Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.06.2002, Blaðsíða 4
4 C MIÐVIKUDAGUR 12. JÚNÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Kínverja og Íslendinga hafa í gegnum tíðina verið meira og minna einhliða, þ.e. verðmæti inn- flutnings okkar frá Kína hefur verið margfalt meira en verðmæti útflutn- ings okkar til Kína. Þetta hefur þó breyst hröðum skrefum á allra síð- ustu árum þrátt fyrir að enn halli mikið á Íslendinga í viðskiptum þjóð- anna. Innflutningur frá Kína byggist að mestu leyti á unnum vörum á borð við fatnað, skó og ýmiss konar iðnaðar- vörur. Einnig á fjarskipta-, rafeinda- og tölvubúnaði, auk þess sem fram- leiðsluvörur, þ.á m. vefnaðarvörur, skipa sinn sess. Aukning hefur orðið á þessum innflutningi ár frá ári en heildarverðmæti innflutnings frá Kína nam 6,4 milljörðum króna á árinu 2001, sem er tæplega 70% aukn- ing frá árinu áður. Mest munar þar um aukningu í innflutningi flutn- ingatækja, þ.e. skipa sem smíðuð eru í Kína. Sjávarafurðir, tækni og hitaveita flutt út Uppistaðan í útflutningi Íslendinga til Kína hefur verið sjávarafurðir og nemur sá hluti yfir 80% af útflutn- ingsverðmæti hvers árs að jafnaði. Helstu tegundirnar sem seldar eru til Kína eru kaldsjávarrækja, loðna, loðnulýsi, fiskiolía, karfi og grálúða. Þá hefur verið lögð aukin áhersla á sölu ýmiss konar tækjabúnaðar og þekkingar auk þess sem Íslendingar vinna nú með Kínverjum að verkefni um nýtingu jarðvarma. Flestar útflutningsvörurnar eru seldar sem hráefni til vinnslu eða samsetningar í Kína enda leggja Kín- verjar mikið upp úr samstarfi um að fullvinna afurðir. Vörur sem fluttar eru frá Íslandi til Kína fara því að jafnaði til vinnslu hjá fyrirtækjum og þar eru þær seldar, jafnvel úr landi, en án þess að neytendur geri sér grein fyrir uppruna vörunnar. Sala á lýsi til manneldis er eitt fárra ís- lenskra dæma, ef ekki eina dæmið, um sölu innfluttrar íslenskrar vöru beint á neytendamarkað. Samstarfsverkefni Íslendinga og Kínverja á sviði jarðhitanýtingar í Peking hefur lofað góðu en að því hef- ur verið unnið um tveggja ára skeið að byggja og reka þar hitaveitu. Til stendur að Ólympíuleikarnir í Kína árið 2008 verði haldnir skammt þar frá og ólympíuþorpið verði rekið á umhverfisvænan hátt. Verið er að at- huga möguleika Íslendinga á að kom- ast í tengsl við það verkefni hvað varðar jarðvarma til orkunotkunar. Tollar fara lækkandi Frá þeim tíma að Kínverjar opnuðu landið fyrir utanríkisviðskiptum árið 1978 hefur verslun við önnur lönd margfaldast. Lagst var í miklar um- bætur með endurskipulagningu efna- hagskerfisins og leiddi það til betri efnahags og umtalsverðs hagvaxtar í landinu. Viðhorfin til utanríkis- viðskipta hafa því breyst mikið á síð- ustu árum og mikið er lagt upp úr því að auka erlendar fjárfestingar og inn- streymi á erlendum gjaldeyri. Þess vegna vilja Kínverjar gjarnan flytja inn vöru til vinnslu og flytja hana svo út. Sem fyrr segir byggist útflutningur Íslendinga til Kína að langmestu leyti á sjávarafurðum en helstu hömlur á þeirri sölu hafa verið háir tollar í Kína. Ísland hefur þó um nokkurra ára skeið verið í hópi þeirra landa sem greiða hvað lægsta tolla inn í landið. Þar sem Kínverjar hafa nú gerst að- ilar að Heimsviðskiptastofnuninni eru enn frekari tollalækkanir á döfinni þegar til lengri tíma er litið. Útflutningsráð og VUR Íslensk fyrirtæki hafa flest nýtt sér sérfræðiaðstoð við útflutning til Kína. Útflutningsráð hefur komið mörgum þeirra til aðstoðar í tengslum við markaðsstarf, kynningar og vörusýn- ingar. Ráðið hóf að