Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 C 5 ÍSLENDINGAR og Kínverjar hafa ekki átt mikil samskipti á íþróttasvið- inu. Þau eru fyrst og fremst á þá leið að kínverskir þjálfarar hafa verið fengnir hingað til lands til starfa í íþróttagreinum þar sem þeir eru í fremstu röð. Handknattleikur er eina greinin þar sem landslið Íslands og Kína hafa háð alþjóðlega keppni sín á milli og eini íslenski íþróttaflokkurinn sem þangað hefur farið er stúlkna- landslið í handknattleik sem tók þátt í heimsmeistarakeppni í Kína fyrir þremur árum. Þrír kínverskir íþróttaþjálfarar starfa á Íslandi Um 20 þjálfarar frá Kína hafa starfað hér á landi á undanförnum 15 árum og þjálfað íslenskt íþróttafólk í blaki, badminton, borðtennis, fim- leikum og kínverskri leikfimi. Sá fyrsti sem hingað kom, árið 1986, Jó- hannes Karl Jia, er hér enn og er orð- inn íslenskur ríkisborgari fyrir nokkru. Hann var atvinnumaður og landsliðsmaður í blaki í heimalandi sínu og síðan þjálfari, m.a. stúlkna- landsliðs Kína. Fyrir milligöngu hans hafa flestir aðrir kínverskir íþrótta- þjálfarar komið hingað til lands, en yfirleitt hafa þeir horfið aftur til síns heima eftir eitt til þrjú ár. Nú eru þeir aðeins þrír, auk Jóhannesar hef- ur Jónas Huang badmintonþjálfari sest hér að og einn kínverskur borð- tennisþjálfari, Hu Dao Ben, starfar hjá Víkingi um þessar mundir. Ánægjan í fyrirrúmi á Íslandi fremur en aginn Jóhannes Karl sagði við Morg- unblaðið að hann væri sannfærður um að kínverskir þjálfarar hafi haft góð áhrif á íslenskt íþróttalíf. „Ég tel að þeir hafi fyrst og fremst skilið eftir sig mikla þekkingu, sem þeir hafi komið áleiðis til íslenskra íþrótta- manna og þjálfara og þannig komið fjölmörgum til góða. Á meðan ég þjálfaði blak á fullu, hjá mörgum fé- lögum hér á landi, þjálfaði ég samtals um tvö þúsund manns. En það er gíf- urlegur munur á því að þjálfa í Kína og á Íslandi og það var erfitt að laga sig að því til að byrja með. Umhverfið er svo gjörólíkt og áherslurnar allt aðrar. Í Kína byggist allt upp á aga og harðri keppni en hér á Íslandi er ánægjan af íþróttaiðkuninni í fyrir- rúmi. Íslendingar hafa gaman af því að stunda íþróttir og keppnin sem slík er númer tvö.“ Kínverskir þjálfarar sem komið hafa til Íslands eru mikið menntaðir. Jóhannes Karl segir að læknisfræði og sjúkraþjálfun séu hluti af námi íþróttaþjálfara í Kína, því sú krafa sé gerð til þeirra að geta meðhöndlað sjálfir strax þá sem verða fyrir meiðslum í æfingum og keppni undir þeirra stjórn, og kennt hvað hægt sé að leggja á sig og hvað ekki. Heildar- menntun þeirra sé því mun meiri en gengur og gerist hjá þjálfurum ann- ars staðar. Höfðu mikil áhrif á borðtennisáhuga Sá kínverski íþróttaflokkur sem mesta athygli hefur vakið hér á landi er án efa landslið þjóðarinnar í borð- tennis sem kom hingað í sýning- arheimsókn árið 1973. „Kínverjarnir léku listir sínar í troðfullri Laug- ardalshöllinni og sýndu víðar á suð- vesturhorninu. Áhrifin sem þetta hafði á borðtennisíþróttina á þessum tíma voru gífurleg og hún blómstraði í kjölfarið,“ sagði Stefán Konráðsson, framkvæmdastjóri ÍSÍ og keppnis- maður í borðtennis um árabil. Forystumenn íþróttamála í Íslandi og Kína hafa einu sinni hist opin- berlega. Það var árið 1999 þegar for- seti kínversku ólympíunefndarinnar kom hingað til lands í þriggja daga heimsókn ásamt mörgum hátt sett- um