum tilvikum. Stofnanaumhverfi samningsins hefur gjörbreyst og rekstur EES-samn- ingsins verður þungur í vöfum þar sem EFTA-löndin eru orðin aðeins þrjú Noregur, Ísland og Liechten- stein. Þá má reikna með að ef evran verður öflugur og stöðugur gjaldmið- ill sem tekinn verður upp hjá öllum núverandi Evrópusambandsríkjum verði ekki auðveldara að tryggja stöðugt gengi íslensku krónunnar. Vaxtamunur milli Evrópu og okkar getur enn aukist og fyrir utan áhrif hárra vaxta á samkeppnisstöðu fyr- irtækja er ljóst að vaxtamunur mun hafa mikil áhrif fyrir neytendur. Það fer ekki fram hjá neinum sem hlýðir á utanríkisráðherra að hann er ugg- andi um okkar hag. EES-samningurinn er að veikjast og þá ber íslenskum stjórnvöldum að endurmeta stöðuna. Það er skylda ekki aðeins utanríkisráð- herra heldur líka forsætisráðherra að gæta hagsmuna Íslands í Evrópu. Forsætisráðherra vill enga umræðu Hlutverk stjórnmálaflokka er að standa fyrir umræðu og gefa fólkinu í land- inu tækifæri til að taka þátt í henni. Forsætis- ráðherra vill ekki slíka umræðu. Hann hefur ákveðið að EES-samn- ingurinn sé í fullu gildi. Hann vill ekki óþægi- lega umræðu og allra síst um hugsanlega að- ild okkar að Evrópu- sambandinu. Þegar ég hugsa til baka um um- ræðuna um EES- samninginn þykist ég vita hvað bærist með ráðherranum. En það sem skilur í milli í póli- tískri umræðu þá og nú er að þjóðin ákveður sjálf að undangenginni um- ræðu og að skilgreindum samnings- markmiðum hvort við göngum í Evrópusambandið. Ákvörðunin verður tekin í þjóðaratkvæða- greiðslu. Þessi staðreynd skiptir öllu máli og ætti að auðvelda heilbrigða og opna umræðu. Margir Íslendingar hafa þegar gert upp hug sinn varð- andi Evrópusambandið. En þorri fólks telur sig ekki enn hafa for- sendur til að taka afstöðu. En til að fólk geti tekið svo afdrifaríka ákvörðun verða kostir og gallar hugsanlegrar Evrópusambandsað- ildar að liggja ljóst fyrir. Slík vitn- eskja verður eingöngu til við öfluga og upplýsta umræðu. Samfylkingin hefur opnað þá umræðu á lýðræð- islegan hátt. Í kjölfar fundaraðar síðastliðinn vetur þar sem sérfræð- ingar voru kallaðir til ráðuneytis hefur Samfylkingin gefið út skýrslu þar sem greind eru samningsmark- mið Íslands við hugsanlega aðildar- umsókn að Evrópusambandinu. Samfylkingin stendur fyrir fundum úti um land þar sem liðsmenn koma og ræða þessi mál. Að lokinni þess- ari kynningu munu flokksmenn sjálfir ákveða hvort aðildarumsókn verði sett fram sem stefna Samfylk- ingarinnar. Þessi vinnubrögð eru lýðræðisleg og ekki að undra að þau fari í taugarnar á þeim sem ákveða allt með boðvaldi ofan frá – um- ræðulaust. Fleiri vilja opna umræðu Framsóknarflokkurinn hefur haf- ið þessa umræðu, sömuleiðis Sam- tök iðnaðarins, verkalýðshreyfingin og fjöldi aðila úr íslensku atvinnulífi. Vinstri grænir eru á móti og Sjálf- stæðisflokkurinn tekur hana frá sér- lega áhugaverðum vinkli. Þannig sagði forsætisráðherra í Kastljós- þætti Sjónvarpsins að hann hafi ekki fengið upplýsingar um að neitt væri að EES-samningnum en að það mætti svo sem prófarkalesa hann. Um hugsanlega aðild að Evrópu- sambandinu sýndist honum að við fengjum að fjalla um reglugerð um rottueitur og fara inn í einhverja nefnd um eftirlit á vinnustöðum ef við gengjum í Evrópusambandið en varla færum við að borga 20 millj- arða fyrir það. Þetta er einhliða og óupplýsandi umræða sem ekki er mikil reisn yfir. Ég tel að forsætis- ráðherra tali ekki fyrir hönd fjöl- margra sjálfstæðismanna í atvinnu- og viðskiptalífi þessa lands þegar hann hafnar því að aðild að ESB feli í sér nokkurn ávinning. Samfylkingin gerir sér grein fyrir að ekki er hægt að leiða stórmál eins og Evrópusambandsaðild hjá sér enda kemur í ljós að landsmenn eru að íhuga þessi mál. Í skoðanakönnun sem gerð var um síðustu mánaða- mót kemur fram að tveir af hverjum þremur aðspurðra telja að hefja eigi viðræður um aðild að Evrópusam- bandinu. Ég hef ekki gert upp hug minn um aðild að Evrópusambandinu en tel brýnt að við ræðum kosti þess og galla. Ég er stolt af að Samfylkingin hefur valið að virkja alla flokksmenn í umræðu og ákvarðanatöku um Evrópusambandsaðild. Þannig hef- ur Samfylkingin fyrst stjórnmála- flokka sett málið í formlegt ferli ákvarðanatöku. Dugar EES- samningur- inn áfram? Rannveig Guðmundsdóttir Evrópumál Flokksmenn munu sjálfir ákveða, segir Rannveig Guðmunds- dóttir, hvort aðildar- umsókn verður sett fram sem stefna Samfylkingarinnar. Höfundur er fulltrúi Samfylkingar í utanríkismálanefnd. ÞAÐ vakti athygli mína er ég las yfir viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur í Morgun- blaðinu 10. febrúar sl. að hún skyldi á engan hátt tiltaka þátt menntamálaráðuneytis- ins eða ríkisins þegar talið barst að átaki í skólamálum í borginni. Hvort hér er um klaufa- skap eða gleymsku að ræða veit ég ekki en tel þó líklegra að framtaks- semi menntamálaráð- herra varðandi nýja að- alnámskrá eigi ekki upp á pallborðið þar á bæ nú á kosningaári. Það er ekkert nýtt að R-listinn stæri sig af afrekum í skólamálum en líkt og með önnur sveitarfélög ræður þó mestu fjárhagsstuðningur ríkisins í samræmi við nýja aðalnámskrá um fjölgun kennslustunda og einsetningu skóla. Við flutning grunnskólans frá ríki til sveitarfélaga var búið svo um hnútana við mat á kostnaði og öllum álitsefnum að aldrei hefur komið til misklíðar um túlkun þess efnis af hálfu samningsaðila. Lenging grunnskólans í valdatíð R- listans er í samræmi við lög og reglu- gerðir frá menntamálaráðuneytinu. Lenging skóladagsins er á engan hátt til merkis um stórhug R-listans í menntamálum heldur hefur ekki ann- að verið gert en að fara að lögum. Öll efling innra starfs skólanna tekur nú mið af nýjum námskrám, sem settar eru af menntamálaráðuneytinu. Að mínu áliti hefur Reykjavíkur- borg komið til móts við þær kröfur sem gerðar eru til nú- tímaskólastarfs en þeg- ar grannt er skoðað hef- ur borgin þó frekar mátt hafa sig alla við heldur en hitt að standa jafnfætis öðrum sveit- arfélögum á höfuðborg- arsvæðinu við að efla og bæta skólastarfið. Borgarstjóri segist hafa lyft grettistaki í einsetningu grunn- skóla. Eins og fram hefur komið var Reykjavík skylduð, líkt og önnur sveitarfélög, til að ein- setja grunnskólann. Ríkið lagði fram fé til skólabygginga svo að auðvelda mætti sveitar- félögunum að standa við þær skuld- bindingar. Rétt er að minna á að fyrir yfirtöku grunnskólans voru skóla- byggingar alfarið kostaðar af sveit- arfélögunum. Vegna lóðaskorts í borginni og þeirra keðjuverkandi áhrifa þess hvernig R-listinn hefur staðið að út- hlutun og sölu lóða í nýjum hverfum er það staðreynd að sárafá börn skila sér nú í nýjustu skóla borgarinnar. Barna- og fjölskyldufólk ræður ekki við að kaupa dýrar íbúðir í nýjum hverfum borgarinnar. Í Víkurhverfi og þó sérstaklega í Grafarholti vantar hreint og beint börn í skólana. Í Ingunnarskóla í Grafarholti var með meiri fyrirvara en áður ráðið í stöður skólastjóra og aðstoðarskóla- stjóra fyrir núverandi skólaár. Reikn- að var með á annað hundrað börnum í skólann. Það hlýtur að hafa komið skelfingarsvipur á yfirvöld fræðslu- mála þegar einungis 29 börn skiluðu sér að hausti og þar af aðeins eitt barn í tveimur árgöngum. Grettistak í stefnu R-listans fyrir næsta kjörtímabil þyrfti að felast í því að koma til móts við fjölskyldufólk á ný sem vill kaupa sér nýtt húsnæði í Reykjavík og fá nemendur í nýju skólana. Borgarstjóri gleymdi að nefna aðstoð ríkisins Helgi Árnason Höfundur er skólastjóri. Skólar Sárafá börn, segir