Morgunblaðið - 12.03.2002, Síða 5

Morgunblaðið - 12.03.2002, Síða 5
FÓLK  VINCENZO Montella var maður helgarinnar í ítölsku knattspyrnunni. Montella skoraði fjögur mörk fyrir Roma sem vann stórsigur á Lazio, 5:1, í nágrannaslag Rómarliðanna, frammi fyrir 80 þúsund áhorfendum á Ólympíuleikvanginum. Roma náði með þessu Inter að stigum á toppi deildarinnar.  CLARENCE Seedorf, hollenski miðjumaðurinn, skoraði bæði mörk Inter sem gerði jafntefli, 2:2, við Juv- entus í toppslag á laugardaginn. See- dorf jafnaði metin á lokamínútunni með þrumuskoti af löngu færi. Skömmu áður hafði Igor Tudor skor- að fyrir Juventus.  ALESSANDRO Del Piero, David Trezeguet og Lilian Thuram, leik- menn Juventus, meiddust allir í leikn- um gegn Inter. Ólíklegt er að Del Piero og Thuram verði með liðinu gegn Bayer Leverkusen í meistara- deild Evrópu í kvöld en Trezeguet verður sennilega með.  GUISEPPE Signori, sóknarmaður- inn gamalkunni, skoraði bæði mörk Bologna sem lagði AC Milan, 2:0.  VALENCIA er áfram með eins stigs forskot á Real Madríd í spænsku 1. deildinni en bæði liðin unnu um helgina. Valencia lagði Sevilla, 2:0, í leik þar sem Victor Salas hjá Sevilla og Miguel Angel Angulo hjá Val- encia voru reknir af velli. Áður tókst Angulo, sem kom inn á sem varamað- ur, að skora síðara mark Valencia en það fyrra gerði Juan Sanchez.  REAL Madrid vann Villarreal mjög örugglega, 3:0, á laugardaginn. Raúl Gonzalez, Fernando Hierro og Steve McManaman gerðu sitt markið hver.  REAL Betis kemur enn á óvart og er í þriðja sæti eftir sigur á Barce- lona, 2:1. Dani Martin skoraði bæði mörk Betis en Jóhannes Karl Guð- jónsson lék ekki með liðinu.  CATANHA skoraði þrennu fyrir Celta Vigo sem lagði Valladolid, 4:2, á útivelli en þetta var fyrsti sigur Celta í sex leikjum. Catanha er nú næst markahæstur í deildinni með 14 mörk en Fernando Morientes hjá Real Madríd er á toppnum með 16.  EBBE Sand, danski sóknarmaður- inn, kom Schalke upp í fjórða sæti þýsku 1. deildarinnar þegar hann skoraði sigurmarkið gegn Stuttgart, 2:1, á lokasekúndunum í leik liðanna á sunnudaginn.  RONALDO verður að öllu óbreyttu í landsliði Brasilíu þegar það mætir Júgóslavíu 27. mars. Ronaldo hefur ekki spilað með Inter á Ítalíu síðan á Þorláksmessu þegar hann tognaði í læri en læknir brasilíska landsliðsins segir að hann sé tilbúinn á ný. Ron- aldo var í heimalandi sínu um helgina og lék þar listir sínar í „knattblaki“, sem mikið er spilað á ströndum lands- ins. KNATTSPYRNA MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 12. MARS 2002 B 5 11.-17. mars mán- fim Heklusport kl. 22.30 Arsenal - Deportivo Meistarakeppni Evrópu kl. 19.30 Leverkusen - Juventus Meistarakeppni Evrópu kl. 21.40 þri Barcelona - Liverpool Meistarakeppni Evrópu kl. 19.30 Man. Utd. - Bayern M. Meistarakeppni Evrópu kl. 21.40 mið Ítalski boltinn kl. 13.45 Aston Villa - Arsenal Enski boltinn kl. 15.55 Philadelphia - Orlando NBA kl. 18.0 Epson-deildin Úrslitakeppnin kl. 20.30 sun Middlesbrough - Liverpool Enski boltinn kl. 11.40 Barcelona - Real Madrid Spænski boltinn kl. 20.20 lau Upphitunin er hafin Arnar Þór Viðarsson var valinní lið vikunnar í belgísku knattspyrnunni í gær hjá dag- blaðinu Het Nieuwsblad fyrir frammistöðu sína með Lokeren gegn Sint-Truiden. Lok- eren tapaði óvænt á heimavelli, 1:0, en Arnar Þór fékk 3 í einkunn fyrir leik sinn og var hæstur leik- manna liðsins. Arnar Grétarsson og Rúnar Kristinsson fengu tvo í einkunn og Auðun Helgason einn. Auðun átti þó ágætis leik og Arnar Grétarsson lék vel en þarf að vera beittari þegar hann kemur inn í vítateiginn. Rúnar átti fal- legar sendingar en skapaði sér engin færi. Arnar Þór mataði félaga sína á frábærum sendingum í leiknum en allt kom fyrir ekki því Lokeren var fyrirmunað að skora. Arnar Þór var sívinnandi og átti góðar fyrirgjafir en hann hefur náð upp meiri hraða og hefur tekið miklum framförum á einu ári. „Við vorum með boltann í 70 mínútur en það gekk ekkert inni í vítateignum. Við verðum að finna okkur markaskorara,“ sagði Paul Put, þjálfari Lokeren. Arnar Þór í liði vikunnar Í Belgíu Kristján Bernburg skrifar frá Belgíu Leikurinn bar þess merki að það ergrunnt á því góða milli leik- manna þessara félaga. Mikið var um gróf og ljót brot út um allan völl. Alls veifaði Andy