Morgunblaðið - 15.10.2002, Qupperneq 9
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. OKTÓBER 2002 B 9
FÓLK
BALDVIN Þorsteinsson, KA-
maður, tefldi djarft þegar hann tók
Vilhjálm Halldórsson Stjörnumann
úr umferð eitt sinn. Baldvin beygði
sig niður og leysti skóþveng Vil-
hjálms og hefði þetta prakkarastrik
getað orðið honum dýrkeypt því
Baldvin var með tvær brottvísanir
á bakinu þegar hann greip til þessa
óvenjulega ráðs.
VILHJÁLMUR fór á kostum í
leiknum og skoraði 14 mörk. Þegar
tvær mínútur voru eftir hneig hann
niður en skömmu áður hafði hann
fengið höfuðhögg eftir samstuð við
Jónatan Magnússon. Mönnum leist
ekki á blikuna og var óskað eftir
lækni. Vilhjálmur var loks studdur
út af en honum héldu engin bönd og
hann tók þátt í leiknum síðustu 45
sekúndurnar, jafnvel þótt hann
væri reikull í spori.
LEIKURINN hófst stundvíslega
kl. 16.30 en honum var ekki lokið
fyrr en um kl. 18.15 eða ríflega það
eftir mikinn flautukonsert, gaura-
gang og minni háttar óhöpp. Þetta
er sennilega með lengri handbolta-
leikjum.
FLEIRA var óvenjulegt við leik-
inn. Í þrígang voru KA-menn 2 leik-
mönnum færri á vellinum vegna
brottvísana. Þá fóru alls 7 vítaskot í
súginn. Egidijus Petkevicius varði
4, Árni Þorvarðarson og Guð-
mundur Geirsson 1 hvor og eitt fór
yfir mark KA-manna.
GUÐMUNDUR Geirsson í marki
Stjörnunnar fékk boltann í höfuðið
tvisvar með skömmu millibili í
seinni hálfleik. Fyrst braust Ing-
ólfur Axelsson gegnum vörn
Stjörnunnar, stökk inn af línunni
og þrumaði í höfuð Guðmundar.
Fáeinum mínútum síðar fór Hilmar
Stefánsson inn úr horninu og skaut
beint í andlit hins óheppna mark-
varðar, sem reyndar stóð sig vel í
seinni hálfleik.
HLYNUR Jóhannesson og fé-
lagar í norska úrvalsdeildarliðinu
Stord voru óvænt slegnir út úr Evr-
ópukeppni bikarhafa á sunnudag-
inn af Strovolos Nicosia frá Kýpur.
Stord vann heimaleikinn 27:18 en
tapaði síðan með 10 mörkum, 32:22,
á Kýpur og skoruðu heimamenn úr-
slitamarkið 3 sekúndum fyrir leiks-
lok.
GUNNAR Berg Viktorsson náði
ekki að skora fyrir Paris SG sem
féll út úr Áskorendabikarnum í
handknattleik þrátt fyrir sigur á
Sävehof frá Svíþjóð, 29:27. Svíarnir
unnu fyrri leikinn, 30:27, og halda
áfram keppni.
RÓBERT Gunnarsson skoraði 2
mörk og Tjörvi Ólafsson eitt þegar
lið þeirra, Århus GF, gerði jafntefli
við Kolding á útivelli, 31:31, í
dönsku úrvalsdeildinni í handknatt-
leik. Liðin eru jöfn og efst á toppn-
um með 9 stig og Helsinge er með
sama stigafjölda. GOG er stigi á
eftir en á tvo leiki til góða.
HRAFNHILDUR Skúladóttir
skoraði 2 mörk fyrir Tvis/Hol-
stebro sem tapaði fyrir Horsens,
36:18, í úrvalsdeild kvenna í Dan-
mörku. Tvis/Holstebro hefur tapað
öllum sex leikjum sínum á tíma-
bilinu.
HEIÐMAR Felixson skoraði 2
mörk fyrir Bidasoa sem gerði jafn-
tefli, 24:24, við Teucro í spænsku 1.
deildinni í handknattleik um
helgina. Bidasoa er í 12. sæti af 16
liðum með 3 stig eftir sex umferðir.
RÚNAR Sigtryggsson náði ekki
að skora fyrir Ciudad Real sem
vann Valladolid, 28:25. Ciudad
Real er í öðru sæti með 10 stig,
jafnmörg og Barcelona og Altea
sem eru í 3. og 4. sæti. Ademar
Leon hefur hins vegar unnið alla
sína leiki og er með 12 stig.
LJUBOMIR Vranjes og Andreas
Larsson, sænsku landsliðsmennirn-
ir í handknattleik, meiddust báðir í
leik með Nordhorn gegn Flensburg
í þýsku 1. deildinni um helgina. Þeir
verða báðir frá keppni í sex vikur
Michael Schumacher hefur ekkisest í keppnisbíl öðru vísi en
að setja met af einhverju tagi og
engin undantekning
var þar á í Suzuka í
Japan á sunnudag
þar sem hann ók til
öruggs sigurs og var
aldrei ógnað. Aldrei var um neinn
kappakstur að ræða í Suzuka, slíkir
voru tæknilegir og taktískir yfir-
burðir Ferrari og hinna traustu bíla
þeirra.
„Þetta voru draumaúrslit á
draumavertíð, við gátum ekki beðið
um meira. Við höfum uppskorið vel,
15 sigrar, níu sinnum eigum við tvo
fyrstu bíla á mark. Michael vinnur
þriðja titilinn í röð með Ferrari, eft-
ir aðeins 11 mót, og Ferrari vinnur
bílsmiðatignina fjórða árið í röð, eft-
ir aðeins 13 mót. Rubens [Barri-
chello] verður annar í keppni öku-
þóra og við höfum hlotið 221 stig eða
jafnmörg og öll hin liðin samanlagt.
Betra getur það ekki verið og þetta
er árangur af erfiði frábærs mann-
skaps,“ sagði íþróttastjóri Ferrari,
Jean Todt. „Mér vefst tunga um
tönn,“ sagði Schumacher hæversk-
lega er hann hugðist lýsa vertíðinni.
„Árangurinn talar sínu máli. Að
ljúka öllum mótunum á verðlauna-
palli er kraftbirting gæðavinnu alls
liðsins. Það er ótrúlegt hvað mann-
skapurinn hefur afrekað,“ sagði
hann.
Og þrátt fyrir velgengnina er
engan bilbug á honum að finna.
Sagðist ætla njóta stundarinnar en
undirbúningur næstu vertíðar hæf-
ist strax daginn eftir. Sagði hann
velgengni vera fíkn sem hann væri
ekki búinn að fá nóg af. Því ætlaði
hann sér að keppa um ókomin ár.
Maður mótsins á sunnudag var
Japaninn Takuma Sato hjá Jordan
og féll glæsilegur árangur Schu-
machers sumpart í skuggann. Vann
hann sín fyrstu keppnisstig og vart
er hægt að biðja um betri endi á
jómfrúarári sínu á heimavelli. Yljaði
Japaninn skælbrosandi öllum með
frammistöðu sinni en í stúkunum
hvöttu áhorfendur hann vel og
dyggilega alla leið. Höfðu þeir
ástæðu til að fagna því japanskur
ökuþór hefur ekki unnið stig á
heimamvelli í Formúlu-1 frá því Ag-
uri Suzuki varð þriðji árið 1990 á
Lola-bíl en í sama móti varð Satoru
Nakajima sjötti á Tyrrell-bíl. Er
Sato fyrsti Japaninn til að vinna stig
frá því Shinji Nakano varð sjötti á
Prost-bíl í ungverska kappakstrin-
um 1997.
