Morgunblaðið - 15.10.2002, Síða 3
KNATTSPYRNA
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 B 3
Björklund fylgdist
með Hauki Inga
KALLE Björklund, þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins
Molde, var á Laugardalsvellinum á laugardaginn til að fylgj-
ast með Keflvíkingnum Hauki Inga Guðnasyni í landsleik Ís-
lands og Skotlands. Molde hefur mikinn áhuga á að fá Hauk
Inga til liðs við sig og hefur boðið honum til Noregs eftir
landsleikinn við Litháen. Norska félagið vildi einnig fá Hauk
Inga í fyrra en þá neitaði Keflavík tilboði um leigusamning.
Molde er í öðru sæti norsku úrvalsdeildarinnar og berst við
Rosenborg um meistaratitilinn í tveimur síðustu umferðunum.
Haukur Ingi hefur í fleiri horn að líta því Kärnten í Aust-
urríki og Gautaborg í Svíþjóð vilja bæði fá hann til sín til
reynslu á næstunni.
Þegar Willum Þór var spurður um,hvort það hafi ekki verið ljóst að
Skotarnir hafi verið búnir að kort-
leggja íslenska liðið
vel og vandlega,
sagði hann: „Jú, það
var ekki annað að sjá
því þeir höfðu öll ráð
okkar í hendi sér. Við völdum jafnan
erfiðustu leiðina með háum sending-
um fram völlinn þar sem þriggja
manna varnarlína Skotanna vann alla
skallabolta og Skotarnir voru undan-
tekningalaust á undan í seinni bolt-
ann. Leiðin á svona 3:5:2 vörn er að
nýta bakverðina og spila boltanum
helst í gegnum Rúnar áður en leitað
er inn í hornin. Því miður var þessi
leið ekki valin og þar með áttum við
erfitt uppdráttar. Mér fannst áber-
andi hvað okkar leikmenn voru langt
frá Barry Ferguson. Skosku leik-
mennirnir áttu auðvelt með að finna
hann og því var yfirvegun í spili
þeirra. Ég hefði viljað sjá Brynjar
Björn taka Ferguson hreinlega úr
umferð til að brjóta upp spil þeirra.“
Setja þessi úrslit ekki strik í reikn-
inginn um markmiðið sem er annað
sætið í riðlinum?
„Jú, það gerir það eitthvað en hinu
má þó ekki gleyma að Skotarnir töp-
uðu tveimur stigum á móti Færeying-
um svo það er allt opið ennþá enda
keppnin rétt að byrja. Það sem strák-
arnir verða hreinlega að gera núna er
að rífa sig upp og einblína á leikinn
við Litháen.“
Heiðar og Bjarna
í byrjunarliðið
Mundir þú gera róttækar breyt-
ingar á liðinu fyrir þann leik?
„Ég er ekki viss um að ég mundi
gera róttækar breytingar. Það er
hins vegar úr stórum hópi að velja og
ég tel að leikmaður eins og Heiðar
Helguson sé vænlegur kostur í byrj-
unarliðið og hugsanlega Bjarni Guð-
jónsson sem ég hefði viljað sjá koma
inn í hálfleik eins og Heiðar. Mér
fannst Lárus Orri og Rúnar þeir einu
sem voru kannski að spila af eðlilegri
getu. Eiður Smári byrjaði vel en dal-
aði mjög þegar á leið. Ef við ætlum að
vinna Litháana þá verður meginþorri
leikmanna að ná góðum leik.“
Hlutverk Atla Eðvaldssonar hlýtur
fyrst og fremst liggja í því að rífa
mannskapinn upp andlega?
„Hann verður að blása baráttu-
anda í leikmenn enda er búið að slá
liðið hressilega í jörðina. Við höfum
yfirleitt verið sterkastir þegar vænt-
ingarnar eru litlar og við erum með
báðar fætur á jörðinni. Ég held að
menn hafi verið allt of uppteknir við
að verja íslenska liðið eftir leikinn við
Ungverja. Það er engum hollt að
breiða yfir vandamál og það er sú
gryfja sem við megum alls ekki falla í
núna. Við verðum að horfast í augu
við mjög slaka frammistöðu í þessum
leik við Skota og byrja að brýna menn
fyrir leikinn við Litháa. Það er bara
barátta sem skilar íslenska landslið-
inu stigum. Við eigum mjög fram-
bærilega fótboltamenn en kostir okk-
ar leikmanna og geta nýtast ekki
neitt ef engin er baráttan. Við sáum
vel að barátta Skotanna í leiknum í
dag skilaði þeim opnum svæðum inni
á vellinum og það sem við verðum að
berja inn í okkar lið er stákarnir byrji
á því að berjast og að þeir fari hrein-
lega í skotgrafirnar. Ef þessir hlutir
nást fram þá fer geta leikmanna eins
og Eiðs Smára að skila sér fyrir liðið.“
Leikurinn við Litháa verður ekki
auðvelt verkefni.
