Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 B 3  ÍVAR Ingimarsson lék allan leik- inn í vörninni með Úlfunum, þegar þeir máttu sætta sig við tap í sínum öðrum æfingaleik í Portúgal, fyrir Maritimo, 1:0.  REINHARD Strumpf var í gær vikið úr starfi yfirþjálfara þýska liðs- ins Kaiserslautern. Strumpf stýrði liðinu til 7. sætis í þýsku úrvalsdeild- inni á síðustu leiktíð en hann var hægri hönd Andreas Brehme, knatt- spynrustjóra. Strumpf hafði verið yfirþjálfari í tvö en kom til liðsins fyrir fimm árum sem einn þjálfara þess. Ekkert var gefið upp í gær- kvöldi af hverju Strumpf var sagt upp en hann átti enn eftir tvö ár af starfssamningi sínum við félagið.  DAVID Moyes, knattspyrnustjóri Everton, er að reyna að fá Richard Wright, varamarkvörð Arsenal, til liðs við sig er tilbúinn að greiða fimm millj. punda fyrir hann. Ekki er þó líklegt talið að Arsenal láti vara- markvörð sinn fara.  JACQUES Santini, nýráðinn landsliðsþjálfari Frakka ætlar að kalla á alla sína sterkustu leikmenn til að leika vináttuleik við Túnis 21. ágúst, aðeins tveimur dögum áður en Chelsea og Man. Utd. mætast í deildarleik á Stamford Bridge.  JAPP Stam, leikmaður Lazio seg- ir það ekki koma til greina að hann fari til Leeds nú þegar Rio Ferdin- and hefur verið seldur frá félaginu til Manchester United. Vitað er að for- ráðamenn Leeds renna nú hýru auga til hollenska varnarjaxlsins. Stam segist aldrei ætla að leika að nýju í ensku úrvalsdeildinni, en hann yfir- gaf Manchester United í byrjun síð- ustu leiktíðar með miklum hvelli.  GRAEME Souness hefur fram- lengt samning sinn við Blackburn til vorsins 2006. Souness segir ekki koma til greina að selja Damien Duff nema eitthvert félag bjóði a.m.k. 20 millj. punda í sóknarmanninn knáa, sem nokkur félög langar til þess að krækja í. FÓLK Íþróttir geta verið ósanngjarnar ogKeflvíkingar fengu að finna fyrir því í gærkvöldi. Þeir voru atkvæða- meiri allan leikinn en það hvorki gekk né rak hjá þeim þeg- ar þeir komust í ná- munda við mark Framara. Haukur Ingi Guðnason, besti maður Keflvíkinga, átti frá- bært skot frá vítateigshorninu, skrúfaði boltann í markstöngina fjær. Þetta gerðist á 27. mínútu og þremur mínútum síðar kom fyrsta markið. Há sending kom frá miðlínu vinstra megin. Andri Fannar Ott- ósson stökk upp með varnarmanni Keflvíkinga og náði að skalla. Annar varnarmaður stökk upp og ætlaði að skalla frá en Kristján Brooks, sem virtist rangstæður, ýtti við varnar- manninum þannig að knötturinn barst til Thomasar Rutters sem skoraði úr markteignum vinstra megin. Markið var gegn gangi leiksins því þó svo Fram hefði fengið eitt og eitt færi höfðu gestirnir fengið enn fleiri. Adolf Sveinsson fékk dauða- færi á 36. mínútu en mokaði bolt- anum yfir markið rétt utan mark- teigs þegar auðveldara virtist að leggja hann í markið. Thomas átti síðan flott langskot hinum megin mínútu síðar og mínútu eftir það kom annað markið. Kristján Brooks, sem þakkaði fyrir að vera í byrjunarliði Fram í fyrsta sinn, fékk boltann fyrir innan vörn Keflvíkinga, brunaði upp og skoraði. Kristján var kolrangstæður en línuvörðurinn missti einhverra hluta vegna af þessu og markið stóð þrátt fyrir að Keflvíkingar væru eðlilega mjög ósáttir. „Það er aldrei talað um hvernig dómararnir dæma og þið verðið að fara að tala um þetta,“ sagði Kjart- an Másson, þjálfari Keflvíkinga, mjög ósáttur eftir leikinn. „Við vor- um miklu betri og fengum alveg helling af færum en við getum sjálf- um okkur um kennt að hafa ekki nýtt þau. Ég held svei mér þá að ég hafi aldrei fengið svona mörg færi í leik,“ sagði Kjartan. Mikið rétt hjá honum og færi Keflvíkinga urðu miklu fleiri, Fram- arar björguðu á marklínu og Gunn- ar varði vel einu sinni áður en Framarar skutust í eina sókn og skoruðu fallegt mark. Kristján komst í gegn hægra megin, náði skoti sem Ómar Jóhannsson varði en boltinn fór út á hægri kant þar sem Kristján náði honum og gaf fyr- ir. Daði Guðmundsson kastaði sér fram og skallaði fallega í bláhornið. Staðan orðin 3:0 og komu öll mörkin gegn gangi leiksins! Stórskotahríð Keflvíkinga hélt áfram en það var sama hver átti í hlut hjá þeim, boltinn vildi hreinlega ekki í netið, enda vörðust Framarar fimlega. Adolf minnkaði muninn á 75. mínútu með skoti rétt utan markteigshornsins