Morgunblaðið - 13.10.2002, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 13.10.2002, Qupperneq 4
4 B SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Sælkerar á sunnudegi Steingrímur Sigurgeirsson Hanna Friðriksdóttir Áslaug Snorradóttir LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐhefur loks heimilað innflutning áhinni frægu Parmaskinku frá Ítal-íu og hefur K. Karlsson hlotið leyf- ið til innflutnings á Parmaskinku og öðrum kjötvörum ítölskum, t.d. mortadella- áleggspylsu. Fyrirtækin sem deila með sér kjötkvótanum eru tvö, K. Karlsson og GV heildverslun, og hráskinka (nazionale) var þegar fáanleg í síðustu viku á veitinga- staðnum La Primavera. Til eru þrír flokkar af hráskinku. Fyrst ber að nefna Parmaskinkuna, sem fram- leidd er í Parma á Ítalíu og árið 1996 hlutu Ítalir lögverndun Evrópusambandsins á vöruheitinu „Parmaskinka“ (Prosciutto di Parma) og var varan ein sú fyrsta á sviði matvæla til að hljóta DOP-vottun Evrópu- sambandsins (DOP stendur fyrir lögvernd- aða upprunavottun). Einungis milli 10 og 20 aðilar á Ítalíu hafa leyfi til að skera nið- ur kjöt sem kalla má Parma. Parma- skinkan sem fer nú á markað hér er frá stærsta framleiðandanum, Fiorucci S.p.A. Í öðru lagi er um að ræða hráskinku (nazionale), en þá er um að ræða kjöt sem kemur alls staðar að af Ítalíu. Þriðja flokk- inn skipar skinka af öllu ESB-svæðinu sem er skorin niður á Ítalíu. Þessa dagana standa yfir ítalskir dagar í Nóatúni þar sem fólki gefst kostur á að smakka hinar nýju sælkeravörur, en hráskinkan verður m.a. til sölu þar. Þess má geta að Parmaskinka er ein eft- irsóttasta sælkeraafurð í heimi og notk- unarmöguleikar hennar eru ótalmargir, t.d. er dásamlega ljúffengt og svalandi að vefja Parmaskinkusneiðum utan um mel- ónubáta (sem búið er að skera börkinn ut- an af). Parmaskinka á markað og ítalskir dagar í Nóatúni Þvoið og þerrið fjögur meðalstór eggaldin, skerið í stóra bita og stráið grófu salti yfir þá. Þegar þeir hafa afvatnast að nokkru, skolið þá og þerrið og steikið upp úr ólífu- olíu á báðum hliðum þar til þær eru gull- brúnar að lit. Þerrið bitana með eldhús- pappír. Skerið eftirfarandi í litla bita: 1 bolli grænar ólífur 100 g sellerí 1–2 laukar 4 ansjósuflök (má sleppa) 50 g kapers Hitið 6 msk af ólífuolíu og gyllið laukinn í henni, bætið selleríi saman við ásamt ólífum og 2 dl af tómatpuré. Saltið og piprið og lát- ið malla í 5 mín. Bætið ansjósum, kapers, 4 msk af sykri og hálfu glasi af hvítvínsediki saman við ásamt eggaldinbitunum og látið malla í aðrar 10 mín. Kælið og berið fram með nýju góðu matbrauði. Gott er að strá nokkrum ferskum basilikublöðum yfir rétt- inn áður en hann er borinn fram og skreyta e.t.v. með grein af ferskum kokteiltómöt- um. Prófið ykkur áfram með eigin úgáfu. Skellið í réttinn t.d. furuhnetum, rúsínum eða því sem ykkur dettur í hug. CAPONATA MEÐ SELLERÍI OG ÓLÍFUM Matur S t e i n g r í m u r S i g u r g e i r s s o n matur@mbl.is Lesendur eru hvattir til að senda sælkerum hugmyndir, athugasemdir eða ábendingar. Um getur verið að ræða ábendingar um áhugavert efni, atburði eða uppákomur, stuttar sögur tengdar efninu eða þá óskir um að eitthvað sérstakt verði tekið fyrir. Ef efni er sent með ósk um birtingu áskilur Morgunblaðið sér rétt til að velja og hafna, stytta og breyta. Netfang sælkerasíðunnar er matur@mbl.is. Caponata Sikileyski grænmetisrétturinn caponata á sér langa og við- burðaríka sögu. Í dag er caponata frekar einfaldur grænmetisréttur, en upp- haflega var meginuppistaða réttarins fiskmeti og voru kræsingarnar á boð- stólum í svokölluðum bettole eða taverne, en svo nefnast krárnar við hinar sikileysku hafnir. Í réttinum var einnig mikið af tómötum, eggaldin og sellerí og síðan var allt kryddað með súrsætri sósu. Ýmsar útgáfur eru til af caponata og er sú frumlegasta e.t.v. afbrigði sem kennt er við Sankti Bernharð, en þá er steiktum eggaldinsneiðum velt upp úr bræddu römmu súkkulaði, möndluflögum, sykri og brúnuðum raspi! Uppskriftin sem hér fylgir er ögn „mildari“ útgáfa af réttinum og dálítið ein- földuð (hér er t.d. notað tómatpuré í stað þess að afhýða fersk tómata og pressa í gegnum sigti).  ÞEIR Leifur Kolbeinsson og Ívar Bragason á La Primavera héldu á dögunum Primavera-daga á þekktu veitingahúsi í Hels- inki. Leifur segir að hug- myndin hafi kviknað er þeir fengu finnskan gesta- kokk, Timo Melto, til sín í tengslum við Food and Fun-matarhátíðina fyrr á árinu. „Hann gerði mikla lukku hjá okkur en Timo er yfirkokkur Sokos- hótelkeðjunnar, sem hefur um tvö hundruð veit- ingastaði innan sinna vébanda. Okkur var í kjölfarið boðið að koma til Finnlands og vorum með Prima- vera-daga á veitingastaðnum 10th Floor á Sokos Vaakuna í miðborg Helsinki,“ segir Leifur. Þeir buðu upp á fjölbreyttan matseðil og héldu að auki pasta- gerðarnámskeið fyrir finnskt fjölmiðlafólk. Leifur segir að þeir hafi fengið mikið af fyrirmennum til sín í mat, Nokia-forstjóra, sendiherra Íslands og sendi- herra Ítalíu ásamt yfirstjórn Sokos-keðjunnar. „Í kjölfar þess að stjórnin snæddi hjá okkur var tekin ákvörðun um að breyta Sokos-línunni yfir í létta ítalska línu,“ segir Leifur. Upplýsingarit um áfengistegundir  FYRSTA hefti nýs upplýsingarits um áfengisteg- undir sem eru nýkomnar í reynslusölu og á sérlista er komið út hjá ÁTVR. Það heitir Nýtt í vínbúðinni og liggur frammi í vínbúðum um allt land, viðskiptavinum að kostnaðarlausu. Hugmyndin að ritinu er sótt til Norð- urlanda en norrænu einka- sölurnar hafa um árabil gefið út svipuð rit. Í ritinu kemur m.a. fram að 2.200 sölutegundir hafi árlega viðkomu í verslunum ÁTVR. La Primavera í Helsinki Chateau de Riquewihr „Les Sorcieres“ H VÍTVÍNIN frá Elsass eru ekki einungiseinhver bestu hvítvín Frakklands heldurmeð bestu kaupum sem hægt er að geraí hvítvínum yfirhöfuð. Þegar þau eru vel gerð eru þau stór- kostleg matarvín sem yfirleitt kosta ekkert allt of mikið miðað við gæði. Elsass-vínin hafa notið mikilla vin- sælda hér um árabil og eru mörg af betri vínum héraðsins fá- anleg í ÁTVR og á veitingahúsum. Eitt nýjasta Elsass-vínið í reynslusölu er Dopff & Irion Chateau de Riquewihr „Les Sorcieres“ 2000 (1.840 krónur). Þetta er ungt, þykkt og ávaxtamikið vín, djúpur ilmur af blómum og hita- beltisávöxtum, niðursoðinn lychée-ávöxtur ekki síst áberandi. Þétt og ferskt í munni með löngu eft- irbragði af mildum anís. Þetta er yndislegt vín í alla staði og á mjög góðu verði miðað við um hvers konar vín er að ræða. Fyllingin gerir þetta að fínu matarvíni, ætti að ráða við ýmsan bragðmikinn mat. Af hverju ekki með hangikjöti eða grafinni gæs? Bolla Pinot Grigio 2001 FRAMLEIÐANDINN Bolla er með stærriframleiðendum Ítalíu og hafa Bolla-víninekki síst notið vinsælda á Bandaríkjamark-aði, þar sem þau eru með mest seldu ítölsku vín- unum. Bolla hefur á undanförnum árum breytt áherslum sín- um og lagt stöðugt meiri áherslu á fram- leiðslu gæðavína á kostnað magnvína. Nú eru tvö Bolla-vín í reynslu- sölu, bæði úr einfaldari flokkum Bolla-fjölskyld- unnar, en síðar á árinu eru væntanleg vín í reynslu úr efri flokkunum. Bolla Pinot Grigio delle Venezie 2001 er létt vín, ávöxturinn mildur, grænar perur og örlítill sítrus. Vínið er milt, hefur kannski ekki mikla dýpt í ávextinum en vel kælt er þetta ágætur fordrykkur. Bolla Sangiovese 2001 RAUÐVÍNIÐ Bolla Sangiovese di Romagna2001 (1.240 krónur) er ungt og ávaxtamik-ið vín.Dökkur kirsuberjailmur, ung- ur og hreinn ræður ríkjum. Vínið er ferskt í munni, bragðgott og ágæt- lega upp byggt. Hreinn og góður ávöxtur. Létt sýra og lakkrís í munni. Ágætt, einfalt vín fyrir t.d. pasta, pitsur og kjúklingarétti. Vín S t e i n g r í m u r S i g u r g e i r s s o n  Einfaldleikinn í aðalrétt – hvít- vínssoðinn kræk- lingur að frönsk- um hætti á veitingastaðnum Fjöruborðinu, Stokkseyri. Hvítvíns- soðinn kræklingur

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.