Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 12.07.2002, Blaðsíða 8
AUÐLESIÐ EFNI 8 FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ LANDSMÓT hestamanna tókst mjög vel að sögn móts-haldara. Mótið var haldið að Vindheima-melum í Skagafirði. Tæplega átta þúsund manns komu á mótið. Heiðurs-gestir á mótinu voru Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Anna Breta-prinsessa. Hún hefur mikinn áhuga á hestum og hestamennsku. Anna tók á móti hesti handa fötluðum börnum í Bretlandi. Sér-saumaður hnakkur fyrir fötluð börn fylgdi gjöfinni. Gefandi var Landsmót ehf. fyrir hönd fatlaðra barna á Íslandi. Á myndinni má sjá prinsessuna virða fyrir sér hnakkinn. Morgunblaðið/Þorkell Vel heppnað landsmót Afganistan hefur þurft að þola miklar hörmungar vegna átaka milli þjóð-flokka, og pastúnar, sem Qadir tilheyrði, er fjölmennastur. Þess vegna komst Qadir upphaflega til valda. Qadir er annar ráðherrann sem er myrtur af skæru-liðum í Afganistan frá því að stjórn talibana var hrakin frá völdum. Greinilegt er að ráðherrar eru í lífshættu í landinu, þrátt fyrir að alþjóðlegt friðargæslu-lið sé nú í landinu til þess að tryggja öryggi ráða-manna. VARA-FORSETI Afganistans, Haji Abdu Qadir, var myrtur á laugardags-morgun. Hann var á leið í bíl sinn úr skrifstofubyggingu þegar tveir menn skutu að honum og drápu. Þeir höfðu falið sig í runna við bygginguna. Qadir var einn af þremur vara-forsetum Afganistans. Hann var einnig ráðherra opinberra framkvæmda. Hann var bróðir þekkts skæruliða-foringja, sem var hengdur í fyrra. Þeir bræður voru af þjóð-flokki pastúna, sem eru stærsti þjóð-flokkur í Afganistan. Vara-forseti Afg- anistans myrtur HIÐ árlega nauta-hlaup fer fram í Pamplona á Spáni þessa dagana. Að vanda mætir fjöldi manns til þess að hlaupa undan hópi trylltra tudda, sem æða um götur bæjarins. Alls er um ein milljón gesta á hátíðinni. Á hverju ári slasast nokkrir hlauparar í glæfraganginum. Þó hefur enginn látið lífið síðan 1995. Hér á myndinni má sjá hlauparana og nautin á götunni í gærmorgun. Reuters Trylltir tuddar NÝTT samband, Afríku-sambandið, var stofnað í Suður-Afríku á þriðjudag. Sambandið leysir af hólmi Einingar-samtök Afríku, sem stofnuð voru árið 1963. Nýja sambandið er mun valdameira en það eldra. Til dæmis mun það geta haft afskipti af innanríkis-málum Afríkuríkja og hyggst einnig stofna friðar- og öryggis-ráð, Afríkuþing, sameiginlegan dómstól og seðlabanka. Sambandið verður undir yfirstjórn þjóð-höfðingja landanna. Um fjörutíu þjóð-höfðingjar mættu, en ríki Afríku eru 53. Sambandið er sniðið að fyrirmynd Evrópu-sambandsins. Nokkrir hafa efast um að sambandið muni virka sem skyldi, og að leiðtogar ríkjanna vilji afsala sér valdi til sambandsins. Gagnrýnendur stofnunar sambandsins benda einnig á, að margir leiðtogar Afríkuríkja séu ekki trúverðugir og þess vegna muni sambandið ekki öðlast nægilegan styrk. Hér á myndinni má sjá dansara úr Zulu-þjóðflokknum á fundinum en í baksýn eru fánar Afríkuríkjanna. Reuters Afríku-sam- bandið stofnað SKAFTÁR-HLAUP hófst aðfara-nótt mánudags. Á mánudags-kvöld hafði rennsli í ánni fimmfaldast á tæpum sólarhring. Tímasetning hlaupsins er að sögn sér-fræðinga eðlileg, oftast í júlí til september. Vatnið úr ánni flæðir yfir mosavaxið hraun og fyllir það af sandi. Þess vegna er von á sandfoki að hlaupinu loknu. Tveir vatna-mælingamenn fengu brennisteins-eitrun þegar þeir sváfu í skála nálægt Skaftá á miðvikudag. Gufur frá ánni voru meiri en áður vegna logns, og fundu mennirnir fyrir óþægindum í hálsi og sviða í augum. Þeir voru fluttir á slysadeild, en munu jafna sig fljótlega. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Hlaup í Skaftá BRESK stjórnvöld ætla aðbreyta reglum um eiturlyfja-notkun. Reglur um kannabis-neyslu verða rýmkaðar á þann veg, að heimilt verður að neyta efnisins og fólk verður ekki handtekið við að hafa efnið í fórum sínum. Ástæða breytinganna er, að sögn ráðamanna, að gefa lögreglu svigrúm til þess að einbeita sér að sterkari efnum, til dæmis kókaíni og heróíni. Þrátt fyrir breytingarnar eru bresk stjórnvöld alfarið á móti eiturlyfja-neyslu. Hass leyft í Bretlandi Netfang: auefni@mbl.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.