D’Urso dómari gula spjaldinu níu sinnum og því rauða einu sinni. Þóttu spjöldin síst of lítið notuð og D’Urso sýna leikmönnum mikla þolinmæði, einkum liðsmönn- um Tottenham sem hefðu svo sann- arlega verðskuldað að vera a.m.k. ein- um leikmanni færri í fyrri hálfleik. Á sjöttu mínútu var Eiður Smári við að sleppa í gegnum vörn Tottenham, rétt utan vítateigs, þegar Dean Rich- ards beinlínis klippti hann niður og var svo stálheppinn að fá aðeins gult spjald. Félagi hans Les Ferdinand mátti einnig prísa sig sælan að sleppa með viðvörun skömmu síðar þegar hann réðst gróflega á William Gallas eftir að hafa misst af boltanum. Gallas svaraði hins vegar hressilega fyrir sig á 12. mínútu þegar hann opnaði markareikning Chelsea og skoraði eina mark fyrri hálfleiks. En að margra mati var Eiður Smári perlan á leikvellinum, maður- inn sem sökkti vonum heimamanna ásamt félaga sínum Emmanuel Petit sem lék einhvern sinn besta leik síðan hann gekk til liðs við Chelsea sl. sum- ar. Eiður var valinn maður leiksins á bresku sjónvarpsstöðinni Sky, sem sýndi leikinn í beinni útsendingu. „Eiður var ískaldur þegar hann skor- aði mörk sín og stóð klárlega fremst- ur meðal nokkurra jafningja í góðu liði Chelsea,“ segir m.a. í umsögn Sky um leikinn. Eiður bætti við öðru marki Chelsea á 48. mínútu eftir að hann fékk stungusendingu inn fyrir vörn Tott- enham frá Graeme Le Saux. Dean Richards, sem felldi Eið í fyrri hálf- leik, var nú aðeins áhorfandi að því er Eiður geystist einn upp völlinn og skoraði af yfirvegun með skoti milli fóta Neil Sullivan sem árangurslaust reyndi að verjast með úthlaupi. Le Saux bætti við þriðja markinu á 54. mínútu áður en Eiður skoraði annað mark sitt og fjórða mark Chelsea á 66. mínútu. Enn komst hann einn inn fyrir vörn Tottenham og skoraði hik- laust framhjá Sullivan. Rúmlega stundarfjórðungi fyrir leikslok var Le Saux rekinn af leikvelli. Það breytti engu fyrir lánlausa leikmenn Totten- ham sem ekki tókst að klóra í bakk- ann þótt fleiri væru á leikvellinum. „Það er styrkleikamerki á liði mínu að það skyldi vinna 4:0 án þess að Jimmy Floyd Hasselbaink skori,“ sagði Claudio Ranieri, knattspyrnu- stjóri Chelsea glaðbeittur að leikslok- um. Löng leið á Þúsaldar- leikvanginn Hasselbaink segir að þrátt fyrir góðan sigur og þá staðreynd að lið Chelsea hafi leikið vel að þessu sinni þá hjálpi það ekki í næstu umferð bik- arkeppninnar þegar liðið mætir Ful- ham. Enn sé löng leið að úrslitaleikn- um á Þúsaldarleikvanginum í Cardiff í vor. „Við höfum ekkert unnið ennþá,“ sagði Hasselbaink. „Mínir menn voru yfirspenntir, en fyrst og fremst töpuðum við leiknum með slakri einbeitingu, þannig gáfum við leikmönnum Chelsea tækifæri á að skora auðveld mörk,“ sagði Glenn Hoddle, knattspyrnustjóri Totten- ham, og sagði frammistöðu sinna manna og úrslitin vera gríðarleg von- brigði. Fleiri miðlar en Sky jusu Eið Smára lofi fyrir frammistöðu sína. Götublaðið The Sun gaf honum níu í einkunn og sagði hann hafa verið besta mann leiksins ásamt Petit. Þrátt fyrir að Tottenham sé úr leik í bikarkeppninni er líklegt að fram- koma stuðningsmanna Tottenham dragi dilk á eftir sér. Nokkrir þeirra hentu smápeningum inn á völlinn og kom m.a. einn þeirra í höfuð annars aðstoðardómarans. Enska knatt- spyrnusambandið bíður nú skýrslu frá D’Urso dómara áður en næsta skref verður stigið. Forráðamenn Tottenham segjast ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til að koma í veg fyrir að þeir sem stóðu að smá- peningakastinu komist á leiki félags- ins í framtíðinni. Eiður Smári Guðjohnsen fór á kostum er Chelsea kjöldró Tottenham Reuters ReutersAP Við vildum ná fram hefndum „VIÐ vildum hefna okkar eftir 5:1 tapið í deildabikarnum,“ sagði Eiður Smári Guðjohnsen eftir 4:0 sigur Chelsea á Tottenham á White Hart Lane í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar á sunnudag. Þar fór Eiður á kostum og átti ríkan þátt í að Chelsea hreinlega kjöldró leikmenn Tottenham á þeirra eigin heimavelli. Hann skoraði tvö markanna, lagði upp færi fyrir félaga sína auk þess sem hann átti að fá vítaspyrnu í síðari hálfleik þegar brotið var harkalega á honum innan vítateigs. Þar með hefur Eiður skorað 21 mark fyrir Chelsea á leiktíðinni.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.