vinstra megin. Lengra komust gestirnir ekki. „Þetta var nokkuð sérstakur leik- ur,“ sagði Kristinn R. Jónsson, þjálfari Fram, brosandi í leikslok. „Mér fannst við heldur sterkari í fyrri hálfleik þó svo þeir fengju góð færi. Í þeim síðari vorum við undir allan tímann og heppnir að fá ekki á okkur fleiri mörk,“ sagði Kristinn. Spurður um óskamótherja í und- anúrslitunum sagði hann það ekki skipta máli, það væru bara sterk lið eftir. En Fram er eina liðið sem fær heimaleik, sama hvernig dregið verður í dag. „Já, þú segir það. Við höfum nú ekki litið á Laugardals- völlinn sem sérstakan heimavöll,“ sagði þjálfarinn. Morgunblaðið/Arnaldur Framarar höfðu ærna ástæðu til að fagna sigri á Keflavík í gærkvöldi. Gestirnir sóttu og sóttu en Framarar sigruðu. Ekki nóg að sækja og sækja EINHVER undarlegustu úrslit sumarsins litu dagsins ljós í átta liða úrslitum bikarkeppninnar í knattspyrnu í gærkvöldi. Fram tók á móti Keflavík og þrátt fyrir að sækja mun meira, fá mun fleiri mark- tækifæri og vera talsvert sterkara liðið á vellinum tókst gestunum ekki að sigra, lentu 3:0 undir en minnkuðu muninn seint í síðari hálfleik. Keflavík er því úr leik en Framarar komnir áfram í keppn- inni og verða eina liðið sem fær heimaleik því undanúrslitaleikir keppninnar verða báðir leiknir á Laugardalsvelli, heimavelli Fram. Skúli Unnar Sveinsson skrifar Arnar til Dundee United? SVO kann að fara að knattspyrnumaðurinn Arnar Gunnlaugsson leiki með skoska úrvalsdeild- arliðinu Dundee United á laugardaginn í æfingaleik gegn Coventry, en Arnar er að leita fyrir sér um þessar mundir með samn- ing við félög á Bretlands- eyjum. Í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi staðfesti Arnar að þetta boð hefði borist frá Dun- dee United og hann biði staðfestingar frá umboðs- manni sínum á því hvort af þessu yrði. Reiknaði hann með að þetta skýrð- ist á næstu klukkustund- um. Arnar hefur verið samningslaus síðan skammtímasamningur hans við Stoke City rann út upp úr miðjum maí. Verði af ferð Arnars heldur hann til Skotlands á morgun og æfir með lið- inu áður en að leiknum kemur. Arnar vildi ekk- ert gefa út á hvort honum stæði til boða samningur við Dundee Utd. Um slíkt hefði ekki verið rætt. Að öðru leyti kvað hann ekk- ert annað vera í bígerð hjá sér. Fyrri hálfleikur var tíðindalítill enEyjamenn sóttu meira og besti maður norðanmanna, markvörðurinn Þorvaldur Þorsteins- son, varði nokkrum sinnum mjög vel. Gestirnir áttu þó sín færi en Birkir Krist- insson sá við þeim. Eyjamenn voru klaufar að skora ekki undir lok fyrri hálfleiks, fyrst er Gunnar Heiðar Þor- varldsson átti gott skot úr miðjum teig sem Þorvaldur varði frábærlega og svo fékk Atli dauðafæri, einn fyrir opnu marki en hitti ekki boltann. Það var ekki fyrr en á 64. mín. að eitthvað markvert gerðist er Gunnar Heiðar fékk góða sendingu inn fyrir vörn norðanmanna og átti ágætis skot sem Þorvaldur varði. Skömmu síðar lék Unnar Hólm á varnarmann og var svo felldur af öðrum á vítateigshorni og réttilega dæmd vítaspyrna sem Bjarnólfur skoraði úr. Á 79. mín. sló Heiðar Gunnólfsson Atla Jóhannsson og leit rauða spjaldið fyrir vikið. Eyjamenn voru heppnir undir lok- in að norðanmenn jöfnuðu ekki er sóknarmaður þeirra fékk gott færi í miðjum teig en hitti boltann illa. Eyjamenn léku án Tómasar Inga Tómassonar og Páls Almarssonar, sem voru í banni, en Kjartan Antons- son kom inn á ný eftir meiðsli. Þá hafa Eyjamenn fengið danskan leikmann, Niles Bo Daugaard, og lofar hann góðu. „Ég er mjög ánægður með leik okkar, við fengum ágætis færi en boltinn datt ekki okkar megin. Við höfðum trú á að við gætum sigrað en það er gríðarlega erfitt að koma til Eyja og sigra. Okkur fannst vítið al- gjör gjöf en þeir áttu skilið að sigra, þótt þeir sýndu engan stjörnuleik. En það var mjög gaman að koma hér og spila við góðar aðstæður,“ sagði Jón Örvar Eiríksson, fyrirliði Leifturs/ Dalvíkur. Sanngjarnt í Eyjum ÍBV komst í gær í undanúrslit bikarkeppninnar með því að leggja Leiftur/Dalvík 1:0 og gerði Bjarnólfur Lárusson mark heimamanna úr vítaspyrnu í síðari hálfleik. Helgi Bragason skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B (23.07.2002)
https://timarit.is/issue/250755

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B (23.07.2002)

Aðgerðir: