Morgunblaðið - 05.11.2002, Qupperneq 1

Morgunblaðið - 05.11.2002, Qupperneq 1
2002  ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER BLAÐ B B L A Ð A L L R A L A N D S M A N N A VIÐTAL VIÐ MAGNÚS GYLFASON, ÞJÁLFARA ÍBV / B2, B3 JÓHANNES Karl Guðjónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segir mjög líklegt að hann yf- irgefi herbúðir spænska 1. deild- arliðsins Real Betis þegar leik- mannamarkaðurinn verður opnaður á nýjan leik í janúar. Real Betis keypti Jóhannes frá hollenska liðinu Waalwijk fyrir rúmu ári fyrir 350 milljónir króna. Hann fékk að spreyta sig töluvert með liðinu á sínu fyrsta ári en eftir að nýr þjálfari tók við liðinu fyrir tímabilið hefur hann ekkert komið við sögu á yfir- standandi tímabili. „Ég bjóst alveg við því að það yrði hörð barátta að komast að en mér finnst ég ekki njóta sann- girni hjá þjálfaranum. Þetta væri í lagi ef ég væri svona lélegur en að mínu mati þá er ég það ekki og finnst að ég eigi að fá að spreyta mig. Ég er búinn að sýna þjálfaranum allt sem ég get. Ég hef æft mjög vel og lagt mig 100 prósent fram en það er greinilegt að hann er búinn að bíta það í sig að gefa mér enga möguleika. Ég hef verið í hópnum í síðustu fjór- um leikjum en hef ekki fengið að koma inná í eina einustu mínútu og ég sé það ekki breytast í nán- ustu framtíð,“ sagði Jóhannes við Morgunblaðið í gær. Jóhannes segist verða að horf- ast í augu við veruleikann. „Eins og málin horfa í dag þá tel ég lík- legt að ég hverfi á braut þegar leikmannamarkaðurinn opnar. Það eru komnir upp á borðið möguleikar á að fara til Englands eða Þýskalands og ég mun skoða þessi mál á næstu vikum. Ég er á þeim aldri að ég verð að fá að spila og ég tel miklar líkur á að ég verði kominn til annars félags í janúar.“ Jóhannes vill fara frá Betis ALFREÐ Gíslason, þjálfari Magde- burg í Þýskalandi, er á fullri ferð að leita að arftaka Ólafs Stefánssonar sem gengur til liðs við Ciudad Real á Spáni á næsta sumri. Eftir því sem frá er greint í Expressen í gær þá bendir margt til þess að Alfreð hafi fundið arftaka Ólafs í Svíanum Kim Andersson, sem fór á kostum í leik Svía og Júgóslava um 5. sætið á heimsbikarmótinu í fjarveru Staff- ans Olssons. Andersson skoraði tíu mörk í leiknum og var hreint óstöðvandi. Andersson er 20 ára gamall, leik- ur með IK Sävehof, og er örvhentur eins og Ólafur. Hann hefur vakið mikla athygli í Svíþjóð á leiktíðinni og segja Svíar að nú hafi þeir loks eignast arftaka Olssons sem kominn er nærri fertugu og hefur leikið með landsliðinu í nærri tvo áratugi. Andersson staðfestir í samtali við Expressen að Alfreð hafi sýnt sér áhuga og hyggist gera sér tilboð. Þá segir blaðið ennfremur að Alfreð ætli ekki að láta þar við standa held- ur einnig tryggja sér Jonas Lar- holm félaga Anderssons hjá IK Sävehof. „Ég er þolinmóðir og get vel beð- ið eftir að þeir verði tilbúnir að flytja til Þýskalands. En þegar að því kemur þá vil ég gjarnan að þeir velji Magdeburg,“ segir Alfreð í Ex- pressen en hann fylgdist með leikj- um heimsbikarmótsins í Svíþjóð. Alfreð hefur fundið arftaka Ólafs Morgunblaðið/Gísli Hjaltason Aron Kristjánsson sækir að marki Egypta á heimsbikarmótinu í Svíþjóð. Allt um árangur Íslands, væntingar og það sem þarf að skerpa á fyrir HM í Portúgal 2003 á B6, B7, B8, B9 og B10. BRANN og Sandefjord skildu jöfn á laugardag í markalausum leik um laust sæti í úrvalsdeild á næstu leik- tíð en Brann endaði í þriðja neðsta sæti úrvalsdeildarinnar í haust en Sandafjord í þriðja sæti 1. deildar. Fyrri leikur liðanna fór fram á heimavelli Sandefjord og var Ár- mann Smári Björnsson á vara- mannabekk Brann að þessu sinni, en kom inn í liðið á 51. mínútu. Brann-liðið var heppið að fá ekki á sig mörk í leiknum og slapp með skrekkinn að þessu sinni. Teitur Þórðarson er sem kunnugt þjálfari Brann og ríkir gríðarleg spenna í heimabæ liðsins fyrir síðari leik lið- anna sem fer fram í Bergen á morg- un. Teitur segir í viðtali við Verdens Gang að honum þyki ekki ólíklegt að einhverjir krefjist þess að hann fari frá liðinu ef það falli í 1. deild, en hins vegar verði hann ekki sá sem muni segja af sér að fyrra bragði. Orðrómur er á lofti þess efnis að Benny Lennartsson, þjálfari Viking, bíði eftir að starfið losni í Bergen. „Ég mun halda mig við þann samning sem gerður var á sínum tíma og samkvæmt honum er ég þjálfari liðsins út keppnistímabilið 2004. Í þessu starfi getur maður átt von á hverju sem er. Félagið hefur farið í gegnum erfiða tíma fjárhags- lega, flestir af bestu leikmönnum liðsins eru farnir og þetta er sá raunveruleiki sem liðið býr við,“ sagði Teitur en verði honum sagt upp störfum þarf Brann að greiða honum laun næstu tvö árin, alls 33 milljónir ísl. kr. Teitur valtur í sessi hjá Brann BÍLDSHÖFÐI 510 8020 SMÁRALIND 510 8030 SELFOSS 480 7000 WWW.INTERSPORT.IS

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.