Morgunblaðið - 22.10.2002, Side 2
ÍÞRÓTTIR
2 B ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
FYRSTU deildarlið Víkings í
knattspyrnu réð um helgina Sig-
urð Jónsson til starfa sem þjálf-
ara liðsins í stað Lúkasar Kostic
sem á dögunum sagði skilið við
liðið.
Sigurður skrifaði undir tveggja
ára samning við Víking en hann
þjálfaði lið FH-inga í úrvalsdeild-
inni í sumar.
Tvö félög sóttu hart eftir því
að fá Sigurð sem þjálfara – Vík-
ingur og ÍBV. Bæði lið gerðu
honum tilboð sem hann velti fyrir
sér í einn sólarhring og að lokum
ákvað Sigurður að velja Víking.
„Þetta var mjög erfið ákvörðun
og að mörgu var að hyggja en
eftir að hafa skoðað málið fram
og til baka ákvað ég að taka til-
boði Víkings. Ég hlakka til að
takast á við verkefnið og stefnan
verður að sjálfsögðu tekin á að
fara upp úr deildinni,“ sagði Sig-
urður við Morgunblaðið.
Víkingar, sem höfnuðu í
fimmta sæti á nýafstöðnu tíma-
bili, reikna með að halda að
mestu sama mannskap en þó er
vitað að varnarjaxlinn Ólafur
Adolfsson ætlar að leggja skóna á
hilluna.
ÞJÁLFARASKIPTI
Sigurður Jóns-
son valdi Víking
Sigurður Jónsson
TRYGGVI Guðmundsson skoraði
eitt af mörkum Stabæk sem gerði
meistaravonir Molde að engu í
norsku úrvalsdeildinni með því að
vinna sigur, 4:2.
Tryggvi kom Stabæk í 3:1 þegar
hann fékk sendingu frá Marel Bald-
vinssyni og skoraði sitt 13. mark á
leiktíðinni. Tryggvi lék allan leikinn
en Marel fór af velli á 87. mínútu.
Bjarni Þorsteinsson lék allan tím-
ann í vörn Molde en þeir Ólafur
Stígsson og Andri Sigþórsson komu
inná og léku síðasta stundarfjórð-
unginn.
Ármann Smári Björnsson skoraði
eina mark Brann sem tapaði á
heimavelli Lilleström og getur farið
svo að Brann þurfi að leggja meist-
ara Rosenborg á útivelli í loka-
umferðinni til að forðast fall í 1.
deild. Róðurinn er þungur hjá Teiti
Þórðarsyni og lærisveinum.
Brann er í þriðja neðsta sæti en
tvö neðstu liðin falla og liðið í þriðja
neðsta sæti leikur tvo aukaleiki um
að halda sæti sínu. Ármann Smári
lék allan leikinn og þeir Gylfi Ein-
arsson og Indriði Sigurðsson voru í
liði Lilleström allan leikinn.
Hannes Þ. Sigurðsson fékk að
spreyta sig síðustu 10 mínúturnar í
liði Vikings sem gerði 1:1-jafntefli
við Bryne.
ÍSLENDINGAR Í NOREGI
Tryggvi með
sitt 13. mark
ARNAR Grétarsson fór á kost-
um og skoraði tvö mörk fyrir
Lokeren, sem lagði Gent að
velli, 3:2. Geysileg stemmning
var fyrir leik nágrannaliðanna
og var greinilegt að leikmenn
liðanna ætluðu að gefa allt sem
þeir áttu í leikinn. Strax í byrj-
un settu leikmenn Genk á fulla
ferð og sóttu hratt að marki
Lokeren, en síðan náðu leik-
menn Lokeren að svara fyrir
sig og standa uppi sem sigur-
vegari. Maðurinn að baki hin-
um góða sigri var Arnar Grét-
arsson, sem fór á kostum í
leiknum. Hann skoraði fyrsta
markið er hann fékk sendingu
inn í teig – tók knöttinn lag-
lega niður og átti í höggi við
þrjá varnarmenn. Hann sá við
þeim og sendi knöttinn örugg-
lega í netið, 1:0. Við markið
lifnaði heldur betur yfir leik-
mönnum Lokeren og Arnar
lagði glæsilega upp mark, sem
De Beule skoraði, 2:0. Arnar
skoraði síðan þriðja mark liðs-
ins af 27 m færi með þrumu-
skoti – hann tók knöttinn við-
stöðulaust, þannig að hann
þandi út netamöskvana í blá-
horninu.
Hreint út sagt frábært mark
hjá Arnari, sem lék vel og mat-
aði félaga sína með góðum
sendingum.
Leikmenn Gent náðu að
skora tvö mörk í seinni hálf-
leik, en það dugði ekki, loka-
tölur voru 3:2 fyrir Lokeren.
Arnar Viðarsson lék allan
leikinn með Lokeren, en Rún-
ar Kristinsson sat á bekknum.
Kristján Bernburg
Arnar Grétarsson
Arnar
með tvö
glæsi-
mörk Morgunblaðið kom að máli viðVigdísi á milli tarnarinnar
sem nú stendur yfir í kvennahand-
boltanum en á sex
dögum leika Eyja-
konur þrjá leiki. Vig-
dís segist hafa byrj-
að að æfa handbolta
með Tý í Vestmannaeyjum þegar
hún var 10 ára gömul en hún stund-
aði einnig aðrar íþróttir eins og bad-
minton og frjálsar íþróttir.
,,Ég held að ég hafi verið um 15
ára þegar ég ákvað að taka handbolt-
ann númer eitt og ári síðar var ég
komin í meistaraflokkinn hjá ÍBV,“
sagði Vigdís við Morgunblaðið en
hún segist alltaf hafa verið í stöðu
markvarðar. ,,Mér hefur aldrei verið
hleypt út á völlinn og ég er ekkert
ósátt við það enda hefur mark-
mannstaðan hentað mér vel.“ Vigdís
lék með ÍBV til ársins 1995 en þá
flutti hún til Reykjavíkur og hóf nám
í viðskiptafræði við Háskólann.
Góður tími hjá Haukum
,,Þegar ég flutti í bæinn ákvað ég
strax að halda áfram í boltanum og
Haukar urðu fyrir valinu. Ég átti
mjög góðan tíma hjá Haukum. Ég
spilaði með liðinu í tvö og hálft ár en
þá fór ég í barneignarfrí. Mér gekk
vel hjá Haukum og þar vann ég mína
fyrstu titla. Fyrsta árið varð ég bæði
Íslands- og bikarmeistari og seinna
árið Íslandsmeistari svo ég ber
sterkar tilfinningar til Haukanna.
Eftir barneignarfríið flutti ég aftur
heim til Eyja og byrjaði að sjálf-
sögðu að spila með ÍBV á nýjan leik,“
segir Vigdís.
Sigurganga Vigdísar hélt áfram
því ÍBV hampaði Íslandsmeistara-
titlinum keppnistímabilið 1999–2000.
,,Þarna byrjaði góður tími hjá ÍBV
og við höfum unnið titil á hverju ári.
Við vorum svekktar að vinna ekki Ís-
landsmeistaratitilinn í fyrra en við
unnum bikarinn og það var frábær
dagur í Höllinni.“
Fáum mikla athygli í Eyjum
Hver heldur þú að sé ástæðan fyr-
ir þessari velgengni ÍBV í kvenna-
handboltanum?
,,Við höfum verið mjög heppnar á
öllum sviðum. Bæði með þjálfara og
leikmenn og þá hefur fólk verið ótrú-
lega duglegt við að starfa fyrir
kvennadeildina. Um leið og vel fór að
ganga hjá liðinu fór fólk að sýna lið-
inu mikinn áhuga og sá áhugi hefur
ekkert minnkað. Það hefur ekki
gengið sem skyldi hjá strákunum
undanfarin ár og ekki heldur hjá
meistaraflokkunum í fótboltanum
svo ég held að ég geti alveg sagt og
er ekkert að monta mig af því að
okkar lið sé mest áberandi í Eyjum
um þessar mundir. Ég finn vel fyrir
því að við stelpurnar fáum mikla at-
hygli hjá bæjarbúum og krakkarnir
eru með það alveg á hreinu hver
maður er. Ég held að það sé engin
spurning að góður árangur okkar
hefur aukið áhugann hjá yngstu
krökkunum á handboltanum og ekki
hefur skemmt fyrir að fá nýja
íþróttahúsið.“
Verðum að leita út
fyrir landsteinana
Nú tekur lið ykkar breytingum á
hverju ári. Það koma nýir útlending-
ar og aðrir fara. Hvernig gengur
ykkur heimakonunum að aðlagast
þessu ástandi og hvernig ganga sam-
skiptin ykkar á milli?
,,Við höfum þurft að fara þá leið að
fá erlenda leikmenn til okkar. Við
höfum á hverju ári reynt að fá til
okkar íslenska spilara en undantekn-
ingalaust hefur það ekki gengið. Þeir
hafa sett fyrir sig að Vestmannaeyj-
ar séu svo langt í burtu og að þeir
séu einangraðir ef þeir koma þang-
að. Ef mig misminnir ekki þá eru
bara tveir leikmenn frá Reykjavík
sem hafa komið og spilað með ÍBV.
