Morgunblaðið - 22.10.2002, Qupperneq 9

Morgunblaðið - 22.10.2002, Qupperneq 9
fengu 2 vítaskot með mínútu milli- bili en Lukresija Bokan í marki Hauka gerði sér hins vegar lítið fyrir og varði þau bæði frá Hörpu Vífilsdóttur. Hanna G. Stefánsdótt- ir innsiglaði svo sigur heimamanna með marki úr hraðaupphlaupi hálfri mínútu fyrir leikslok. Það hitnaði vel í kolunum í restina og voru heimamenn mjög óánægðir með dómara leiksins og fékk þjálf- ari Hauka, Gústaf Adolf Björnsson, að líta rauða spjaldið fyrir að mót- mæla dómgæslunni. Hanna G. Stefánsdóttir átti framúrskarandi leik og raðaði inn mörkunum og Lucresija Bokan átti fínan leik í markinu fyrir Haukana en hjá gestunum átti Dröfn góðan leik auk þess sem Kristín Guðjóns- dóttir varði vel á kafla í síðari hálf- leik. ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 22. OKTÓBER 2002 B 9 Við lékum bara mjög illa og þáeinkum framan af leiknum. Við misstum þá átta mörk fram úr okk- ur en áttum síðan góða möguleika á að minnka muninn í eitt mark í seinni hálfleiknum. Þetta var langlé- legasti leikur okkar á tímabilinu enda allir töluvert frá sínu besta. Einar Örn átti mjög góðan leik og hann hefur svo sannarlega staðið sig vel með Massenheim,“ sagði Sigfús í samtali við Morgunblaðið. Það var skarð fyrir skildi að í lið Magdeburg vantaði fyrirliðann Steffen Stiebler og Stefan Kretzschmar gat ekkert verið með vegna lasleika. Ósigurinn hjá Magdeburg var sá annar í níu leikjum. Magdeburg er í þriðja sæti með 14 stig en Lemgo er með fullt hús stiga, 16 stig og á leik til góða. „Lemgo heldur þetta ekkert út. Þeir eiga eftir að tapa stigum. Lemgo er með mjög gott lið en breiddin er ekki ýkja mikil hjá þeim og það á eftir að segja til sín þegar á mótið líður. Ég tel að baráttan um titilinn komi til með að standa á milli Magdeburg, Lemgo, Flensburg og Essen og hver veit nema að Kiel blandi sér í þá baráttu þó svo að meistararnir hafi byrjað illa,“ sagði Sigfús en Magdeburg mætir Nord- horn á heimavelli annað kvöld. Átta mörk Gústafs dugðu skammt Íslensku landsliðsmennirnir voru atkvæðamiklir í leik Minden og Ess- en þar sem Minden tapaði á heima- velli, 31:27. Gústaf Bjarnason var markahæstur í liði Minden með 8 mörk. Patrekur Jóhannesson skor- aði 6 af mörkum Essen og Guðjón Valur Sigurðsson 4. Gylfi Gylfason skoraði 3 mörk fyr- ir nýliða Wilhelmshavener sem burstuðu Hamburg, 30:19. Sigurður Bjarnason er byrjaður að spila á nýjan leik eftir meiðsli á olnboga, töluvert fyrr en áætlað var. Sigurður og félagar hans í Wetzlar áttu litla möguleika á móti Nord- horn og töpuðu, 31:21. Sigurður skoraði 5 mörk og Róbert Sighvats- son 3. Meistarar Kiel virðst vera að rétta úr kútnum en Kiel vann sinn annan sigur í röð þegar liðið lagði Göppingen, 22:20. Endurkoma Dan- ans Nikolaj Jacobsen hefur komið Kiel á sigurbraut á nýjan leik en þessi snjalli hornamaður skoraði 10 mörk í leiknum. Lemgo hefur unnið alla átta leiki sína. Liðið gerði góða ferð til Gummersbach og sigraði, 35:28. Christian Schwarzer, leikmaður ársins, var í miklum ham í liði Lemgo og skoraði 11 mörk. Einar Örn lék vel EINAR Örn Jónsson átti mjög góðan leik með Wallau Massen- heim sem gerði sér lítið fyrir og sigraði Magdeburg, 28:25, í þýsku 1. deildarkeppninni í handknattleik um helgina. Einar Örn skoraði 6 mörk og var einn besti maður Massenheim í leiknum. Sigfús Sigurðsson skoraði 3 mörk fyrir Magdeburg en Ólafur Stefánsson komst ekki á blað.  KR-INGAR léku án fjögurra sterkra leikmanna á sunnudaginn. Herbert Arnarsson er meiddur og óvíst hvenær hann getur byrjað að leika á ný. Arnar Kárason er nýbyrj- aður að æfa eftir meiðsl, Baldur Ólafsson er ekki kominn með leik- heimild frá Spáni og Óðinn Ásgeirs- son er ekki orðinn löglegur.  KR-HÚSIÐ mun næstu árin vera nefnd DHL-höllin enda var undirrit- aður fimm ára samstarfssamningur DHL og körfuknattleiksdeildar KR í leikhléi á sunnudaginn. Þetta er stærsti samningur sem deildin hefur gert en upplýsingar um verðmæti hans fengust ekki.  BÓNUSLEIKUR fór fram á milli þriðja og fjórða leikhluta í DHL-höll- inni á sunnudag. Tveir áhorfendur voru fengnir til að skjóta einu skoti hvor úr Bónus-grísnum, sem er um tvo metra utan við þriggja stiga lín- una. Sá sem hittir fær 20.000 króna úttekt hjá Bónus.  DÓMARAR leiks KR og Vals áttu góðan dag. Einn áhorfenda, stuðn- ingsmaður KR, gat þó ekki á sér set- ið þegar honum fannst þeir dæma innkast á rangan hátt og kallaði til þeirra. „Er ykkur Fylkismönnum illa við okkur?!“ Þess skal getið að dómarar í körfuknattleik eru komnir í nýjar treyjur sem eru eins litar og búningur Fylkis.  BRÆÐUR börðust í Smáranum á sunnudaginn þegar Breiðablik fékk Hamar í heimsókn. Pétur Ingvars- son leikur með og þjálfar Hamar en Jón Arnar bróðir hans leikur með og þjálfar Breiðablik. FÓLK Það áttu flestir von á auðveldumsigri heimastúlkna þegar ÍS kom í heimsókn á laugardag. Önnur varð raunin og sýndu gestirnir mikla baráttu en heima- stúlkur í Grindavík náðu að hafa sigur í lokin 60:53. Í byrjun leiks var fátt sem benti til annars en auðvelds sigurs heima- stúlkna en gestirnir úr ÍS voru alls ekki á því að gefa stigin tvö sem í boði voru og með mikilli baráttu gestanna og fádæma klaufagangi hjá heimastúlkum höfðu gestirnir for- ustu í hálfleik sem var verðskulduð. Lítið breyttist í þriðja leikhluta og það var ekki fyrr en í blálokin að heimastúlkur náðu að klára leikinn. „Þetta var sennilega slakasti leikur- inn hjá okkur til þessa við vorum ekki tilbúnar en þær voru það. Við héldum þó haus í lokin og höfðum sigur. Það má segja að svæðisvörnin hafi reddað okkur í lokin því þær réðu illa við hana,“ sagði Eyjólfur Guðlaugsson, þjálfari Grindavíkur- stúlkna. Bestar í liði gestanna voru þær Cecilia Larson, Þórunn Bjarna- dóttir og Jófríður Halldórsdóttir en hjá heimastúlkum var það Sigríður A. Ólafsdóttir sem átti bestan leik í annars mistæku liði heimastúlkna. Grindavík í basli með ÍS Garðar P. Vignisson skrifar Blikar náðu strax undirtökunumþegar skot þeirra rötuðu oft- ast rétta leið á meðan hittnin brást gestunum en þegar Hvergerðingurinn Robert O. Kelly tók við sér tókst þeim að saxa á forskotið uns þeir jafna 31:31 snemma í öðr- um leikhluta. Það varð hinsvegar aðeins til að Blikarnir Pálmi Freyr Sigurgeirsson og Friðrik Heimis- son tóku duglega við sér, en það skilaði Kópavogsliðinu aftur í ágætt forskot en Svavar Birgisson sáu til að þess að halda forskotinu ekki of miklu með 11 síðustu stigum Ham- ars fyrir hálfleik. Fljótlega eftir hlé hrökk svo Blikinn Kenny Tate í gang og um miðjan þriðja leikhluta var staðan 79:61, Breiðabliki í vil. Hamarsmenn reyndu að bregðast við því með bættri vörn en Blikar stóðust álagið og juku forskotið jafnt og þétt. „Ég átti von á sigri en ekki að við myndum skora svona mikið af stigum – held að Breiðablik hafi ekki skorað svona mikið í úrvals- deild,“ sagði Pálmi Freyr, sem skoraði 34 stig, þar af úr 5 af sjö þriggja stiga skotum auk þess að eiga góðan leik. „Við spiluðum lé- lega vörn í síðasta leik og ætluðum að bæta það en nú blómstraði sókn- arleikurinn. Það var ekki mikið um vörn en það var í lagi útaf góðri sókn okkar. Við verðum samt að bæta varnarleikinn því svona dugar skammt gegn stóru liðunum.“ Pétur Ingvarsson leikmaður og þjálfari Hamars sagðist einnig þurfa að bæta varnarleikinn. „Ég held að óhætt sé að segja að lélegra liðið hafi tapað. Blikar hittu vel og við náðum ekkert að stöðva þá en ég er viss um að við getum spilað betri vörn og það er eitthvað, sem við verðum að vinna í. Veturinn verður erfiður en við æfum sex sinnum í viku og getum reynt að bæta okkur,“ sagði Pétur eftir leik- inn. Flake frábær Darrell Flake, erlendur leikmað-ur KR í úrvalsdeildinni í körfuknattleik, átti sannkallaðan stórleik á sunnudag- inn þegar KR lagði Val 90:66. Flake gerði 35 stig og tók auk þess 27 fráköst. Leikurinn lofaði ekki góðu fram- an