Morgunblaðið - 22.10.2002, Síða 3
ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 B 3
VEL gekk hjá Íslendingaliðunum í
þýsku 1. deildinni í knattspyrnu um
helgina. Eyjólfur Sverrisson kom
inn í lið Herthu Berlin á nýjan leik
eftir meiðsl og átti góðan leik í vörn
liðsins sem sigraði Energie Cottbus
á útivelli, 2:0. Brasilíumennirnir
sáu um að afgreiða botnliðið en þeir
Marcelinho og Alex Alves skoruðu
mörk Berlínarliðsins í fyrri hálf-
leik. Herthu-liðinu hefur gengið vel
upp á síðkastið og er í fjórða sæti
deildarinnar.
Þórður Guðjónsson kom inná sem
varamaður á 20. mínútu þegar
Bochum vann góðan sigur á Wolfs-
burg, 4:2. Bochum er í sjötta sæti
með 14 stig. Bayern München virð-
ist vera að stinga af en eftir 1:0 sig-
ur á Hansa Rostock er forysta Bæj-
ara fimm stig. Brasilíumaðurinn Ze
Roberto sá um að tryggja Bayern
öll stigin þegar hann skoraði sig-
urmarkið stundarfjórðungi fyrir
leikslok.
„Fram undan eru átta leikir á
skömmum tíma og við stefnum að
því að vinna þá alla,“ sagði Oliver
Kahn markvörður Bæjara. „Við
höfum valdið stuðningsmönnum
okkar vonbrigðum í Meistaradeild-
inni og vonandi er góður árangur
okkar í deildinni sárabót fyrir þá,“
sagði Kahn.
ÞÝSKA KNATTSPYRNAN
Eyjólfur og Þórður
í sigurliðum
við fyrir tímabilið og 3. flokk karla.
En er Vigdís eitthvað farin að
huga að því að leggja skóna á hill-
una?
„Ég hugsa núna bara um að taka
eitt tímabil í einu. Ég var eiginlega
alveg ákveðin í að hætta eftir síðasta
tímabil. Ég var ósátt að við skyldum
ekki ná lengra á Íslandsmótinu því
við ætluðum okkur miklu meira. En
eftir langa umhugsun í sumar ákvað
ég að taka allavega eitt ár til við-
bótar. Þetta var erfitt í fyrra þegar
Erlingur var að þjálfa okkur en núna
æfum við ekki á sama tíma og það
auðveldar heimilislífið. Það er gam-
an að vera í þessu þegar vel gengur.
Ég hef verið mjög sátt við eigin
frammistöðu og ég held að maður
verði hreinlega betri með aldrinum.
Ég er heppinn að hafa mjög góða
vörn fyrir framan mig og fyrir vikið
er ég kannski að fá á mig auðveldar
skot en ella.“
Hvað með landsliðið. Hefur þú
ekki metnað fyrir því að komast í
það?
„Ég á nokkra landsleiki að baki og
hingað til hef ég haft metnað til að
komast í það. Ég bjóst við því að
verða fyrir valinu í sumar en það
varð ekki og ég verð að viðurkenna
að ég var töluvert svekkt. Ég fékk
svo hringingu fyrir skömmu þar sem
ég var spurð að því hvort ég væri
klár í verkefni fram undan en ég
ákvað að gefa ekki kost á mér, bæði
þar sem tíminn sem fer í þetta er
mikill og svo það að ég gerði mér
grein fyrir því að ég væri ekki að
berjast um að komast að sem mark-
vörður númer eitt.“
í góðu gengi kvennaliðs ÍBV í handknattleik að undanförnu
Morgunblaðið/Sigfús G. Guðmundsson
Vigdís með dótturina Söndru sem er fjögurra ára og fer oft með
mömmu og pabba í íþróttahúsið í Eyjum.
KRISTJÁN Örn Sigurðsson varn-
armaðurinn stórefnilegi sem leikið
hefur með KA undanfarin ár mun
leika með Íslandsmeisturum KR á
næsta keppnistímabili. Kristján
Örn var samningsbundinn Stoke
um tíma fyrir tveimur árum.
„Ég hef ákveðið að fara í KR og
í rauninni kom ekkert annað lið til
greina en KR að fara í. Ég reikna
með að gengið verði frá samningi
á næstu dögum,“ sagði Kristján
við Morgunblaðið í gær en hann
er fluttur til Reykjavíkur þar sem
hann leggur stund á nám. Fleiri
lið úr úrvalsdeildinni voru á hött-
unum eftir Kristjáni en samn-
ingur hans við KA rann út eftir
tímabilið.
Kristján, sem er 21 árs gamall
og yngri bróðir Lárusar Orra Sig-
urðssonar landsliðsmanns hjá
WBA, lék 17 af átján leikjum KA í
úrvalsdeildinni í sumar, skoraði
eitt mark og var í hópi bestu varn-
armanna deildarinnar. Hann hef-
ur leikið fjölda leikja með yngri
landsliðum Íslands.