Við höfum mikið reynt en einhvern
veginn setja stelpur þetta meira fyr-
ir sig heldur en strákar. Það er mikill
metnaður í okkur stelpunum og öll-
um þeim sem starfa í kringum liðið
og þar sem ekki hefur gengið að
styrkja liðið með innlendum leik-
mönnum hefur verið farið út í að fá
spilara frá útlöndum og ég get ekki
sagt annað en að sú reynsla sem við
höfum haft af þeim sé góð.“
Vigdís segir að spænsku leik-
mennirnir sem léku með liðinu í
fyrra hafi mjög fljótir að aðlagast
hlutunum í Eyjum. ,,Þær voru ein-
staklega opnar fyrir þessu og voru
fljótar að falla inn í samfélagið. Önn-
ur þeirra er reyndar komin aftur til
okkar. Hún náði sér í mann frá Eyj-
um og er flutt til Eyja og er byrjuð
að spila með okkur á nýjan leik. Hún
kom algjörlega á eigin vegum. Þess-
ar austurrísku eru mjög ánægðar í
Eyjum og það sama get ég sagt um
Rússana, Öllu og Bakovu. Jakova
talar að vísu enga ensku og því hefur
hjálpað mikið að Alla getur talað við
hana og er túlkur fyrir okkur. Það er
aðallega töluð enska á æfingunum og
það hefur allt gengið voða vel.“ Vig-
dís segir að tilkoma erlendu leik-
mannanna til ÍBV í gegnum árin hafi
aukið mjög víddina hjá leikmönnun-
um sem fyrir eru. ,,Við höfum lært
geysilega mikið af þessum stelpum
og sérstaklega er það gott fyrir ungu
stelpurnar að fá að spila með svona
reyndum og góðum leikmönnum. Ég
er ekki í nokkrum vafa að svona lag-
að kemur til með að skila sér.“
Þið getið ekki kvartað yfir byrjun
ykkar á mótinu?
,,Nei það getum við ekki. Það er
búið að ganga geysilega vel og það er
komið mikið sjálfstraust í liðið. Ég
veit vel að við förum ekki taplausar í
gegnum tímabilið. Ég reikna með því
að lið eins og Haukar, Víkingur,
Grótta/KR og Stjarnan komi til með
að veita okkur harða keppni í vetur.
Haukarnir eiga eftir að eflast þegar
á líður og ég tel að þeir eigi töluvert
mikið inni. Við höfum að sjálfsögðu
sett stefnuna á að vinna titla í vetur.
Ég hef bæði orðið Íslands- og bik-
armeistari en á eftir að verða deild-
armeistari og það er titill sem mig
langar mjög í.“
Eiginmaður Vigdísar er Erlingur
Richardsson, leikmaður og þjálfari
karlaliðs ÍBV, en hann þjálfaði Vig-
dísi og stöllur hennar á síðustu leik-
tíð.
Erfitt að hafa manninn
sinn sem þjálfara
Handboltinn hlýtur að spila stóra
rullu á ykkar heimili?
,,Það er óhætt að segja að hand-
boltinn taki mikinn tíma hjá okkur
Erlingi og þannig hefur það verið hjá
okkur undanfarin ár. Maður er far-
inn að venjast þessu og dóttir okkar
sem er fjögurra ára gömul þekkir
orðið íþróttahúsið mjög vel. Hún er
komin með boltatæknina alveg á fullt
og þaðeina sem getur komið í veg
fyrir að hún fari í handboltann þegar
hún er orðin stærri er hreinlega að
hún verði komin með leiða,“ segir
Vigdís og hlær.
Hvernig var að vera með manninn
sinn sem þjálfara?
,,Það var mjög erfitt, verð ég að
segja. Erlingur er góður þjálfari en
þetta var of náið og ekki gaman að fá
gagnrýni frá eiginmanni sínum inn á
völlinn.“ Vigdís og Erlingur hafa
komið sér vel fyrir í Vestmannaeyj-
um. Þau keyptu sér hús og hyggjast
búa í Eyjum um ókomin ár.
Vigdís er viðskiptafræðingur á
endurskoðunarsviði að mennt og
starfar hjá Deloitte & Touche í Eyj-
um en Erlingur er íþróttakennari og
sér um íþróttakennsluna í fram-
haldsskólanum auk þess sem hann
þjálfar karlaliðið ÍBV sem hann tók
Vigdís Sigurðardóttir markvörður á stóran þátt
Verð bara betri
með aldrinum
VIGDÍS Sigurðardóttir, mark-
vörður kvennaliðs ÍBV í hand-
knattleik, á stóran þátt í vel-
gengni Eyjaliðsins undanfarin
ár og ekki síst á yfirstandandi
leiktíð þar sem ÍBV hefur unnið
hvern leikinn á fætur öðrum.
Vigdís, sem í næsta mánuði
verður 29 ára gömul, hefur
blómstrað í fjölþjóðlegu liði ÍBV
en með því leika tveir Austurrík-
ismenn, tveir Rússar ásamt ein-
um Spánverja.
Guðmundur
Hilmarsson
skrifar
Þrír leikir á sex dögum
VIGDÍS og stöllur hennar í ÍBV-liðinu hafa í nógu að snúast
þessa dagana en á sex dögum leikur liðið þrjá leiki. Ballið byrj-
aði á föstudagskvöldið þegar ÍBV tók á móti Gróttu/KR í Eyj-
um. Eldsnemma á laugardagsmorguninn hélt ÍBV-liðið með
Herjólfi til lands og lék á móti Víkingi í Víkinni í fyrrakvöld.
Strax eftir leikinn fór liðið með rútu til Þorlákshafnar og í
Herjólf sem kom að landi í Eyjum seint á sunnudagskvöld.
Annað kvöld er svo sannkallaður stórleikur í Eyjum þegar bik-
armeistarar ÍBV taka á móti Íslandsmeisturum Hauka.