Morgunblaðið

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúlí 2002næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    30123456
    78910111213
    14151617181920
    21222324252627
    28293031123
    45678910

Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 23.07.2002, Blaðsíða 5
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 B 5  GYLFI Þór Orrason dæmir viður- eign Barry Town og Skonto Riga frá Lettlandi í 1. umferð forkeppninnar í meistaradeild Evrópu, sem fram fer á heimavelli velsku meistaranna Barry Town annað kvöld. Aðstoðar- dómarar verða Pjetur Sigurðsson og Eyjólfur Finnsson en varadómari verður Bragi Bergmann.  ENSKA knattspyrnufélagið Middlesbrough hefur fengið kamer- únska landsliðsmanninn Geremi lán- aðan frá Real Madrid á Spáni í eitt ár. Geremi, sem er 23 ára, lék alla leiki Kamerún í lokakeppni HM í sumar og skoraði gegn Englandi í vináttuleik fyrir keppnina. Hann er metinn á um 900 milljónir króna og Middlesbrough hefur forkaupsrétt á honum að þessu tímabili loknu.  ROY Keane, fyrrum fyrirliða írska landsliðsins í knattspyrnu, var ákaft fagnað í heimalandi sínu á laugar- daginn þegar hann lék þar með Man- chester United gegn írsku meistur- unum Shelbourne. Keane var sem kunnugt er sendur heim áður en lokakeppni HM hófst í sumar en Írar virðast standa við bakið á honum því um 8.000 áhorfendur á leiknum sungu nafn hans linnulítið.  MANCHESTER United vann leik- inn, 5:0, og skoraði Ruud van Nist- elrooy þrjú markanna og þeir Diego Forlan og Dwight Yorke eitt hvor.  DENNIS Wise, knattspyrnumað- urinn reyndi hjá Leicester, kjálka- braut félaga sinn, Callum Davidson, í æfingaferð liðsins til Finnlands. Wise var sendur heim eins og áður hefur komið fram og Leicester hefur nú gefið út ástæðuna. Reiknað er með að Davidson missi af upphafi tímabilsins í Englandi vegna meiðsl- anna.  WISE hefur verið leystur undan samningi sínum við Leicester, bæði vegna atviksins og vegna fjárhags- stöðu félagins en Wise var á mjög háum launum. Fyrirliði Leicester, Matt Elliott, hefur líka verið leystur undan samningi.  ASTON Villa er í erfiðri stöðu í 3. umferð Intertoto-keppninnar eftir 2:0 tap gegn Zürich í Sviss í fyrri við- ureign liðanna á sunnudag. Jay Lloyd Samuel hjá Villa var rekinn af velli en þess ber að geta að marga fastamenn vantaði í enska liðið. Ful- ham vann gríska liðið Egaleo, 1:0, í sömu keppni með marki frá Louis Saha.  GAIZKA Mendieta, spænski landsliðsmaðurinn hjá Lazio á Ítalíu, hefur verið lánaður til Barcelona í heimalandi sínu í eitt ár. Mendieta var seldur frá Valencia til Lazio fyr- ir 5 milljarða króna í fyrra en hefur ekki náð sér á strik í ítölsku knatt- spyrnunni.  BARCELONA tilkynnti aftur á móti á sunnudag að félagið hefði komist að samkomulagi við brasil- íska snillinginn Rivaldo um starfs- lokasamning og honum væri því frjálst að fara til annars félags. Í yf- irlýsingu félagsins segir meðal ann- ars að Barcelona vilji með þessu þakka Rivaldo fyrir framlag sitt og fagmennsku hjá félaginu um árabil. Rivaldo hefur spilað með Barcelona undanfarin fimm ár.  RIVALDO var þegar orðaður við Real Madrid, sem lýsti því yfir að enginn áhugi væri í þeim herbúðum að fá hann til sín. AC Milan hefur verið nefnt sem líklegt lið til að krækja í kappann.  FINNANUM Jari Litmanen hefur verið tjáð að ekki sé lengur pláss fyr- ir hann í herbúðum Liverpool. Hon- um er frjálst að fara frá félaginu á frjálsri sölu. Hjá Liverpool eru fjórir sóknarmenn sem Gerard Houllier knattspyrnustjóri telur standa fram- ar en Litmanen, en það eru ensku landsliðsmennirnir Michael Owen, Emile Heskey, sem léku í framstu víglínu Englendinga á HM, Milan Baros og El Hadji Diouf . FÓLK Trúlega var lokaspretturinn ámótinu með þeim mest spenn- andi sem sést hefur. „Þetta er erf- iðasta mót sem ég hef tekið þátt í. Tilfinningasveiflurnar sem ég gekk í gegnum á síðustu holunum voru gríðarlega miklar. Það sagði ekki nokkur maður að þetta yrði auð- velt,“ sagði Els eftir mótið, en þess má geta að hann er jafnan nefndur „Big Easy“ þar sem hann er bæði hávaxinn og þykir mjög rólegur og yfirvegaður. Els vann þar með sinn þriðja sigur á risamóti en áður hafði hann tvívegis sigrað á Opna banda- ríska mótinu. Yfirvegun hans kom sér sérlega vel á síðasta hringnum á sunnudag- inn. Síðustu tvo árin lenti hann í öðru og þriðja sæti á þessu móti og þótti því líklegur til afreka nú eins og fleiri. Á sunnudaginn var hann kominn með þriggja högga forystu en kálið var ekki opið þó í ausuna væri komið. Á tiltölulega auðveldri par 3 holu, þeirri 16. fór upphafs- höggið vinstra megin, lá þó ágæt- lega en hann sló of langt, framhjá holunni og boltinn rúllaði niður af flötinni. Hann sló inn á og tvípútt- aði. Fimm högg þar og allt í einu var hann kominn 5 undir par á meðan þrír leikmenn voru höggi betri. „Ég hugsaði margt þegar ég gekk á sautjánda teig. Ætlar þú að láta muna eftir þér á þennan hátt? Ætl- ar þú að vera sá sem allir muna eftir fyrir að klúðra mótinu á sextándu holunni? Mér hefur liðið betur en þarna úti,“ sagði Els eftir keppnina. Hann hélt þó ró sinni, fékk fugl á 17 og par á síðustu og þar með var umspil fjögurra staðreynd. Els, Levet og Ástralarnir Steve Elkington og Stuart Appleby léku 1., 16., 17 og 18. holuna. Frakkinn stóð vel að vígi, fékk fugl á fyrstu holu en fataðist síðan flugið og lauk leik á pari eins og Els en Ástralarn- ir léku á skolla og voru úr leik. Þá var komið að bráðabana og áttu kapparnir að leika 18. holuna þar til annar hefði betur. Els lagði upp á miðja braut með járni en Frakkinn dró upp dræverinn sinn eins og hann gerði gjarnan, sló í glompu vinstra megin og gat lítið gert annað en koma sér þaðan inn á braut og átti fína möguleika á að leggja upp við stöng. Það tókst ekki en Els sló í glompu vinstra megin við flötina. Boltinn lá illa þannig að hann var að setja hægra hnéð upp á bakkanum, en hann sýndi hvers vegna hann er þriðji besti leikmað- ur bandarísku mótaraðarinnar í sandi. Sló frábært högg að holu og setti niður, raunar var enginn af- gangur af því þar sem boltinn fór hægra megin í holuna, en datt samt og sigurinn var loks í höfn. „Þetta var stórkostlegt högg hjá Els. Frábært og ég tapaði fyrir sór- kostlegum leikmanni,“ sagði Levet um höggið. Hann varði ákvörðun sína um að nota dræverinn á teign- um og sagðist hafa leikið með hon- um alla dagana og gengið vel. „Ég er alveg tilbúinn til að verða í öðru sæti á öllum mótum hér í framtíð- inni,“ sagði Frakkinn ánægður með árangur sinn. Bið Ernie Els á enda ERNIE Els frá Suður-Afríku sigr- aði á 131. Opna breska meist- aramótinu í golfi sem lauk um helgina í Skotlandi. Sigurinn var þó ekki átakalaus því í fyrsta sinn í sögu mótsins urðu fjórir efstir og jafnir og því urðu þeir að leika fjögurra holna umspil. Það dugði ekki og Els og Frakk- inn Thomas Levet urðu að leika bráðabana og þá hafði Els betur á fyrstu holu, þeirri síðustu á vellinum. Reuters breska meistaramótsins í golfi. Í bakgrunni má sjá þjóðfána hans. ■ Úrslit/B6 tti við Bowyer n að félagið hefði hætt við að kaupa wyer frá Leeds. Samningaviðræður rn tíma eftir að félögin höfðu komist yndi greiða um 1.150 milljónir króna tist á heimasíðu félagsins á sunnu- ð að hætta viðræðunum. „Gerard sannfærður um að Bowyer hefði til félagið,“ sagði í yfirlýsingunni. ð reyna að fá til sín Damien Duff frá ri Blackburn, er tilbúinn að selja Lyn náði með þessum sigri sjöstiga forystu í deildinni og óvænt gengi Óslóarfélagsins heldur því áfram en fæstir eiga von á að það haldi þetta út og ryðji Rosenborg af toppi norsku knattspyrnunnar. Jó- hann B. Guðmundsson var í byrjun- arliði Lyn en fór af velli á 72. mínútu. Ríkharður Daðason fór beint í byrjunarlið Lilleström þrátt fyrir takmarkað úthald og lék í 60 mín- útur. Indriði Sigurðsson lék allan leikinn með Lilleström, Gylfi Ein- arsson sat á varamannabekknum en Davíð Þór Viðarsson var ekki í leik- mannahópnum. Vandræði Lille- ström aukast því enn og liðið er nú í fjórða neðsta sæti deildarinnar. Sigurmark Helga var umdeilt, heimamenn töldu að um rangstöðu hefði verið að ræða og stuðnings- menn Lilleström gerðu aðsúg að dómaratríóinu eftir leikinn svo það þurfti lögreglufylgd til að komast frá vellinum. Norska meistaraliðið Rosenborg tapaði í gærkvöld, 2:0, á heimavelli fyrir Vikingen. Tvö ár eru liðin síðan Rosenborg tókst síðast að skella Stavangursliðinu. Þar með er Ros- enborg tíu stigum á eftir Lyn sem trónir á toppi deildarinnar og ljóst að leikmenn meistaraliðsins verða að bíta í skjaldarrendur ætli þeir að verja meistaratitilinn. Bæði mörk Vikings voru skoruð á fyrstu 20 mínútum leiksins. Hið fyrra skoraði Trygve Nygaard og það síðara Koptett, en hann lagði upp fyrra markið. Hannes Sigurðs- son var í leikmannahópi Viking í leiknum en kom ekki inn á. Árni Gautur Arason lék frá upphafi til enda leiks í marki Rosenborg og gat lítt komið vörnum við þegar leik- menn Viking skoruðu mörk sín. Vik- ing er nú í 5. sæti deildarinnar með 25 stig. Stabæk vann góðan útisigur á Vålerenga, 2:0, og er áfram með í baráttunni um efstu sætin. Tryggvi Guðmundsson var í byrjunarliði Sta- bæk og Marel Baldvinsson kom í hans stað á 68. mínútu. Molde og Odd Grenland gerðu markalaust jafntefli í uppgjöri lið- anna í 2. og 3. sæti. Bjarni Þorsteins- son var í liði Molde en fór af velli á 75. mínútu. Ólafur Stígsson kom inn sem varamaður á 57. mínútu en Andri Sigþórsson er enn frá vegna meiðsla. Brann, undir stjórn Teits Þórðar- sonar, vann Moss á útivelli, 1:0, og komst með því á lygnan sjó um miðja deild. Guðjón Þórðarson og lærisveinar hans í Start eru í sumarfríi fram yfir mánaðamót. Tveimur leikjum þeirra var frestað þar sem þeir eiga tvo leikmenn í norska unglingalandslið- inu sem er að leika til úrslita í Evr- ópukeppni. Helgi tryggði stöðu Lyn HELGI Sigurðsson skoraði fyrsta mark sitt á tímabilinu í norsku knattspyrnunni á réttu augnabliki. Helgi hefur verið frá vegna meiðsla í nær allt sumar og hafði fyrir leik Lyn gegn Lilleström á úti- velli á sunnudag aðeins tvívegis komið við sögu sem varamaður. Helga var skipt inn á um miðjan síðari hálfleik og 9 mínútum fyrir leikslok skoraði hann sigurmarkið, 1:0, með skoti frá vítateig. Helgi hefur samtals komið við sögu í 68 mínútur í deildinni í sumar en samt tryggt Lyn fjögur dýrmæt stig, því gegn Vålerenga fyrr í sumar kom hann inn á og krækti í vítaspyrnu sem færði liði hans jafntefli. Stórt tap í fyrsta leik LANDSLIÐ kvenna 21 árs og yngri tapaði í gær, 4:0, fyrir Norðmönnum í fyrsta leik sínum á Opna Norð- urlandamótinu knattspyrnu sem fram fer í Turku í Finn- landi. Norsku stúlkurnar skoruðu fyrsta markið á 44. mínútu og bættu síðan við mörkum á 53., 82. og 83. mín- útu, en síðasta markið var sjálfsmark. Svíþjóð og Þýska- land gerðu jafntefli, 2:2, í hinum leik riðilsins. Morgunblaðið/Óskar Sæmundsson gnaði sigri eftir níu ára bið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað: Morgunblaðið B (23.07.2002)
https://timarit.is/issue/250755

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Morgunblaðið B (23.07.2002)

Aðgerðir: