Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 5
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 B 5 Zakaria Elías Anbari, eða Zico, prímusmótor Afríka Utd. EITT lið hefur talsverða sérstöðu íLengjudeildinni, og það fyrir margrahluta sakir. Í fyrsta lagi hefur það verið með frá upphafi, en liðið á sér tíu ára sögu, og í öðru lagi er það skipað erlendum leikmönnum, með tveimur undantekningum. Þetta er hið einbeitta lið Afríka United, sem dregur nafn sitt af því að flestir liðsmanna eru afrískir. Fyrirliði, þjálfari og prímusmót- or liðsins heitir Zakaria Elías Anbari og er frá Marokkó – kallaður Zico og deilir þar með nafni með einum fræknasta markaskorara fótboltasögunnar. „Já, liðsmenn eru frá ýmsum löndum, til dæmis Túnis, Ghana, Nígeríu, Gambíu og Gíneu-Bissau. Einn er frá Kosovo, annar frá Kólombíu og svo eru tveir Íslendingar. Við bættum við nokkrum sem ekki eru frá Afr- íku, þegar menn fóru að detta út vegna sum- arleyfa og annars,“ útskýrir Zico. „En flestir eru samt frá Marokkó.“ Dreymir um að ná lengra Knattspyrna er að sögn Zico vinsælasta íþróttin í Marokkó, sjálfur lék hann knatt- spyrnu á yngri árum í heimaborginni, Casa- blanca, en æfði einnig hjólreiðar. „Á tímabili hjólaði ég 200 kílómetra á dag, ég var í lands- liði unglinga í hjólreiðum við sautján ára ald- urinn. Þegar ég flutti hingað, fyrir þrettán árum, fékk ég mér hjól og ætlaði aldeilis að halda áfram að æfa, en það gekk ekki. Ég held ég hafi prófað tvisvar en það var svo mikið rok að ég gafst upp. Þannig að ég sneri mér aftur að boltanum,“ rifjar hann upp. Og Zico sinnir boltanum af alvöru. „Ég vinn ýmis störf til þess að safna pening, eins og gengur, en í raun gæti verið full vinna hjá mér að sjá um liðið. Ég er alltaf að hugsa um liðið, áðan var ég til dæmis að boða á æfingu í kvöld, sjá til þess að menn mæti. Í kvöld ætl- um við að hlaupa, en við æfum yfirleitt þrisv- ar í viku.“ Þegar bent er á að það sé oftar en mörg önnur lið í deildinni, svarar Zico um hæl: „Einmitt, en þetta er bara það sem þarf. Svona æfingar eru nauðsynlegar til þess að menn endist í áttatíu mínútur – það er ekki nóg að geta bara spilað fram að hálfleik og þurfa svo að hvíla sig.“ Og metnaðurinn miðast ekki eingöngu við það að komast í gegnum hvern leik, draum- urinn er að vera með í „alvörudeildunum“. „Við erum búnir að vera með þetta lið í tíu ár, í dag eru ég og tveir aðrir þeir einu sem hafa verið með frá byrjun. Hinir eru sumir farnir heim, aðrir orðnir gamlir og svo fram- vegis,“ segir Zico kíminn. Verður svo alvar- legur og bætir við. „Við reyndum í mörg ár að komast í 3. deildina, en það gekk ekki, að- allega vegna þess að okkur vantar styrki. Núna erum við með tuttugu og tvo menn í hópnum og höfum æft vel fyrir þessa keppni. Við viljum endilega komast langt í Utandeild- inni og síðar í deildirnar hjá KSÍ. Stundum hefur okkur tekist að safna dálitlum styrkj- um frá litlum fyrirtækjum, en það dugar ekki. Auk þess vantar okkur fastan völl til þess að æfa á, það er líka þess vegna sem við hlaupum oft meira en að spila. Einhvern tíma hlýtur samt að koma fram fyrirtæki sem er tilbúið að gerast styrktaraðili okkar, það kemur að því, enda gefast mínir menn aldrei upp!