kynna markaðs- setningu sjávarafurða í Kína á ár- unum 1994–5 og síðar véltækni í tengslum við vinnslu og veiðar. Nú er áherslan í Kína sett á markaðs- setningu íslenskra hugbúnaðarfyr- irtækja. Einnig hefur viðskiptaþjónusta ut- anríkisráðuneytisins aðstoðað íslensk fyrirtæki við úrlausn ýmissa verkefna í Kína. Í sendiráðinu í Kína er við- skiptafulltrúi sem aðstoðar fyrir- tækin við úrlausn vandamála og hindrana auk þess að koma á við- skiptasamböndum við Kínverja. Dæmi um úrlausnarefni er útvegun túlka og sambönd við yfirvöld en fyr- irtæki í Kína eru flest enn í eigu hins opinbera eða starfrækt á vegum yf- irvalda í einstökum fylkjum landsins. Með miklum vexti beinna erlendra fjárfestinga er þetta að breytast en viðmælendur voru sammála um að mönnum yrði lítt ágengt í viðskiptum við einkaaðila eingöngu. Sjávarafurðir uppistaðan í útflutningi til Kína Í s lend ingar e iga í s ívaxand i v iðsk iptum við K ínver ja . Soff ía Haraldsdótt ir kannaði hver þróun in hefur ver ið í v iðsk iptunum. Morgunblaðið/Einar Falur Á fisk- og kjötmarkaði í gömlu borginni í Shanghai.                                                                                                                            soffia@mbl.is   !"    #  $#   %  &'(    ')  ##* * +'!  #                        ! "# #    $   ,-  #  $ "  %&  .!"  #             / '( )*' (+  ,-*+ ,-. /,' ,0( ',+  (+ %  /     / .. )*/ /,  ),)- .00 '(/ -. )0- /.+  / ,- /       / *0) ,#//'0 *). ,+ /#-0(- ,#-,*. **./ -+(' ,)(0 '0)(  %  /   01   / -) .,, 0* () )'.. ,,.' ,,*- -,( ,00 -./  %   /              !     SJÁVARAFURÐIR eru langstærsti hluti útflutnings Íslendinga til Kína, voru um 91,3% heildarútflutningsins þangað á síðasta ári. Lítill hluti út- flutningsins fer þó til neyslu í Kína, heldur fer mest til vinnslu þar í landi. Kínverjar eru ein mesta fiskveiði- þjóð heims, veiddu um 17 milljónir tonna af sjávarfangi árið 2000 sam- kvæmt upplýsingum Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO). Það eru um 18% af heildarfiskafla heimsins á árinu. Til samanburðar má nefna að samkvæmt sömu upplýsingum veiddu Íslendingar tæpar 2 milljónir tonna það sama ár. Auk þess er stundað gríðarlega um- fangsmikið fiskeldi í Kína, fram- leiðslan nam tæpum 25 milljónum tonna árið 2000 og er hvergi meiri. Framleiðsla sjávarafurða í Kína nam því samtals tæpum 42 milljónum tonna árið 2000. Fram til þessa hefur ekki þótt mikið svigrúm til sölu sjávarafurða til Kína, bæði vegna hárra innflutningstolla sem og vegna hinna miklu veiða og eld- is þar í landi og því tekur langan tíma og mikla vinnu að vinna nýjum afurð- um sess á þessum markaði. Stað- reyndin er sú að megnið af innfluttum sjávarafurðum í Kína, að fiskimjöli undanskildu, er endurunnið og flutt út á ný í samkeppni við önnur fram- leiðslulönd. Ætla má að Kínverjar flytji út helmingi meira af sjávaraf- urðum en þeir flytja inn. Þannig má vera að möguleikarnir liggi fremur í útflutningi á búnaði og hugviti tengd- um sjávarútvegi og fiskvinnslu en í sölu fiskafurðanna sjálfra. Þó þykir nú vera að rofa til í þessum efnum. Kínverjar gerðust nýverið að- ilar að Heimsviðskiptastofnuninni, í kjölfarið hafa tollar lækkað og sjávar- afurðamarkaðurinn þykir óðum vera að opnast og eflast. Norðmönnum hef- ur til að mynda tekist að skapa ágætan markað fyrir eldislax í Kína, reyndar með ærnum tilkostnaði, en það þykir engu að síður vísbending um að tæki- færin eru fyrir hendi. Sem dæmi má nefna að í Kína hefur verið haldin vegleg sjávarútvegssýn- ing árlega allt frá árinu 1995. Sýningin