Morgunblaðið - 12.07.2002, Síða 4

Morgunblaðið - 12.07.2002, Síða 4
DAGLEGT LÍF 4 B FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ gengur að sögn bærilega, en breytingar á sumu liðanna eru talsverðar á milli ára, sem oftar en e kemur fram í gengi þeirra. „Lið fara býsna lang hefðinni, sem dæmi má nefna að sigurvegari de arinnar í fyrra, FC Puma, hefur ver með frá upphafi og kjarninn hald sá sami. En síðastliðin fjögur hafa þó ný lið farið í úrslit.“ Leikið er í tveimur deildu efri deild skiptist í A- og B-rið en neðri deildin samanstendur C-, D-, og E-riðli. Í lokin er svo h úrslitakeppni þeirra liða sem best árangri hafa náð, en mótinu lýk september að loknum hundru fjörugra leikja. „Áhorfendur eru að vísu yf irleitt fáir, ég hef mest séð kannski tuttugu sálir á leik eru þá helst aðrir sem spil deildinni og helstu kunn- ingjar. Það er misjafnt konur leikmanna láta sig, þó veit ég um e sem samkvæmt hei síðu sinni á yfir hun manna aðdáendaklú segir Ingi Björn en f sögur munu þó fara mætingu aðdáendanna á leiki umrædds liðs. „H vegar er ýmislegt sem má bóka þegar maður m á leik í Lengjudeildinni. Í fyrsta lagi fullt af mör í öðru lagi fallegir búningar og í þriðja lagi auk líkur á rauðum spjöldum,“ segir hann kankvís. „ er alltaf eitthvað skemmtilegt að sjá. Í heildina leikinn hraðari og aðgangsharðari bolti en í öðr deildum, og hægt er að detta niður á dúnd- urskemmtilega leiki.“ Ingi Björn bætir við að mörkin séu jafnan flei neðri deild, í þeirri efri séu skipulagðari lið og þ með færri mörk skoruð. En krafturinn í marka- leikjunum bæti upp meintan skort á skipulagi í deild. „Ég get nefnt lið sem eitt árið fékk á sig u til átta mörk í hverjum leik, en hélt samt alltaf áfram.“ Inná, útaf, inná, útaf… Þannig er Utandeildin vettvangur hinna áhug sömu og þrautgóðu. Og ef menn eru eitthvað í m jöfnu formi, geta þeir einfaldlega hvílt sig á bek um í einhverjar mínútur. „Já, innáskiptingar er frjálsar og því má skipta mönnum inn og út eftir hentugleikum,“ staðfestir Ingi Björn. Hann bæt við metaðsókn hafi verið að deildinni í ár og því ur hafi ekki verið hægt að veita öllum liðum aðg sem um sóttu. „Við ákváðum að hafa hámarkið fimmtíu lið, enda ráða vellirnir hreinlega ekki v meira álag.“ Leikið er á Ásvöllum í Hafnarfirði gervigrasinu í Laugardal, á kvöldin og um helg Að auki taka flest liðin þátt í bikarkeppni með ú sláttarfyrirkomulagi, svo dagskrá sumarsins er nokkuð stíf. Til þess að skipulagið megi verða sem best, ve öll liðin að greiða þátttökugjald, sem er 70 þúsu krónur á lið. „Svo verða liðin að útvega sér núm eraða búninga, en það getur kostað upp undir tv hundruð þúsund krónur. Þá er eftir leiga á æf- ingaaðstöðu, auk þess sem mörg liðanna halda ú heimasíðu. Þannig getur þetta verið nokkuð dý dæmi, að halda úti utandeildarliði, og er einfald fjármagnað þannig að hver leikmaður greiðir ú in vasa. Annars hefur færst í vöxt að lið leiti efti styrktaraðilum, það gengur auðvitað misjafnleg virðist þó oft hafast á endanum.“ Svo er slegið upp grillveislum og öðrum skem legheitum milli æfinga og leikja, eins og Ingi Bj segir sitt eigið lið, FC Fame, gera reglulega. Þa búningar liðsins að auki merktir nöfnum frægra lendinga, eins og liðsheitið gefur tilefni til, s.s. E og Castro. „Auðvitað ræktum við grínið og glen en undiraldan er alvarleg. Það er bara eins og s orð keppninnar segir: Metnaður og gleði í góðu bolta!