fulltrúum. Þeir funduðu með for- ystumönnum Íþrótta- og ólympíu- sambands Íslands, héldu blaða- mannafund og skoðuðu íslensk íþróttamannvirki og kynntu umsókn Peking um Ólympíuleikana árið 2008. Í öðrum greinum hafa samskipti þjóðanna ekki verið mikil. Helst í handknattleik þar sem Íslendingar og Kínverjar hafa nokkrum sinnum tekist á í landsleikjum og hafa Íslend- ingar ætíð haft betur. Síðast áttust þjóðirnar við á alþjóðlegu móti í Hiro- shima í Japan fyrir fjórum árum og þá sigraði Ísland, 29:19. Þar á undan komu Kínverjar í heimsókn til Ís- lands í aprílbyrjun 1997 og mættu ís- lenska liðinu tvisvar í vináttuleikjum, á Ísafirði og á Selfossi. Íslendingar sýndu litla gestrisni og unnu tvo stóra sigra. Sá síðari, á Selfossi, var sögulegur að því leyti að þá setti Gústaf Bjarnason markamet sem enn stendur en hann skoraði þá 21 mark gegn Kínverjunum. Stúlknalandsliðið í handknattleik sem heimsótti Kína í ágúst 1999 dvaldi í tvær vikur í suðurhluta lands- ins, í nágrenni Hong Kong, og tók þar þátt í úrslitakeppni heimsmeist- aramóts 20 ára og yngri. „Kínverj- arnir voru mjög góðir heim að sækja, hugsuðu vel um okkur og allt skipu- lag var eins og best verður á kosið. Þetta var afar skemmtileg ferð í alla staði,“ segir Helga Magnúsdóttir, sem var fararstjóri í ferðinni. Knattspyrnumenn spiluðu með kínversku liði Einu íslensku íþróttamennirnir sem hafa verið búsettir í Kína og stundað þar íþrótt sína eru knatt- spyrnumennirnir Eysteinn Hauks- son og Vilhjálmur R. Vilhjálmsson. Þeir fóru í byrjun þessa árs til borg- arinnar Zhaoqing í Guangdong- héraði í suðurhluta Kína og léku þar með liðinu Xiang Xue í úrvalsdeild- inni í Hong Kong í nokkra mánuði. Morgunblaðið/Arnaldur Jóhannes Karl Jia við vinnu sína á Kínversku nuddstofunni, sem hann rekur á Skólavörðustígnum. Hann hefur haft milligöngu um komu fleiri þjálfara til Íslands. Íþróttasamskipti Íslands og Kína Kínverskir þjálfarar hafa haft góð áhrif „ÞAÐ ER tvennt sem vert er að hafa í huga í við- skiptum í Kína. Í fyrsta lagi veit Kínverji ekkert verra en að missa andlitið. Verði hann uppvís að því að segja ósatt eða hafa ekki gefið réttar upplýsingar þá lætur maður vera að skella því á hann. Þeir eru í viðskiptum allir af vilja gerðir og vilja þóknast manni, segja hluti jafnvel vera í lagi sem ekki eru í lagi. Þá þarf að fara í kringum málið eins og köttur fari kringum heitan graut til að fá hlutina lagfærða. Svo er annað: Aldrei að verða reiður, aldrei að sýna illsku eða hækka röddina. Það sendir þau skilaboð að maður meti hina manneskjuna ekki sérlega mikils. Þetta tel ég vera mikilvægast í viðskiptum við Kín- verja,“ segir Unnur Guðjónsdóttir hjá Kínaklúbbi Unn- ar. Hún hefur skipulagt 16 ferðir fyrir 15 manna hópa að jafnaði til Kína á sl. tíu árum og lætur vel af við- skiptum sínum við Kínverja. „Mér hefur gengið vel í samskiptum við Kínverja og kínverska kerfið er ekki erfiðara en svo að komi eitthvað óvænt upp á þá getur maður tekið sjálfur í taumana. Fólk er í raun alls staðar eins.“ Unnur skiptir við ferðaskrifstofu kínverska ríkisins en skipuleggur samt ferðir sínar sjálf. Hún segir mik- ilvægt að vera í viðskiptum við ríkið og þrátt fyrir að einkareknar ferðaskrifstofur hafi verið að vinna sér sess í Kína þá hefur hún ekki mikla trú á að þær geti enn sem komið er veitt aðgang að sömu þjónustu og upplýs- ingum. Hvernig er að eiga viðskipti við Kínverja? Vita ekkert verra en að missa andlitið ÞEGAR farið er í viðskipti við Kínverja er mikilvægt að hafa kynnt sér siði þeirra og taka tillit til þeirra. Reyndar hafa þeir margs konar siði og venjur í viðskiptum og hafa ber í huga að sið- irnir geta verið mjög mismunandi eftir landsvæðum. Æskilegt er að menn skiptist á nafn- spjöldum á fyrsta fundi. Mikilvægt er að vera formlegur og kurteis og nota báðar hendur við afhendingu og mót- töku á nafnspjaldi. Hið sama á við þegar gefnar eru gjafir, sem er mjög algengt í við- skiptum í Kína, nota skal báðar hendur. Ekki er ætlast til þess að gefnar séu gjafir í hvert sinn sem menn hittast og þær mega ekki vera of verðmætar, slíkt getur orðið vandræðalegt. Gjafirnar eiga ekki að vera í formi peninga. Þegar fólk er kynnt hvað fyrir öðru skal kynna karla fyrir konum og þá yngri fyrir þeim eldri. Ekki benda. Munið að sýna Kínverjum virðingu, hvað sem á dynur. Þó svo að harka og ákveðni færist í samninga þá skal ekki sýna reiði. Hótanir eru talin argasta ókurteisi og hroki er túlkaður sem móðgun. Þá ætti að forðast beinar að- finnslur af sömu ástæðu. Margir Kínverjar kjósa að fara í kringum hlutina og ræða þá óbeint og í tillögustíl. Þannig gætu slæmar fréttir verið ósagðar, einungis gefnar í skyn. Nokkur heilræði „KÍNA er eitt af erfiðari löndum fyrir okkur að eiga viðskipti við.Það er mín reynsla. Það er að hluta til vegna þess að oft fara mennþangað með röngu hugarfari, halda að auðvelt sé að komast inn á þennan stóra markað og um skjótfenginn gróða sé að ræða. Sú er alls ekki raunin,“ segir Baldur Hjaltason, sem starfar hjá Pronova Biocare, dótturfyrirtæki Norsk Hydro í Noregi. Þar sér hann m.a. um viðskipti við Kína en Baldur hóf að stunda viðskipti við Kín- verja þegar hann starfaði sem tæknilegur framkvæmdastjóri hjá Lýsi hf. „Þegar farið er út í viðskipti við Kínverja þarf að læra nokkuð inn á hvernig þeir hugsa. Frá mínum bæjardyrum séð er viðmót þeirra í viðskiptum allt annað en maður á að venjast, t.d. eru þeir miklu harðari og ákveðnari í samningum og viðskiptum en við. Þeir eru harðir í horn að taka en það er ekkert að því. Við þurfum kannski að læra að bregðast við því.“ Baldur segir í sjálfu sér ekki erfitt að sameina vinnubrögð manna af þessum tveimur menningarheimum. „Kínverjum er um- hugað um að eiga viðskipti og græða peninga. Það er leiðarljós beggja aðila og leiðir þá saman. Hins vegar er mikilvægt að kynna sér trú þeirra og menningu til þess að vera sér meira meðvitandi um lífsviðhorf þeirra. Sérstaklega ef menn ætla að selja neytenda- vörur, þá er mikilvægt að skilja samfélag þeirra. Annað er sláandi í öllum viðskiptum við Kína, að flestöll fyrir- tækin eru ennþá í eigu hins opinbera. Því er mikilvægt, samhliða hreinum viðskiptum, að hafa pólitísku hliðina í lagi, þ.e. að skapa traust meðal valdamanna í stofnunum og ráðuneytum og sjá til þess að þeir viti hver þú ert. Það hafa margir farið flatt á því að fara út í viðskipti í Kína án þess að vera búnir að vinna heimalandið.“ Baldur segir að bestu lýsingarnar á viðskiptum við Kína hafi hann frá erlendum stórfyrirtækjum sem hafi fjárfest þar í landi. Þau séu flest komin á þá skoðun að ekki verði mikill ágóði af fjár- festingum þeirra í Kína á næstu árum. Hins vegar telja þau sig ekki hafa efni á því að sleppa þeim enda liggi þarna óhemjumikil viðskipti í framtíðinni. Þá geti orðið þeim dýrkeypt að hafa ekki ekki komið sér fyrir og lært á markaðinn. „Menn verða að koma sér fyrir, læra og vera þolinmóðir áður en þeir fara að sjá árang- ur.