Morgunblaðið - 12.03.2002, Side 3
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 B 3
AMELA Hegic, króatíska
handknattleikskonan sem
hefur leikið með Gróttu/KR
í vetur, er hætt hjá félaginu.
Á heimasíðu Gróttu/KR
kemur fram að aðilar sem
ætluðu að standa straum af
kostnaði vegna hennar
hefðu ekki staðið við sitt og
kvennaráð Gróttu/KR hefði
ekki ráðið við að taka þann
hlut á sig.
Hegic er öflug skytta en
hún lék með ÍBV tvö und-
anfarin ár með góðum ár-
angri og það er áfall fyrir
lið Gróttu/KR að sjá á bak
henni fyrir úrslitakeppnina.
BLÓÐTAKA
Morgunblaðið/Kristinn
Amela Hegic
KONGSBERG Penguins, liðið sem
Pétur Guðmundsson þjálfar, er
komið í úrslit í norsku deildinni,
lagði Oslo Kings 82:67 í fimmta
leik liðanna á föstudaginn. Þar
með tryggði Pétur liði sínu sæti í
úrslitarimmunni og er hún þegar
hafin.
Kongsberg og Asker Aliens
mættust í fyrsta úrslitaleiknum á
sunnudaginn og fóru leikar þann-
ig að Asker vann 95:71 í Osló og
næsti leikur liðanna verður annað
kvöld.
Pétur og félagar voru undir
allan leikinn á sunnudaginn og
áttu vart raunhæfa möguleika.
Warren Peebles, sem lék hér á
landi áður en hann fór til Péturs
í Noregi, skoraði 16 stig í leikn-
um á sunnudaginn en stigahæstur
var Hawthorne með 20 stig og
hjá Asker var það Ofstad sem
gerði 20 stig.
Í fimmta leiknum við Oslo
Kings gerði Peebles 18 stig en
Hawthorne 25 og Thorrud 24.
Hjá Oslóarliðinu, sem lék á
heimavelli, var Evans sem fyrr
stigahæstur, gerði 34 stig.
Lið Asker hefur gengið vel í
úrslitakeppninni, vann bæði í átta
liða úrslitum og undanúrslitum
án þess að taka leik og í undan-
úrslitunum lék liðið sama leikinn,
lagði Ulriken Eagles 3-0.
KARFA Í NOREGI
landsliði Suður-Þýskalands, sem er
gríðarsterkt lið,“ segir Hulda.
„Ég er nokkuð viss um að karlalið-
ið myndi tapa stærra gegn Þjóðverj-
unum,“ heldur hún áfram og Siggi
kinkar kolli.
„Við erum gríðarlega ánægðar
með þessa ferð. Við töpuðum einum
leik í viðbót en unnum þann síðasta
gegn áhugamannaliði sem var skipað
stelpum með svipaða getu og við.
Liðið spilaði frábærlega í þessari
ferð og miðað við að við erum nánast
allar algerir byrjendur með litla
skauta- og tæknikunnáttu getum við
ekki verið annað en sáttar. Eiginlega
má segja að allar stelpurnar hafi ver-
ið að spila betur en nokkru sinni,
hreinlega umfram getu. Andinn var
mjög góður og liðið samstillt. Það má
segja að í þessari ferð höfum við lært
jafnmikið á einni viku og á heilum
vetri á æfingum hér heima.“
Fleiri íshallir
Telja þau að liðum komi til með að
fjölga með annarri höll fyrir sunnan?
Siggi er snöggur til svars. „Eins og
staðan er í dag sárvantar ístíma fyrir
sunnlenskt skautafólk og ég reikna
með að fyrst og fremst muni Reykja-
víkurfélögin loksins fá viðunandi að-
stöðu og auðvitað tíma til að sinna
íþróttinni sem skyldi með tilkomu
nýju hallarinnar. Ef vel ætti að vera
þyrfti enn eina höllina – ef liðum ætti
að fjölga.“
Sigurður segir að íshokkí sé ein
hraðasta hópíþrótt í heimi og mjög
skemmtileg fyrir áhorfendur.
„Ég tel að áhuginn myndi vakna
mikið hér á landi ef einhver sjón-
varpsstöðin færi að sýna þætti frá
amerísku NHL-deildinni. Það eru til
þættir á borð við Ensku mörkin og
NBA-tilþrif, sem margir hefðu gam-
an af að horfa á. Fólk vill sjá hraða,
hasar og pústra.“
Ungu leikmennirnir
eru ákafastir
Þegar rætt var um hasarinn og
hörkuna voru þau systkinin spurð að
því hvernig harkan í íslensku deild-
unum væri. „Það er mikið um pústra
og brottrekstra. Stöku handalögmál
geta orðið í hita leiksins,“ segir
Siggi.
En hvers vegna?
„Það er aðallega vegna þess hve
íþróttin er hröð. Harka og pústrar
eru leyfð upp að vissu marki enda
eru menn vel hlífaðir og mjög
strangar reglur gilda um þessa
pústra. Þetta ristir ekki djúpt og að
leik loknum eru allir bestu vinir.“
Huldu og stelpunum finnst þetta
stundum hjákátlegt og líkir hún
þessu við hanaat. „Það eru oftast
ungu leikmennrnir sem nenna að
standa í þessu. Þeir eru svo fullir af
karlmennskuhormónum, alveg að
springa.“
En fýkur ekki líka í stelpurnar?
