Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 05.11.2002, Blaðsíða 9
HANDKNATTLEIKUR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 B 9 Guðmundur Þ. Guðmundssonlandsliðsþjálfari lét marga af þeim sem lítið sem ekkert hafa leikið, spila mikið gegn Egyptum. Snorri Steinn Guð- jónsson hóf leikinn á miðjunni og þakk- aði traustið með því að skora eftir aðeins 27 sekúndur. Í næstu sókn átti hann þrumuskot í þverslána og niður á marklínuna, skellti sér síðan inn á línuna í einu leikkerf- inu í næstu sókn og skoraði þaðan. Sannarlega góð byrjun hjá ung- um og óreyndum leikmanni sem lítið hefur fengið að reyna sig með landsliðinu. Birkir Ívar Guðmundsson byrj- aði í markinu og byrjunin hjá hon- um var ekki eins góð og hjá Snorra Steini því hann varði sitt fyrsta skot eftir tæpar tólf mín- útur og var það vítakast. Það kveikti í honum og stóð hann sig ágætlega það sem eftir var leiks. Heiðmar Felixsson skipti fljót- lega við Ólaf Stefánsson á hægri vængnum, Aron Kristjánsson kom inn á og Sigurður Bjarnason einn- ig. Í hornunum voru Einar Örn Jónsson og Gústaf Bjarnason sem átti fínan leik en Einar fékk hins vegar varla boltann í hægra horn- inu, en hann hafði átt fína leiki í mótinu. Egyptar létu einnig minni spá- mennina reyna sig og virtust Ís- lendingar hafa betur þegar þannig liðum var stillt upp. Staðan 14:12 í hálfleik en hinn júgóslavneski þjálfari Egypta setti stórskotalið sitt inn á í síðari hálfleiknum og þeir náðu fljótlega undirtökunum, gerðu sex mörk á móti tveimur og staðan var 18:16 fyrir Egypta. Hinn stórskemmtilegi leikmaður Hussein Zaki, sem kom inn á í síð- ari hálfleik gerði átta mörk í öllum regnbogans litum, sérlega fjölhæf skytta og hann mataði einnig fé- laga sinn á línunni, sem einnig hvíldi í fyrri hálfleiknum og fyr- irliðinn, Ashraf Mabrouk kom einnig inn á. Þessir þrír gerðu 16 af 20 mörkum Egypta í síðari hálf- leik. Guðmundur hélt hins vegar sínu striki, skipti samt Ólafi og Patreki inn á þegar staðan var 18:22 en það breytti engu því Egyptar voru komnir á bragðið og hraðinn síð- ustu mínúturnar var þvílíkur að þeir sem sáu um að skrá niður mörkin misstu af einu marki Ís- lendinga, fallegu marki sem Einar Örn gerði úr horninu. Það breytti engu um úrslit leiksins en Einar Örn hefði örugglega viljað fá það mark skráð. Á lokakaflanum gerðu íslensku leikmennirnir mikið af mistökum og það vantaði að halda haus eins og stundum er sagt. Þeir létu Egypta leiða sig áfram og í stað þess að róa leikinn spiluðu þeir með á of miklum hraða, hraða sem þeir réðu ekki nægilega vel við. Bestu menn Íslands í leiknum voru Gústaf og Snorri Steinn og eins átti Róbert ágætan dag á lín- unni. Neðsta sætið í Svíþjóð LÍKT og í öllum fjórum leikjunum sem íslenska landsliði hafði leikið þegar kom að síðasta leiknum á móti Egyptum á sunnudaginn, gerði liðið sig sekt um allt of mikið af mistökum, klaufalegum mis- tökum með óþarfa áhættu í bland og það sýndi sig enn einu sinni að slíkt gengur ekki þegar verið er í keppni með allra bestu handknatt- leiksþjóðum heims. Egyptar sigruðu 32:26 eftir að Ísland hafði ver- ið 14:12 yfir í leikhléi. Skúli Unnar Sveinsson skrifar frá Svíþjóð Íslendingar byrjuðu vel, gerðufyrstu tvö mörk leiksins og voru síðan 5:2 yfir en Svíar náðu að jafna 9:9 og í kjölfarið fylgdi slæmur kafli hjá íslenska liðinu. Svíar gerðu sjö mörk í næstu sókn- um á meðan íslenska liðið náði aðeins að skora tvívegis í tíu sóknum, staðan orðin 14:11 fyrir heimamenn og ljóst að róðurinn yrði erfiður eins og hann er jafnan þegar við mætum Svíum. Á þessum tíma gekk ekkert að koma almennilegu skoti á mark Svía, en Ólafur Stefánsson náði þó að skora þessi tvö mörk með langskotum. Talsverð tilraunastarfsemi var hjá íslenska liðinu. Hlynur Jóhannesson lék allan tímann í markinu utan hvað Birkir Ívar reyndi einu sinni að verja vítakast. Róbert Sighvatsson kom snemma leiks inn á línuna fyrir Sig- fús Sigurðsson og Snorri Steinn Guð- jónsson kom inn á í sóknina ásamt Sigurði Bjarnasyni þegar átta mín- útur voru eftir af fyrri hálfleiknum og staðan 14:11 og Íslendingar ein- um leikmanni færri. Hann fór síðan í vinstra hornið um tíma. Í síðari hálfleik sá maður nokkrum sinnum uppstillingu sem ekki er al- vanaleg hjá íslenska liðinu. Fyrir ut- an voru um tíma Sigurður, Aron Kristjánsson og Ólafur og síðan Pat- rekur, Sigurður og Ólafur og Sigurð- ur þá á miðjunni. Patrekur hafði sig mjög lítið í frammi í þessum leik, átti aðeins þrjú skot að marki og munar um minna. Vörn Svía var raunar fín lengstum, flöt vörn nokkuð framar- lega, alveg fram undir punktalínu og því hefði mátt búast við að línan yrði nýtt betur en raun varð á. Sigur Svía var tæpari en tölurnar gefa til kynna. Staðan var 27:25 og Íslendingar í fínni sókn einum fleiri en misheppnuð sending í vinstra hornið kostaði hraðaupphlaup hjá Svíum og vítakast í kjölfarið, 28:25. Þarna var kjörið tækifæri til að setja smápressu á Svía en það tókst ekki og þegar Íslendingar reyndu allt hvað þeir gátu að jafna síðustu tvær mínúturnar gerðu Svíar síðustu þrjú mörkin, tvö þau síðustu úr hraðaupphlaupum. Ólafur Stefánsson lék sinn besta leik til þessa á mótinu og Einar Örn Jónsson átti fínan leik einnig ásamt Róberti á línunni. Hjá Svíum var Magnus Wislander ótrúlegur og nafni hans Andersson átti einnig fín- an dag. Annars vakti ungur leikmað- ur, Sebastian Seifert mikla athygli en hann sá um tíma um að stjórna sókn Svía og gerði það vel, hraðinn jókst til muna og sóknirnar urðu markvissari. Ekki má gleyma Johan Pettersson sem var öryggið uppmál- að á vítalínunni og nýtti einnig vel þau færi sem hann fékk í horninu. Morgunblaðið/Gísli Hjaltason Einar Örn Jónsson skorar gegn Svíum – sendir knöttinn framhjá Tomas Svensson, eftir að hafa leikið á Staffan Olsson. Rúnar Sigtryggsson fylgist með Einari Erni. Svíar alltaf jafnerfiðir ÞAÐ ætlar að reynast Íslendingum erfitt að leggja Svía í landsleik í handknattleik. Svíar, sem hafa ekki leikið eins vel og þeir hafa oft- ast gert á stórmótum undanfarinna ára, náðu engu að síður að rétta úr kútnum þegar þeir tóku á móti Íslendingum á laugardaginn og sigruðu 31:26, gerðu reyndar síðustu þrjú mörk leiksins þannig að munurinn jókst óþarflega mikið á síðustu tveimur mínútunum þeg- ar Íslendingar lögðu allt í að jafna. Skúli Unnar Sveinsson skrifar frá Svíþjóð   = %# 27# 0  88" 8 0 =$ ?$#   @       @     <." ." &   6 + )38#  +          

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.