Morgunblaðið - 22.10.2002, Síða 1
2002 ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER BLAÐ B
B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A
EYJASTÚLKUR VEKJA ATHYGLI / B2, B3, B8
Þetta er fimmta keppnistímabiliðsem Katrín leikur með liðinu
jafnhliða því að leggja stund á lækn-
isnám við háskóla í Ósló, en Kolbotn
er félag rétt utan borgarinnar, ekki
fjarri Moss. Í fyrra varð Kolbotn í
öðru sæti og árið áður hafnaði það í
þriðja sæti. „Það hefur veirð ákveð-
in stígandi í liðinu allan þann tíma
sem ég hef verið hjá því. Fyrir þessa
leiktíð voru allir ákveðnir í að vinna
titilinn,“ segir Katrín sem leikið hef-
ur afar vel á keppnistíðinni, einkum
þá á fyrri hluta þess. „Þá lék ég bet-
ur en nokkru sinni fyrr, síðari hlut-
inn hefur kannski ekki verið eins
góður,“ segir Katrín sem leikið hef-
ur á miðjunni upp á síðkastið eftir
að hafa verið í fremstu víglínu á
fyrri hlutanum.
Af sautján leikjum sem eru að
baki í deildinni hafa Katrín og sam-
herjar unnið 15, gert eitt jafntefli og
tapað einum leik. Katrín hefur tekið
þátt í öllum leikjunum á leiktíðinni
að undanskildum undanúrslitaleikn-
um í bikarkeppninni við Þránd-
heims Örn, en sú viðureign tapaðist.
Þá var Katrín að leika með íslenska
landsliðinu gegn Englendingum í
undankeppni heimsmeistaramóts-
ins. Katrín segir að þrátt fyrir að
norski meistaratitillinn sé í höfn séu
liðsmenn Kolbotn ákveðnir í að
vinna síðasta leikinn í deildinni sem
er við fráfarandi meistara í Þránd-
heims Erni um næstu helgi, ekki
hvað síst vegna tapsins í bikar-
keppninni.
Katrín hefur ákveðið að leggja
knattspyrnuskóna á hilluna eftir
síðustu umferð deildarkeppninnar
sem fram fer um næstu helgi og ein-
beita sér að læknisnáminu. „Ég get
bara ekki lengur samræmt námið og
knattspyrnuna og því er þessi
ákvörðun óhjákvæmileg. Það þarf
að minnsta kosti eitthvað mikið að
gerast til þess að ég endurskoði
hana,“ segir Katrín sem er 25 ára og
er þriðji leikjahæsti leikmaður
kvennalandsliðsins, á að baki 48
landsleiki.
Roa sýnir Katrínu áhuga
Þjálfari norska liðsins Roa lýsti
því yfir um helgina að hann vildi fá
Katrínu í raðir síns liðs fyrir næstu
leiktíð. Katrín segir ekkert hafa
heyrt frá forráðamönnum Roa.
„Þetta er sama félagið og hafði sam-
band við mig í fyrra. Ég reikna ekki
með að áhugi þess breyti einhverju
varðandi framtíðaráform mín,“ seg-
ir Katrín sem er ákveðin í að ein-
beita sér að læknisnáminu næstu ár-
in og kveðja knattspyrnuna með
norskri meistaratign.
Katrín kveður Kolbotn
með meistaratitli
„ÞETTA er tvímælalaust toppurinn á mínum íþróttaferli þar sem
deildin hér í landi er ein sú sterkasta í heiminum,“ sagði Katrín
Jónsdóttir knattspyrnukona en hún varð norskur meistari í knatt-
spyrnu um helgina með liði sínu Kolbotn. Félagið innsiglaði meist-
aratitilinn með stórsigri á Team Strömmen, 6:0, á heimavelli. Katrín
lék allan leikinn og lagði upp tvö mörk. „Sigrinum fylgdi mikil gleði,
allir voru í sjöunda himni enda um að ræða fyrsta meistaratitil fé-
lagsins,“ sagði Katrín sem er ákveðin í að leggja núna knattspyrnu-
skóna á hilluna.
Morgunblaðið/Þorkell
FH-ingurinn Heiðar Örn Arnarson sækir hér að marki ÍR-inga, þar sem þeir Júlíus Jónasson og
Fannar Örn Þorbjörnsson eru til varnar. Sjá viðtal við Júlíus um hið unga ÍR-lið á B7.
BÍLDSHÖFÐI 510 8020
SMÁRALIND 510 8030
SELFOSS 480 7000
WWW.INTERSPORT.IS
GUÐMUNDUR Karlsson, Íslands-
methafi í sleggjukasti, verður næsti
landsliðsþjálfari í frjálsíþróttum.
Frá þessu var gengið á stjórn-
arfundi Frjálsíþróttasambands Ís-
lands (FRÍ) í gærkvöldi samkvæmt
heimildum Morgunblaðsins. Guð-
mundur tekur þegar við starfinu en
forveri hans, Vésteinn Haf-
steinsson, hætti um síðustu mán-
aðamót. Ráðningarsamningur Guð-
mundar við FRÍ gildir fram yfir
Ólympíuleikana í Aþenu eftir tæp
tvö ár og er honum m.a. ætlað að
fylgja eftir íþrótta- og afreksstefnu
FRÍ. Reiknað er með að Guðmund-
ur verði í hlutastarfi, a.m.k. fyrst
um sinn.
Guðmundur er ekki með öllu
ókunnur starfinu því hann gegndi
því um tíma undir lok níunda ára-
tugar síðustu aldar í formannstíð
Ágústs Ásgeirssonar auk þess að
vera þrautreyndur landsliðsmaður
í frjálsíþróttum. Einnig hefur Guð-
mundur um nokkura ára skeið ver-
ið þjálfari handknattleiksliða og
stýrði m.a. karlaliði Hauka til sig-
urs á Íslandsmótinu fyrir rúmum
tveimur árum.
FRÍ ræður
Guðmund
Karlsson