hefur stækkað ár frá ári og skipað sér á bekk með mikilvægustu og merkustu viðburðunum á sjávarútvegssviði heimsins á hverju ári. Alls búa nærri 1.300 milljón manns í Kína og þar af teljast um 5% íbúanna efnaðir eða um 60–70 milljónir manna. Efnuðu fólki er að fjölga í Kína og það er tilbúið að borga fyrir vöruna, auk þess sem neysluvenjur fólksins eru að breytast. Kínverjar eru mesta fisk- veiðiþjóð heims og í raun sjálfum sér nógir hvað fisk varðar. Þeir leita hins- vegar í síauknum mæli í nýjar vörur, sérstaklega efnameira fólk, og Íslend- ingar kunna að njóta góðs af því. Alls voru flutt út um 7.538 tonn af sjávarafurðum frá Íslandi til Kína á síðasta ári, fyrir um 827 milljónir króna og jókst útflutningurinn talsvert frá árinu á undan. Hins vegar ber að geta þess að lítill hluti þess sjávar- fangs sem Íslendingar selja til Kína fer til neyslu þar í landi. Stærsti hlutinn er sendur til Kína til framhaldsvinnslu en síðan seldur áfram á aðra markaði, einkum til Japans og Evrópu. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna seldi á síðasta ári sjávarafurðir fyrir um 450 milljónir króna til Kína og veg- ur þar þyngst sala á grálúðuhausum. Söluskrifstofa SH í Japan annast við- skipti félagsins í Kína og segir Jón Magnús Kristjánsson, framkvæmda- stjóri hennar, að SH hafi fyrst látið til sín taka að marki í Kína frá árinu 1993, þegar þangað hófst sala á sjófrystri rækju. „Rækjueldi er umfangsmikið í Kína en framleiðslan hrundi í kjölfar eitrunar sem kom upp í eldinu þar í landi, og reyndar fleiri Asíulöndum. Í kjölfarið þróaðist í Kína góður markaður fyrir suðurækju. Á þessum tíma var góð rækjuveiði við Ísland og því gerðust hlutirnir hratt og salan jókst ár frá ári allt fram til ársins 1996 en eftir það dró mjög úr rækjuveiðum hér heima og þar af leiðandi þessum viðskiptum.“ Sólgnir í grálúðu Fyrir þremur árum hófst sala á grá- lúðuhausum til Kína og hefur hún vax- ið ár frá ári að sögn Jóns Magnúsar. „Þessi markaður var nánast ekki til en hefur vaxið hratt síðustu ár og nú eru viðskiptin orðin umtalsverð. Þessi markaður er því ánægjuleg viðbót. Kínverjar eru, líkt og fleiri Asíuþjóðir, sólgnir í feitan fisk og þeim fellur því grálúðan vel í geð. SH hefur einnig unnið að markaðs- setningu annarra afurða í Kína. Það hefur þó ekki gengið að þróa þar stór- an markað fyrir til dæmis loðnu, líkt og er í Japan, einfaldlega vegna þess að í Kína er ekki hefð fyrir neyslu smárra fiska. Þeir vilja helst ekki borða fisk sem er minni en 300 grömm.“ Jón Magnús segir að þó Kínamark- aður verði enn að kallast vanþróaður í alþjóðaviðskiptum, hafi hann þróast hratt á síðustu árum. „Það er töluvert ólíkt að stunda viðskipti í Kína í sam- anburði við til dæmis Japan og Taívan. Viðskiptaumhverfið í Kína hefur hins vegar batnað á þessum tíma sem við höfum stundað þar viðskipti. Kínverjar hafa verið fljótir að tileinka sér alþjóð- legar viðskiptareglur og ég er sann- færður um að markaðurinn á eftir að styrkjast á komandi árum. Í dag geta þeir ekki greitt jafnhátt verð fyrir ís- lenskar sjávarafurðir og til dæmis Jap- anir og Taívanir. En um leið og kaup- geta Kínverja eykst þá opnast ótal möguleikar og þá ekki síst á sjávaraf- urðamarkaðnum,“ segir Jón Magnús. Kína er vaxandi sjávarafurðamarkaður L í t i l l h lut i þe i r ra s jáv- arafurða sem Ís lend- ingar f ly t ja út t i l K ína fer t i l neys lu þar í l and i . Helg i Mar Árnason seg- i r að það kunn i þó að breytast með vaxand i kaupmætt i í K ína . hema@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.