“ Harðir í horn að taka EIN MESTA endurnýjun íslenska fiskiskipaflotans á seinni tímum fór fram í Kína. Á síðustu fjórum árum hafa bæst í fiskiskipaflotann samtals 16 ný skip sem sem smíðuð voru í Kína. Í upphafi síðasta áratugar var ljóst að fiskiskipafloti landsmanna var mjög kominn til ára sinna og þurfti endurnýjunar við. Varla var hægt að tala um nýsmíði í flotanum að gagni síðan Japanstogararnir svokölluð komu til landsins árið 1973, alls tíu stykki. Einkum þótti uppsjávar- fiskiflotinn úr sér genginn og einnig var aðkallandi að endurnýja hinn hefðbundna vertíðarbátaflota. Með breyttum reglum um úreldingu fiski- skipa, aðallega breytingum á rúm- metrareglunni svokölluðu, jókst svig- rúm útgerðarmanna til endurnýjunar. Þeir fóru því að horfa í kringum sig eftir möguleikum til nýsmíða. Eftir nokkra eftirgrennslan kom í ljós að að skipasmíðastöðvar í Kína og í Chile gátu boðið íslenskum útgerðar- mönnum vönduð skip á hagstæðara verði en í helstu samkeppnislöndum. Kínverskur skipasmíðaiðnaður hef- ur vaxið og þróast hratt frá árinu 1980 og Kínverjar eru nú þriðja mesta skipasmíðaþjóð í heimi, næst á eftir Japönum og Kóreumönnum. Kínversk stjórnvöld hafa stutt vel við bakið á skipasmíðaiðnaðinum í Kína til að hvetja til aukins útflutnings og er skipasmíðaiðnaðurinn á góðri leið með að verða ein mikilvægasta atvinnu- grein landsins. Útflutningur nýsmíða eykst jafnt og þétt og öll helstu vott- unarfélög í heimi hafa viðurkennt há- gæðaframleiðslu í kínverskum skipa- smíðaiðnaði. Það sem Kínverjar hafa hins vegar að bjóða fram yfir aðrar skipsmíðastöðvar er ódýrt vinnuafl í Kína. Það var Örn Erlingsson, útgerðar- maður og skipstjóri, sem reið á vaðið árið 1998 og samdi við skipasmíða- stöðina Huangpu í borginni Guanzhou í Suður-Kína um smíði á öflugu nóta- og togveiðiskipi, Guðrúnu Gísladóttur KE. Í kjölfarið fylgdu fleiri útgerðir og nú eru öll skipin komin til heima- hafnar á Íslandi, nú síðast túnfisk- veiðiskipið Stígandi VE sem kom til Vestmannaeyja í mars sl. Vestrænar þjóðir höfðu fram að þessu ekki leitað mjög til kínverskra skipasmíðastöðva til að láta smíða fyr- ir sig fiskiskip og því má kalla Íslend- inga brautryðjendur í þessum efnum. Auk tveggja áðurnefndra skipa voru í Kína smíðaðir tveir 29 metra ísfisk- togarar fyrir útgerðir í Reykjavík, Björn RE og Helga RE, netabáturinn Happasæll KE frá Keflavík, kúfisk- skipið Fossá ÞH frá Þórshöfn og tún- fiskskipið Guðni Ólafsson VE frá Vestmannaeyjum. Þá voru smíðaðir níu sams konar vertíðarbátar í skipa- smíðastöðinni í Dalian í Norður-Kína en þeir eru Ársæll Sigurðsson HF frá Hafnarfirði, Eyvindur KE frá Kefla- vík, Garðar BA frá Patreksfirði, Ólaf- ur GK frá Grindavík, Rúna RE frá Reykjavík, Sigurbjörg ST frá Hólma- vík, Sæljón RE frá Reykjavík, Vestri BA frá Patreksfirði og Ýmir BA frá Bíldudal. Raðsmíðaskipin níu sem smíðuð voru fyrir íslenskar útgerðir í Kína voru flutt hingað til lands samtímis á flutningaskipi og sjósett í Hafnarfirði. Mesta endurnýjun íslenska fiskiskipaflotans fór fram í Kína 16 skip smíðuð á 4 árum Morgunblaðið/Sigurður Jökull

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.