Morgunblaðið - 22.10.2002, Síða 4

Morgunblaðið - 22.10.2002, Síða 4
KNATTSPYRNA 4 B ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ WALESVERJINN Ryan Giggs náði þeim merka áfanga um helgina að leika sinn 500. leik fyr- ir Manchester United í leiknum við Fulham. Hann er sjöundi leik- maður United sem nær 500 leikja markinu en þessi 28 ára gamli miðjumaður hefur um árabil verið einn besti leikmaður liðsins. Bobby Charlton er leikjahæsti leikmaður United en hann lék 754 leiki með liðinu á árunum 1956– 1973. Aðrir leikmenn sem hafa náð því að spila meira en 500 leiki eru: Denis Irwin, Bill Foulkes, Alex Stepney, Tony Dunne og Joe Spence. Giggs náði fyrr á leiktíðinni öðrum áfanga á ferli sínum en hann skoraði sitt 100.mark fyrir United í 2:2 jafnteflisleik á móti Chelsea. Fabien Barthez, markvörður Man-chester United, hefur á stundum verið skúrkurinn í liði „rauðu djöfl- anna“ en um helgina varð sá sköllótti bjargvættur United-manna þegar liðið gerði 1:1 jafntefli við Fulham á útivelli. Barthez varði vítaspyrnu landa síns, Steed Malbranque, 20 mínútum fyrir leikslok, og Manchest- er-liðið slapp þar með skrekkinn. Steve Marlet kom Fulham yfir í fyrri hálfleik en norski landsliðsmaðurinn Ole Gunnar Solskær jafnaði með þrumufleyg í þeim síðari. Forráðamenn Fulham voru mjög óhressir út í Barthez eftir leikinn og sögðu hann hafi sýnt óíþróttamanns- lega framkomu áður en Malbranque tók vítið. Barthez tók leikmanninn á taugum. Hann þóttist vera að hreinsa drullu af skó sínum áður en dómarinn flautaði vítið á og biðin eftir því að fá að taka spyrnuna sló Malbranque út af laginu. Alex Ferguson, stjóri United, var ekki sammála því í viðtali eftir leik- inn. „Í fyrsta lagi var þessi vítaspyrnu- dómur alveg út í hött og réttlætinu var fullnægt þegar Barthez varði vít- ið. Fabien er sannur atvinnumaður og þeir taka oft upp á því að taka and- stæðinginn á taugum. Við höfum séð svona hluti í mörg ár. Mér fannst leikurinn annars mjög góður af hálfu beggja liða. Ég hefði kosið að fá öll stigin en þar sem við við lentum undir og fengum á okkur vítið þá get ég þegar upp er staðið verið sáttur við annað stigið,“ sagði Ferguson. ATLI Eðvaldsson, landsliðsþjálfari í knattspyrnu, vakti mikla athygli eftir landsleikinn gegn Skotum, er hann skellti skuldinni á fréttamenn. Hann taldi mönnum trú um að tap- ið fyrir Skotum væri fréttamönnum að kenna – þeir hefðu sagt frá því að Berti Vogts, landsliðsþjálfari Skota, yrði ánægður með jafntefli á Íslandi, þar sem Íslendingar væru sigurstranglegri. Atli hélt því fram, að með því að segja frá hvað Vogts sagði í skoskum fjölmiðlum, hefðu íslenskir fréttamenn náð að slá ís- lensku leikmennina út af laginu – væntingar til þeirra hafi orðið svo miklar, að þeir hafi ekki ráðið við þær. Það er ótrúlegt að halda því fram að íslenskir fréttamenn eigi stærst- an þátt í tapi á leikvelli með því einu að flytja lesendum, hlustend- um og áhorfendum fréttir. Segja að þeir hafi skapað svo miklar vænt- ingar, að einfaldur knattleikur, sem byggist á því að koma knetti í mark, hafi orðið svo flókinn, að knattspyrnumenn, sem sumir hverjir hafa árslaun verkamanns á Íslandi á viku, hafi ekki þolað pressuna. Eins og alltaf þegar landslið er valið, koma upp umræður um val á liðinu. Það eru ekki allir sammála landsliðsþjálfara um valið, en það er hann sem ræður ferðinni og vel- ur þá leikmenn sem hann telur að séu bestir í hvert verkefni fyrir sig. Stór hluti af undirbúningi lands- liðsins fyrir leiki er að undirbúa leikmenn þannig, að þeir séu til- búnir í slaginn. Vonir og væntingar voru fyrir leikinn gegn Skotum, eins og fyrir alla heimaleiki Íslands. Það er vitað að til að ná sem bestum árangri á stórmótum verður landsliðið að standa sig vel á heimavelli og það hefur íslenska liðið oft gert, eins og til dæmis með sigri á Spánverjum um árið og jafntefli við fyrrverandi heimsmeistara Frakka. Íslenskir knattspyrnumenn hafa þurft að hafa fyrir hlutunum og þurfa að gera það áfram. Það var eðlilegt að væntingar fyrir leikinn gegn Skotum væru miklar, þar sem skoska landsliðinu hafði ekki gengið vel. Ef einhvern tíma hefur verið lag til að leggja Skota að velli, eða gera jafntefli við þá, var það á Laugardalsvellinum 12. október. Íslenska landsliðinu hefur yfir- leitt gengið illa í leikjum gegn lið- um frá Bretlandseyjum, eins og sagan sýnir best. Af 35 leikjum gegn liðum frá Bretlandseyjum hafa aðeins þrír unnist – Norður- Írar voru lagðir að velli á Laug- ardalsvellinum 1977 og aftur 2000, í bæði skiptin 1:0. Þá var sigri á Wales fagnað í Laugardalnum 1984, 1:0. Væntingar voru fyrir þá leiki, eins og fyrir leikinn gegn Skotum, en þá voru leikmenn kannski ekki of sigurvissir. Viðvörunarbjalla hringdi Ég skynjaði það fyrir leikinn gegn Skotum, að hugsunarháttur nokkurra landsliðsmanna var ekki eðlilegur og skrifaði: „Íslenskir knattspyrnumenn leika einn þýðingarmesta landsleik sinn á Laugardalsvellinum í dag, þar sem þeir mæta Skotum. Upp- selt er á leikinn og munu yfir tvö þúsund skoskir stuðningsmenn setja mikinn svip á leikinn. Þó nokkurrar bjartsýni gætir hjá Ís- lendingum, jafnt leikmönnum sem knattspyrnuunnendum. Margir telja jafnvel að Skotar verði auð- veld bráð og Berti Vogts, landsliðs- þjálfari Skota, talar um að Íslend- ingar séu sigurstranglegri. Það er ákveðin aðvörunarbjalla sem hringir, þegar Vogts er byrj- aður að hamra á því að Skotar séu „litlu“ karlarnir. Það sem hann er að gera er að reyna að slá lands- liðsmenn Íslands út af laginu – gera þá sigurvissa. Það eitt segir okkur, að leikmenn Íslands verði að ganga hægt um gleðinnar dyr. Ef þeir láta telja sér trú um að þeir séu orðnir „stóri“ maðurinn, þá er það hlutverk Atla Eðvaldssonar, landsliðsþjálfara, að koma þeim niður á jörðina. Atli getur sagt þeim sögur og rifjað upp leik gegn A-Þjóðverjum á Laugardalsvellin- um 3. júní 1987. Þá var hann fyr- irliði íslenska liðsins, þar sem leik- menn börðu bumbur og það átti að sýna A-Þjóðverjum hvar Davíð keypti ölið. Þá varð engin sýning hjá Íslendingum, sem voru rass- skelltir, 6:0. Þá léku með íslenska liðinu nokkrir af okkar kunnustu atvinnumönnum í gegnum tíðina – Atli, Ásgeir Sigurvinsson, Sigurður Jónsson, Pétur Pétursson og Arnór Guðjohnsen. Það er ljóst að viðureignin við Skota verður erfið. Menn geta ekki leyft sér að mæta til leiks til að fagna auðveldum sigri – heldur til að gefa allt sem þeir eiga í leikinn. Ef landsliðsmenn Íslands halda að þeir séu orðnir svo góðir, að þeir ætla sér að fara að sýna einhverjar kúnstir með knöttinn inni á vell- inum, hafa þeir boðið hættunni heim. Tony Knapp, fyrrverandi lands- liðsþjálfari Íslands, sagði eitt sinn við nokkra varnarmenn sína, þeir voru oftast nokkuð margir, fyrir landsleik í Hollandi: „Komið knett- inum strax fram völlinn. Sá ykkar sem heldur að hann sé svo góður, að hann geti leyft sér að leika á sóknarmenn Hollands inni í víta- teig okkar, verður fyrstur settur út úr liðinu. Munið það – sendið knött- inn fram á völlinn, til Ásgeirs!“ Ég man alltaf eftir þessum orð- um Knapps. Atli man eflaust eftir þeim, þar sem hann var varamaður í leiknum, sem fór fram í Nijmegen 1977. Stundin er runnin upp – það þarf að sækja vinning gegn Skotum. Til þess að það náist verða leikmenn að hafa fyrir því – leika yfirvegaða og agaða knattspyrnu. Gefa allt sem þeir eiga í orrustunni.“ Það var greinilegt að viðvörunar- bjallan náði ekki eyrum landsliðs- manna Íslands og því fór sem fór. Að láta sig dreyma Það hefur lengi verið draumur ís- lenskra knattspyrnuunnenda að landslið Íslands komist á stórmót – sé með í lokakeppni HM eða EM. Það munaði ekki miklu að Ísland kæmist á HM á Ítalíu 1990. Aðeins þriggja stiga munur var á Íslandi og Austurríki, sem komst á HM. Sigur í fyrrnefndum leik gegn A- Þjóðverjum og sigur, en ekki jafn- tefli við Austurríki í Laugardal, hefði nægt til að Ísland léki á HM. Landsliðið var ekki langt frá því að komast á EM 2000 undir stjórn Guðjóns Þórðarsonar. Annars má sjá hér á korti á síðunni, hvernig landsliðið hefur staðið sig í for- keppni HM og EM. Ef ekki má vekja væntingar og ef ekki má segja fréttir af því, hvað mótherjar okkar eru að gera eða segja, þá er er eitthvað mikið að. Ef atvinnumenn í knattspyrnu þola ekki að heyra eða lesa um hvað mótherjinn er að gera, þá verður að loka þá af frá umheiminum – áður en þeir leika þýðingarmikla leiki. Fleiri slógust í hópinn Ég hef kynnst ýmsu sem íþrótta- fréttamaður í gegnum tíðina, en það er greinilegt að ég á margt ólært. Ég held að það sé einsdæmi í heimi íþrótta, að skuldinni sé skellt á fréttamenn fyrir að landslið standi sig ekki nægilega vel á leik- velli. Viðbrögð Atla vöktu athygli og einnig ummæli manna sem voru kallaðir í útvarpssal RÚV, á Rás 2, mánudaginn 14. október, þar sem þeir áttu að fjalla um hvernig best væri að nýta tímann fram að leikn- um gegn Litháum á miðvikudag, til að byggja landsliðsmenn Íslands upp eftir áfallið gegn Skotum. Það var vægast sagt sorglegt að hlusta á þá tvo menn sem tóku þátt í um- ræðunum – annar þeirra féll í þá gryfju að skella skuldinni alfarið á fréttamenn og málflutningur hans var óskiljanlegur. Allur tíminn fór í það að ráðast á fréttamenn, en ekki að ræða um uppbyggingu fyrir leik- inn gegn Litháen, eins og gert var ráð fyrir. Hlustendur voru engu nær um þá uppbyggingu. Þorbjörn Jensson, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands í hand- knattleik, annar gestanna á Rás 2, var gagnrýndur á sínum tíma. Sú gagnrýni, sem hann fékk, var aldrei ósanngjörn. Hún var málefnaleg, eins og umfjöllunin um landsliðið í knattspyrnu fyrir viðureignina gegn Skotum. Þegar Þorbjörn hætti sem landsliðsþjálfari, kom í ljós, að gagnrýnin sem hann fékk hafði verið málefnaleg og ef menn hefðu hlustað á hana, þó ekki hefði verið nema með öðru eyranu, hefði íslenska landsliðið aldrei farið eins langt niður og það gerði á EM í Króatíu 2000 og HM í Frakklandi 2001. „Tók feil á manni“ Umræðurnar eftir tapið fyrir Skotum urðu til þess að það rifj- aðist upp fyrir mér frásögn í dag- blaðinu Tímanum um árið, þegar sagt var frá áflogum sem brutust út á sveitaballi austur í Flóa – blaðamaður var barinn, þegar átti að lumbra á öðrum manni á staðn- um. Fréttin var undir fyrirsögn- inni; „Tók feil á manni og blaða- manni!“ Já, þegar ekki var hægt að lumbra á Skotum á Laugardalsvell- inum, þá var ráðist á næstu menn, sem voru fréttamenn. Svo er það spurning – er hægt að vera með einhverjar væntingar? Landsliðinu hefur gengið illa á útivelli, aðeins unnið fjóra leiki – lagt Ungverjaland, Liechtenstein, Andorra og Möltu. Við tökum þátt í Smáþjóðaleikum með þremur síð- asttöldu þjóðunum. Nú er staðan þannig, að mestar líkur eru á því að árangurinn á heimavelli verði ekki nema 50%. Ís- lendingar eiga að leggja Færeyinga að velli, en róðurinn verður erfiður gegn Þjóðverjum. Íslenska lands- liðið mun eiga í erfiðleikum í úti- leikjum sínum – fastlega má reikna með tapi í Skotlandi og Þýskalandi, menn geta gælt við jafntefli eða sigur í Færeyjum og Litháen, en tap er þó ekki óhugsandi. Sigmundur Ó. Steinarsson Reuters Fabien Barthez, hinn litríki markvörður Man. Utd. Barthez var bjargvættur Vonir og væntingar !# # # # 9# "# # # :( <                  :  2 := ,   $%& '$& ()&       ! $%& %& '$&       " *(& ()& $%&       # ()& +(& '$&        ,%& ,%& ,%&    ! -%& ,%& $$&    ! ! -%& '%& ,$&    ! " $%& $%&       :(    0   & =     !  "  #    !  ! !  ! " > ? * #< !#< 6 @  !< !< %=    < < , . !< < 4 %= < !< 6  ##<,0* -  <  < 1  < < " < )  &(  - @ # " # # 9 9 9 9 # # !# # !# "# # 9 " # " #   ,(&  A(B ,(&  .  ,(&  - 0(,C& ,(&  =320(A(B ,(&  A(B ,(&  /   ,(&  /  2 ,(&  -0 ,(&  )? ,(&  -   -00(%=  ,(&  )? D  0(*  ,(&   & Giggs í 500 leikja klúbbinn

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.