“ Heilbrigð skemmtun um helgar Þangað til gerir Zico sitt besta til þess að „halda liðinu lifandi“, eins og hann kemst að orði. Hann segir stundum erfitt að hafa stjórn á liði þar sem menn koma úr svo ólík- um áttum, þeir geri misjafnar kröfur og séu vanir ólíkum aðferðum. Á endanum gangi það þó alltaf, enda sé þjálfarinn aðeins einn. En svo er sitthvað gert til þess að auðga fé- lagsandann, eftir leiki fá menn sér gjarnan saman að borða, taka léttan leik í billjard, eða gera sér annað til skemmtunar „…og stund- um tekur einhver sig til og býður heim til sín í mat. Allt þetta, ásamt fótboltanum, kemur í staðinn fyrir drykkju og vitleysu sem allt of margir virðast eyða helgunum í, því miður.“ Þrátt fyrir góðan vilja hefur gengi Afríka Utd. verið upp og ofan þessa leiktíðina, en liðið er í E-riðli. „Við töpuðum fyrsta leik í deild og bikar, því þá vorum við ekki með okkar sterkasta lið. Eftir það unnum við þrjá leiki. En svo töpuðum við tveimur síðustu leikjum, og það var aðallega vegna dómara- mistaka. Okkur var lofað, áður en sumarið hófst, að í þetta sinn yrðu þrír dómarar í leik, en svo reyndist skipulagið eins og í fyrra. Við borgum hellingspening í þátttökugjald, og þá er auðvitað ekki gott að ekki sé staðið við gef- in loforð. Okkar lið spilar vel en tapar samt, það er bara alls ekki nógu gott,“ segir Zico. Þátttökugjaldið borga liðsmenn sjálfir, hafi lið ekki því öflugri styrktaraðila, en Zico segir misjafnlega ganga að rukka liðsmenn um félagsgjöld. „Margir vilja frekar eyða sparifénu sínu í flugmiða heim, allir vilja fara heim í heimsóknir þótt þeir búi og eigi hér fjölskyldur.“ Það er óhætt að segja að Afríka Utd. sé fjölþjóðlegasta lið sem sjá má á grasvöllum landsins í ár, og hljóðrásin sem fylgir er einn- ig litrík. „Allir tala ensku, en einnig er talað saman á arabísku og frönsku,“ segir Zico, en arabíska er ásamt frönsku kennd sem erlent mál í Marokkó, þar sem ríkistungan er mar- okkóska. Knattspyrnufélagið Afríka Utd. Mínir menn gefast aldrei upp Leikmenn Afríka United, margir langt að komnir. um ekki gt á eild- rið dist r ár um, ðil, r af háð tum kur í uðum f- k. Það la í - hvort a sjá itt lið ima- ndrað úbb,“ færri a af Hins ætir rkum, knar „Það er rum iri í þar - neðri um sjö ga- mis- kkn- ru r tir því í mið- gang við og á gar. út- r erða und m- vö úti rt dlega úr eig- ir ga, en mmti- jörn ar eru a út- Elvis nsið, slag- um - ými inn STRUMPARNIR voru stofnaðir vorið1997 af okkur, nokkrum félögum. Viðhöfðum frétt af Utandeildinni, sem Breiðablik sá þá um, og kallaður var saman vinahópur sem hafði verið að sparka saman í bolta. Við ákváðum að skrá okkur til keppni og á síðasta skráningardegi lét ég skrá liðið undir bráðabirgðaheitinu Strumpar, en það var eitt þeirra nafna sem komið höfðu til álita án þess að nokkuð hefði verið fastákveðið. En nafnið hefur haldist síðan og við erum bara ánægðir með það,“ segir Sveinbjörn Svavarsson, einn erki-Strumpanna úr Breiðholti. Margar, margar veislur Í upphaflega hópnum voru aðallega fyrrver- andi nágrannar úr Efra-Breiðholti og Selja- hverfi, sumir hverjir boltafélagar frá því á skólavöllum Fellaskóla og Ölduselsskóla. „Svo hafa einhverjir bæst við, en þó hafa engir dott- ið beint inn af götunni. Það er alltaf í gegnum einhvern liðsmann sem nýir félagar rata til okkar og þannig er hópurinn ennþá „okkar“. Núna hafa einmitt verið að bætast við nokkrir yngri kunningjar, enda hefur ekki veitt af því að yngja liðið aðeins upp. Þorri hópsins skríð- ur nefnilega yfir þrítugt á þessu ári.“ Gengi liðsins hefur sannast sagna ekki verið sem best í sumar, Strumparnir hafa enn ekki haft sigur í leik. „Mér sýnist að við verðum að vinna flestalla leiki sem eftir eru, ef við ætlum að halda okkur í efri deild,“ segir Sveinbjörn íbygginn, án þess þó að virðast hafa tapað miklum svefni yfir stöðu mála. Hann segir móralinn í liðinu ekki hafa beðið hnekki þrátt fyrir ítrekaða tapleiki. „Stemmningin er góð, þótt hún hafi að vísu verið heldur betri í fyrra. En við erum að rífa þetta upp. Annars veit ég ekki hvort þrítugsafmæli liðsmanna kunni að hafa haft áhrif á gengi liðsins – þetta hafa ver- ið margar og stórar veislur og vel tekið á því í gleðskapnum. Hvort samhengi er á milli, skal ég ekki segja…“ En Strumparnir eru ekki einir á báti þegar á móti blæs. Hinn trausti stuðningshópur Strympurnar samanstendur af eiginkonum, kærustum og öðrum venslakonum leikmanna. „Þær eru duglegar að mæta á leiki, ásamt öðr- um Strumpum, og taka þátt í félagsstarfinu í kringum leiki. Svo héldu þær nú lengi úti fréttabréfi, sem hét Strumpapósturinn, og lögðu í það talsverða vinnu. Það var bæði á heimasíðunni, www.strumpur.com, og á prenti og sérútgáfur komu út við sérstök tilefni, svo sem stórafmæli hjá einhverjum Strumpinum. Í þessum pósti var að sjálfsögðu mikið grín- ast.“ Liðsheildin skiptir höfuðmáli Fyrir utan hin endalausu afmæli halda Strumparnir að sögn Sveinbjarnar úti öflugu félagsstarfi. „Já, hópurinn fer saman í jóla- hlaðborð, svo er uppskeruhátíð og árleg sum- arbústaðaferð. Þá er líka stemmning fyrir skíðaferðum, utanlandsferðum og nú síðast fórum við með lið á pollamót eldri drengja norður á Akureyri. Þar léku Strumpar sem komnir eru yfir þrítugt og stóðu vel í stórum nöfnum á borð við KR, án þess reyndar að ná að sigri. Mikil lukka var með ferðina og stefnt að því að taka þátt í mótinu að ári.“ Næsta skref hjá Strumpum er hins vegar að bæta stöðuna á töflunni, þeir hafa einu sinni á ferlinum færst niður í neðri deild og finnst það nóg. Þeir æfa einu sinni til tvisvar í viku, auk þess sem vísir að hjólaklúbbi er virkur innan vébanda hópsins. En Sveinbjörn minnir á að liðið sé ekki stjörnulið, heldur safn áhuga- manna. „Það er enginn hjá okkur sem slegið hefur í gegn í íslenskri knattspyrnu eða á öðr- um vettvangi. Og raunar eru fáir okkar sem hafa æft knattspyrnu í gegnum alla yngri flokka, ótrúlega fáir.“ En Strumpar standa saman þótt ekki séu þeir alltaf á skotskónum. „Já, það er alveg rosalega gaman að þessu og félagsskapurinn frábær. Starfsemi Strumpanna hefur án efa haldið þessum vinahóp betur saman en annars hefði orðið, og stækkað hann líka. Það er líka liðsheildin sem öllu máli skiptir. Við reyndum á tímabili að fá menn inn sem eitthvað áttu að vera betri en hinir, menn til þess að bæta ár- angurinn, en það varð bara til þess að heildin tapaðist og gengið batnaði lítið. Strumparnir eru þannig fyrst og fremst góður hópur sem heldur saman innan vallar sem utan.“ Knattspyrnufélagið Strumparnir Þrítugsafmælin segja til sín Morgunblaðið/Jón Svavarsson Strumparnir samankomnir í spánnýjum búningum. Sveinbjörn Svavarsson, Strumpur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.