„Jú, jú, þar er stundum engu síðri
hasar. Þetta byrjar yfirleitt með ein-
hverju sem gerist óvart og síðan þarf
að hefna fyrir. Annars er það oft
ótrúlegur kjaftháttur sem einkennir
kvennaleikina og margt óprenthæft
fær að fjúka í hita leiksins. Þetta er
samt ekkert persónulegt og gleymt
að leik loknum.“
Léttara andrúmsloft
með komu stúlknanna
En hvað með samkiptin á milli
karla- og kvennaliðsins? Eru þau
mikil?
Systkinin líta lymskulega hvort á
annað og virðast ekki alveg tilbúin að
svara spurningunni. „Við getum sagt
að þetta sé eins og stór fjölskylda
enda stór og samheldinn hópur,“
segir Hulda.
„Þetta er góður félagsskapur og
liðin gera mikið saman. Það létti and-
ann mikið í húsinu að fá stelpurnar
og ég tel það hafa verið félagslega
gott fyrir okkur,“ bætir Siggi við.
Það má með sanni segja að þetta
sé fjölskylduíþrótt og að þau systkini
hafi hana í blóðinu. Eiginmaður
Huldu er Ágúst Ásgrímsson, einn
alfarsælasti leikmaður SA frá upp-
hafi. „Hann var fyrsti þjálfarinn
minn,“ segir Hulda – „en þá var ég
að æfa með strákunum og hann var
litlu eldri en þeir. Hann hætti fyrir
þremur árum – um leið og ég – en þá
hófum við búsap inní Firði.“
„Konan mín, Guðrún Blöndal, er í
kvennaliðinu,“ segir Siggi nokkuð
drjúgur.
„Jón bróðir okkar var á fullu í
þessu áður en hann flutti til Vopna-
fjarðar og ein systir okkar flutti til
Kanada með eiginmanni sínum, en
hann kom hingað að þjálfa fyrir
nokkuð mörgum árum.“
Já, það má með sanni segja að
þetta sé merkileg íshokkífjölskylda,
en hvernig gengur Huldu að sam-
ræma störf bóndans og íþróttina?
„Það gengur mjög vel bæði líkam-
lega og andlega. Maður þarf að hafa
líkamlegt þrek á báðum vígstöðvum.
Þetta fer ekki ekkert sérstaklega vel
saman og þegar ég tek törn í hokkí-
inu, þá safnast upp verk heima sem
ég verð að vinna upp með því að
sleppa æfingum. Svona sveiflast
þetta yfir tímabilið.“
Systkinin voru spurð að því hvort
iðkendur væru enn eintómir Innbæ-
ingar.
„Nei, nei. Þetta hefur verið að
dreifast meira um bæinn. Þegar við
vorum að byrja voru nær eingöngu
Innbæingar í hokkíinu eða einhverjir
sem tengdust Innbænum. Þetta
hverfi var hálfgert „slömm“ og
Innbæingar ólust upp í meiri
tengslum við náttúruna en flestir.
Menn voru úti allan daginn, lærðu að
bjarga sér og urðu harðir af sér.
Íþróttin átti því vel við krakkana í
hverfinu og við vorum öll á skautum
en örfáir í boltagreinunum. Þetta var
samheldinn hópur og skemmtilegir
tímar. Strákarnir í Innbænum eru
flestir að æfa hérna en það kemur
einnig hópur af krökkum úr öðrum
hverfum og nú eru tengslin við
Innbæinn ekki jafnáberandi.“
En hvað með erlendu leikmenn-
ina?
„Þeir eru fjórir hjá okkur núna,“
segir Siggi. „Við reddum þeim vinnu
og hjálpum þeim að finna húsnæði,
annað ekki. Þeim líkar mjög vel
hérna og vilja ekkert fara. Þetta eru
fínustu náungar, mjög hressir og
lífga mikið uppá deildina,“ bætir
hann við.
Spurður um næstu verkefni segir
Siggi að deildarkeppnin sé að klárast
og eftir tvær vikur fari landsliðið á
HM til Novi Sad í Júgóslavíu, þar
sem það leikur í 3. deild, sem er
neðsta deildin. Nokkuð sé í húfi því
bæta eigi við 4. deildinni og Ísland
vilji ekki falla þangað niður. Að HM
loknu tekur svo við úrslitakeppnin
um Íslandsbikarinn. Hvort Sigga
tekst að hampa honum enn eina ferð-
ina verður tíminn að leiða í ljós.
kkert annað en að vera Íslandsmeistari í íshokkí
Morgunblaðið/Kristján
Fyrirliðar kvenna- og karlaliða Skautafélags Akureyrar í íshokkí, systkinin Hulda og Sigurður Sigurðarbörn með Íslandsbikarana.
’ Það er mikið umpústra og brott-
rekstra. Stöku
handalögmál
geta orðið í
hita leiksins ‘
SIGURÐUR
Hegic hætt
með Gróttu/KR
Pétur með lið
sitt í úrslit