Helgi Árnason, skila sér nú í nýjustu skóla borgarinnar. FÉLAGSSVÆÐI íþróttafélag- anna í Reykjavík; KR í Vestur- bænum, Fram, Vals, Víkings, Þróttar í Austurbæn- um, ÍR og Leiknis í Breiðholti, Fylkis í Árbæ og Fjölnis í Grafarvogi, hafa verið vettvangur grósku- mikils íþrótta- og æskulýðsstarfs um langt skeið. Íþrótta- svæði sem nemur lík- lega á fimmta milljarð króna hafa risið. Þetta hefur gerst á löngu árabili. Á félagssvæð- unum er aðstaða til inni- og útiíþrótta. Með breyttri verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga fyrir rúmum áratug var gerð gangskör að því að reisa íþróttahús, sem gerbreytti aðstöðu til íþrótta innanhúss. Fyrsta íþróttahúsið sem reist var eftir að Reykjavíkurborg tók yfir íþróttamannvirki var Víkin, íþróttahús Víkings í Fossvogi, 1991. Í kjölfarið risu íþróttahús KR, Fram, Fylkis og Fjölnis ásamt íþróttahúsum í Breiðholti og Graf- arvogi. Allt eru þetta glæsileg hús sem hafa gerbreytt aðstöðu félag- anna. Og í öllum íþróttahúsunum er góð aðstaða fyrir áhorfendur til þess að fylgjast með kapp- leikjum, þá helst í handknattleik og körfuknattleik. Átakið til að bæta aðstöðu íþróttafélaganna er hið stærsta í sögu íþrótta í Reykjavík. En hvernig er að- staða íþróttafélaganna utanhúss? Hver er að- staða almennings til þess að fylgjast með knattspyrnukappleikj- um? Fyrir rúmum áratug reistu KR-ing- ar glæsilega stúku í Vesturbænum sem síðan var styrkt af borgaryfirvöld- um. Síðan hefur lítið gerst til þess að bæta aðstöðu hverfisfélaganna í Reykjavík. Engin stefna hefur ver- ið mótuð í heilan áratug. Þetta er því furðulegra þar sem reynslan af KR-stúkunni er afar góð. Hún hefur styrkt KR fé- lagslega sem á vellinum og skapað skemmtilega hverfisstemmingu, þar sem meðal annars hefur mátt sjá borgarstjórann hvetja vaska KR-inga til sigurs. Fólk hefur flykkst á leiki KR óhult fyrir veðri og vindum. Borgaryfirvöld hafa reynst ófáanleg til þess að ganga til samninga við önnur félög til þess að reisa aðstöðu fyrir fólkið sem mætir á völlinn til þess að styðja félagið sitt í vinsælustu íþróttagrein heims. Þrátt fyrir það hafa Víkingur og Fylkir hafið framkvæmdir upp á eigin spýtur við stúkur í Fossvogi og Árbæ. Yf- irvöldum hefur þótt sjálfsagt að reisa aðstöðu fyrir áhorfendur sem fylgjast með handknattleik og körfuknattleik en ekki knatt- spyrnu – vinsælustu íþróttagrein- inni. Þetta er því furðulegra þar sem reynslan af KR-stúkunni er svo jákvæð. Hverfisfélögin hljóta öll að sitja við sama borð; jafn- ræðis sé gætt – eitt félag njóti ekki forgangs yfir önnur. Og ekki síður er það sérstakt þegar litið er til kostnaðar við að reisa stúkur. Gera má ráð fyrir að hlutur borgaryfirvalda í stúku- byggingu geti numið um 50-60 milljónum króna. Það eru um það bil 10% heildarkostnaðar við mannvirki hjá hverfisfélagi, t.d. Víkurinnar í Fossvogi. Átak til þess að reisa stúkur í Grafarvogi, Árbæ, Breiðholti, Fossvogi og Hlíðarenda gæti numið um eða yfir 300 milljónum króna eða vel innan við tíund af uppbyggingu mann- virkjanna í heild. Þetta átak myndi stuðla að skemmtilegri borg, litríkara mann- lífi – öflugri íþrótta- og æskulýðs- starfsemi. Því er spurt: Hver er stefna framboðanna í Reykjavík; Reykja- víkurlistans, Sjálfstæðisflokksins og Frjálslyndra og óháðra varð- andi uppbyggingu áhorfendaað- stöðu utanhúss hjá íþróttafélögun- um? Eru framboðin reiðubúin til þess að bæta aðstöðu þeirra þús- unda sem vilja mæta á völlinn og styðja sitt fólk? Hvað um félögin? Hallur Hallsson Félagastuðningur Eru framboðin reiðubú- in til þess að bæta að- stöðu þeirra þúsunda, spyr Hallur Hallsson, sem vilja mæta á völlinn og styðja sitt fólk? Höfundur er fyrrverandi for- maður Víkings.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.