Morgunblaðið - 23.07.2002, Síða 26

Morgunblaðið - 23.07.2002, Síða 26
26 C ÞRIÐJUDAGUR 23. JÚLÍ 2002 MORGUNBLAÐIÐHeimiliFasteignir N Ú er til kynningar hjá Hafnarfjarðarbæ tillaga að nýju deiliskipulagi fyrir miðsvæði Valla, sem er nýtt og stórt byggingar- svæði í framhaldi af Áslandinu. Svæðið liggur fyrir ofan Reykja- nesbraut, rétt hjá íþróttahúsi Hauka. Fyrstu íbúðarhúsalóðunum á Völlum var úthlutað í vor og nú er gatnagerð senn að ljúka, en lóð- irnar verða afhentar í ágúst. Mið- hverfið á Völlum á að rísa þar fyrir vestan. Þetta er fyrsti áfangi að nýju athafnasvæði í Hafnarfirði og gert ráð fyrir, að þar rísi 40.000– 50.000 ferm. af skrifstofu- og þjón- ustubyggingum. Allt land á miðsvæði Valla er í eigu Hafnarfjarðarbæjar, en svæð- ið er um 26 hektarar og liggur meðfram Reykjanesbraut, milli hennar og Ásbrautar. Þetta svæði liggur því vel við samgöngum. Að- koma er frá Ásbraut en hún teng- ist Reykjanesbraut um mislæg gatnamót til norðnorðausturs og fyrirhugaðan nýjan Krýsuvíkurveg til suðvesturs. Í greinargerð með skipulagstil- lögunni kemur fram lýsing á svæð- inu. Það er í um 20–25 metra hæð yfir sjávarmáli og er að mestu gró- ið hraun, sem einkennist af til- tölulega jafnsléttri mosagróinni hraunhellu, en í henni eru samt nokkrar áberandi gjótur og hrygg- ir á stöku stað. Arkitektastofan Studio Granda hefur hannað deiliskipulagið, en Hafdís Hafliðadóttir, skipulags- stjóri Hafnarfjarðar hefur haft um- sjón með skipulagsvinnunni fyrir hönd bæjarins. Deiliskipulagstillagan er til sýnis í afgreiðslu umhverfis- og tækni- sviðs að Strandgötu 8 fram til 19. júlí nk., en athugasemdum við til- löguna þarf að skila eigi síðar en 2. ágúst nk. Haldinn verður kynning- arfundur um skipulagstillöguna í Haukahúsinu fimmtudaginn 25. júlí nk. kl. 16,30. Þétt byggð með skýrum götumyndum Markmiðið er að móta heil- steypta, formfasta og þétta byggð með skýrum götumyndum og skjól- góðum bæjarrýmum, sem stuðli að góðri nýtingu landsins, segir í greinargerðinni með skipulagstil- lögunni. Meginhluti svæðisins verð- ur því þétt, blönduð byggð skrif- stofu- og þjónustubygginga, sem eru frá tveimur og upp í sex hæðir. Ætlunin er, að húsagerðir verði tiltölulega frjálsar en hús sem eru á sömu lóð eða samtengd skulu teiknuð af sama hönnuði og lögð fyrir byggingarfulltrúa sem ein heild. Þar sem hús eru samtengd skal samræma lit, þakform og efn- isval. Byggingarnar eiga að rísa næst Ásbrautinni en síðan kemur stórt bílastæði, sem virkar sem hljóð- vörn gagnvart Reykjanesbrautinni. Auk þess verður gróðursett mikið af trjám á bílastæðinu til þess að draga úr áhrifum bílastæðaflæm- isins og draga enn frekar úr um- ferðarhávaða frá Reykjanesbraut- inni. Umferðarkerfið um svæðið á að verða auðratað. Göngu- og hjóla- stígatengsl við aðliggjandi svæði og aðalstígakerfi bæjarins verður um tvenn undirgöng, undir Reykjanes- braut og gangbraut yfir Ásbraut að íþróttasvæði Hauka og þaðan um stíga að nýjum íbúðahverfum Ás- lands og fyrirhuguðu íbúðasvæði Valla, að Ástjörn og upp í hlíðar Ásfjalls að Hvaleyrarvatni. Gengið verður þannig frá að hægt verður að hafa gangstéttar á svæðinu upphitaðar, en við það verða þær auðveldar yfirferðar að vetrarlagi og snjómokstur sparast. Við gömlu grjótnámuna vestan við skipulagssvæðið er gert ráð fyrir útivistarsvæði, sem tengist göngu- leiðinni frá Hvaleyrarhrauni að Völlum. Leitazt er við að hafa sjálfbæra þróun að leiðarljósi við úrvinnslu á skipulaginu. Með því er átt við að svæðið verði nýtt til fulls. Það er gert með því að leggja áherzlu á þéttari byggð, markvisst gatna- kerfi, samþjöppun bílastæða og styttra lagna- og vegakerfi. Byggingar skulu að jafnaði standa við gangstétt og mynda þannig skýrt afmarkað göturými. Innan svæðisins liggja gönguleiðir að öllu jöfnu meðfram götu. Stórar byggingar Að sögn skipulagshönnuðanna verður miðsvæði Valla annars kon- ar athafnasvæði en gamli miðbær- inn í Hafnarfirði. „Það er ekki gert ráð fyrir verzlun og þjónustu sam- bærilegri þeirri, sem hægt er að koma fyrir í gamla miðbænum,“ segja þeir. „Mörg verzlunarfyrirtæki þurfa mikið rými, t.d. húsgagnaverzlanir og bílaumboð, sem þurfa mikið sýningarpláss. Miðsvæði Valla gæti t.d. verið hentugt aðsetur fyrir höf- uðstöðvar stærri fyrirtækja. Marg- ar opinberar stofnanir kalla líka á stórt húsnæði með fjölda bíla- stæða.“ Markmiðið er samt að fá fólk til að skynja þetta nýja hverfi sem eðlilegt framhald af gamla bænum í Hafnarfirði, en skrifstofu- og þjónustubyggingarnar á Völlum munu blasa við á hægri hönd, þeg- ar fólk kemur akandi eftir Ás- brautinni. Að mati skipulagshönnuðanna er þetta svæði mjög gott byggingar- land. „Svæðið er allt þakið hrauni Miðsvæði Valla í Hafnar- firði er ætlað fyrir skrifstofur og þjónustu Á meginhluta svæðisins á að rísa þétt, blönduð byggð skrifstofu- og þjónustubygginga, frá tveimur og upp í sex hæðir. Magnús Sigurðsson kynnti sér nýtt skipulagssvæði rétt fyrir ofan Reykjanesbraut í Hafnarfirði. Morgunblaðið/Jim Smart Miðsvæði Valla er ílangt svæði, sem liggur á milli Reykjanesbrautar og Ásbrautar. Fyrir ofan Ásbraut blasir Haukahúsið við. Hafdís Hafliðadóttir, skipulagsstjóri Hafnarfjarðar, og arkitektarnir Steinþór Kári Kárason og Steve Christer frá Studio Granda, sem hannaði deiliskipu- lagið. Myndin er tekin á skipulagssvæðinu. Afstöðumynd af skipulagssvæðinu, sem liggur meðfram Reykjanesbraut, en aðkoma verður frá Ásbraut. Rauða byggingin er Haukahúsið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.