Morgunblaðið - 05.11.2002, Side 3

Morgunblaðið - 05.11.2002, Side 3
ÍÞRÓTTIR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 B 3 FIMLEIKAFÉLAGIÐ Björk keppti í dag í úrslitum Evrópumeistaramóts fé- lagsliða í hópfimleikum í Chalons í Frakklandi og endaði liðið í 8. og neðsta sæti í úrslitunum. Alls var 61 lið skráð til leiks í und- ankeppninni. Bjarkirnar fengu samtals 24,90 stig. Þær fengu 8,8 í gólfæfing- um sínumn, 8,3 á dýnu og 7,8 á trampólíni. Danir urðu Evrópumeistarar, Svíar í öðru sæti og Norðmenn í þriðja og fjórða sæti. Fim- leikafélagið Stjarnan úr Garðabæ keppti einnig á þessu móti en komst ekki í úrslit. Bjarkirnar í áttunda sæti á EM „Nei, ég get ekki sagt það. Auð- vitað geri ég mér grein fyrir því að ég er að taka að mér krefjandi starf en það er enginn beygur í mér þó svo að þetta sé nýtt fyrir mér. Ég er fyrst og fremst mjög spenntur og ætla að leggja mig allan fram í verk- efnið. Þjálfarastarf er alltaf áhættu- söm vinna en ég á ekki allt mitt und- ir þjálfuninni eins og sumir aðrir þjálfarar. Metnaðurinn er mikill í Eyjum og væntingarnar miklar og það eru allir ákveðnir í að standa sig vel næsta sumar. Sjálfur er ég afar metnaðarfullur svo ég held að ef all- ir leggjast á eitt eigi tímabilið eftir að verða mjög skemmtilegt. Við er- um að vinna í leikmannamálunum og vonandi getum við styrkt hópinn eitthvað á næstunni.“ Hvernig hyggst þú samræma starf þitt og þjálfunina? „Ég mun starfa hér við fyrirtæki mitt alveg óbreytt fram undir apríl- lok en þá flyt ég alfarið út til Eyja. Ég get tekið vinnuna með mér til Eyja því stærsti hluti af starfi mínu fer í gegnum síma, faxtæki og tölvu og ég mun sinna því alveg eins og ég get úti í Eyjum.“ Hætti með U-17 ára liðið Getur þú haldið áfram að þjálfa U-17 ára liðið nú þegar þú ert búinn að taka að þér þjálfun ÍBV-liðsins? „Ég er búinn að segja upp U-17 ára landsliðsstarfinu og hætti því starfi nú um áramótin en ég verð áfram aðstoðarmaður Ólafs með U-21 árs liðið. Það kom aldrei til greina að gegna bæði þjálfun U-17 ára liðsins og ÍBV. Ég skil mjög sáttur við 17 ára liðið og sérstaklega þar sem okkur tókst að vinna Norð- urlandameistaratitilinn. Ég lít á þann titil sem mjög góðan árangur og það var gaman að geta klárað verkið á svona góðum nótum.“ Magnús verður yngsti þjálfarinn í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en sjálfur segist hann hafa mikla og góða reynslu. „Ég er búinn að vera mjög lengi í þjálfun og umgangast þetta um- hverfi ansi lengi. Ég lít samt ekki á mig sem neinn reynslubolta í þjálf- un og ég er enn að læra eitthvað nýtt.“ Hvað finnst þér almennt um ís- lenska knattspyrnu. Finnst þér hún vera í framför og hvaða tilfinningar hefur þú gangvart íslenska landslið- inu? „Ég mundi skipta þessu í tvennt. Mér hefur fundist ég sjá ákveðnar framfarir í yngri flokkunum og til dæmis eru þessir strákar í U-17 ára liðinu með meiri tækni en áður en persónulega fannst mér knatt- spyrnan í meistaraflokki frekar slök í ár. Ég sé fyrir mér að landsliðið verði á þessu róli sem það er núna. Við getum af og til náð fram hag- stæðum úrslitum en ég sé ekki að Ísland verði með lið á stórmótunum í nánustu framtíð. Við eigum ein- faldlega ekki nógu marga góða leik- menn en ef við höldum okkur í þriðja styrkleikaflokki er ég nokkuð sáttur.