Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 2
ÍÞRÓTTIR 2 B ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ  VILHJÁLMUR R. Vilhjálmsson, knattspyrnumaður úr Stjörnunni, skoraði sitt fimmta mark úr auka- spyrnu á þessu tímabili þegar lið hans gerði jafntefli, 2:2, við Sindra í 1. deildinni. Vilhjálmur gerði sig- urmarkið gegn Sindra, 1:0, í fyrri umferðinni á sama hátt og gerði síðan óvenjulega þrennu úr auka- spyrnum þegar Stjarnan gerði jafntefli, 3:3, við ÍR.  VILHJÁLMUR sýndi einnig svip- uð tilþrif þegar hann lék með Xiang Xue í úrvalsdeildinni í Hong Kong síðasta vetur. Þá skoraði hann þrí- vegis úr aukaspyrnum fyrir lið sitt.  ÓLAFUR Gottskálksson var fyr- irliði enska knattspyrnuliðsins Brentford á laugardaginn þegar það vann utandeildafélagið Maiden- head, 2:0, í æfingaleik. Ólafur hafði lítið að gera í markinu en bjargaði þó einu sinni vel snemma í leiknum.  ATLI Sveinn Þórarinsson og fé- lagar í Örgryte eru áfram efstir í sænsku úrvalsdeildinni í knatt- spyrnu eftir jafntefli, 1:1, við Sundsvall á útivelli á sunnudaginn. Atli, sem spilaði þrátt fyrir veikindi vegna skordýrabits alla vikuna á undan, var tekinn af velli á 75. mín- útu. Þá var fækkað í vörninni eftir að Sundsvall komst yfir og Bras- ilíumaðurinn Afonso Alves náði að jafna fyrir Örgryte áður en yfir lauk.  STEINGRÍMUR Jóhannesson, sóknarmaður Fylkis, skoraði á sunnudaginn sitt 20. mark í bikar- keppni KSÍ þegar Árbæingar lögðu ÍA, 4:1. Steingrímur hefur skorað í öllum þremur umferðum bikarsins í ár, eitt mark í hverri.  ÓLAFUR B. Lárusson, sem þjálf- að hefur handknattleikslið Gróttu/ KR í karlaflokki undanfarin ár, hef- ur ákveðið að taka sér hlé frá þjálf- un meistaraflokks karla á næstu leiktíð. Þess í stað ætlar Ólafur að þjálfa 2. og 3. flokk karla hjá Aftur- eldingu og hefur gert samning við félagið þar um.  FJÓRIR íslenskir skíðamenn dvelja í æfingabúðum á Kaprun- jökli í Austurríki 21.–28. júlí. Búð- irnar eru á vegum Alþjóðaskíða- sambandsins og eru ætlaðar efnilegu skíðafólki frá smáþjóðum í íþróttinni. Ísland á fulltrúa í búð- unum í fjórða skipti en þau sem fara eru Elvar Þrastarson úr Fram, Guðrún Jóna Arinbjarnar- dóttir úr Víkingi og þau Andri Már Kjartansson og Kristín Birna Inga- dóttir úr Breiðabliki.  SVEINN Margeirsson, hlaupari úr Tindastóli, kom fyrstur í mark í 1.500 m og 3.000 m hlaupi á Valbo- leikunum í Gävle um helgina. Sveinn hljóp 1.500 m á 3.56,01 mín., og var hálfri fimmtu sekúndu á undan næsta manni. Í 3.000 m hlaupinu kom Sveinn í mark á 8.29,38 og var um 15 sekúndum á undan lettneskum hlaupara sem var annar í mark.  ÞORSTEINN Ingvarsson, úr HSÞ, bætti Íslandsmetið í lang- stökki í 14 ára flokki á Meistara- móti Íslands 12 til 14 ára sem fram fór á Dalvík um helgina. Þorsteinn stökk 6,16 m og bætti fyrra met um 5 cm.  PÉTUR Freyr Pétursson, ellefu ára kylfingur úr GR, verður á meðal keppenda á heimsmeistaramóti US Kids Golf í Williamsburg í Virginia í Bandaríkjunum 31. júlí.  ERIK Solér, umboðsmaður og fyrrverandi norskur landsliðsmað- ur í knattspyrnu, ráðleggur Espen Johnsen, hinum efnilega markverði hjá Rosenborg, að yfirgefa félagið sem fyrst. Johnsen fær engin tæki- færi með aðalliði norsku meistar- anna vegna frammistöðu Árna Gauts Arasonar. „Espen verður að komast að hjá aðalliði í efstu deild. Hann staðnar bara á að spila með varaliði í 2. deild,“ sagði Solér við norska blaðið Fædrelandsvennen. FÓLK Aðstæður voru góðar á Akureyriog heimamenn byrjuðu vel. Dean Martin átti gott skot rétt fram hjá marki Breiða- bliks á 4. mínútu og á 6. mínútu sneri Elm- ar Dan Sigþórsson sér óvænt við utan vítateigs og skaut að marki þegar flestir bjuggust við sendingu til hægri. Knötturinn skoppaði yfir Gísla Einarsson í markinu og í netið. Staðan 1:0. Hreinn Hringsson skap- aði sér gott færi á 12. mínútu en hitti ekki markið. Fyrsta sókn Breiðabliks kom á 15. mínútu er Árni Kristinn Gunnarsson sendi