af og svo virtist sem körfurnar í KR-húsinu, eða DHL-höllinni, eins og KR-ingar nefna húsið nú, væru hreinlega bilaðar. Gestirnir náðu að koma boltanum rétta leið á undan en það var ekki fyrr en eftir 115 sekúndna leik. Þegar leikurinn hafði staðið í fimm mínútur og fimmtán sekúndum betur var stað- an 5:8 fyrir gestina og KR-ingar tóku leikhlé. Eftir það komst leik- urinn á eðlilegt ról. KR var 19:18 yfir eftir fyrsta leikhluta. Heimamenn voru mun sterkari í næsta leikhluta, unnu hann 24:10 og gerði Laverne Smith Jr. öll tíu stig Valsmanna í þeim hluta. Gest- irnir komu ákveðnir til leiks eftir hlé, og miklu munaði um að Bjarki Gústafsson hrökk í gang og Vals- menn unnu leikhlutann 26:16 og gerðu meðal annars 12 síðustu stig- in. Munurinn aðeins fimm stig og það sem virtist ætla að verða auð- veldur sigur KR var nú orðinn spenandi leikur – eða hvað? KR átti síðasta leikhlutann eins og hann lagði sig og fóru leikmenn liðsins hreinlega á kostum á köflum, gerðu 31 stig á móti 12 stigum Vals og unnu öruggan sigur þó svo það hafi tekið sinn tíma að hrista Valsmenn af sér. KR-ingar eru með heilsteypt lið, en það verður að leika betur en það gerði á sunnudaginn ætli það sér stóra hluti í vetur. Raunar léku heimamenn ágætlega á köflum og stundum frábærlega, en þess á milli leyfðu þeir sér að taka lífinu af fullmikilli ró. Flake var gríð- arlega sterkur, Magni Hafsteinsson átti fínan leik og Skarphéðinn Ingason einnig og fellur hann vel að leik KR. Steinar Kaldal átti einnig ágætan leik í vörn en mætti hafa sig meira í frammi í sókninni, verður að vera meira ógnandi. Valsmenn eiga erfiðan vetur framundan. Liðið lék raunar vel helminginn af leiknum, sérstaklega í þriðja leikhluta en meira þarf til ef krækja á í einhver stig. Lýður hetja Snæfells Leik Skallagríms og Snæfellslyktaði með naumum sigri Snæfells, 65:63, í Íþróttahúsinu í Borgarnesi á sunnu- dagskvöldið. Þetta var sannkannaður „derby“-leikur þess- ara tveggja liða á Vesturlandi. Snæfellingar byrjuðu mun betur, voru yfirvegaðri í öllum sóknaraðgerðum sínum, hirtu flest fráköst og nýttu allar eyður vel á meðan heimamenn töpuðu boltum og fengu dæmd á sig skref. Greini- legt var að heimamenn voru undir miklu álagi enda mikið í húfi. Í öðr- um leikhluta náðu Skallagríms- menn að laga stöðuna með mikilli baráttu þar sem Pétur Sigurðsson fór á kostum og skoraði 14 stig þar af 4 þriggja stiga körfur. En greini- legt var að Skallagrímsmenn þurftu meira að hafa fyrir hlutunum en Snæfellingar. Þegar lokasprettur- inn hófst var jafnt með báðum lið- um 50:50. Skallagrímsmenn náðu tveimur þriggja stiga körfum án þess að Snæfellingar svöruðu og virtust ætla að landa sigri en Snæ- fellingar neituðu að gefast upp. Lýður Vignisson náði einni af sinni fjórum þriggja stiga körfum og tryggði sínum mönnum sigurinn, 65:63. Jafnbesti leikmaður leiksins var Clifton Bush, þarna er greinilega mjög góður alhliða leikmaður á ferð sem vinnur vel fyrir liðið. Hlynur Bæringsson sem spilaði gegn sínum gömlu félögum óx í leik sínum eftir því sem á leið. Hjá heimamönnum var Pétur Sigurðsson bestur, Bandaríkjamaðurinn í liði Skalla- gríms Isaac Hawkins tók mikið af varnarfráköstum en vantar meira áræði og hörku til að skipta sköp- um fyrir leik Skallagríms. Leik- urinn einkenndist af baráttu, mis- tökum og taugastríði, og sigurinn gat endað hvorum megin sem var, bara spurning um heppni. Morgunblaðið/Jim Smart Kenneth Tate, Breiðabliki, sækir hér að körfu Hamarsmanna. STIGUNUM rigndi í Smáranum á sunnudaginn þegar Hamar sótti Breiðablik heim – alls voru skor- uð 224 stig Blikar höfðu þó bet- ur 125:99. Eins og stigafjöldinn gefur til kynna var oft lítið um varnir en það verður heldur ekki tekið af leikmönnum að þeim tókst mjög vel upp með skotin. Stefán Stefánsson skrifar Skúli Unnar Sveinsson skrifar Guðrún Vala Elísdóttir skrifar 224 stig skoruð í Smáranu

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.