“ ari karlaliðs Eyjamanna í knattspyrnu Morgunblaðið/Þorkell                               !" #! $# % !" &#  '(# &#)* + &#)* + ,  !"  ,  !"  ,  !"  -#'. ! /) /) 00 $#! $#% 1 (23    $ ++ . . . . . . . . . . . . . 4# 4# 4# 4# 4# 4# 4# 4# 4# 4# 4# 4# 4# Nær vel til leikmanna ÁSTRÁÐUR Gunnarsson, formaður unglinganefndar KSÍ, þekkir vel til starfa Magnúsar Gylfasonar en Ást- ráður, sem á árum áður lék sem bak- vörður með Keflvíkingum, hefur verið í unglinganefndinni þau ár sem Magn- ús hefur þjálfað 17 ára landsliðið.  „Maggi er mjög góður í að ná út úr leikmönnum því sem til þarf og hann á mjög gott með að skapa góða stemningu innan liðsins í undirbún- ingi fyrir leik. Ég hef kannski ekki beint kynnst þjálfuninni hjá honum en það sem ég hef séð til hans hefur mér líkað vel. Hann er mjög heiðarlegur og geðgóður maður og einn hans helsti styrkur er að hann nær mjög vel til leikmannanna og nær góðu sambandi við þá. KSÍ hefur verið mjög ánægt með störf hans og við get- um ekki kvartað undan árangri hans en liðið var sem kunnugt er Norð- urlandameistari í sumar,“ sagði Ást- ráður við Morgunblaðið þegar hann var beðinn að segja frá kynnum sínum af Magnúsi.  „Ég hef vitað það í nokkur ár að Magnús hefur stefnt leynt og ljóst að því að komast í úrvalsdeildarþjálfun og ég vona bara að honum gangi vel þó svo að ég hefði alveg viljað halda honum áfram með 17 ára liðið. Maggi er mjög jákvæður gagnvart ungum leikmönnum og ungir leikmenn í Eyj- um ættu að eiga möguleika á að fá að spreyta sig. Ég á alveg von á því að honum farnist vel. Hann er að fara í geysilega kröfuhart umhverfi og ég vona bara að fólkið í Eyjum standi með honum. “ Magnús Gylfason á vinnustað sínum í Hafnarfirði – fiskvinnslufyrirtækinu Svalþúfunni. ÞÓRÐUR Guðjónsson skoraði þriðja mark Bochum í 3:0 sigri liðsins á Herthu Berlin en liðin áttust við á heima- velli Bochum á sunnudaginn. Þórður skoraði markið á lokamínútu leiksins sem var hans annað á tíma- bilinu. Þórður fékk góða dóma fyrir frammistöðu sína í þýskum fjöl- miðlum og til að mynda fékk hann 3 í einkunn hjá Kicker. Eyjólfur Sverrisson var í byrjunarliði Berl- ínarliðsins en var skipt út af á 62. mínútu leiksins. Hann fékk 4 í einkunn hjá Kicker. „Þetta var hörkuleikur en eftir að við skoruðum fyrsta markið þurfti Hertha að færa sig framar á völlinn og við það náðum við góðum skyndisóknum sem við færðum okk- ur vel í nyt. Markið mitt kom eftir vel útfærða skyndisókn og það var gaman að ná að innsigla þennan góða sigur. Sigurinn var rosalegar mikilvægur og ef við vinnum leikinn sem við eigum til góða förum við upp í þriðja sætið,“ sagði Þórður við Morgunblaðið en lék í stöðu aftasta varnarmanns á miðjunni. Aðspurður hvernig Eyjólfur hefði staðið sig sagði Þórður; „Jolli var feikilega sterkur og tapaði varla návígi. Þeg- ar Hertha lenti undir gerði þjálfari liðsins taktískar breytingar. Hann fórnaði Eyjólfi og setti sóknarmann inn á í staðinn.“ Bayern München, í sárum eftir fallið í Meistaradeildinni – töpuðu sínum öðrum leik í deildinni á leik- tíðinni, nú fyrir Werder Bremen, 2:0. Þórður Guðjónsson Þórður innsiglaði sigur Bochum

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.