fyrir á Ívar Jónsson sem skall- aði yfir mark KA. Blikar hresstust nokkuð eftir þetta og spiluðu allvel um tíma. Á 25. mín. sneru heima- menn blaðinu við og Ásgeir Ásgeirs- son átti þá fallega sendingu inn á Neil McGowan sem skallaði knöttinn laglega í netið af stuttu færi. Þar með voru KA-menn komnir í ákjós- anlega stöðu, 2:0, og litlu munaði að Elmar Dan bætti við marki undir lok hálfleiksins. Blikar fengu fyrsta færið í seinni hálfeik þegar Hörður Bjarnason hugðist lauma knettinum fram hjá Þórði Þórðarsyni en án árangurs og eftir þetta var nánast allur vindur úr gestunum. KA-menn fengu allgóð færi og réðu ferðinni. Steingrímur Eiðsson innsiglaði góðan sigur með marki af stuttu færi á 88. mínútu. KA-liðið lék vel í leiknum og liðið hefur verið að leika æ betur eftir því sem liðið hefur á sumarið. Vörnin var afar traust með Kristján Sigurðsson fremstan í flokki. Þá vakti Örn Kató Hauksson verðskuldaða athygli sem hægri bakvörður. Miðjan var áber- andi. Ásgeir Ásgeirsson átti stórleik og félagar hans þar sýndu oft góða takta, ekki síst Neil McGowan og Dean Martin á köntunum. Hreinn og Elmar unnu vel frammi. Blikar náðu aldrei fullum dampi. Hákon Sverr- isson var nokkuð lunkinn við að byggja upp spil meðan þrek entist og Ívar Jónsson var duglegur á miðj- unni en liðið hefði þurft að spila traustari og markvissari varnarleik. „Þetta var frekar dapurt hjá okk- ur. Við fengum mark á okkur allt of snemma. Það hefði verið betra að hanga á núllinu fram í seinni hálfleik enda lögðum við upp með það að bakka og halda jöfnu sem lengst. Við vorum of værukærir og áttum erfitt með að rífa okkur upp eftir hafa fengið á okkur tvö mörk,“ sagði Há- kon Sverrisson, fyrirliði Breiðabliks. Gott hljóð var í Þorvaldi Örlygs- syni, þjálfara KA, eftir leikinn. „Það er gaman að vera kominn í undan- úrslit annað árið í röð og við vonum svo sannarlega að við komumst alla leið aftur. Þetta er mikil og skemmti- leg reynsla fyrir leikmennina. Mér fannst liðið vel stemmt og þetta er sennilega einn af betri leikjum KA á heimavelli í sumar,“ sagði Þorvaldur. Sannfærandi sigur KA KA-MENN unnu Breiðablik örugglega í 8 liða úrslitum bikarkeppn- innar á Akureyrarvelli sl. sunnudag. Lokatölur urðu 3:0. Sigurganga KA á þessum vettvangi heldur því áfram. Liðið er komið í undan- úrslit og er markmiðið að endurtaka leikinn frá síðasta sumri og komast í sjálfan úrslitaleikinn. Glímu Kópavogsbúa við Akureyr- arliðin er hins vegar lokið en Breiðablik komst þetta langt með því að leggja Þórsara að velli. Stefán Þór Sæmundsson skrifar Þeir byrjuðu reyndar ekki vel, þvírétt eins og í deildaleik liðanna í Árbænum á dögunum skoruðu Skagamenn strax. Kári Steinn Reynis- son kom þeim yfir á 6. mínútu með skoti af markteig eftir hornspyrnu og skot Guðjóns H. Sveinssonar að marki Fylkis, 0:1. Í umræddum deildaleik héldu Skaga- menn áfram og bættu við tveimur mörkum áður en heimamenn áttuðu sig, en í þetta skiptið voru þeir app- elsínugulu ekki tilbúnir í slíkt. Skaga- menn voru reyndar sterkari fyrstu 15 mínúturnar eða svo og áttu fleiri góð- ar sóknir, en síðan tók Fylkir smám saman völdin á vellinum. Eftir nokkra pressu jafnaði Steingrímur Jóhannesson metin á 25. mínútu, 1:1. Theódór Óskarsson tók hornspyrnu, Ólafur Þór, markvörður ÍA, varði frá Sævari Þór Gíslasyni af stuttu færi en Steingrímur var einu sinni sem oftar við öllu búinn í markteignum og sendi boltann í markið. Fylkir var með undirtökin áfram en ÍA átti sínar sóknir og úr einni slíkri varði Kjartan Sturluson vel úr dauðafæri frá Hirti Hjartarsyni. Rétt fyrir leikhlé komst Fylkir yfir, Hrafn- kell Helgason átti fyrirgjöf frá vinstri, boltinn fór yfir alla og hægra megin í vítateignum var Finnur Kol- beinsson. Hann sendi boltann með viðstöðulausu skoti í markhornið fjær, 2:1. Í þessari stöðu hefði mátt búast við þungri sókn Skagamanna í síðari hálfleik. Öðru nær. Fylkismenn voru ekki í neinum