„Litháarnir spila mjög ólíkt því
sem Skotarnir spila. Þeir koma til
með að spila hratt og stutt á milli sín
og ég held að það geti hentað okkur
ágætlega ef við drögum okkur saman
og tökum fast á þeim. Við verðum að
nýta föst leikatriði til hins ýtrasta og
sækja hratt þegar kostur gefst. Upp
á sjálftraustið að gera og mögu-
leikann á því að gera einhverjar rósir
í riðlinum er lífsnauðsynlegt að sigra
Litháana,“ sagði Willum Þór.
Willum Þór Þórsson,
þjálfari Íslandsmeistara KR
Engum
hollt að
breiða
yfir vanda-
málið
„AÐ mínu mati lék íslenska landsliðið illa í dag og það sem kom mér
mest á óvart var hversu snemma við létum Skotana koma okkur úr
jafnvægi. Það var vitað mál að Skotarnir myndu pressa okkur þegar
þeir töpuðu boltanum og einhverra hluta vegna þá sló það íslenska
liðið út af laginu,“ sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari Íslandsmeist-
ara KR, við Morgunblaðið á Laugardalsvellinum skömmu eftir sigur
Skota á Íslendingum.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
an ég tók við því, ég verð bara að
læra að lifa með henni. Því hef ég fyr-
ir löngu gert mér grein fyrir. En auð-
vitað er erfitt að eiga sífellt undir
högg að sækja. Það er alveg sama
hvað ég geri, allt er gagnrýnt og eins
og ég hef áður sagt að ef ég gæti
gengið á vatni þá myndu menn að-
eins segja að ég gerði það vegna þess
að ég kynni ekki að synda, svo einfalt
er það.
Reyndi að draga úr spennunni
Ég get ekki verið sár út í strákana
þótt illa gangi á leikvellinum, þeir eru
líka vonsviknir yfir frammistöðunni.
Meðal þeirra ríkti einnig mikil
spenna fyrir leikinn. Ég reyndi eins
og mögulegt er að draga úr vænt-
ingum þeirra og lækka spennustigið.
Á sama tíma er umræðan í kringum
okkur á hinn veginn. Mitt hlutverk
var því að reyna að þræða hinn
gullna meðalveg.
Leikmenn ætluðu sér að sýna betri
leik en raun varð á en hlutirnir féllu
bara ekki fyrir þá. Skotarnir skoruðu
fyrsta markið og þar með breyttist
landslagið eins hendi væri veifað. Allt
hefði verið með öðrum blæ ef fyrsta
mark leiksins hefði fallið okkur í
skaut eða þá að okkur hefði lánast að
jafna fljótlega eftir skoska markið
eins og möguleiki var á. En vegna
þess að Skotar urðu fyrri til að skora
þá kom upp þeirra óskastaða, þeir
færðu sig aftar á völlinn, vörðust vel,
voru sterkir í návígjum og skallaein-
vígjum; voru hreint út sagt með allt
annað lið en það sem lék við Fær-
eyinga á dögunum,“ segir Atli og á
greinilega erfitt með að sætta sig við
úrslitin enda þekktur baráttumaður
sem gefur ekki sinn hlut svo auðveld-
lega.
Síðustu 20 mínútur leiksins fannst
manni eins og beðið væri eftir því að
leikurinn yrði flautaður af, voru
menn búnir að missa vonina?
„Eðlilega voru menn búnir að
missa svolítið af voninni, enda
kannski ekkert skrýtið. Strákarnir
voru búnir að reyna og reyna og ekk-
ert gekk. Þá er ekkert óeðlilegt að
vonin minnki.“
Þú sagðir á blaðamannafundi áðan
að allt of mikið hefði borið á slæmum
sendingum hjá leikmönnum íslenska
liðsins í leiknum og það hefði meðal
annars haft sitt að segja í sóknar-
leiknum og við uppbyggingu sókna.
Fannst þér bera meira á þessum
veikleika nú en í öðrum leikjum upp á
síðkastið?
„Þetta hefur á stundum verið
vandamál. En að þessu sinni verður
það ekki af leikmönnum tekið að þeir
reyndu að leggja sig fram og hafa
þetta atriði í lagi, því miður tókst það
ekki á tíðum betur en raun ber vitni.
Verst fannst mér þegar menn töpuðu
boltanum án þess að vera undir
pressu eða að þeim væri sótt. Það má
ekki eiga sér stað og í raun má segja
að þetta atriði hafi verið alltof mikið
áberandi í leiknum og komið í veg
fyrir að hægt væri að reka smiðs-
höggið á nokkrar sóknir.“
Ærið verk framundan
Atli segir að eðlilega hafi verið
mjög þungt yfir leikmönnum sínum
inni í búningsklefa strax eftir leikinn,
vonbrigðin hafi skinið úr andliti
manna. Framundan væri ærið verk
við að rífa menn upp úr þessari stöðu,
læra af þessum leik og mæta tvíefldir
gegn Litháen á morgun. Atli sagði
enga ástæðu til annars en menn yrðu
búnir að jafna sig þegar á hólminn
væri komið. Liðið ætlaði sér að læra
af Skotaleiknum og sýna hvað í því
byggi gegn Litháum.
