Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 1
F Ö S T U D A G U R 1 2 . J Ú L Í 2 0 0 2 B L A Ð B
Eitt mesta úrval landsins
af rafmagnsrúmum
w w w . s v e f n o g h e i l s a . i s L i s t h ú s i n u L a u g a r d a l , s í m i 5 8 1 2 2 3 3 • D a l s b r a u t 1 , A k u r e y r i , s í m i 4 6 1 1 1 5 0
listhúsið
í laugardal
Verið velkomin
ATH lokað á laugardögum í sumar
Verð aðeins kr. 139.500 stgr.
með okkar bestu VISCO-MEDICOTT
þrýstijöfnunardýnu 80 x 200 cm.
Verð frá aðeins kr. 79.900 stgr.
m. Ergo heilsudýnu 80 x 200 cm.
Verð aðeins kr. 99.900 með okkar bestu
VISCO-MEDICOTT þrýstijöfnunardýnu
Verð kr. 174.500 stgr.
með okkar bestu VISCO-MEDICOTT
þrýstijöfnunardýnu 80 x 200 cm.
Verð kr. 248.000 stgr.
með okkar bestu VISCO-MEDICOTT
þrýstijöfnunardýnu 90 x 200 cm.
VARIO HOME CARE
UTANDEILDIN í knattspyrnu er tilumfjöllunar á miðopnu Daglegslífs í dag, en deildin er sérstæð
fyrir margra hluta sakir. Meðal þess sem
skilur hana frá öðrum deildum fullvax-
inna karl- og kvenhetja í knattspyrnu, er
að dómari í hverjum leik er aðeins einn og
getur ekki átt von á því að flöggum sé
veifað á hliðarlínunum.
Einn þeirra sem geysast um velli með
flautu um háls í sumar er Örvar Sær
Gíslason, sem eins og allir aðrir dómarar
Utandeildarinnar er með dómararéttindi
upp á vasann.
„Ég geri þetta fyrst og fremst ánægj-
unnar vegna,“ segir Örvar, en hann dæm-
ir ennfremur fyrir KSÍ í Símadeild kvenna
og 2. deild karla. „Dómgæsla hjá ut-
andeildarliðum veitir líka dýrmæta
reynslu, en draumurinn er að vinna sig
upp, langtímamarkmiðið er efsta deild
karla. Það gengur í sjálfu sér ágætlega,
þetta er fyrsta sumarið sem ég dæmi
hérna heima og þeir hjá KSÍ eru ennþá að
skoða hver ég er,“ segir Örvar sem und-
anfarin ár hefur búið í Danmörku. Þar tók
hann einmitt dómaraprófið og segir nám-
ið sem liggur því til grundvallar stífara en
hér á landi. „Annars segir prófskírteini
ekki alla söguna, það sem skiptir mestu
máli er reynsla og skilningur inni á vell-
inum. Sjálfur hef ég spilað fótbolta frá sex
ára aldri og það skiptir vissulega máli.“
Örvar, sem nú leikur með utandeild-
arliðinu Henson, er alinn upp í Fram en
lék einnig knattspyrnu ytra. Þá
dæmdi hann upp að 3. deild í
dönsku knattspyrnunni og þótti
standa sig vel. „Að minnsta kosti
fékk ég fínar einkunnir. Og þar
vandist ég því líka að dæma
einn, því úti í Danmörku eru engir dóm-
arar á hliðarlínunni nema í þremur efstu
deildunum. Af þessum sökum finnst mér í
raun ekki sérstakur vandi að dæma í Ut-
andeildinni.“
En það er ekki alltaf tekið út með sæld-
inni að vera einsamall
dómari – sér í lagi þegar
kemur að rangstöðudóm-
um.
„Já, já, menn segja allt-
af eitthvað við mann í
hita leiksins – ég geri
það líka sjálfur þegar ég
er í hlutverki leikmanns.
En á heildina litið er ég
ánægður með dómgæsl-
una í Utandeildinni. Auð-
vitað getum við allir átt
slæma daga, en við eig-
um líka okkar góðu daga.
Við þurfum að vísu að
vera rosalega öflugir ef
við ætlum að ná öllum at-
riðum alls staðar, við
þyrftum helst að hlaupa
hraðar en boltinn til þess
að geta verið handvissir í
rangstöðunni, en þetta
gengur á endanum alltaf
upp. Dómararnir eru líka
smám saman að verða reyndari
í að takast á við þessar aðstæður
og um leið skapast meiri sátt um
frammistöðu þeirra.“
Örvar segir býsna skemmtilegt
að dæma leiki í Utandeildinni, yf-
irleitt sé létt yfir mönnum. „Auðvit-
að er tekist á og baráttan á köflum
hörð. En svo er jafnvel grillað eftir
leiki og þá eru allir vinir.“ Og það
er eins gott að gaman sé á
vellinum, því álagið á dóm-
arana er talsvert. Örvar
hefur það sem af er sumri
dæmt um 50 leiki, 4–6 leiki á
viku í Utandeildinni og 1–2 á
viku fyrir KSÍ. „Þannig að maður er
sjaldan heima,“ segir hann, ótrúlega
glaður í bragði þrátt fyrir annríki
og vandasaman starfa.
M
orgunblaðið/Jim
Sm
art
Einn dómari – enginn á línunni
Í ljónagryfjunni
Með grasið 4
Við eigum
allir okkar
góðu daga
ALLIR Í TÍSKU /2 MEÐ GRASIÐ Í SKÓNUM /4 KÚNSTUGT
KNIPL /6 HEITIR STRAUMAR Á KLAKA /7 AUÐLESIÐ EFNI /8