Morgunblaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.10.2002, Blaðsíða 12
Goran endurráð- inn hjá HK GORAN Kristófer Micic skrifaði um helgina undir nýjan samning til tveggja ára við 1. deildarlið HK í knattspyrnu. Goran tók við liði HK í 3. deild fyrir tímabilið 2001 og það hef- ur sigrað í bæði 3. og 2. deild undir hans stjórn. Ennfremur gekk mark- vörðurinn Gunnleifur Gunnleifsson frá nýjum samningi við HK um helgina. „Með þessu ætlum við að stíga næsta skref í uppbyggingunni, sem er að festa HK í sessi í 1. deildinni á næstu tveimur árum. Flestir eða allir okkar leikmenn verða áfram hjá félaginu og við munum byggja á þeim grunni sem við höfum í dag og þeim efnilegu leik- mönnum sem eru á leið inn í hópinn,“ sagði Haf- þór Hafliðason, formaður meistaraflokksráðs karla hjá HK, í samtali við Morgunblaðið. RUDI Völler, landsliðsþjálfari Þjóð- verja í knattspyrnu, hefur miklar áhyggjur af því hve lítið leikmenn hans leggja sig fram í vináttulands- leikjum. Þjóðverjar gerðu jafntefli við Bosníumenn í vináttuleik í Sarajevo á föstudagskvöldið, 1:1, og þóttu sýna lítinn baráttuanda. Reyndar léku hvorki Michael Ball- ack né Dietmar Hamann með í leiknum, Ballack var með flensu og Hamann er tæpur vegna ökkla- meiðsla, en Völler segir að hvorki það né slæmur völlurinn í Sarajevo afsaki frammistöðu liðsins. „Það er ekki lengur hægt að vinna nokkra þjóð án þess að leggja sig 100 prósent fram. Það er lær- dómurinn sem við drögum af leikn- um í Bosníu. Ég hef miklar áhyggj- ur af undirbúningi okkar fyrir HM 2006 því þá þurfum við ekki að taka þátt í undankeppninni og leikum aðeins vináttulandsleiki í tvö ár. „Ég hugsa með hryllingi til þess sem bíður okkar eftir Evrópu- keppnina 2004,“ sagði Völler. Þjóðverjar taka á móti Fær- eyingum annað kvöld í 5. riðlinum, riðli Íslands. Undirbúningur þeirra raskaðist vegna óveðurs í Bosníu en ekki var flugfært þaðan fyrr en síð- degis á laugardaginn. Ef við hefðum haldið jöfnu íleiknum liti staðan þannig út að við værum búnir að tapa tveim- ur stigum en Skotar fjórum og ég held að það hefði verið viðunandi staða. Ég held að íslenska lið- ið hafi farið með jákvæðu hugarfari inn í leikinn og ég skynjaði ekki annað en að allir leikmenn ætluðu að gera sitt besta. Við verðum hins vegar að meta leik Skotanna þegar við förum til leiks við þá. Í hverju eru þeir góðir? Þeir eru líkamlega sterkir, þeir spila einfalt, þeir vinna boltann á miðjunni, draga hann út á kantana og gefa fyrir markið. Hvernig er best að stöðva svona lið? Þessu verða menn að svara áður en þeir fara í leikinn. Það er ekki bara hægt að vona að hlutirnir gangi heldur verðum við að búa okkur undir þessi verkefni. Í dag virtist mér að íslenska liðið væri ekki klárt á leikaðferð Skot- anna og leikur þeirra kom okkar liði á óvart,“ sagði Guðjón við Morgunblaðið. Guðjón segir að undanfarnir leik- ir hjá íslenska landsliðinu hafi vald- ið mörgum vonbrigðum. „Ég sá ekki leikinn við Ungverja en mér skilst að sá leikur hafi verið mjög slakur af hálfu liðsins og And- orra-leikurinn var ekki marktækur. Ef við skoðum leikina þar á undan þá getum við ekki gleymt leiknum við Dani ytra og við N-Írland. Ég sá frábæran leik við Tékka á Laug- ardalsvellinum en síðan þá hefur leiðin legið niður á við hjá liðinu. Menn verða að skoða þetta í sam- hengi og það verða allir að reyna að draga í sömu átt. Landslið Íslands er ekki einkamál nokkurra manna. Þetta er landslið þjóðarinnar og það skiptir máli hvernig því er stjórnað og hvernig er staðið að því. Við Íslendingar eigum kröfu á því að það sé eins vel að málum staðið og nokkur kostur er.