Morgunblaðið - 12.07.2002, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 12.07.2002, Qupperneq 3
Mús in er mætt með betra verð í Smáralind Farðu inná mbl.is og taktu þátt í ljósmyndasamkeppn i ársins. Frábær verðlaun frá meisturum st afrænnar ljósmyndunnar! ÉG er í Converse-skóm sem ég keypti í Kringlunni í haust, en mig hafði alltaf langað í svona skó,“ segir Heiða Kristín Helgadóttir, þegar hún byrjar að lýsa klæðnaði dagsins. „Svo er ég í svörtum buxum sem eru eldgamlar, ég fékk þær einhverntímann í jólagjöf, þær eru mjög fínar, passa við allt. Ég keypti bol- inn í fyrra og mér finnst hann mjög lýs- andi fyrir mig, mér finnst hann þægi- legur og hann getur bæði verið fínn og ekki fínn.“ Þá er Heiða í gallajakka og með tösku þar sem hún geymir það sem hún þarf fyrir daginn, ,,og svo er það úrið sem kærastinn minn gaf mér í af- mælisgjöf. Það er DKNY og ég held að þetta sé eina merkjavaran sem ég á, hann er nefninlega mikill merkjamað- ur, en ég er það ekki,“ segir Heiða hlæj- andi. „Svo er ég líka með armband sem ég fékk í Ameríku og arabískan hring sem er frá systur minni.“ Myndirðu segja að tískan hafi áhrif á hvernig þú klæðir þig? „Ég veit það ekki alveg. Ég átta mig alveg á því hvað er í gangi og ég held að hún hafi áhrif á mig, ef mér finnst það sem er í tísku fallegt. Þegar ég var yngri tók ég ekki svo mikið þátt í tísk- unni, átti til dæmis aldrei Buffalo-skó og ég hef aldrei verið skoppari, eins og var mjög algengt þegar ég var í 8., 9. og 10. bekk. Það hefði bara ekki passað mér, ég hefði verið asnalegur skoppari. En núna finnst mér ofboðslega falleg tíska í gangi, rómantísk og svolítið sveitó. Ég er sem sagt mjög ánægð með tískuna núna, hún hentar mér vel,“ seg- ir Heiða brosandi og bætir því við það hljóti alltaf að vera persónubundið hvað fólk tekur inn af tískunni. „Manni þarf að finnast það flott og það þarf líka að passa manni. Ég veit sjálf mjög vel hvað mér finnst flott og ég hef ekki mikið verið að breyta mínum stíl eftir því hvað er vinsælt. Mér finnst ekkert mjög spennandi að vera með eitthvað sem all- ir eru með og ég held að fólki finnist yf- irleitt hallærislegt að hitta einhvern í nákvæmlega eins fötum,“ segir Heiða. Heiða Kristín 19 ára Heiða Kristín Helgadóttir, 19 ára nemi í Menntaskólanum við Hamrahlíð. Falleg tíska í gangi núna DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 12. JÚLÍ 2002 B 3 Hans Orri Kristjánsson, 22 ára nemi í ljósmyndun. ÉG er í Dolce & Gabbana-bol sem eiginkona mín gaf mér, hún hefur væntanlega keypt hann sjá Sævari Karli,“ segir Magnús Þór Gylfason, aðspurður um þær flíkur sem hann klæðist í dag. ,,Þá eru það svartar flauelsbuxur sem ég keypti í Danmörku og skórnir eru nýir, OXO-skór keyptir í GK, al- veg sérstaklega þægilegir,“ segir Magnús. Fylgist þú með tískunni? „Ég held að ég geri það ómeðvitandi og óbeint, meðal annars í gegnum konuna mína – sem er svona frekar mikið tískufrík,“ segir Magnús og hlær. „Hún kaupir tískublöð inn á heimilið og ég fletti þeim og hef gaman af – hef reyndar alltaf haft. Mamma mín vann sem hárgreiðslumeistari – var þar af leið- andi í tískubransanum – og þegar ég var lít- ill voru alltaf til tískublöð eins og Vogue heima. Ég fletti þeim og þannig hef ég í gegnum tíðina fylgst með og myndað mér skoðanir á hlutunum. Ég var samt orðinn svona tólf ára þegar ég byrjaði að pæla í því hverju ég klæddist, eins og ég held að sé al- gengt með stráka, svona um það leyti sem við förum að taka eftir hinu kyninu.“ Þegar Magnús veltir því fyrir sér hvort tískan hafi áhrif á klæðaburð hans, segir hann svarið án efa já. Hann álítur sig þó ekki eitthvert „fól tískunnar“, en hins vegar segist hann gjarnan staldra við þegar hann skoðar gömul föt af sér. „Það hlýtur að vera sönnun á því að tísk- an hafi sín áhrif, að föt sem manni þóttu mjög flott á sínum tíma, verði síðan jafn hallærisleg og raun ber vitni.“ Hvernig hefur þinn stíll þróast með ár- unum? „Ég held að ég hafi gengið í gegnum frek- ar mörg tímabil hvað þetta varðar. Þegar ég var unglingur hafði ég gaman af því að prófa ýmislegt, var með sítt hár til dæmis og átti kúrekastígvél. Ég var líka rokkari, gekk í rifnum gallabuxum og í MH átti ég Harley Davidson-jakka, sem ég var alltaf í, og stíg- vél í stíl,“ segir Magnús og minnist þess að hafa verið ginnkeyptari fyrir tískunni og straumum hennar sem unglingur. „Þegar maður er yngri er maður frekar leitandi og svo slappar maður smám saman af og finnur sér sinn eigin stíl,“ segir Magnús að lokum. Magnús Þór Gylfason, 28 ára framkvæmdastjóri og nemi í Háskólanum í Reykjavík. Að finna sinn eigin stíl Magnús Þór 28 ára

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.