“ segir Ingi Björn að endingu. KAPPLEIKUR á knatt- spyrnuvelli. Leikmenn annars liðs taka miðju og elting- arleikur við hvítan leð- urbolta hefst. Umgjörðin er fljótt á litið eins og í hefðbundnum knattspyrnu- leik. Inni á vellinum eru tutt- ugu og tveir menn í þar til gerðum búningum, með legghlífar, í takkaskóm og jafnvel auglýsingar á bakinu. Svitaperlur á enni. Boltinn rúllar og mörkum er fagnað eftir atvik- um, dómari hleypur um og blæs í flautu sína, spjöldum er veifað og vafasömum dómum andmælt, eins og gengur, og úrslit eru að leik loknum skráð á leikskýrslur. Allt er eins og menn eiga að venjast, að fáeinum smáatriðum undanskildum. Hvor hálfleikur er fjörutíu mínútur, í stað fjörutíu og fimm, og aðstoð- ardómarar – betur þekktir sem línuverðir – eru hvergi sjáanlegir. Og liðin heita engum hefðbundnum nöfnum. Þá er eitthvað færra um áhorfendur en sanngjarnt getur talist á alvöru knatt- spyrnuleik. Og lítil von er til þess að sjá mörkin end- ursýnd í sjónvarpinu. Þetta er Utandeildin í knattspyrnu, í ár nefnd Lengjudeildin eftir helsta styrktaraðila, og ósýnileg flestum fjölmiðlum nema helst vefsíðunni sportid.is sem hýsir Utandeildarspjallið og upplýsingar um af- staðna og yfirvofandi leiki. Segja má að Lengjudeild- in sé undirheimadeild, kannski jaðarfyrirbæri, en hún er samt líflegri en mörg önnur íþróttamót og tví- mælalaust fjölmennari. Gleðin er í fyrirrúmi og sög- ur ganga af grillveislum, tjaldferðum, skemmti- kvöldum og keilumótum sem samherjar taka sig saman um. Félagsandinn er enda í fyrirrúmi, allir eru með til þess að hafa gaman af, og halda sér frísk- um í leiðinni. Allir vilja gera vel „Lengjudeildin er einfaldlega vettvangur þar sem mönnum er gefið færi á spila alvöru knattspyrnu á sínum eigin forsendum. Þetta er keppni eins og hver önnur, en hugsuð fyrir þá sem ekki hafa tíma eða að- stöðu til þess að æfa jafn oft og stíft og gert er í KSÍ- deildunum,“ segir Ingi Björn Ágústsson, meðlimur í mótsstjórn Lengjudeildarinnar 2002. Það var Knattspyrnusamband Íslands sem hleypti deildinni af stokkunum fyrir um áratug, en á síðasta ári tók Félag utandeildarliða að sér reksturinn ásamt íþróttafélögum. Breiðablik rak keppnina lengst af en í ár eru það íþróttafélögin Haukar og Þróttur sem sjá um framkvæmdina og leggja til velli, en fyrir öllu saman fer þriggja manna mótsstjórn, auk stjórnar Félags utandeildarliða. Um eitt þúsund manns æfa og keppa með liðum Utandeildarinnar, allt ástríðufullir áhugamenn um knattspyrnu. „Hér á árum áður var þetta tekið létt- ari tökum, menn voru næstum því með bjórinn á hlið- arlínunni, en það hefur breyst. Metnaður manna hef- ur aukist, þetta er alvöru bolti og það er einfaldlega þannig að allir vilja gera vel,“ bendir Ingi Björn á. Hann segir reglur líka hafa verið hertar, bæði hvað varðar útbúnað leikmanna og skipan í lið. „Allir sem samtímis eru leikmenn á mótum og í landsliðum KSÍ eru ólöglegir í Lengjudeildinni. Ef menn vilja hins vegar hætta þar og koma inn í utandeildarlið verða þeir að skila tilkynningu um félagaskipti tímanlega.“ Leikmenn sem leikið hafa erlendis geta hins vegar, að sögn Inga Björns, gengið heimkomnir beint til liðs við utandeildarlið. „Eyjólfur Sverrisson mætti þann- ig til dæmis vera með, ef hann væri á leiðinni heim.