Morgunblaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 6
KNATTSPYRNA 6 B ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Skotar mættu ákveðnir til leiksog ætluðu sér greinilega að gefa allt sem þeir áttu í leikinn – og þeir gerðu það. Það tók þá aðeins rúmar sex mín. að slá Íslendinga út af laginu, er þeir fengu óvænt mark á silfurfati, 1:0. Ekki munaði þó miklu að Eiður Smári Guðjohnsen næði að svara fyrir Ísland á 18 mín. leiksins – átti skot, þar sem knötturinn hafn- aði í þverslá og síðan skot yfir. Annars var leikur íslenska liðs- ins afar hugmyndasnauður. Aft- asta varnarlínan átti í erfiðleikum með að koma knettinum skamm- laust frá sér, miðjumenn voru alls ekki skapandi og sóknarleikmenn hlupu oft um án þess að vita hvað væri um að vera. Eiður Smári átti ágæta spretti með knöttinn, en týndist þess á milli, sem og Rúnar Kristinsson. Greinilegt er að Hermann Hreiðarsson hefur ekki náð sér eftir bakmeiðsli og náði hann sér alls ekki á strik í stöðu miðvarðar, frekar en Lárus Orri Sigurðsson. Ég sagði í grein á laugardaginn að ákveðin viðvörunarbjalla væri byrjuð að hringja – er ég skynjaði, að landsliðsmenn og aðrir töldu að þeir væru að fara til leiks sem „stóri maðurinn“. Það er greinilegt að bjölluhljómurinn hefur ekki náð til íslensku landsliðsmannanna. Skotar, sem eru þekktir sem miklir baráttumenn, mættu til leiks eins og grenjandi ljón og hreinlega ýttu landsliðsmönnum Íslands til hliðar og sögðu – hér erum við, þetta er okkar dagur! Það kom í ljós í leiknum, að ís- lenskir knattspyrnumenn eru hreinlega ekki nægilega góðir til að geta leyft sér að setja sig á há- an hest. Bestu úrslit sem Íslend- ingar hafa náð í gegnum árin hafa verið þegar þeir hafa leikið það hlutverk sem þeir þekkja best – sem Davíð í rimmunni við Golíat. Rúnar sagði að um misskilninghefði verið að ræða. „Ég var búinn að biðja um skiptingu en Atli misskildi það. Þegar Bjarni var að koma inn á henti ég fyrirliðaband- inu í Hermann og hljóp af stað. Þá sá ég að númerið hans Hauks Inga kom upp og var hissa en hugsaði með mér að þeir myndu taka mig af velli eftir 2–3 mínútur. Síðan áttaði ég mig á því að þetta var þriðja skipting og því miður varð ég að haltra áfram inni á vellinum í 15 mínútur, mjög slæmur í nár- anum,“ sagði Rúnar við Morgun- blaðið. Hann hefur lengi verið slæmur í nára en sagði að það hefði ekki háð sér fyrir leikinn. „Ég var skorinn upp vegna þessara meiðsla fyrir tveimur árum og hef síðan haldið þeim í skefjum. Ég vissi af þeim fyrir leikinn en vanalega hverfur verkurinn í upphitun og ég spila heilu leikina án þess að það hafi áhrif á mig. Í fyrri hálfleiknum vissi ég ekki af þessu en eftir að hafa runnið til á blautum vellinum fór verkurinn að ágerast í seinni hálfleik. Þegar ég hætti að geta gefið allt í leikinn ætlaði ég að fá að fara af velli en því miður gekk það ekki.“ Rúnar sagði að tíminn yrði að leiða í ljós hvort hann yrði leikfær á miðvikudag. „Sjúkraþjálfarinn sagði að það væri möguleiki að ég gæti spilað og við reynum allt til þess,“ sagði Rúnar Kristinsson, sem lék sinn 96. landsleik á laug- ardag og bætti enn leikjamet sitt. Við erum búnir að tapa þremurstigum en Skotar hafa tapað tveimur. Nú er komið að því að fara að vinna stig, við verðum að standa uppréttir og einbeita okkur að næsta verkefni. Fyrst eru það Litháarnir og þar verðum við að sigra. Ef það tekst ekki, verður nán- ast útilokað fyrir okkur að komast áfram úr riðlinum. Síðan þurfum við að fara til Skotlands og ná í stig þar. Markmið okkar eru óbreytt þrátt fyrir þessi úrslit. Það fyrsta er að halda okkur í þriðja styrkleikahópn- um sem við höfum ekki áður verið í, og stóra markmiðið er síðan að kom- ast uppfyrir Skotana og ná öðru sæt- inu í riðlinum. Við stefnum ótrauðir að því þrátt fyrir þetta áfall.“ Hvaða áhrif hafði það á ykkur að Skotarnir skyldu ná forystunni svona snemma í leiknum? „Það var virkilega slæmt. Við vit- um að bresk lið eru sterk í föstum leikatriðum, við brugðumst einu sinni og þeir nýttu sér það. En Skot- arnir voru vængbrotnir þegar þeir komu til leiks og ef við hefðum skor- að á undan er ég viss um að þeir hefðu gefið eftir. En þeir fengu sjálfstraust við það að skora þetta mark og fóru strax í að reyna að róa leikinn niður með því að taka sér góðan tíma í öll innköst, hornspyrn- ur og aukaspyrnur. Eftir markið fengu þeir eitt dauðafæri í byrjun seinni hálfleiks, þar sem okkar varn- armenn vildu reyndar fá rangstöðu, náðu þessu eina skoti eftir það og skoruðu, en að öðru leyti ógnuðu þeir okkur ekki mikið. Við vorum meira og minna með boltann en sköpuðum okkur ekki mörg marktækifæri.“ Þið hófuð leikinn með leikað- ferðina 4-3-3 í staðinn fyrir 4-4-2 sem ávallt hefur verið notuð síðan Atli tók við liðinu. Hver var ástæðan fyrir þessari breytingu? „Við vissum að Eiður Smári yrði í strangri gæslu og því vildi Atli setja hann út á vinstri kantinn til að byrja með og sjá hvernig leikurinn myndi þróast. Þar með leit þetta út sem 4- 3-3 eða jafnvel 4-5-1. Ég var fyrir framan hina miðjumennina og hug- myndin var sú að þegar á liði færi ég meira út til vinstri og Eiður Smári fram og aðferðin færi aftur yfir í 4- 4-2. Við ætluðum að leika okkur að- eins með þetta og reyna að rugla Skotana í ríminu. Okkur tókst það kannski að einhverju leyti en ekki nóg, og allavega náðum við ekki að nýta okkur þetta. Það er erfitt að segja til um hvort aðferðin sem slík mistókst eða ekki. Það reyndist erf- itt að spila boltanum í gegnum miðj- una og við þurftum því að beita löngum sendingum. Skotar voru mjög sterkir fyrir í vörninni og þar var stór leikmaður sem skallaði bolt- ann í burtu í gríð og erg. Völlurinn var erfiður á miðsvæðinu og sem slíkur bauð hann ekki upp á að auð- velt væri að spila upp miðjuna. Þeg- ar við pressuðum Skotana þar, gáfu þeir boltann til baka á varnarmenn- ina sem kýldu hann upp í hornin. Þetta var ekki áferðarfalleg knatt- spyrna en stundum þurfa menn að laga leikinn að aðstæðum.“ Kom skoska liðið þér á óvart að einhverju leyti? „Nei, alls ekki. Mér fannst lið þeirra gott þó Skotar hafi kannski oft verið með sterkara landslið. En þessir strákar spila allir í efstu deild- unum í Englandi og Skotlandi, hafa verið atvinnumenn í mörg ár og vita nákvæmlega hvað þeir eiga að gera. Þeir eru vanir að spila svona, með tvo menn frammi, og eru allir með mikinn leikskilning,“ sagði Rúnar Kristinsson. Morgunblaðið/Brynjar Gauti Þeir voru ekki upplitsdjarfir íslensku landsliðsmennirnir í knattspyrnu eftir leikinn gegn Skotum – Rúnar Kristinsson, fyrirliði liðsins, Bjarni Guðjónsson og Heiðar Helguson.                                       ! "  #  !   $   # % #   %    &     '   (       &     )  *+     #%   %           ! ,,  -%$        %  #                       ! " # $  $ #  % &# '(  )* ++,- .* / 01 2   ,  $  / # ' #% 34,- $  " # '$ # $   +,- 5#  "  #  6)  5(7 4, # 8    . )  ) *9  .  /0 !0110 #:# )  # ! /1   2$        #    ; )  3145 % 6 7  !4 ##)% 8  * +    7 "    $  09#    3 < +       4= 0>      " *  ?   @ ( A 0  8   ? > BA  (A '  *) 4,-    '0  )  <C,- " *  D  '"A " *  <3,- " * E; )  *+9(   :!0;      +"<  9' :!;;    ( #= 9(   :!>/     ? @# 9(   :!30     9 ) 0 #  9 ) &  FG 93: F= 94;: '- GG  '- „Möguleikarnir engan veginn úr sögunni“ „ÞESSI ósigur gegn Skotum er gífurlegt áfall, við hefðum sætt okk- ur við eitt stig en tapið er mjög slæmt. Við sáum hinsvegar að við eigum í fullu tré við Skotana og eigum að geta unnið þá með því að skapa okkur fleiri færi og nýta þau, ásamt því að stoppa í litlu götin í vörninni. Okkar möguleikar í riðlinum eru engan veginn úr sögunni og ef okkur tekst að sigra Litháen er allt galopið,“ sagði Rúnar Kristinsson, fyrirliði íslenska landsliðsins, við Morgunblaðið eftir ósigurinn gegn Skotum á laugardaginn. Eftir Víði Sigurðsson Vonbrigði ÞAÐ væri að bera í bakkafullan lækinn að ætla sér að fara að rifja upp gang mála í viðureign Íslendinga og Skota á Laug- ardalsvellinum sl. laugardag. Leikur Íslendinga olli miklum von- brigðum og allir vilja gleyma honum sem fyrst – svo lélegur var hann. Landsliðsmenn Íslands geta þó ekki leyft sér að gleyma honum. Þeir verða að fara yfir hann aftur og aftur til að læra af mistökunum, sem voru mörg – og dýrkeypt. Skotar skoruðu tvö ódýr mörk og það nægði til að þeir fögnuðu sínum fyrsta sigri í viðurkenndum landsleik í rúmt ár, eða frá 6. október 2001. Sigmundur Ó. Steinarsson skrifar Haltraði um í korter RÚNAR Kristinsson, fyrirliði Íslands, meiddist í nára í leiknum gegn Skotum á laugardag og ekki er ljóst hvort hann verður með gegn Litháum á morgun. Rúnar bað um skiptingu og ætlaði af velli korteri fyrir leikslok þegar Bjarni Guðjónsson kom inn á, en sneri við þegar hann sá að Haukur Ingi Guðnason var kallaður af velli í staðinn. Fyr- ir vikið þurfti Rúnar að spila síðustu 15 mínúturnar án þess að geta beitt sér að ráði og dró sig aftarlega á völlinn. A kn ef um in fa up an þj þr ur sí m m „s og an le „á ið he þa rí að m in vi fj se ha Þ st la á fr sp ek in

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.