TIL REYKJAVÍKUR
KR fyrir
valinu hjá
Kristjáni
Kristján Örn
GUNNAR Berg Viktorsson var
markahæstur í liði Paris SG er það
vann ACBB í frönsku 1. deildinni í
handknattleik um helgina. Gunnar
skoraði 5 mörk. Paris er nú í 9. sæti
af 14 liðum í deildinni.
RÚNAR Sigtryggsson og sam-
herjar hans í Ciudad Real unnu stór-
sigur á At. Alcobendas á útivelli,
32:20, í spænsku 1. deildinni.
HEIÐMAR Felixson skoraði eitt
mark fyrir Bidasoa er liðið tapaði
27:20 fyrir Barcelona. Bidasoa er í
14. sæti deildarinnar af 16 liðum með
3 stig. Lið Rúnars, Ciudad, er hins
vegar í 2. sæti með 12 stig þegar sjö
umferðir eru að baki.
GUÐMUNDUR Hrafnkelsson,
landsliðsmarkvörður í handknatt-
leik, og samherjar í ítalska liðinu
Converasno unnu Al.Pi. Prato,
27:24, á heimavelli og eru í öðru sæti
1. deildar þegar fimm umfeðrir eru
búnar.
GUÐFINNUR Kristmannsson
skoraði 2 mörk fyrir Wasaiterna
sem sigraði GUIF, 27:23, í sænsku 1.
deildinni. Þetta var annar sigur Was-
aiterna í röð og er liðið í 9. sæti af
tólf liðum með 6 stig.
HRAFNHILDUR Skúladóttir
skoraði 4 mörk fyrir Tvis Holstebro
sem tapaði fyrir Randers, 31:21, í
dönsku úrvalsdeildinni í handknatt-
leik. Holstebro er neðst í deildinni án
stiga eftir átta leiki.
HAFDÍS Hinriksdóttir skoraði 1
mark fyrir GOG sem sigraði Ikast á
útivelli, 29:28. GOG er í toppsætinu
með 12 stig eftir sjö leiki.
BJÖRN Birgisson, KFR, og
Dagný Edda Þórisdóttir, úr sama
félagi, urðu um helgina Reykjavík-
urmeistarar í keilu. Í keppni með
forgjöf varð Snæbjörn Þormóðsson
úr ÍR meistari. Björn vann Arnar
Ólafsson, ÍR, í úrslitum 202:198 en
Arnar varð einnig í öðru sæti í for-
gjafarflokknum á eftir Snæbirni.
Þriðji í karlaflokki varð Björn Sig-
urðsson, KR. Dagný Edda vann
Jónu Gunnarsdóttur, KFR, í úrslita-
viðureign í kvennaflokki, 181:158.
Þriðja varð Ágústa Þorsteinsdóttir,
KFR.
JÓN Arnór Stefánsson skoraði 12
stig fyrir Trier sem tapaði á heima-
velli fyrir Alba Berlin, 97:78, í þýsku
úrvalsdeildinni í körfuknattleik á
sunnudaginn.
LOGI Gunnarsson átti stórleik
fyrir Ulm í norðurriðli þýsku 2.
deildarinnar í körfuknattsleik. Logi
skoraði 25 stig og var stigahæstur
þegar Ulm lagði Jena á útivelli,
81:70.
FÓLK
!
!
"##
"##
"##
"###
"###
"###"##
"###"##
"###
"##"##"
"##"##"
"##"##"
"##
"##"
"##"
"##"
"##"
$%&'(
) (*+* ,-.*
// 0
-
)2-30
$.)0
-- ) )
)'/
4( 5(6 5 -62
00 0/
))/
-40 0
18 0
,,
((
!
!
"
#
#
ÍBV hefur ekki farið varhluta af þeim
gríðarlega kostnaði sem fylgir því að
fara í útileikina og til að reyna að halda
þeim kostnaði eins langt niðri og mögu-
legt er flýgur ÍBV-liðið á Bakka og keyr-
ir þaðan á leikina.
„Við höfum að öllu jöfnu reynt að fara
með flugi og þá alla leið en nú er svo
komið að við fljúgum á Bakka og keyrum
þaðan í bæinn og við ætlum gera það líka
þegar við förum norður á Akureyri.
Flugkostnaðurinn hefur hækkað upp úr
öllu valdi og við sáum okkur ekki annað
fært en að fara þessa leið. Þá kemur fyr-
ir að við förum með Herjólfi eins og gert
var um helgina,“ sagði Þorvarður Þor-
valdsson formaður kvennaráðs ÍBV í
samtali við Morgunblaðið.
Flogið á Bakka
og keyrt þaðan
á leikina