“ Liðum er gert að skila leikskýrslu til dómara fyrir hvern leik, auk þess sem skila ber lista yfir leikmenn til mótanefndar fyrir 15. júlí. Innheimta leikskýrslna Með HM hvað? Símadeild hvað? Mjólkurbikar hvað? Góðir áhorf- endur, eitt er það stórmót sem ekki fer hátt en geymir andrý sem vert er að kynnast. Sigurbjörg Þrastardóttir hætti sér i á leikvang Utandeild- arinnar þar sem allt að eitt þúsund frískir karlmenn etja kappi. Utandeildin í knattspyrnu 2002 í skónum Sá elsti þykir efnilegastur ERFITT að skýrahvernig á því stendur,en það virðist eitthvað sögulegt við knattspyrnufélag- ið Dufþak. Kannski vegna nafngiftarinnar sem rekja má aftur í landnám, en Dufþakur var einn af þrælum og síðar hólmgöngumaður Hjörleifs, ennfremur óþægur ljár í þúfu Ingólfs Arnarsonar. Félagið hefur líka verið starfandi tals- vert lengi, ein sjö ár, og hafnað í verðlaunasæti fjórum sinnum á síðustu fimm árum. Þó aldrei náð meistaratitli í Utandeild- inni, en horft er með von til yf- irstandandi leiktíðar þar sem Dufþakur er enn taplaus þegar þessar línur eru skrifaðar. Þá er enn ónefnt hið sögulegasta; æfing hefur aldrei verið felld niður hjá Dufþaki vegna veð- urs eða annarra áhrifsþátta. Æfingum lýkur viku seinna „Þótt við séum fimm mættir þá er æft, á þeim stundum kemur einmitt í ljós hverjir eru mestu jaxlarnir. Þeir sem ekki mæta fá svo óspart að heyra það næst – en allt er það nú á léttu nótunum,“ segir Gestur Magnússon sem mættur er í spjall ásamt Smára Stefáns- syni og Ómari Smárasyni. Þeir eru Duffa-menn í gegn, fyrr- um leikfélagar og knattguttar úr Vestmannaeyjum eins og flestir liðsmanna. Dufþakur er nefnilega eins konar átthaga- félag. „Já, þetta eru að mestu leyti Eyjapeyjar sem hafa æft með ÍBV í yngri flokkum og þar áður Þór og Tý. Við höfum því flestir spilað með eða á móti öðrum í liðinu, og eigum það sameiginlegt að halda með meistaraflokksliði ÍBV,“ segja félagarnir, sem auk þess að æfa einu sinni í viku hittast í innanhússbolta yfir veturinn og gera sitthvað fleira til að veita hreyfiþörfinni útrás. „Það eru til dæmis haldin mór- ölsk kvöld, þá spilum við tveir á tvo á körfuboltavelli í Vegg- sporti þar sem við erum með sérstakt Duffa-aðgangskort,“ segir Smári. „Og svo er það golfmótið Dufþakur Open sem var haldið í fyrsta sinn í fyrra- sumar fyrir liðsmenn og vel- unnara. Það heppnaðist svo vel að það er þegar orðinn árviss viðburður.“ Þátttakan í Lengjudeildinni sprettur að sögn af „gamla keppnisskapinu sem blundar alltaf í okkur“, eins og Ómar orðar það. Æfingar um þessar mundir ganga helst út á það að eldri félagar mæta hinum yngri, þeim sem mæta er skipt í tvö lið eftir aldri og svo er tek- ist á. „Reyndar lýkur æfingu aldrei fyrr en sú næsta hefst, því viðureignin er krufin og gerð upp á vefsíðunni okkar með tilheyrandi skotum alla vikuna. Þeir eldri sigra yfir- leitt – rétt að það komi fram – en það er líka þannig að þeir eldri ákveða reglurnar. Ungu mennirnir verða bara að gjöra svo vel að taka því,“ segir Gestur sposkur. „Annars bættist Dufþaki góður liðsstyrkur í ár, því við bættust nokkrir ungir Eyja- peyjar sem lækkuðu bæði meðalaldur og meðalummál liðsins,“ benda Ómar og Smári á. „Þetta eru frískir pjakkar og ótrúlega viljugir – eldmóður í þeim. Þeir myndu örugglega vilja æfa oftar en gert er, jafn- vel á næstu umferðareyju, hvar sem þeir sjá grasblett. Þeir eru jafn ákafir eins og við vorum fyrir fimm árum!“ Flestir meðlimir í ÁTVR Félagarnir nýju eru, eins og flestir Duffa-menn, fluttir til lands sökum vinnu eða náms. „Það er frábært að hafa alist upp í Eyjum og margir okkar væru þar enn, ef ekki væri fyr- ir þá sök að atvinnuástandið úti á landi er ekki mjög beysið. Það er sorgleg staða – en óneitanlega Dufþaki í hag…,“ segja félagarnir en þverneita svo að láta hafa þetta eftir sér. Bæta því við að flestir í liðinu séu meðlimir í hinu virta félagi ÁTVR, Átthagafélagi Vest- mannaeyinga á Reykjavíkur- svæðinu, og rækti með ýmsum öðrum hætti taugina sem ligg- ur heim. Með Dufþaki hafa spilað samanlagt um 70 einstaklingar í gegnum árin, en í dag æfir á þriðja tug manna með félag- inu. „Sá fjöldi gerir mönnum kleift að fara í sín frí án þess að hafa áhyggjur af því að skilja eftir skarð í liðinu. Þetta er mjög fjölskylduvænt hjá okk- ur,“ segja Duffa-menn. Æft er einu sinni í viku og þjálfarinn er „markahæsti maður Duf- þaks frá upphafi“, eins og strákarnir benda stoltir á. Mörkin eru 49 og maðurinn er Einar Oddberg. Nokkuð grunsamlegt þykir hversu nákvæmar tölur Duf- þaksmenn hafa á hraðbergi um markaskorun, leikmanna- fjölda og fleira. Í ljós kemur að landlægur áhugi er á tölfræði leikja í hópnum, sbr. heimasíð- una www.duffi.is. „Þar er að finna alveg magn- aða tölfræði,“ segir Smári. „Gagnagrunnur hefur verið settur upp um alla leiki frá upphafi, þar sem skráð eru mörk, spjöld og margt fleira. Svo er umfjöllun um hvern leik að honum loknum, sagt hverjir skoruðu, hvernig og hvenær. Þetta sést ekki víða annars staðar.“ „Já, við búum svo vel að hafa tvo tölvunerði í hópnum og þeir hafa lagt mikla vinnu í heimasíðuna. Þetta eru Sigur- jón Garðarsson og Grétar Pálsson og eiga heiður skil- inn,“ bæta Gestur og Ómar við. Besti sturtufélaginn „Svo verðlaunum við spjaldakóng leiktíðarinnar, þegar árið er gert upp á uppskeruhátíðinni á Kaffi Borg,“ segja þremenningarnir næst, og minna á að þótt fót- boltinn skipi veglegan sess, sé félagslífið Duffa ætíð ofarlega í huga. „Þar eru líka veitt ýmis önnur verðlaun, svo sem fyrir fallegustu fótleggina, besta sturtufélagann og fyrir prúð- mennsku. Síðastliðin þrjú ár hefur svo elsti maðurinn í lið- inu verið útnefndur efnilegasti leikmaðurinn, það er Siggi Olla sem er síungur þótt hann standi á fertugu. Það hreinlega geislar af honum á velli – og nú erum við að tala í alvöru.“ Svo nafngreina þeir ýmsa fleiri kalda kappa, suma spræka og aðra „hokna af reynslu“. Einhverjir reynast m.a.s. hafa leikið á erlendri grundu. Í framhaldinu er spurt hvort menn leiki fastar stöður í leikjum, eða hvort skipst sé á. „Þetta er nú fremur fast leikskipulag,“ svarar Smári með hægð og Ómar bætir við: „Ætli við séum ekki, taktískt séð, nokkuð heftir. Við kunn- um ekki of margar aðferðir…“ Og þegar Gestur bendir á að helsti markaskorari liðsins hafi fótbrotnað fyrir skömmu, bæta félagarnir við í sönnum Dufþaksanda: „…en þótt menn brotni illa, þá koma þeir alltaf aftur!“ Knattspyrnufélagið Dufþakur Morgunblaðið/Arnaldur Lið Dufþaks á góðum degi. Smári Stefánsson, Ómar Smárason og Gestur Magnús- son, leikmenn Dufþaks.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.