varnarhugleiðingum og hertu enn tök sín á leiknum. Strax á 50. mínútu komust þeir í 3:1 þegar Steingrímur sendi boltann fyrir frá hægri og Theódór renndi sér á hann í markteignum. Eftir þetta var öll spenna á bak og burt, Árbæingar réðu lögum og lofum á vellinum og aðeins slæm hittni þeirra í dauðafærum og frá- bær markvarsla Ólafs Þórs kom í veg fyrir að mörkin yrðu fleiri en fjögur. Það síðasta kom hálfri þriðju mínútu áður en flautað var af – snögg sókn, Theódór sendi boltann innfyrir, til hægri á Björn Viðar Ásbjörnsson vara- mann sem skoraði af stuttu færi, 4:1. Það var mikill og góður heildar- svipur á Fylkisliðinu í þessum leik. Vörnin var reyndar óörugg til að byrja með en vann sig út úr því. Finn- ur var í aðalhlutverki á miðjunni einu sinni sem oftar, gífurlega duglegur og stöðugt spilandi. Valur Fannar Gísla- son var firnasterkur sem hægri bak- vörður og spilar stöðuna sífellt betur. Raketturnar í sókninni, Theódór, Steingrímur og Sævar Þór, héldu mistækri Skagavörninni við efnið leikinn á enda, gífurlega fljótir og baráttuglaðir allir þrír, skiptu ört um stöður og voru líklegir til góðra verka í hvert sinn sem þeir fengu boltann. Ætlum að halda bikarnum í Árbænum „Við vorum staðráðnir í að sýna að síðasti leikur gegn Skagamönnum var bara slys. Reyndar eru þetta allt- af hörkuleikir gegn þeim og núna var viljinn meiri hjá okkur. Við börðumst af krafti og vorum það vel stemmdir að þegar þeir skoruðu var ég viss um að við myndum rífa okkur upp. Eftir að við náðum forystunni í leiknum var þetta engin spurning, við bökkuðum ekki eins og við höfum stundum átt til og sóttum af krafti til síðustu mínútu. Bikarinn er í Árbænum og þar ætlum við að halda honum. Eftir sigurinn í fyrra erum við komnir á bragðið og gerum allt til að halda sigurgöngunni áfram,“ sagði Finnur Kolbeinsson, fyrirliði Fylkis, við Morgunblaðið. Skagamenn voru hreinlega yfir- spilaðir, ef undan er skilinn upphafs- kafli leiksins. Þeir sýndu oft skemmtileg sóknartilþrif framan af, þar sem Bjarki Gunnlaugsson, Hjört- ur og Ellert Jón Björnsson komu mest við sögu. En þegar á leið slitnaði leikur liðsins í sundur, varnarmenn- irnir komu boltanum illa frá sér og miðjumennirnir týndust langtímum saman. Íslandsmeistararnir geta mikið betur en það er reyndar spurn- ing hvort nokkurt íslenskt lið hefði ráðið við Fylkismenn í þessum ham. Ferðaþreyta engin afsökun „Við lékum ágætlega fyrstu 10 mínúturnar og skoruðum gott mark. Þá var eins og menn héldu að sagan myndi endurtaka sig af sjálfu sér og við vorum ekki með í leiknum eftir það. Fylkismenn voru miklu ákveðnari og unnu öll návígi. Þegar við erum ekki í standi erum við sjálf- um okkur verstir eins og sást í þess- um leik. Það þýðir ekkert að afsaka sig með þreytu eftir Bosníuferðina, hér var bikarmeistaratitill í húfi og það hefði átt að duga til að spila bet- ur,“ sagði Gunnlaugur Jónsson, fyr- irliði ÍA. Meistararnir kaf- sigldir í Árbænum FYLKISMENN eru komnir í und- anúrslit bikarkeppninnar þriðja árið í röð eftir sannfærandi sig- ur á Íslandsmeisturum Skaga- manna, 4:1, í Árbænum í fyrra- kvöld. Þeir hafa aðeins tapað einum bikarleik á þessum þremur árum, gegn ÍBV í undan- úrslitunum haustið 2000, og hafa greinilega fullan hug og getu til að verja titilinn í ár. Mið- að við frammistöðuna í fyrra- kvöld verða Árbæingar í barátt- unni um báða stóru titlana uns yfir lýkur því þeir áttu stórgóðan leik og yfirspiluðu meistarana á löngum köflum, greinilega stað- ráðnir í að hefna fyrir ósigurinn gegn þeim á heimavelli í deild- inni á dögunum. Morgunblaðið/Jim Smart Þórhallur Dan Jóhannsson, Gunnar Þór Pétursson og Finnur Kolbeinsson fagna sigrinum á Skagamönnum og klappa fyrir áhorfendum í Árbæ. Víðir Sigurðsson skrifar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B (23.07.2002)
https://timarit.is/issue/250755

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B (23.07.2002)

Aðgerðir: