Morgunblaðið - 13.10.2002, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 13.10.2002, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. OKTÓBER 2002 B 7 ferðalög Aðventuferð til Trier Úrvals-bændaferðir bjóða í lok nóv- ember til aðventuferðar um Mósel- dalinn og Trier í Þýskalandi. Trier er elsta borg Þýskalands og þar bera hæst minjar frá dögum Rómverja en þeir settust þar að og stofnuðu borgina um Kristsburð. Gamli miðaldabærinn er vel varð- veittur. Á göngugötum eru lítil kaffi- hús og jafnframt helstu versl- unarkeðjur Þýskalands. Löng hefð er einnig fyrir jólamarkaði í Trier. Hót- elið er í göngufæri frá gamla kjarn- anum. Innifalið í ferðinni er meðal annars skoðunarferð til Bernkastel og Enkirch sem endar hjá vínbónda með tilheyrandi vínsmökkun og kvöldmat, sannkölluð veisla. Aðventuferðin kostar 79.000 krónur í tvíbýli og er þá innifalið flug, flug- vallaskattur og akstur, ásamt leið- sögn íslensks fararstjóra, gistingu á fjögurra stjörnu lúxushóteli með morgunverðarhlaðborði. Þar að auki eru fjórir kvöldverðir með fararstjóra á sérvöldum veitingastöðum inni- faldir í verðinu, skoðunarferð um gamla bæinn svo og vínsmökk- unarferðin sem er hápunktur ferð- arinnar með veisluborði. Fararstjóri er Friðrik G. Friðriksson sem er einhver reyndasti fararstjóri Úrvals-Útsýnar á þessu svæði. ÍT-ferðir með einkaumboð fyrir Bobby Charlton- skólann Ferðaskrifstofan ÍT-ferðir sem sér- hæfir sig í hópferðum, ekki síst fyrir íþróttahópa og íþróttaáhugamenn, hefur fengið einkaumboð á Íslandi fyrir knattspyrnuskóla Bobby Charlt- ons í Englandi. Samvinnuferðir-Landsýn höfðu um árabil umboð fyrir skólann og sendu árlega 100–200 íslensk ungmenni í skólann, sem í ár flutti höfuðstöðvar sínar til heimavistarskóla í útjaðri Blackpool. Knattspyrnuskóli Bobby Charltons er bæði fyrir lið og einstaklinga, stráka og stelpur á aldrinum 13–16 ára. Ferðir í skólann verða næsta sumar einkum á tímabilinu frá lok júlí til 15. ágúst. Íslenskir fararstjórar verða með krökkunum allan tímann. Upplýsingabæklingur fyrir ferðamenn Netið – information for tourists, sem rekið er af Netinu – markaðs- og rekstrarráðgjöf, gaf í sumar út upp- lýsingabækling 2002. Bæklingurinn er prentaður í vasa- stærð og er hugsaður fyrir erlenda ferðamenn sem dvelja í Reykjavík í lengri eða skemmri tíma. Honum er dreift án endurgjalds á öll hótel, upplýsingaþjónustustöðvar á höf- uðborgarsvæðinu auk fjölda gisti- heimila. Upplýsingabæklingnum er einnig dreift á landsbyggðinni og er- lendis. Í fréttatilkynningu frá Netinu kemur fram að í bæklingnum séu m.a. upplýsingar um íslenska hesta, hvali, fugla, mat, áfangastaði á landsbyggðinni, íslensk mannanöfn, myndlist og fleira. Þá er þar að finna upplýsingar um veitingastaði, verslanir, ferðir og alla sundstaði í Reykjavík, þ.e. aðstöðu í hverri laug, verð, opnunartíma og staðsetningu á korti. Í bæklingnum eru einnig upplýsingar um afþrey- ingu, menningarviðburði, veðurfar, fjölda erlendra ferðamanna og upp- lýsingar um verðlag, svo og mat- aruppskriftir, upplýsingar um kaffi- hús, næturlíf í Reykjavík, helstu strætisvagnaleiðir, tölfræði og fleira. Í bæklingnum eru tvö kort af Reykjavík, eitt miðbæjarkort og annað af Reykjavík í heild. Einnig er kort af gönguleiðum í Reykjavík þar sem merktir eru inn áhugaverðir staðir, listasöfn og hönnuðir. Fjórða kortið er af Laugardal þar sem merktir eru inn þeir afþreying- armöguleikar sem dalurinn hefur upp á að bjóða.  Upplýsingar um ferðir í Knattspyrnuskóla Bobby Charltons eru á vefsíðu ÍT- ferða, www.ittravel.is, og einnig á skrifstofu ÍT-ferða í Íþrótta- miðstöðinni í Laugardal, sími 588 9900.  Allar nánari upplýsingar og pantanir í bændaferðina eru veittar hjá Úrval-Útsýn í Smár- anum, Hlíðarsmára 15, Kópa- vogi, sími 585 4100. HÓTELIÐ í Kangerlussuaq á Græn- landi er svo sannarlega öðruvísi hótel en fólk á að venjast því það er byggt úr ís. Hótelið er opið frá 15. desember og fram í apríl. Hitastigið inni er um tíu gráður en það getur farið í 35 stiga frost fyrir utan. Svefnpokarnir eiga á hinn bóginn að halda hita á gestum því þeir þola allt að 40 stiga frost. Kveikt er á kertum á kvöldin og þá skapast sérstök stemmning innan- dyra. Borðin eru úr ís og það þarf ekki ísmola í glösin því drykkjarmálin eru einnig búin til úr ís. Langi fólk til að skoða hótelið en ekki gista þar þá er boðið upp á skoð- unarferðir þangað yfir hádaginn, boð- ið upp á ískaldan drykk og fyrirlestur um ísinn. Íshótelið opnað í desember Jafnvel borð og glös úr ís Íshótelið samanstendur af fimm litlum húsum sem rúma tvo hvert.  Nánari upplýsingar fást hjá Hótel Igloo Village Tölvupóstfang: kang- book@glv.gl Sími 00299 841180 Fax: 00299841284 Vefslóð: www.greenland.com/ igloo A B X / S ÍA -1 00 5- 90 21 44 8-

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.