“ Hvernig fannst þér leikaðferð ís- lenska liðsins og val á mönnum í liðið? „Einfalt svar við þessari spurn- ingu er að ég hefði gert þetta öðru- vísi.“ Viltu útlista það eitthvað nánar? „Nei, landsliðsþjálfarinn er á launum við þetta og ég á nóg með mitt.“ Atli þarf góðan stuðning Þú þekkir það vel að stýra lands- liðinu. Metur þú hlutina þannig að Atli Eðvaldsson sé kominn í erfiða stöðu? „Það er alveg ljóst að hann er í mjög erfiðri stöðu og því er mjög mikilvægt að hann fái góðan stuðn- ing fyrir leikinn við Litháa. Riðill- inn er alls ekki búinn fyrir okkur þó að leikurinn við Skota hafi tap- ast. Það eina sem við verðum að gera í staðinn er að vinna Skotana úti. Það er alveg hægt en vissulega gáfum við Skotunum sjálfstraust. Það er mjög mikilvægt að vel takist til í leiknum við Litháen en til þess að svo verði verður töluvert að breytast. Það er ekki hægt að fara í leikinn við Litháa með sama hætti og var gert hér í dag.“ Ert þú sammála því að leikur ís- lenska liðsins hafi verið tilviljunar- kenndur og ómarkviss? „Ég get ekki dæmt um það hvernig hlutirnir voru lagðir upp, hvernig æfingarnar voru fyrir leik- inn og til hvers var ætlast af mönn- um. Það virtist vera þannig að spilmunstrið væri ekki á hreinu. Ef við ætlum að spila 4-4-2 á móti 3- 5-2 þá er styrkur fyrrnefnda kerf- isins að reyna að tvöfalda og ná að mynda stöðu tveir á móti einum úti á kanti og gefa fyrir markið. Þetta sáum við aldrei gerast í dag. Ef Atli og strákarnir setjast niður og skoða þetta af einlægni þá tel ég að þessa hluti verði hægt að laga fyrir leikinn á móti Litháum.“ Fannst þér einhverjir í íslenska liðinu spila vel? „Heilt yfir sköruðu ekki margir fram úr. Framan af fannst mér Eiður mjög skemmtilegur og það var mikið ólán að honum tókst ekki að skora þegar hann skaut í slána. Það var frábær sprettur hjá hon- um. Rétt á eftir var hann í góðu færi þannig að það skorti aðeins herslumuninn til að okkur tækist að jafna. Það hefði verið mjög skemmtilegt að sjá hvernig Skot- arnir hefðu brugðist við ef það hefði gerst.“ Vanda undirbúninginn Nú er stutt í næsta leik. Á að þínu mati að gera miklar breyt- ingar á liðinu? „Atli verður að leggjast yfir leik- inn og skoða hann vel og best væri fyrir hann að skoða leikinn með leikmönnum. Þeir verða að meta stöðuna af einlægni því ef þeir gera það ekki þá lenda þeir í bölvuðu basli með Litháana. Þeir koma hingað til að sækja eitt stig og verða sáttir við það og við verðum að vanda undirbúninginn að þeim leik og ná að toppa til að sækja þrjú stig.“ Það hlýtur að vera áhyggjuefni fyrir landsliðið að annan leikinn í röð er púað á leikmenn þess þegar það gengur að velli. „Það er eins og það vanti herslu- muninn til að kveikja þennan neista sem gleður fólk. Ég hef oft sagt það að það er ekki sama hvernig maður tapar. Það skiptir máli hvernig leikir tapast og við þurfum að setja stolt í leik okkar. Við þurf- um ekki að gera ráð fyrir því að vinna alla leiki hér heima en það er ekki sama hvernig liðið tapar.“ Ýjað hefur verið að því að ef illa fer í leiknum við Litháa, þá sé Atli orðinn valtur í sessi. Ef til þín yrði leitað um að taka við stjórn lands- liðsins á nýjan leik, hverju mundir þú svara? „Þeir hafa ekki efni á að ráða mig,“ sagði Guðjón og brosti í kampinn. Guðjón Þórðarson – fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands Landslið er ekki einka- mál nokkurra manna GUÐJÓN Þórðarson, sem gegndi landsliðsþjálfarastöðunni á undan Atla Eðvaldssyni, var frekar brúnaþungur þegar Morgunblaðið hitti hann í heiðursstúkunni fáeinum mínútum eftir að franski dómarinn flautaði til loka leiks Íslendinga og Skota. Guðjón, sem stýrði lands- liðinu með góðum árangri í fjögur ár, var ekki ánægður með leik landsliðsins og hann sagði að leikmenn og þjálfari yrðu að skoða leikinn vel og meta stöðuna af einlægni – ef ekki þá gæti leikurinn við Litháa á morgun orðið mikið basl. Morgunblaðið/Einar Falur Hermann Hreiðarsson á hér í höggi við Steve Thompson, leik- mann Dundee United, á Laugardalsvellinum. Guðmundur Hilmarsson skrifar Völler hefur áhyggjur FÓLK  HARALDUR Freyr Guðmunds- son var útnefndur leikmaður ársins hjá úrvalsdeildarliði Keflavíkur í knattspyrnu á lokahófi á laugar- dagskvöldið. Hörður Sveinsson var valinn efnilegasti leikmaður liðsins.  GUÐFINNUR Kristmannsson og lærisveinar hans í Wasaiterna sigr- uðu Djurgården, 24:21, í sænsku úr- valsdeildinni í handknattleik í gær. Guðfinnur var ekki á meðal marka- skorara en með sigrinum fór Wasai- terna úr botnsætinu upp í það ní- unda og hefur 4 stig úr sex leikjum.  ÞÝSKI kylfingurinn Alex Cejka sigraði í fyrsta sinn í sjö ár á móti á evrópsku mótaröðinni en Cejka vann Lancome-mótið sem fram fór í París í Frakklandi. Hann lék sam- tals á 12 höggum undir pari St Nom La Breteche-vallarins en næstur í röðinni var Carlos Rodiles á tíu höggum undir pari. Jean-Francois Lucquin og Angel Cabrera voru jafnir í þriðja sæti, höggi á eftir Rodiles. Cejka fékk rúmlega 30 milljónir ísl. kr. fyrir sigurinn.  PHIL Tataurangi, atvinnukylf- ingur frá Nýja-Sjálandi, sigraði á fyrsta móti sínu í gær er hann lék á tíu undir pari á lokadegi „maraþon- mótsins“ Invensys Classic sem fram fór í Las Vegas í Bandaríkjunum. Á þessu móti eru leiknar 90 holur eða fimm hringir en venjulega eru leikn- ar 72 holur eða fjórir hringir.  TATAURANGI lék á 62 höggum á lokdeginum og var því einu höggi betri en Bandaríkjamaðurinn David Duval, er upp var staðið. Duval var með fimm högg í farteskinu á Tat- aurangi fyrir lokadaginn. Tataur- angi fékk um 78 milljónir ísl. kr. í sinnn hlut fyrir sigurinn.  NBA-leikmaðurinn Charles Oakl- ey gerði á dögunum samning við körfuknattleiksliðið Washington Wizards til eins árs. Oakley er 38 ára gamall og hittir fyrir hjá liðinu fyrrum félaga sína hjá Chicago Bulls og New York Knicks, þá Mich- ael Jordan sem leikur með liðinu og Patrick Ewing sem er einn af að- stoðarþjálfurum liðsins. Oakley hef- ur leikið 18 tímabil í NBA-deildinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.