Morgunblaðið - 16.07.2002, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 16.07.2002, Qupperneq 14
14 C ÞRIÐJUDAGUR 16. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir HÁKOTSVÖR Vorum að fá í sölu 190 fm ein-býlishús með 67 fm bílskúr á fallegum útsýn- isstað. Stórt eldhús með eikarinnréttingu, góð stofa og sólstofa. Gólfefni er parket, dúkur og flísar. Góð eign á góðu verði. V. 19,8 m. 1352 TUNGUÁS Gott 208 fm einbýlishús með tvö-földum bílskúr í Garðabæ. Forstofa með flís- um. Rúmgóð stofa og borðstofa, hátt til lofts. Þrjú rúmgóð herbergi með skápum. Góð eign. V. 23,9 m. 1265 SKAFTAHLÍÐ Erum með í sölu fimm herbergjasérhæð á frábærum stað með bílskúr. Íbúðin er hugguleg með parketi á gólfum og góðum skáp- um. Ágætar innréttingar í eldhúsi með borðkrók. Þrjú svefnherbergi með skápum og tvær stofur. V. 16,8 m. 1082 FUNALIND Virkilega glæsileg 151 fm íbúð átveimur hæðum, í litlu fjölbýli. Vandaðar mahóní-innréttingar og parket. Rúmgóðar stofur, tvennar svalir. Tvö baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf. 3-4 svefnherbergi. Skipti möguleg á sérbýli í Rvík, t.d. hæð eða raðhúsi. Tilboð óskast. Áhv. 9,1 m. Ekkert greiðslumat. V. 17,9 m. 1093 LYKKJA Vorum að fá í einkasölu bóndabæ áKjalarnesi nálægt byggðarkjarna. Húsið er um 200 fm, mjög mikið endurnýjað á fallegan og skemmtilegan máta. Hlaða 180 fm sem verið er að endurbyggja. Á jörðinni, sem er 1,5 ha, er aðstaða er fyrir hesta í húsi. Draumaeign. V. 27 m. 1273 LITLABÆJARVÖR - ÁLFTANESI Mjög gotteinbýlishús á einni hæð með stórum bílskúr. Húsið er með 4 svefnherbergjum, mjög falleg kirsu- berjainnrétting í eldhúsi. Gólfefni eru parket og flís- ar á flest öllum herbergjum. Frábær staðsetning rétt við sjóinn. Teikningar og nánari upplýsingar á skrifstofu. FRÁBÆRT ÚTÝNI. V. 21,9 m. 1066 ESJUGRUND Erum með í sölu 113 fm enda-raðhús með byggingarrétti fyrir 29 fm bílskúr. Húsið er rúmgott með þremur svefnherbergjum, teppi og dúkur á gólfum, gengið er út í garð úr stofu, eldhús er með fallegri ljósri eldhúsinnrétt- ingu. Áhv. 7,6 m. V. 14.0 m. 1040 ENGJASEL - RVÍK Erum með í sölu mjögglæsilega 4-5 herbergja íbúð í vinsælu hverfi. Flest allt nýtt inni í íbúðinni. Glæsileg eign með upphituðu bílskýli. V. 14,7 m. 1169 VEGHÚS Mjög góð 93,2 fm íbúð með góðumbílskúr. Stórar suðursvalir, flísar og parket á gólfum. Efri hæð með sérinngangi, stórt herb., gætu verið tvö og snyrting gæti hentað til útleigu. Hús og lóð í góðu standi. 1354 GRETTISGATA Góð 117 fm íbúð á fyrstuhæð, góðar stofur með svölum í suðvestur. Gott eldhús með góðum borðkrók. Tvær stofur og þrjú svefnherbergi. Tvær snyrtingar. Áhv. 9 m. V. 12,8 m. 1331 ÁSVALLAGATA Vorum að fá í sölu 3ja herb.íbúð í vesturbænum. Eldhús er með hvítri inn- réttingu með nýlegum tækjum. Parket og dúkur er á gólfum. Rúmgott 15 fm sérherbergi er í kjallara ásamt þvottahúsi, þurrkherbergi og geymslu. Húsið allt nýtekið í gegn. V. 11,2 m. 1350 KIRKJUSANDUR Glæsileg 3ja herbergja 90fm íbúð á einum eftirsóttasta stað bæjarins. Íbúðin er innréttuð með glæsilegum innréttingum. Sjón er sögu ríkari. Áhv. 4,8 m. V. 13,7 m. 1342 REYRENGI Stórskemmtileg 82,2 fm 3ja her-bergja íbúð með sérinng. Íbúðin er björt með fallegum innréttingum. Íbúðin er laus fljótlega. Ekk- ert áhvílandi. V. 11,3 m. 1330 KLUKKURIMI Vorum að fá í einkasölu 86 fm3ja herbergja íbúð í fjórbýlishúsi í þessu vin- sæla hverfi. Tvö góð svefnh., stór og rúmgóð stofa, gangur og stofa með parketi. V. 11,7 m. 1343 LEIRUBAKKI Falleg 90 fm 3ja herbergja íbúðmeð sérinngangi á jarðhæð. Mjög huggulegt eldhús með nýlegum innréttingum, stórt hjónaher- bergi, parket á gólfum en flísar á baði. FALLEG EIGN. V. 12,8 m. 1294 BARÐAVOGUR Mjög góð miðhæð í þríbýliásamt bílskúr. Hæðin skiptist í eldhús, tvær stofur, önnur notuð sem herb. í dag, tvö herb., sameiginlegt þvottahús, litla geymslu og 28 fm bíl- skúr. Suðvestursvalir. Parket og flísar á gólfum. V. 13,2 m. 1072 VALLARÁS Mjög góð einstaklingsíbúð á 4.hæð með miklu útsýni. Gott anddyri með skáp. Gott baðherb. með baðkari, innréttingu og tengi fyrir þvottav. Stofa með útgengi á svalir. Svefnkrókur m. skápum. Dúkur á gólfum. Sér- geymsla. Sameign í góðu standi. Húsið er klætt að utan. 1396 BARÓNSSTÍGUR Mjög notaleg 44 fm íbúð.Forstofa, stofa og herb. m. spónaparketi, eld- hús m. dúk og góðri innréttingu. Sameiginl. geymsla, sérbílastæði. V. 6,1 m. 1398 BERGSTAÐASTRÆTI Tvær tveggja herbergjaíbúðir á besta stað í miðbænum. Íbúðirnar eru nýinnréttaðar og eru mjög góðar til að leigja eða búa í annarri og leigja hina. Leigutekjur eru nú um 120 þús. á mánuði. Áhv. 7,5 m. V. 10 m. 1157 KAPLASKJÓLSVEGUR Vorum að fá í einka-sölu góða 2ja herbergja íbúð á einum besta stað bæjarins. Íbúðin er rúmgóð og vel skipulögð. Ekkert áhvílandi. V. 8,4 m. 1399 ÁLFTAMÝRI Vorum að fá í sölu fallega 2jaherbergja íbúð. Parket á gólfum og góðar inn- réttingar. Íbúð í góðu fjölbýlishúsi sem tekið var í gegn fyrir ári. Góð eign sem selst fljótt. Áhv. 3,4 m. V. 8,3 m. 1329 HVERFISGATA Erum með til sölu 50 fm íbúð ísteinhúsi í gamla miðbænum - var klætt að utan fyrir 3 árum. Parket á gólfum og ágætar inn- réttingar. Áhvílandi 2,4 m. V. 6,9 m. 1222 SNORRABRAUT Stórglæsilegt atvinnuhús-næði undir verslunarrekstur. Stórir gluggar á verslun. Skrifstofa og klósett. Allt nýmálað og park- et á gólfum. Öryggiskerfi m. myndavél. Frábær staðsetning. Ekkert áhvílandi. V. 7,2 m. 1268 AUSTURSTRÆTI Erum með í sölu 5 hæða húsvið Austurstræti. Húsið er nýtekið í gegn. Er til sölu eða leigu. 1162 Laufás fasteignasala í 27 ár Sæbólsbraut Fallegt 198 fm raðhús á einumbesta stað í Kópavogi. Mjög fallega innréttað hús á tveimur hæðum. 