Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 8
HEINER Brand, landsliðsþjálfari Þýskalands í handknattleik, segir að Þjóðverjar hafi verið mjög heppnir þegar dregið var í riðla fyr- ir heimsmeistarakeppnina í hand- knattleik. Íslendingar verði erfiðir en aðrar þjóðir ættu ekki að reynast þýska liðinu mikil fyrirstaða. „Íslendingar eru mjög erfiðir andstæðingar. Í Evrópukeppninni í Svíþjóð voru þeir með besta liðið fram að undanúrslitunum. En það lá alltaf fyrir að við myndum fá að minnsta kosti einn erfiðan and- stsæðing í riðlakeppninni. Á þess að gera lítið úr öðrum liðum í riðlinum eigum við að hafa yfirhöndina gegn þeim. Portúgalar munu eflaust setja pressu á önnur lið á eigin heimavelli en verða um leið undir mikilli pressu sjálfir. Við höfum góða reynslu af að spila gegn gest- gjöfum og sýndum það meðal ann- ars á HM í Egyptalandi,“ sagði Heiner Brand við netmiðilinn Hand- ball-World eftir að niðurstaðan lá fyrir. Ísland er erfiðasti mótherjinn Fjórar efstu þjóðirnar í riðlinumkomast áfram en nú hefur keppnisfyrirkomulaginu verið breytt. Útsláttarkeppni 16 liða hefur verið felld niður og í staðinn taka við fjórir milliriðlar. Ísland fer í milliriðil ásamt einu öðru liði úr B-riðli og tveimur úr A-riðlinum. Hann skipa Túnis, Spánn, Júgóslavía, Kúveit, Marokkó og Pól- land. Liðin í 1. og 4. sæti A-riðils fara í milliriðil með liðunum í 2. og 3. sæti B- riðils, og hinn riðilinn skipa liðin í 1. og 4. sæti B-riðils og liðin í 2. og 3. sæti A-riðils. Sigurliðin í milliriðlunum fjórum leika síðan til úrslita um heimsmeist- aratitilinn en liðin í öðru sæti spila um sæti 5–8. Þar verður ekki síður mikið í húfi því 7 efstu liðin tryggja sér sæti á Ólympíuleikunum í Aþenu árið 2004. Í milliriðli er líklegt að íslenska liðið mæti annaðhvort Spánverjum eða Júgóslövum, og annaðhvort Túnis eða Póllandi. Það sleppur hins vegar við sterkar þjóðir, Svía, Rússa, Frakka, Dani, Króata, Slóvena og Egypta, sem allar eru í hinum tveimur riðl- unum, C og D. Á pappírunum eiga Þjóðverjar að vera með sterkasta liðið í B-riðli en þeir léku mjög vel í Evrópukeppninni í Svíþjóð snemma á þessu ári og fengu þar silfurverðlaunin eftir naumt tap gegn Svíum í framlengdum úrslita- leik. Íslendingar náðu þó að sigra Þjóðverja í milliriðli keppninnar og unnu þá tvívegis í æfingaleikjum skömmu áður en hún hófst. Portúgalir leika á heimavelli og verða af þeim sökum erfiðari and- stæðingur en ella. Íslendingar og Portúgalar þekkjast vel eftir viður- eignir landsliða og félagsliða þjóð- anna á undanförnum árum. Ísland vann Portúgal, 22:19, í miklum bar- áttuleik í HM í Frakklandi á síðasta ári. Portúgalar hafa lengi haft það að markmiði að ná hámarksárangri í heimsmeistarakeppninni á eigin heimavelli. Katar fór illa með Suður-Kóreu Katar leikur í fyrsta skipti í loka- keppni HM eftir að hafa náð þriðja sætinu í undankeppninni í Asíu. Þar töpuðu Katarmenn 19:18 fyrir Kúveit í riðlakeppninni en sigruðu Íran 26:23 og Bahrain 14:7. Í undanúrslitum komu þeir heldur betur á óvart með því að bursta lið Suður-Kóreu, 38:23, og þar með var HM-sætið í höfn. Í úr- slitaleik keppninnar biðu þeir síðan aftur lægri hlut fyrir Kúveit, nú 29:25. Auðveld undankeppni Ástrala Ástralar leika einnig í fyrsta skipti í lokakeppni HM en fulltrúi frá Eyja- álfu komst nú þangað í fyrsta skipti án þess að þurfa að fara í gegnum undankeppni með Asíuþjóðum. Brautin var bein fyrir Ástrala því þeir voru ekki í vandræðum með að sigra hin tvö liðin í álfunni; lið Cook-eyja með 35:7 og lið Vanuatu með 51:14. Ástralar léku í handknattleikskeppni Ólympíuleikanna í Sydney árið 2000, sem gestgjafar. Þar töpuðu þeir fyrir Svíþjóð 23:44, Spáni 23:39, Slóveníu 20:33, Túnis 24:34, Frakklandi 16:28, og loks fyrir Kúbu í leik um 11. sætið, 24:26. Grænland með í annað skipti Grænlendingar eru með í loka- keppni HM í annað skipti en þeir komu inn í keppnina 2001 á síðustu stundu þegar Kúba hætti við þátt- töku. Nú tryggðu þeir sér sætið sjálfir með því að verða númer þrjú í und- ankeppninni í Ameríku. Í riðlakeppn- inni þar unnu þeir Bandaríkin 24:20, Paraguay 30:15 og Chile 25:16. Í und- anúrslitum biðu þeir lægri hlut fyrir Brasilíu, 25:21, en unnu síðan stórsig- ur á Bandaríkjamönnum, 27:7, í úr- slitum um þriðja sætið. Grænlendingar unnu einmitt Bandaríkin á HM í Frakklandi í fyrra, þá 26:18. Öðrum leikjum töp- uðu þeir, 15:25 fyrir Króatíu, 16:31 fyrir Spáni, 20:27 fyrir Suður-Kóreu og 8:39 fyrir Þýskalandi. Dregið í riðla fyrir lokakeppni HM í handknattleik í Portúgal Silfurlið EM og gest- gjafarnir í riðli Íslands ÍSLAND leikur í B-riðli með Þýskalandi, Portúgal, Katar, Ástralíu og Grænlandi í heims- meistarakeppninni í handknatt- leik sem fram fer í Portúgal á næsta ári. Silfurlið Þjóðverja frá Evrópumótinu í vetur og gest- gjafarnir sjálfir verða erfiðu hindranirnar í þessum riðli en hinar þrjár þjóðirnar eiga að öllu óbreyttu að vera íslenska liðinu lítil fyrirstaða. Dregið var í riðla í Portúgal á laugardagskvöldið og fór athöfnin fram um borð í snekkju sem sigldi um ána Tejo, en hún rennur í gegnum höf- uðborgina Lissabon. Morgunblaðið/Ásdís Patrekur Jóhannesson og samherjar hans í íslenska landslið- inu mæta þjóðum sem Ísland hefur ekki áður leikið landsleik við – Ástralíu og Katar. Riðlarnir í loka- keppni HM í hand- knattleik í Portúgal 2003 eru þannig skipaðir: A-riðill: Túnis Spánn Júgóslavía Kúveit Marokkó Pólland B-riðill: Þýskaland Ísland Portúgal Katar Ástralía Grænland C-riðill: Frakkland Rússland Króatía Sádi-Arabía Ungverjaland Argentína D-riðill: Svíþjóð Danmörk Alsír Egyptaland Slóvenía Brasilía Riðlarnir á HM „ÉG er ágætlega sáttur við þenn- an riðil sem er skipaður sterkum þjóðum jafnt sem minni spámönn- um sem við þekkjum minna en verðum eigi að síður að taka al- varlega,“ sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson, landsliðþjálfari í handknattleik um andstæðinga ís- lenska landsliðsins á heimsmeist- aramótinu í Portúgal í byrjun næsta árs. „Það verður okkar markmið að tryggja okkur áframhaldandi þátttöku í sextán liða úrslitum keppninnar á sannfærandi hátt, það er að vera eins ofarlega í riðl- inum og kostur er á, slíkt hjálpar okkur með andstæðinga í 16 liða úrslitum,“ segir Guðmundur sem varar við of mikill bjartsýni þrátt fyrir að vel hafi gengið á Evr- ópumeistaramótinu fyrr á þessu ári. „Nú líður eitt ár á milli stór- móta og þótt okkur hafi gengið vel á því síðasta þá er það ekki sjálfgefið að það takist aftur á því næsta. Menn verða að vera ein- beittir í hverjum einasta leik þótt fyrirfram sé talið að Katar, Græn- land og Ástralíu séu í hópi lakari þjóða, menn mega ekki gleyma að þessar þjóðir verður að vinna eins og aðrar og það helst á sannfær- andi hátt.“ Fyrirfram telur Guðmundur að aðalkeppnin í riðlinum verði við Þjóðverja og gestgjafa Portúgala. „Okkur hefur gengið vel gegn Þjóðverjum upp á síðkastið og fyrir vikið er ljóst að þeir munu kom mjög einbeittir til leiks á móti okkar. Þá er alveg ljóst að Portúgalar verða erfiðir. Auk þess að vera á heimavelli þá er lið þeirra skipað liprum og snöggum leikmönnum sem eru til alls vísir. Ég sá þá meðal annars leika vel gegn Svíum á EM í Svíþjóð.“ Þrátt fyrir að andstæðingarnir í riðlakeppni HM séu ekki á meðal sterkari handknattleiksþjóða seg- ist Guðmundur ekki ætla að haga undirbúningi í stórum dráttum öðruvísi en fyrir EM í Svíþjóð. Áfram verði haldið fast við þá stefnu að leika undirbúningsleiki gegn eins öflugum andstæðingum og kostur er á. Undirbúningurinn hefjist fyrir alvöru með þátttöku í heimsbikarmótinu í Svíþjóð 29. október til 3. nóvember nk. þar sem leikið verði gegn mörgum öflugustu handknattleikslands- liðum heims. Síðan er verið að leita fleiri verkefna fram að HM. „Ég sé enga ástæðu til þess að hverfa frá þeirri stefnu að leika gegn sterkum þjóðum. Aðeins með slíkum þjóðum sjáum við hvar við stöndum hverju sinni og getum þannig fylgst með hvar skóinn kreppir hverju sinni. Þessi stefna okkar er sú vænlegast til árangurs að mínu mati,“ segir Guðmundur. Aðspurður sagðist Guðmundur geta tekið undir það að of mikið væri af lakari þjóðum með á heimsmeistaramótum og sín skoð- un væri sú að betra væri að hafa 16 þátttökuþjóðir í stað 24 nú. „Það verður hins vegar að horfa til þess að forsvarsmenn Alþjóða handknattleikssambandsins vilja breiða út íþróttina. Einn liðurinn í því er að gefa lakari þjóðum tæki- færi á að taka þátt í heimsmeist- aramótinu,“ segir Guðmundur sem telur að riðill Íslands hefði getað orðið öðruvísi þar sem Pól- verjar, Ungverjar og Króatar hefðu getað dregist gegn Íslandi í stað Katar, Ástralíu og Grænlend- inga, svo dæmi sé tekið. „Svona er þetta að þessu sinni og við er- um sáttir þótt við vitum lítt um þessar þrjár síðasttöldu þjóðir.“ Er ágæt- lega sáttur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B (23.07.2002)
https://timarit.is/issue/250755

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B (23.07.2002)

Aðgerðir: