Morgunblaðið - 15.10.2002, Page 1

Morgunblaðið - 15.10.2002, Page 1
2002  ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A ALLT UM LANDSLEIKINN GEGN SKOTUM/ B2–B7, B12 BÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030 SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS MILAN Stefán Jankovic var um helgina ráðinn þjálfari knatt- spyrnuliðs Keflvíkinga og stjórnar því í 1. deildinni á næsta tímabili. Milan Stefán, sem er 42 ára, hefur verið í röðum Grindvíkinga frá árinu 1992, lengi sem leikmaður en síðan sem þjálfari í þrjú ár, frá 1999 til 2001. Á nýliðnu tímabili þjálfaði hann yngri flokka í Grindavík. Mil- an Stefán tekur við af Kjartani Más- syni sem lét af störfum í haust en Keflvíkingar misstu sæti sitt í úr- valsdeildinni á óhagstæðri marka- tölu. „Við handsöluðum tveggja ára samning við Milan Stefán á laug- ardag og göngum formlega frá málunum þegar hann kemur aftur heim úr fríi eftir mánaðamótin. Ég á von á nær óbreyttum leikmanna- hópi hjá okkur, reyndar er óvissa með Hauk Inga Guðnason í augna- blikinu og þá eru þeir Guðmundur Steinarsson og Adolf Sveinsson í Danmörku í vetur og framhaldið hjá þeim liggur ekki endanlega fyr- ir. En okkar markmið er á hreinu, við ætlum strax aftur upp í úrvals- deildina og miðum allar okkar áætl- anir við það,“ sagði Rúnar Arnar- son, formaður knattspyrnudeildar Keflavíkur, við Morgunblaðið í gær. Milan Stefán þjálfar Keflvíkinga NORSKI meistaratitillinn í knatt- spyrnu blasir við Katrínu Jóns- dóttur og stöllum hennar í Kol- botn eftir 3:0 útisigur á Sandviken á laugardaginn. Katrín skoraði annað mark Kolbotn í leiknum þegar hún fylgdi eftir skoti sem markvörður heimaliðsins varði. Með þessum úrslitum hefur Kol- botn náð fimm stiga forystu þegar tvær umferðir eru eftir. Takist lið- inu að vinna Team Strömmen á heimavelli í næstsíðustu umferð- inni á laugardaginn kemur verður félagið meistari í fyrsta skipti. Team Strömmen er um miðja deild og ekki líklegt til að standa í vegi fyrir Kolbotn sem hefur unn- ið 14 af 16 leikjum sínum á tíma- bilinu. Kolbotn er með 43 stig, Asker er með 38 og fráfarandi meistarar Trondheims-Örn eru með 34. Ask- er vann Trondheims-Örn 5:0 á úti- velli um helgina. Katrín skoraði og titillinn blasir við Kolbotn Morgunblaðið/Einar Falur Knötturinn á leið fram hjá íslenska liðinu, eftir aukaspyrnu – í varnarvegg Íslendinga eru Arnar Þór Viðarsson, Brynjar Björn Gunnarsson, Helgi Sigurðsson og Rúnar Kristinsson – og fram hjá marki. Landsliðið mætir liði Litháen á morgun. ENSKA knattspyrnufélagið Sund- erland hefur sent frá sér yfirlýsingu um að það sé reiðubúið til að greiða Stoke 165 þúsund pund, eða 22,4 milljónir íslenskra króna, í skaða- bætur vegna brotthvarfs knatt- spyrnustjórans Steves Cotterills í síðustu viku. Í yfirlýsingunni segir að Cotterill hafi haft klásúlu í samningi sínum um að það væri sú upphæð sem greiða þyrfti í slíku tilfelli. Þar með þurfi ekki að láta dómstóla skera úr um greiðsluna, hún liggi þegar fyrir. Gunnar Gíslason, stjórnarformað- ur Stoke, sagði við The Sentinel að vissulega væri þessi klásúla í samn- ingnum, en hún segði ekkert um hvað greiða skyldi ef rætt væri við Cotterill án leyfis, eins og gert var í þessu tilfelli. Áður hefur komið fram að Stoke City muni fara fram á eina milljón punda, eða 136 milljónir króna, í skaðabætur frá Sunderland. Það er sú upphæð sem Preston fékk frá Everton á síðasta tímabili þegar Everton „lokkaði“ David Moyes til sín. Tony Pulis til Stoke? Ekki hefur verið ráðinn knatt- spyrnustjóri til Stoke í stað Cotter- ills en nýtt nafn kom inn í umræðuna um helgina. Það er Tony Pulis, sem hætti hjá Portsmouth fyrir hálfu öðru ári, en hann hefur áður stýrt Bristol City, Gillingham og Bourne- mouth. Pulis var einn þeirra sem stjórnarmenn Stoke ræddu við þeg- ar þeir leituðu að arftaka Guðjóns Þórðarsonar í vor. Vill aðeins greiða 22,4 milljónir Lárus Orri dró sig út úr hópnum LÁRUS Orri Sigurðs- son, landsliðsmaður í knattspyrnu, leikur ekki með íslenska liðinu gegn Litháen annað kvöld. Lárus Orri sendi í gær frá sér eftirfarandi tilkynningu: „Ég hef ákveðið að draga mig úr landsliðs- hópnum fyrir leikinn gegn Litháen eftir að hafa brotið reglur hóps- ins. Ég harma þessi mis- tök og vona að liðið og þjálfarinn fái frið til þess að undirbúa sig fyrir mikilvægan leik á miðvikudag.“ Atli Eðvaldsson hefur kallað á Ólaf Örn Bjarnason, Grindavík, fyrir Lárus Orra Sig- urðsson. Ólafur Örn á 11 landsleiki að baki og lék fyrstu fjóra leiki árs- ins, síðast gegn Norð- mönnum í Bodö í maí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.