Stórt bros færðist yfir andlit liðs-
stjórans Eddie Jordan er Sato ók á
mark og síðan tárfelldi hann af gleði
en með þessari glæsilegu frammi-
stöðu Sato í lokamóti ársins skaust
Jordan-liðið upp fyrir bæði Jagúar
og BAR í keppni bílsmiða og hafnaði
þar í sjötta sæti. Fyrir vikið fær
Jordan miklu meira verðlaunafé en
ella sem ekki veitir af því knappt
mun vera um rekstrarfé hjá Silver-
stoneliðinu. Verra er að svo kann að
vera að þetta hafi verið síðasta mót
Sato í Formúlu-1, a.m.k. í bili. Neyð-
ist Jordan hugsanlega til að verða
við þrýstingi bresks tóbaksfyrir-
tækis um að ráða breskan ökuþór. Í
því sambandi er rætt um að Eddie
Irvine, elsti og þreyttasti ökuþór
Formúlu-1, taki við starfi hins líf-
lega, litla en svipmikla Japana.
Finninn Kimi Räikkönen hjá
McLaren lauk árinu eins og hann
hóf það, með þriðja sæti, en í milli-
tíðinni hefur hann átt afar misjafnt
uppdráttar. Jenson Button varð
sjötti og kveður því Renault-liðið
með því að gulltryggja fjórða sætið í
keppni bílsmiða.
Draumavertíð
hjá Ferrari
VERTÍÐ þeirrar tegundar í Formúlu-1, sem lauk um helgina, hafa
unnendur íþróttarinnar aldrei áður upplifað og vonast sennilega til
að endurtaki sig ekki. Ross Brawn, tæknistjóri Ferrari, fjarstýrði liði
sínu af sjúkrabeði í Englandi til enn eins yfirburðasigurs en yf-
irburðir Ferrari hafa orðið til þess að sjónvarpsáhorfendur hafa
margir notað sína fjarstýringu til að slökkva á tækjum sínum eða
skipta um rás.
Ágúst
Ásgeirsson
skrifar
Við funduðum um morguninn ogræddum að við hefðum staðið
of lengi í vörninni í fyrri leiknum
og spilað of stuttar
sóknir ásamt
óþarfa mistökum,
sem við ætluðum
okkur að bæta í
seinni leiknum,“ sagði Viggó Sig-
urðsson þjálfari Hauka eftir leik-
inn á laugardaginn. „Við vissum
ekkert um þetta lið en ætluðum
okkur lengra í keppninni. Okkur
hefur gengið brösulega í haust,
það eru of miklar sveiflur í leik
okkar og við ætluðum að nota
þessa leiki til að reyna að koma
liðinu á skrið, sem ég held að hafi
tekist vel í síðari leiknum. Við
fengum samt mest út úr fé-
lagsþættinum. Kýpurliðið hefur
ekkert að gera í Evrópukeppni og
nánast skylda að ljúka þessum
leikjum en ég er spenntur fyrir
drættinum í næstu umferð og við
höfum mikinn metnað til að standa
okkur vel. Ég vona að við fáum
ekki of sterkt lið en samt gott svo
að fullt af áhorfendum komi því
það er líf í kringum þá leiki.“ Sem
fyrr segir fengu Hafnfirðingarnir
tækifæri til að leika sér og gerðu
það, allir leikmenn á leikskýrslu –
nema tveir af þremur markvörðum
liðsins – skoruðu en Vignir Svav-
arsson var markahæstur með 9
mörk og hafði gaman af. „Það
skiptir mestu að fara í þessa leiki
til að hafa gaman af og það tókst í
kvöld en ekki eins vel í fyrri leikn-
um. Ég vona að andinn verði góð-
ur í liðinu eftir þessa sigra því það
léttir yfir mönnum að eiga góða og
skemmtilega leiki auk þess að við
náum að fara í gegnum leikkerfi
okkar,“ sagði Vignir eftir leikinn.
