Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 1
2002 ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
ÞJÁLFARI BRASILÍU SENDIR PELE TÓNINN / B4
Upphæðin gæti átt eftir aðhækka en það fer eftir því
hversu marga leiki Ferdinand leik-
ur fyrir United og árangri liðsins.
United greiðir Leeds helming upp-
hæðarinnar þegar í stað og hinn
helminginn að ári liðnu. Um 520
milljónir gætu átt eftir að bætast
inn á bankareikning Leeds á
næstu fjórum árum ef Ferdinand
leikur með United út umræddan
samningstíma. „Ég tel að þetta sé
skref í rétta átt og ég vonast til
þess að bæta mig sem leikmaður
hjá United. Þetta var ekki auðveld
ákvörðun fyrir mig en tækifæri
sem þetta bjóðast ekki oft og því
fannst mér að ég yrði að grípa það
með báðum höndum. Ég yfirgef
frábært félag og ég met mikils það
sem Leeds hefur gert fyrir mig, en
félagið tók mikla áhættu með því
að kaupa mig til félagins,“ sagði
Ferdinand á blaðamannafundi á
Old Trafford í gær. Sir Alex
Ferguson, knattspyrnustjóri Unit-
ed, var ekki síður ánægður með
liðsstyrkinn: „Þetta var erfitt því
Leeds er stórt félag og Ferdinand
átti fjögur ár eftir af samningi sín-
um, en stjórn United vildi fá hann
til félagsins jafn ákaft og ég og
hver myndi ekki vilja það? sagði
Ferguson og bætti við að Ferdin-
and hefði hæfileika til þess að
verða besti varnarmaður í heimi:
„Ég kom auga á hann fyrir mörg-
um árum. Hann er 23 ára og hefur
margt til brunns að bera. Við von-
umst til þess að hann muni þrosk-
ast sem leikmaður hjá okkur og
eigi eftir að verða besti miðvörður
í heimi.“
Reuters
Rio Ferdinand heldur á peysu Man. Utd. á Old Trafford í gær.
Rio Ferdinand
í raðir Man. Utd.
ENSKI landsliðsmiðvörðurinn Rio Ferdinand undirritaði í gær fimm
ára samning við Manchester Uinted og er því orðinn dýrasti leik-
maður ensku úrvalsdeildarinnar í annað sinn á ferlinum. Ferdinand
er 23 ára gamall og borgar Man. Utd. ríflega 3,9 milljarða íslenskra
króna fyrir starfskrafta hans en hann hafði farið fram á að vera
seldur frá Leeds.
Sóst eftir
leikjum við
Júgóslava
og Rússa
GUÐMUNDUR Þ. Guð-
mundsson, landsliðsþjálfari í
handknattleik, hefur kannað
áhuga Júgóslava á að koma
hingað til lands og leika tvo
til þrjá landsleiki í byrjun
næsta árs fyrir heimsmeist-
aramótið í handknattleik.
Komi Júgóslavar ekki er ekki
loku fyrir það skotið að Rúss-
ar mæti þess í stað með sveit
sína hingað til lands. Guð-
mundur bindur miklar vonir
við að Júgóslavar taki boðinu
og væntir hann formlegs
svars frá þeim á næstu dög-
um. „Zoran Zivkovic, lands-
liðsþjálfari Júgóslava, tók vel
í hugmynd mína um lands-
leiki þegar ég talaði við hann
en formlegt svar hefur ekki
borist enn.“
EIÐUR Smári Guðjohnsen var á ný
orðaður við ensku stórliðin Man-
chester United og Arsenal í enskum
fjölmiðlum um helgina. Að þessu
sinn var það Sunday Mirror sem
birti ítarlega grein um Eið Smára og
meintan áhuga stórveldanna á hon-
um, og segir að þau muni heyja
harða baráttu um að fá hann í sínar
raðir.
Rétt eins og fyrr í þessum mánuði
var sagt að Alex Ferguson, knatt-
spyrnustjóri Manchester United, liti
á Eið Smára sem ákjósanlegan fram-
herja við hliðina á Ruud van Nist-
elrooy. Hjá Arsenal sé hinsvegar
horft til íslenska landsliðsmannsins
sem arftaka Dennis Bergkamps. Þá
er sagt að Gerard Houllier hjá Liver-
pool hafi líka áhuga en hendur hans
séu bundnar í bili því það fjármagn
sem hann hafi til umráða sé ætlað í
kaup á leikmönnum í aðrar stöður.
Í grein Sunday Mirror er enn-
fremur sagt frá áhuga þriggja ann-
arra úrvalsdeildarfélaga, Blackburn,
Sunderland og Tottenham, einnig
Roma á Ítalíu og Atletico Madrid.
Eiður enn
orðaður
við United
og Arsenal