4 svefnherbergi á efri hæð, sjónvarpsstofa og baðher- bergi. Stofur, eldhús, þvottahús og bílskúr á neðri hæð. Allt húsið er með parketi nema baðher- bergi og gangar. Glæsileg eign sem vert er að skoða. V. 20,9 m. 1403 sími 533 1111 fax 533 1115 Kringlan 4-12 - Stóri turn - 9. hæð Magnús Axelsson lögg. fasteignasali Einar Harðarson sölustjóri Björn Garðarsson sölumaður Sæunn Sylvía Magnús- dóttir skjalavarsla Óskalisti Laufáss • Vantar stórt einbýlishús eða raðhús í Grafarvogi, Mosfellsbæ, 103, 104 eða 108, helst með möguleika á tveim íbúðum. • 40-50 fm íbúð vestan Snorrabrautar, allt að 7 m. • 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir fyrir fjölda kaupenda. KRINGLAN Vorum að fá í sölu um 300 fm„penthouse“-skrifstofur á 10. hæð á einum virtasta stað borgarinnar. Stórkostlegt skrifstofu- húsnæði fyrir framúrskarandi starfsemi. V. 60 m. 1284 HVALEYRARBRAUT Erum með í sölu 138 fmatv.húsnæði sem hentar vel til matvælavinnslu. Er með frysti og kæligeymslu. V. 12,0 m. 1135 NAGLAVERKSMIÐJA Erum með í sölu nagla-verksmiðju sem er vélasamstæða. Auðvelt að flytja hvert sem er út á land. V. 3,7 m. 1235 SÓLBAÐSSTOFUR Höfum til sölu nokkrar afbestu sólbaðsstofum bæjarins. V. 6-20 m. 1277 MARBAKKABRAUT Vorum að fá í sölu 132fm parhús á þessum frábæra stað. Húsið er með anddyri, baðherbergi, þvottahús, eldhús, stóra stofu sem gefur möguleika á að skipta í herbergi og stofu og geymslu á neðri hæð. Á efri hæð eru þrjú svefnherbergi, baðherbergi og sjónvarpshol. Húsið afhendist fokhelt. V. 14,2 m. 1353 BLÁSALIR Erum með í sölu vandaðar ogglæsilegar 2ja, 3ja og 4ra herbergja íbúðir í 12 hæða blokk. Útsýni er vægast sagt stórkostlegt úr öllum íbúðum yfir Suðurnes, Reykjavík og víðar. Íbúðunum er skilað fullbúnum en án gólfefna, í öll- um herbergjum eru sjónvarps- og símatenglar og sérhljóðeinangrun. Öll sameign verður fullbúin og lóð fullbúin með tveimur leiksvæðum. Upphitað bíl- skýli er í kjallara sem selst sér. HAGSTÆÐIR GREIÐSLUSKILMÁLAR. V. 12,5-19,3 m. 1228 KÓRSALIR - LYFTUBLOKK Erum með tilsölu glæsilegar stórar 4ra herbergja íbúðir á besta útsýnisstað í Salahverfi Kópavogs. Íbúðirnar skilast fullbúnar en án gólfefna ásamt stæði í bíla- geymslu. Byggingaraðili lánar allt að 85% af verði eignar. V. 15,9-17,5 m. 1115 ÍKJÓS Sumarbústaður í Eilífsdal í Kjós. Snyrtileg-ur og vandaður bústaður með stórri verönd. Mjög smekklegar innréttingar. Rafmagn og raf- magnsofnar, einnig kamína. Rennandi vatn er í bú- staðnum. V. 3,5 m. 1067 SYÐRI-REYKIR Sumarbústaður í Biskups-tungum. Er ekki fullkláraður. Er á glæsilegum stað í fallegu umhverfi og veiðiréttur er í lítilli á rétt hjá. Verðtilboð. 1296 Vegna mikillar sölu vantar allar tegundir eigna á skrá í öllum hverfum Allir viðskiptavinir Laufáss, þ.e. þeir sem kaupa, selja eða skrá eign hjá Laufási fyrir 15. ágúst, fara í pott sem dregið verður úr um ferð fyrir tvo til Portúgals á vegum Úrvals Útsýnar Seljendur  Sölusamningur – Áður en fast- eignasala er heimilt að bjóða eign til sölu, ber honum að ganga frá sölu- samningi við eiganda hennar um þjónustu fasteignasala á þar til gerðu samningseyðublaði. Eigandi eignar og fasteignasali staðfesta ákvæði sölusamningsins með undirritun sinni. Allar breytingar á sölusamningi skulu vera skriflegar. Í sölusamningi skal eftirfarandi koma fram:  Tilhögun sölu – Koma skal fram, hvort eignin er í einkasölu eða al- mennri sölu, svo og hver söluþóknun er. Sé eign sett í einkasölu, skuldbind- ur eigandi eignarinnar sig til þess að bjóða eignina aðeins til sölu hjá ein- um fasteignasala og á hann rétt til umsaminnar söluþóknunar úr hendi seljanda, jafnvel þótt eignin sé seld annars staðar. Einkasala á einnig við, þegar eignin er boðin fram í maka- skiptum. – Sé eign í almennri sölu má bjóða hana til sölu hjá fleiri fast- eignasölum en einum. Söluþóknun greiðist þeim fasteignasala, sem sel- ur eignina.  Auglýsingar – Aðilar skulu semja um, hvort og hvernig eign sé auglýst, þ. e. á venjulegan hátt í eindálki eða með sérauglýsingu. Auglýs- ingakostnaður skal síðan greiddur mánaðarlega samkv. gjaldskrá dag- blaðs. Öll þjónusta fasteignasala þ. m. t. auglýsingar er virðisaukaskatt- skyld.  Gildistími – Sölusamningurinn er uppsegjanlegur af beggja hálfu með fyrirvara (hámark 30 dagar) og gera þarf það skriflega. Ef einkasölusamn- ingi er breytt í almennan sölusamn- ing þarf einnig að gera það með skriflegum hætti. Sömu reglur gilda þar um uppsögn.  Öflun gagna/söluyfirlit – Áður en eignin er boðin til sölu, verður að út- búa söluyfirlit yfir hana. Seljandi skal leggja fram upplýsingar um eignina, en í mörgum tilvikum getur fast- eignasali veitt aðstoð við útvegun þeirra skjala sem nauðsynleg eru. Fyrir þá þjónustu þarf að greiða, auk beins útlagðs kostnaðar fast- eignasalans við útvegun skjalanna. Í þessum tilgangi þarf eftirfarandi skjöl:  Veðbókarvottorð – Þau kosta nú 900 kr. og fást hjá sýslumannsemb- ættum. Opnunartíminn er yfirleitt milli kl. 10.00 og 15.00. Á veðbók- arvottorði sést hvaða skuldir (veð- bönd) hvíla á eigninni og hvaða þing- lýstar kvaðir eru á henni.  Greiðslur – Hér er átt við kvittanir allra áhvílandi lána, jafnt þeirra sem eiga að fylgja eigninni og þeirra, sem á að aflýsa.  Fasteignamat – Hér er um að ræða matsseðil, sem Fasteignamat ríkisins sendir öllum fasteignaeig- endum í upphafi árs og menn nota m.a. við gerð skattframtals. Fast- eignamat ríkisins er til húsa að Borg- artúni 21, Reykjavík sími 5155300.  Fasteignagjöld – Sveitarfélög eða gjaldheimtur senda seðil með álagn- ingu fasteignagjalda í upphafi árs og er hann yfirleitt jafnframt greiðslu- seðill fyrir fyrsta gjalddaga fast- eignagjalda ár hvert. Kvittanir þarf vegna greiðslu fasteignagjaldanna.  Brunabótamatsvottorð – Vott- orðin fást hjá því tryggingafélagi, sem eignin er brunatryggð hjá. Vott- orðin eru ókeypis. Einnig þarf kvitt- anir um greiðslu brunaiðgjalda. Ef fá þarf nýtt brunabótamat á fasteign, þarf að snúa sér til Fasteignamats ríksins og biðja um nýtt brunabóta- mat.  Hússjóður – Hér er um að ræða yfirlit yfir stöðu hússjóðs og yfirlýs- ingu húsfélags um væntanlegar eða yfirstandandi framkvæmdir. Formað- ur eða gjaldkeri húsfélagsins þarf að útfylla sérstakt eyðublað Félags fast- eignasala í þessu skyni.  Afsal – Afsal fyrir eign þarf að liggja fyrir. Ef afsalið er glatað, er hægt að fá ljósrit af því hjá viðkom- andi sýslumannsembætti og kostar það nú kr. 100. Afsalið er nauðsyn- legt, því að það er eignarheimildin fyrir fasteigninni og þar kemur fram lýsing á henni.  Kaupsamningur – Ef lagt er fram ljósrit afsals, er ekki nauðsynlegt að leggja fram ljósrit kaupsamnings. Það er því aðeins nauðsynlegt í þeim tilvikum, að ekki hafi fengist afsal frá fyrri eiganda eða því ekki enn verið þinglýst.  Eignaskiptasamningur – Eigna- skiptasamningur er nauðsynlegur, því að í honum eiga að koma fram eignarhlutdeild í húsi og lóð og hvernig afnotum af sameign og lóð er háttað.  Umboð – Ef eigandi annast ekki sjálfur sölu eignarinnar, þarf umboðs- maður að leggja fram umboð, þar sem eigandi veitir honum umboð til þess fyrir sína hönd að undirrita öll skjöl vegna sölu eignarinnar.  Yfirlýsingar – Ef sérstakar kvaðir eru á eigninni s. s. forkaupsréttur, umferðarréttur, viðbyggingarréttur o. fl. þarf að leggja fram skjöl þar að lútandi. Ljósrit af slíkum skjölum fást yfirleitt hjá viðkomandi fógetaemb- ætti.  Teikningar – Leggja þarf fram samþykktar teikningar af eigninni. Hér er um að ræða svokallaðar bygg- ingarnefndarteikningar. Vanti þær má fá ljósrit af þeim hjá bygging- arfulltrúa. Kaupendur  Þinglýsing – Nauðsynlegt er að þinglýsa kaupsamningi strax hjá við- komandi sýslumannsembætti. Það er mikilvægt öryggisatriði. Á kaup- samninga v/eigna í Hafnarfirði þarf áritun bæjaryfirvalda áður en þeim er þinglýst.  Greiðslustaður kaupverðs – Al- gengast er að kaupandi greiði af- borganir skv. kaupsamningi inn á bankareikning seljanda og skal hann tilgreindur í söluumboði.  Greiðslur – Inna skal allar greiðslur af hendi á gjalddaga. Selj- anda er heimilt að reikna drátt- arvexti strax frá gjalddaga. Hér gildir ekki 15 daga greiðslufrestur.  Lánayfirtaka – Tilkynna ber lán- veitendum um yfirtöku lána.  Lántökur– Skynsamlegt er að gefa sér góðan tíma fyrir lántökur. Það getur verið tímafrekt að afla tilskil- inna gagna s. s. veðbókarvottorðs, brunabótsmats og veðleyfa.  Afsal – Ef skjöl, sem þinglýsa á, hafa verið undirrituð samkvæmt um- boði, verður umboðið einnig að fylgja með til þinglýsingar. Ef eign er háð ákvæðum laga um byggingarsam- vinnufélög, þarf áritun bygging- Minnisblað

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.