„Við getum verið sáttir við úr-
slitin úr fyrri leiknum því við erum
með ungt lið og marga nýja leik-
menn,“ sagði Michalis Mavrides
þjálfari Kýpurliðsins og var ekki
ósáttur við úrslitin enda gerir
hann ráð fyrir að Haukar fari alla
leið í úrslit. „Við þekkjum hvernig
handknattleik Íslendingar spila en
vissum ekki neitt um einmitt þetta
lið en það spilaði eins og við áttum
von á og við sáum strax að það var
betra en okkar. Ég á von á að
Haukar fari alla leið í úrslitin.“
Strovolos hafnaði í þriðja sæti
deildarinnar í Kýpur og komst í
bikarúrslit.
Haukar fengu
að leika sér
ÞRÁTT fyrir mikla yfirburði tókst Haukum að ná upp leikgleði og
stemmningu þegar þeir léku síðari leikinn við Strovolos frá Kýpur í
Evrópukeppni bikarhafa að Ásvöllum á laugardaginn og sýndu sínar
bestu hliðar, oft með tilþrifum og sirkusmörkum, í 43:16 sigri. Í dag,
þriðjudag, verður síðan dregið í næstu umferð og þá verður leiðin
eflaust ekki eins greið en Haukar geta samt ornað sér um stund við
góðan sigur þegar flestar þeirra leikfléttur gengu upp.
Stefán
Stefánsson
skrifar
Mótherjarnir frá Kýpur voru auðveld bráð á Ásvöllum
Tuttugu mörk Guðjóns Vals
GUÐJÓN Valur Sigurðsson
skoraði 20 mörk fyrir Essen í
tveimur auðveldum sigrum á
Berchem frá Lúxemborg í
EHF-bikarnum í handknatt-
leik um helgina. Fyrst léku
liðin í Lúxemborg og þá
skoraði Guðjón Valur 12
unum, bikarleik gegn 3.
deildarliði, gerði hann 15
mörk.
Patrekur Jóhannesson, fyr-
irliði Essen, skoraði eitt
mark í fyrri leiknum gegn
Berchem og x mörk í þeim
síðari.
mörk í 35:21 sigri Essen. Síð-
an mættust þau í Þýskalandi
og þá skoraði íslenski lands-
liðsmaðurinn 8 mörk en loka-
tölur urðu 39:22. Guðjón Val-
ur hefur heldur betur verið á
flugi síðustu daga því í næsta
leik á undan Evrópuleikj-
ALFREÐ Gíslason, þjálfari Magde-
burg, sagði að sínir menn hefðu
verið heppnir að sigra meistara
Kiel, 30:29, í þýsku 1. deildinni í
handknattleik á laugardaginn. Kiel
hefur enn ekki unnið leik á tíma-
bilinu og situr óvænt á botni deild-
arinnar, en Uwe Schwenker, þjálf-
ari Kiel, sagði að sigurinn hefði
verið svikinn af sínum mönnum og
kenndi dómurum leiksins alfarið
um úrslitin.
Kiel var yfir, 28:26, rétt fyrir
leikslok en Pólverjinn Gregorz
Tkaczyk skoraði sigurmark Magde-
burg með glæsilegu langskoti í blá-
lokin. Sigfús Sigurðsson skoraði 4
mörk fyrir Magdeburg í leiknum og
Ólafur Stefánsson 2 en markahæst-
ir Joel Abati með 9 mörk og Tkacz-
yk með 6.
Lemgo og Magdeburg eru jöfn
og efst í deildinni með 14 stig en
Lemgo á leik til góða og hefur ekki
tapað stigi til þessa á tímabilinu.
Lið burstaði Pfullingen, 41:26, á
laugardaginn.
Gylfi Gylfason skoraði 2 mörk,
bæði úr vítaköstum, þegar lið hans,
Wilhelmshavener, tapaði fyrir N-
Lübbecke, 32:24, í nýliðaslag.
Wallau-Massenheim vann ótrú-
legan útisigur á Wetzlar, 31:15, og
kom sér úr hópi neðstu liða. Einar
Örn Jónsson skoraði 3 mörk fyrir
Wallau en Róbert Sighvatsson var
markahæstur hjá Wetzlar með 4
mörk. Sigurður Bjarnason lék ekki
með Wetzlar vegna meiðsla.
Magdeburg
slapp
fyrir horn