Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 4
ÍÞRÓTTIR 4 B ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐ  ÞAÐ þurfti bráðabana til að fá meistara á Akureyri um helgina. Sigurpáll G. Sveinsson og Ingvar Karl Hermannsson voru jafnir en í bráðabana hafði Sigurpáll betur. Hann lék einnig bráðabana í fyrra og vann þá Sigurð Ringsted.  ÓLÖF María Jónsdóttir varð meistari hjá Keili sjöunda árið í röð. Ólafur Már Sigurðsson sigraði í karlaflokki, hans fjórði sigur á sex árum.  GUNNAR Þorsteinsson, GOB, fór holu í höggi á 17. braut á Færeysk- um dögum í Ólafsvík á dögunum. Brautin er 96 metra löng og var þetta ánægjulegt fyrir Gunnar þar sem hann er tiltölulega nýbyrjaður í golfi.  VEÐRIÐ setti strik í reikninginn hjá mörgum á þriðja degi Opna breska golfmótsins. Rigning og nokkur vindur sló menn út af laginu. Tiger Woods, sem verður að bíða betri tíma til að vinna á öllum fjórum risamótum ársins, lék á 81 höggi, tíu yfir pari og er það versti hringur hans sem atvinnumanns.  WOODS náði sér vel á strik síðasta daginn og lék á 65 höggum, eða sex undir pari og endaði keppnina á pari.  COLIN Montgomerie gekk ekki eins vel, en hann lék á 74-64-84 og síðasta hringinn á 75, óneitanlega hefði serían verið flottari hefði hann leikið síðasta á 74 höggum. Ótrúleg- ar sveiflur á einu móti.  ÞRIÐJA dag keppninnar léku saman í riðli vinirnir Tiger Woods og Mark O’Meara. Í fyrra léku þeir einnig saman þriðja dag keppninnar og léku illa. Það sama gerðist í ár og spurning hvort þeir eigi ekki að stefna að því að leika ekki saman á næstu stórmótum.  GARY Evans gekk vasklega fram síðasta dag keppninnar. Hann byrj- aði raunar illa, fékk skolla á fyrstu braut sem var í rökréttu framhaldi af deginum áður þegar hann fékk skolla á síðustu þremur holunum. En þá hrökk kappinn í gang og var á tíma sjö undir pari, sex í heildina. Hann setti niður frábært pútt á 17., sló síðan upp í áhorfendastúku á 18. og lauk leik á 5 undir pari.  ELS fékk rúmar 90 milljónir króna fyrir sigurinn á Opna breska. Hann lék af öryggi í umspilinu og bráða- bananum, lék allar holurnar fimm á pari.  ÞETTA var í fyrsta sinn sem fjórir fara í umspil á þessu móti, en þeir hefðu getað verið fleiri því Padraig Harrington, Shigeki Maruyama og Gary Evans voru allir höggi á eftir.  GRAEME Souness, knattspyrnu- stjóri Blackburn, segir að írski landsliðsmaðurinn Damien Duff væri ekki á förum frá liðinu. „Ég skil vel áhuga liða á honum, því að Duff er frábær leikmaður. Ef hann yrði seldur yrði kaupverð hans ekki minna en Rio Ferdinand,“ sagði Souness, en Ferdinand var seldur í gær frá Leeds til Man. Utd. á 30 millj. punda. Liverpool hefur áhuga á Duff.  ARSENE Wenger, knattspyrnu- stjóri Arsenals, reyndir nú að fá Brasilíumanninn Gilberto Silva til liðs við sig – eftir að ljóst er að ekk- ert verður af kaupum á hollenska miðvallarleikmanninum Mark van Bommel frá PSV Eindhoven á 14 millj. punda. Arsenal þarf á miðju- manni á að halda, þar sem Robert Pires, Freddie Ljungberg og Giov- anni van Bronckhorst geta ekki byrjað að leika á komandi keppnis- tímabili vegna meiðsla. Silva, sem varð heimsmeistari með Brasilíu, á eitt ár eftir af samningi við brasilíska liðið Atletico Mineiro.  FRANSKI markvörðurinn Sebast- ien Chabbert, 24 ára, hefur verið boðinn samningur hjá Bolton, en hann hefur æft með Guðna Bergs- syni og samherjum að undanförnu. Chabbert er með lausan samning hjá franska liðinu Lens. FÓLK Knattspyrnu- goðsögnin bras- ilíska, Pele, fær heldur betur kaldar kveðjur frá landa sínum, landsliðsþjálf- ara brasilísku heimsmeist- aranna, Luis Felipe Scolari. Hann sagði við dagblað í Chile, La Tercera, að Pele hefði ekk- ert vit á knatt- spyrnu. „Mínir menn vildu ekki að Pele afhenti þeim heimsbikarinn eftir sigurinn á Þjóðverjum og hann hefði ekki ver- ið velkominn á hótelið okkar í Jap- an ef hann hefði komið þangað. Ég held að Pele hafi ekkert vit á knatt- spyrnu. Hann hefur ekkert gert sem þjálfari og greining hans á leiknum reynist alltaf röng. Ef maður stefnir á að vinna titil, gerir maður þveröfugt við það sem Pele segir,“ er haft eftir Scolari. Pele er vinsæl- asti knatt- spyrnumaður Brasilíu fyrr og síðar og af mörg- um talinn fremsti knattspyrnu- maður sem uppi hefur verið. Hann varð heimsmeistari með Brasilíu 17 ára gamall árið 1958 og aftur 1962 og 1970. Pele hefur verið sérlegur sendiherra knattspyrnunnar um allan heim á undanförnum árum og flestum þótti það við hæfi þegar hann af- henti Cafu, fyrirliða Brasilíu, heimsbikarinn eftir úrslitaleikinn í Japan um síðustu mánaðamót. Scolari sendir Pele tóninn Reuters Felipe Luiz Scolari Ernie Els frá Suður-Afríku einbeittur á svip á síðasta degi Opna b Liverpool hæt LIVERPOOL tilkynnti á sunnudagin enska knattspyrnumanninn Lee Bow við Bowyer höfðu staðið yfir í nokkur að samkomulagi um að Liverpool my fyrir hann. Í yfirlýsingu frá Liverpool sem birt dag var sagt að félagið hefði ákveðið Houllier knattspyrnustjóri var ekki s að bera nægan vilja til að spila fyrir f Liverpool einbeitir sér nú að því að Blackburn, en Graeme Souness, stjór hann fyrir „rétt verð.“ Herborg sannaði að í fjögurradaga móti er hægt að vinna sig út úr ógöngum sem menn rata í ein- hvern tíma á leiðinni. Hún byrjaði illa á fyrsta degi, lék fyrstu holuna á þremur höggum yfir pari og var komin átta högg yfir par eftir fyrstu níu holurnar. Ragnhildur var hins vegar á góðu skriði og var á tveimur yfir pari. Leikurinn jafnaðist, Her- borg lék fyrsta daginn á tíu höggum yfir pari en Ragnhildur á sjö. Annan daginn lék Herborg fyrri níu holurnar allar á pari á meðan Ragnhildur lék þær á fjórum yfir eins og daginn áður. Samtals var Ragnhildur því á 12 yfir en Herborg komin með forystu á 10 yfir. Síðari níu lék Ragnhildur á einu yfir pari og var á 13 yfir eftir daginn rétt eins og Herborg sem lék síðan níu á þremur yfir pari. Enn bætti Herbrog í og þriðja daginn lék hún á pari á meðan Ragn- hildur lék á sex yfir og Herborg í góðum málum. Ragnhildur gafst samt ekki upp og lék fyrri níu síðasta daginn á tveimur undir pari og var á 17 yfir en Herborg var hins vegar komin á 16 högg yfir pari í heildina. Ragnhildur jafnaði síðan á 10. holu en á 12. fékk hún skolla og skramba á 14 eftir fjór- pútt og var þá komin 20 yfir par en Herborg var enn á 17 yfir pari og hélt því til loka. „Stundum fær maður eitthvað ákveðið á tilfinninguna og ég var aldrei í vafa um að ég myndi sigra,“ sagði Herborg eftir mótið en hún fagnaði síðast sigri á þessu móti 1993. Síðan þá hefur hún orðið í öðru sæti og Ragnhildur í því fyrsta. „Þetta var orðið dálítið þreytandi,“ viðurkennir Herborg. Haraldur varði titilinn Haraldur varði meistaratitil sinn frá því í fyrra en þá sigraði hann í fyrsta sinn. Hann lék af miklu öryggi til sigurs, fór fyrsta hringinn á pari eftir að hafa verið þrjá undir á 12. holu. Parið dugði þó lítt á fyrsta degi því Tryggvi Pétursson setti vallar- met er hann lék á 69 höggum, en hann var um tíma þrjú högg undir pari líkt og Haraldur. Annan daginn lék Haraldur á tveimur höggum yfir pari, fékk skolla á fimmtu og 14. braut en ann- ars lék hann á parinu. Tryggvi var hins vegar ekki í eins miklum ham og daginn áður og kom inn á 78 högg- um, eða 7 höggum yfir parinu og var því alls á fimm yfir. Sigurjón Arnarsson, sem lék fyrsta daginn á pari, lék á þremur höggum yfir annan daginn og var kominn í annað sætið, höggi á eftir Haraldi. Þriðja daginn lék Haraldur á einu yfir, Tryggvi líka en Sigurjón á 7 yfir pari og var nú fjórum höggum á eftir Tryggva og sjö á eftir Haraldi. Sig- urður Pétursson var nú kominn á fullt í baráttuna, hann lék þriðja dag- inn á pari en var tíu yfir pari eftir fyrstu tvo dagana þannig að hann var jafn Sigurjóni. Þeir léku báðir á fjórum yfir síð- asta daginn á meðan Tryggvi lék á sjö yfir og lauk leik á 13 yfir en Sig- urður og Sigurjón á 14 yfir. Harald- ur lék hins vegar af öryggi og festu og fór síðasta hringinn á einu höggi undir pari. Glæsileg spilamennska hjá honum, lék hringina á 70-71-72 og 73 höggum. Herborg og Harald- ur meistarar hjá GR HERBORG Arnarsdóttir og Har- aldur Hilmar Heimsson urðu um helgina klúbbmeistarar Golf- klúbbs Reykjavíkur en meist- aramótum klúbbanna lauk um helgina. Haraldur sigraði nokk- uð örugglega, eða með ellefu högga mun og Herborg með fjögurra högga mun eftir mikla baráttu við Ragnhildi Sigurð- ardóttur. Herborg Arnarsdóttir fag Morgunblaðið/Óskar Sæmundsson Haraldur H. Heimisson varði titilinn í Grafarholtinu. ■ Úrslit/B6

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B (23.07.2002)
https://timarit.is/issue/250755

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B (23.07.2002)

Aðgerðir: