Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 C 3 Kína 6. – 21. október Vi› komum ví›a vi› í flessari fer› í fylgd Önnu Birgis, fararstjóra, sem bjó í Peking um árabil. Torg hins himneska fri›ar í Peking, Kínamúrinn, leirhermennirnar í Xian, sykurtoppafjöllin í Guilin og hin óvi›jafnanlega Shangai. N‡jar og glæsilegar byggingar mynda skörp skil vi› gömlu íbú›ahverfin og n‡ kynsló› bí›ur óflreyjufull eftir a› breyta lífinu í borginni. Ekki bí›a of lengi me› a› heimsækja Kína. Gist á 5 stjörnu hótelum alla fer›ina. * Innifali›: Flug, flugvallarskattar, gisting m/morgunver›i í 13 nætur, sko›unarfer›ir, 7 hádegisver›ir, 2 kvöldver›ir og íslensk fararstjórn. kr. *260.890 á mann í tvíb‡li Ver›: Nánari fer›atilhögun á www.urvalutsyn.is Lágmúla 4: 585 4000 • Hlí›asmára: 585 4100 • Keflavík: 420 6000 Akureyri: 460 0600 • Selfossi: 482 1666 • og hjá umbo›smönnum um land allt www.urvalutsyn.is Úrval-Úts‡n Betri fer›ir – betra frí ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U RV 17 67 5 05 /2 00 2 Anna Birgis LJÓÐ eftir Wang Ronghua, sendi- herra Kína á Íslandi, skrautrituð á kínversku af honum sjálfum, prýða veggi kínverska sendiráðsins við Víði- mel í Reykjavík og í nýlegum kín- verskum menningartímaritum gefur að líta fjölmörg ljóð, sem hann hefur ort um ýmsa viðburði og staði á Ís- landi sem hann hefur heillast af síðan hann kom hingað til lands fyrir um fjórum árum. Á heimasíðu sendiráðs- ins býður hann Íslendinga velkomna og leggur áherslu á mikilvægi sam- skipta með tilvitnun í Hávamál og Ji- ang Zemin, forseta Kína, en hann segir að fyrsta heimsókn forsetans til Íslands marki tímamót. Um sé að ræða mjög merkilegan pólitískan við- burð. „Þessi viðburður sýnir að Kína lít- ur á Ísland sem jafningja í hinu al- þjóðlega umhverfi og heimsóknin er ekki aðeins liður í að efla stjórnmála- legt samstarf þjóðanna heldur líka hvað varðar viðskipti, menningu, menntun og önnur svið. Heimsóknin er mikilvægt skref í samskiptum Kína við Evrópu.“ Wang Ronghua segir að hnattvæð- ingin eflist stöðugt, en Kína virði vilja hverrar þjóðar og allar þjóðir heims eigi að leysa vandamál sín í samein- ingu. Kína hvetji til lýðræðis í sam- skiptum þjóðanna, virða beri mis- munandi stjórnkerfi og styðja veröld fjölbreytninnar. „Með þeim hætti verður lífið auðugt í margbreytileika sínum,“ segir hann og bætir við að heimsóknin sé liður í því að gera heiminn betri. Sendiráðið í Peking mikilvægt Sendiherrann rifjar upp að nokkur samskipti hafi átt sér stað milli Kín- verja og Íslendinga áður en stofnun stjórnmálasambands komst á 8. des- ember 1971. Í því sambandi nefnir hann að Íslendingar hafi heimsótt Kína á sjötta og sjöunda áratugnum og hitt helstu ráðamenn þjóðarinnar. Undirbúið þannig jarðveginn fyrir það sem síðar hafi orðið. Wang Ronghua segir að stofnun sendiráðsins í Reykjavík 1972 hafi orðið til að efla samskipti og gagn- kvæman skilning. Sendiráðsmenn voru 15 til 18 að meðaltali á ári, en 1983 ákváðu Kínverjar að sendiherra þeirra í Kaupmannahöfn skyldi jafn- framt vera sendiherra gagnvart Ís- landi og var sendiráðsmönnum fækk- að í 5 til 6 á ári. Þetta var gert í sparnaðarskyni. Sendifulltrúar stjórnuðu sendiráðinu í Reykjavík fram í desember 1995, en eftir að ís- lenskt sendiráð hafði verið opnað í Peking ákváðu Kínverjar að sendi- herra þeirra á Íslandi yrði búsettur hér á landi. Wang Ronghua segir að stofnun ís- lenska sendiráðsins í Peking hafi haft mjög mikið