„Ég hef enga ástæðu til að ætla
annað en að það takist að fá leikmenn
til þess að einbeita sér fullkomlega að
leiknum við Litháa. Því má alls ekki
gleyma að ef við vinnum þá höfum við
aðeins tapað einu stigi meira en Skot-
ar, þannig að staðan verður ef til vill
ekki eins vonlaus og margir telja og
sex viðureignir eftir,“ segir Atli og
leggur þunga áherslu á að ekki komi
til greina að láta hug falla, keppnin sé
rétt að hefjast og ekki komi til greina
að láta fyrstu hrösun í riðlakeppninni
slá sig gersamlega út af laginu. Hann
viðurkennir þó að mikið verk sé
framundan fram að næsta leik og það
verði ekki létt verk að rífa menn upp
en það skuli takast. „Framundan er
erfið vinna.“
Voru leikmenn þínir orðnir vissir
um sigur, trúðu þeir því sem Skot-
arnir sögðu að íslenska liðið væri
betra?
„Skotarnir báðu um að pressan
yrði sett á íslenska liðið, það var eng-
in tilviljun. Skoskir fjölmiðlar lögðust
á eitt í því efni og uppskáru eins og til
var sáð. Íslenskir fjölmiðlar tóku það
upp og þetta síaðist inn að við værum
betri og skoska liði væri komið hing-
að til þess að fá eitt stig í besta falli.“
Reyni að gera mitt besta
Er ekki þetta starf farið að taka
sinn toll af þér?
„Þetta er erfitt og það er slæmt að
fá harða gagnrýni og verða jafnvel
fyrir skítkasti. Það er engin miskunn
í þessu starfi. Undanfarnir dagar
hafa verið erfiðir og þeir næstu verða
það ekkert síður. Sumir virðast á tíð-
um gleyma því að ég er að reyna mitt
besta, þótt árangurinn sé vissulega
ekki alltaf í samræmi við þá vinnu
sem í hann er lagður. “
Í hverju felst starf þitt fram að
næsta leik?
„Staðreyndin er sú að í okkur hef-
ur verið sparkað. Það var einnig gert
við Skota í Færeyjum fyrr í þessari
riðlakeppni. Þeir risu upp, stóðu
saman og komu tvíefldir til næsta
leiks. Nú er það okkar að leika það
eftir. Við þurfum að fá frið til þess að
laga það sem miður fór og safna
kröftum á nýjan leik. Síðan skulum
við spyrja að leikslokum eftir viður-
eignina við Litháa hvernig til hefur
tekist. Í þann leik förum við til þess
að ná í stig.“
Hvernig ætlar þú að „reisa liðið
við“ eins þú kallar það?
„Við ræðum saman og gerum ým-
islegt fleira til þess að koma skútunni
af stað á ný,“ segir Atli og vill greini-
lega lítt út í þá sálma fara, telur það
vera sitt og liðsins að leysa úr þeirri
stöðu sem upp er komin í friði á þeim
skamma tíma sem til stefnu er fram
að leiknum við Litháen á morgun.
„Ég teysti því og trúi að leikmenn
sýni hvaða persónuleika þeir hafa að
geyma. Það er 21 stig eftir í pott-
inum. Möguleikinn á að ná góðum ár-
angri í riðlinum er svo sannarlega
ekki úr sögunni.“
Hef ýmislegt
fram að færa
Er engan bilbug á þér að finna?
„Nei, en auðvitað er þetta ekkert
skemmtilegt, það er erfitt að vera
grýttur. Það er heldur ekkert gaman
fyrir skyldmenni mín að sitja í stúk-
unni og heyra það sem mikill minni-
hluti manna en hávær eigi að síður
hefur um mig og störf mín að segja á
stundum sem þessum. En það má
ekki láta draga úr sér kjark. Mér
finnst ég enn hafa mikið fram að færa
í þessu starfi og því er engan bilbug á
mér að finna. Því ætla ég að halda
áfram og byggja liðið upp fyrir næstu
orrustu á miðvikudaginn. Takist mér
að koma liðinu á rétt braut í þeim leik
þá fullnægir það þeim kröfum sem ég
geri til sjálfs mín í þessu starfi,“ segir
Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í
knattspyrnu.
, segir engan bilbug á sér að finna
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Atli Eðvaldsson, landsliðsþjálfari Íslands, hrópar skipanir til sinna manna.