að segja í samskiptum þjóðanna og spilað stórt hlutverk í samvinnunni. Íslendingar hafi tengst beint ríkisstjórn Kína og sérstaklega utanríkisráðuneytinu. Upplýsinga- flæðið á milli þjóðanna hafi orðið auð- veldara en áður, viðræður hafi aukist og menn getað rætt málin og skipst á skoðunum án vandkvæða. Þetta hafi auðveldað Íslendingum að kynna Ís- land í Kína enda hafi þeir komist í beint samband við Kínverja á ýmsum sviðum, ekki síst á viðskiptasviðinu, en skilningur á kínverska markað- num hafi haft mikið að segja varðandi viðskiptin. Í máli sendiherrans kemur fram að samskipti Kína og Íslands séu mjög mikilvæg og þjóðirnar hafi stutt hvor aðra á alþjóðlegum vettvangi. Rödd Íslands skipti máli í alþjóðlegum mál- um og það séu ekki aðeins valda- mestu menn þjóðarinnar sem láti í sér heyra heldur vegi aðrir þungt, t.d. í sjávarútvegi, listum og iðnaði, auk þess sem menningararfleifðin leggi sitt á vogarskálarnar. Kínverjum hafi þótt ánægjulegt að koma íslenskum bókmenntum á framfæri í Kína og vonandi tækist að gera kínverskum bókmenntum sömu skil á Íslandi. Yfir 50 kínverskir verkfræðingar hafi sótt jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi og Kínverjar hafi tekið að sér skipasmíðar fyrir Íslendinga. Björt framtíð Wang Ronghua segir að heimsókn forsetans færi þjóðirnar nær hvora annarri og verði vonandi til þess að þær skilji hvor aðra enn betur. Ljóst sé að heimsóknin fái mikla umfjöllun í fjölmiðlum í Kína og þar með verði mikið fjallað um Ísland og íslensk málefni. Í Kína séu um 800 sjónvarps- stöðvar og mikill fjöldi dagblaða auk þess sem meira en 10 milljónir manna fylgist með á Netinu. „Ísland verður sýnt frá mörgum hliðum sem verður til þess að æ fleiri Kínverjar fá áhuga á landinu og fólkinu, sem eflir von- andi viðskipti þjóðanna og öll sam- skipti á mörgum sviðum. Framtíðin er því björt.“ Yrkir ljóð um Ísland Sendiherrann gat þess skömmu eftir komuna til Íslands að hann von- aðist til að geta gefið sér tíma til að sinna ljóðagerðinni og skrautskrift- inni en það hefur ekki gengið alveg eftir. „Vandamálið hvað þetta varðar er að ég hef haft nóg að gera í sendi- herrastarfinu og því ekki getað sinnt áhugamálunum eins mikið og ég hefði viljað,“ segir hann, en bætir við að um 20 ljóð eftir sig hafi bæst í safnið síð- an hann kom til Íslands fyrir rúmlega fjórum árum. Hann hefur lagt sig fram um að kynnast landi og þjóð og hefur ferðast vítt og breitt um landið í þeim tilgangi. „Á þessum ferðum fæ ég oft hugljómun en ég hef ekki tíma til að koma hugsununum á blað og skáldkrafturinn hverfur. Í þessu sambandi get ég nefnt að skammt frá Þingvöllum er fjall og þegar horft er á það frá ákveðnu sjónarhorni má sjá liggjandi konu. Í hvert sinn sem ég sé þessa konu langar mig til að skrifa um hana en ég hef ekki enn komið því í verk vegna anna. Hún er í huga mín- um en ég finn ekki kraftinn til að yrkja um hana ljóð. Ekki enn en von- andi seinna.“ Mikilvægt skref í samskiptunum við Evrópu Morgunblaðið/Arnaldur Wang Ronghua, sendiherra Kína á Ís landi , segir að heimsókn Jiang Zemin, forseta Kína, t i l Ís lands sé miki lvægt skref í samskiptum þjóðanna. Steinþór Guðbjartsson drakk te með sendiherranum og spjal laði v ið hann um heimsóknina og f le ira. Sendiherra Kína um Íslandsheimsókn forsetans steg@mbl.is Wang Ronghua, sendiherra Kína í Reykjavík, við eigið ljóð um Gullfoss. annars staðar en í Chu-héraði. Fyr- irmyndin var tréð góða sem hann yrkir um. Og svo þjóðsagnahetjan Bo Yi. Qu Yuan samdi frægt leikrit um mannlegan breyskleika, byggt á reynslu hans sjálfs við hirðina, en þaðan er hann hrakinn vegna sam- særis gegn honum. Sjálfur er hann ein helzta persóna verksins, ásamt því fólki sem hann umgekkst í dag- legu lífi, t.a.m. Huai keisara af Chu og skylduliði hans. Leikritið er afar nútímalegt eins og önnur verk Yu- ans og sýnir að manneskjan hefur ekkert breytzt. Í upphafi kemur ljóðið góða um appelsínutréð við sögu, því að höf- undur fer með það eins og hann sé að reisa vegvísi að ferðalokum. Það væri ástæða til að flytja leik- ritið hér heima við gott tækifæri. – Qu Yuan er talinn fyrsta stór- skáld Kínverja. Kvæði hans hafa lif- að með þjóðinni á þriðja þús. ár. Hann var fæddur 340 f.Kr., en lézt 278 f.Kr., 62 ára að aldri. Hann átti sæti í ráðuneyti Huai keisara í Chu- héraði. Hann var hægri hönd hans og helzti trúnaðarvinur, meðan allt lék í lyndi, einstæður mannkosta- maður og slyngur pólitíkus. Samt var honum vikið úr embætti vegna rógburðar og andstöðu aðalsins og lézt í útlegð, bugaður af illum örlög- um ættlandsins og vina sinna sem misstu fótanna í átökum við nær- liggjandi héruð og innbyrðis deilum. Í þessu kvæði, Óði til appelsínu- trésins, líkir skáldið staðfestu þess við eigin afstöðu og föðurlandsást. Sjálft var skáldið, róið út af gær- unni, hrakið í útlegð. En það var honum um megn að festa rætur Það á ekki minna erindi en margt af því sem menn eru að daðra við með hástemmdu lofi nú um stundir. Ég snaraði kvæðinu á íslenzku með aðstoð skáldsins sem nú skipar sendiherrastöðu Kínverja hér á landi, Wang Ronghua, sem hefur ort ágætlega um Ísland og verið hér aufúsugestur. Hann las mér kvæðið á kínversku, lýsti textanum á ensku og lét mér svo eftir afgang- inn. Þess má geta að smárími bregð- ur fyrir í þýðingunni og minnir á, að frumkvæðið er undir rímuðum kínverskum hætti. Þýðingin er birt í virðingarskyni við einstæða arfleifð kínverskrar menningar, en af henni gætum við margt lært, ekki sízt umgengni við tunguna og varðveizlu hennar. Matthías Johannessen Qu Yuan Óður til appelsínutrésins Appelsínutré fóstrað af náttúrunni aðlagað jörð og vatni hér um slóðir, þér var ekki ætlað að fara burt, þú munt æ og ávallt dafna hér í suðrinu. Rótdjúpt festirðu ekki yndi annars staðar, bundið þessari jörð alltaf einarðlegt í ákvörðunum, blómhreint og laufgrænt, ánægjuleg ótæmandi gnægðin jafnvel þótt þyrnar séu meðal laufblaðanna, ávextirnir fagrir og ávalir, fullkomin andstæða græns og guls, minna á rósaský minna til fulls á andstæður himins og jarðar. Yfirborðið sérstætt, stofninn hvítur og hreinn, eins og sá sem er traustsins verður, frjálst og óþvingað, fáguð er fegurð þín. Ég dáist að þér, glóaldintré fyrir sunnan, ungt og einstakt tókstu ákvörðun, neitar að flytja þig um set, sjálfstætt slík einbeitni er geðfelld og gleðileg. Það mjakar þér ekkert á þessum djúpu rótum, úthverft og hófsamt, yfirvegað og öllum óhreinleika fjarri, aldrei gróft, en frjálst að öllu. Hyggið, með hreinan skjöld, mistakalaust, án yfirsjóna, ókvartsárir verðleikar þínir mæla sig við himin og jörð. Þegar köld álögin ógna og blómin visna verður þú vonandi styrkur félagi alla tíð, hjartaprútt, æðahreint, sterkt og beinvaxið. Svo ungt sem þú ert geturðu verið mér fyrirmynd, jafneinörð og Bo Yi, enn mun ég lengi fylgja fordæmi því. (Matthías Johannessen þýddi)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.