Morgunblaðið - 05.11.2002, Page 7
HANDKNATTLEIKUR
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 5. NÓVEMBER 2002 B 7
JÚGÓSLAVAR tryggðu sér rétt
til að leika um fimmta sætið þegar
þeir lögðu Egypta í gríðarlega
spennandi leik þar sem úrslitin réð-
ust ekki fyrr en í vítakastskeppni.
Staðan var 28:28 eftir klukkustund-
arleik og þá var farið beint í víta-
keppnina þar sem Júgóslavar höfðu
betur, 4:2 en hinn stórkostlegi mark-
vörður Júgóslava, Danijel Saric kór-
ónaði frábæran leik sinn með því að
verja tvö vítaköst. Lokastaðan 32:30.
SARIC var maður leiksins því í
leiknum sjálfum varði hann 29 skot
og þar af fóru aðeins átta aftur til
mótherja. Hann hreinlega lokaði
markinu á löngum köflum og mark-
varsla hans réð úrslitum. Eftir fyrri
hálfleik, þar sem Júgóslavar höfðu
frumkvæðið, var staðan 15:13 fyrir
Egypta en þeir gerðu fimm mörk í
röð í lok hálfleiksins. Síðari hálfleik-
ur var í járnum alveg þar til flautað
var til leiksloka en Saric varði síðan
tvö vítaköst og tryggði liði sínu sig-
ur.
FRAKKAR lögðu Rússa í leik um
að komast í úrslitaleikinn, 25:23 eftir
að hafa verið undir nær allan tímann.
Rússar fengu óskabyrjun, komust í
3:0 en Frakkar náðu að jafna 10:10
þegar fjórar mínútur voru til leik-
hlés. Frakkar minnkuðu muninn í
eitt mark, 16:15 og jöfnuðu síðan
18:18 en komust yfir í fyrsta sinn
þegar hálfleikurinn var nákvæmlega
hálfnaður, 20:19. Rússar náðu að
jafna 22:22 en Frakkar gerðu tvö
næstu mörk og með tveggja marka
forystu þegar þrjár mínútur voru til
leiksloka tókst þeim að sigra.
FRAKKAR leika hraðan hand-
knattleik og sóknin er mjög frjálsleg.
Rússum tókst vel að verjast þessu
framan af en þolinmæðin þrautir
vinnur allar og Frakkar héldu áfram
sínum frjálsa leik þrátt fyrir nokkra
erfiðleika á stundum. Vörn þeirra er
mjög framarlega en engu að síður
voru það skyttur Rússa sem voru
atkvæðamestar og skoruðu þeir
Rastvortsev og Egorov 12 mörk með
langskotum.
MEISTARAR síðustu heimsbikar-
keppni, Þjóðverjar, urðu að játa sig
sigraða þegar þeir mættu eldfjörug-
um Dönum í undanúrslitunum, Dan-
ir sigruðu 32:30 eftir vítakasts-
keppni en staðan var jöfn, 28:28, eftir
að leikið hafði verið í klukkustund,
en ekki er framlengt í þessu móti
heldur farið beint í vítakastskeppni.
Danski markvörðurinn, Kasper
Hvidt varði tvö vítaköst og tryggði
liði sínu sigur.
ÞJÓÐVERJAR voru bara yfir á
fyrstu mínútum leiksins, eftir það
voru Danir með frumkvæðið og
höfðu þriggja marka forystu í leik-
hléi 15:11. Þjóðverjar náðu að jafna í
leikslok og varð að grípa til víta-
kastskeppni þar sem Danir höfðu
betur.
FÓLK
Patrekur sagði leikinn viðRússa, sem var fyrsti leikur
íslenska liðsins, hafa verið hálfgert
sjokk en Rússar unnu með ellefu
marka mun. „Leik-
urinn við Þjóðverja
var aðeins betri en
á móti Rússum, svo
unnum við Júgó-
slavíu og lékum
mjög vel þar. Síðan voru það Svíar
og Egyptar. Í rauninni má segja að
við gerðum allt of mikið af tækni-
legum mistökum, líka í leiknum á
móti Júgóslavíu og í heildina náð-
um við ekki að leika vel í einn heil-
an leik.
Það virðist vanta breiddina hjá
okkur og þegar við erum komnir í
svona sterk mót þar sem keyrt er á
sömu leikmönnum meira og minna
í öllum leikjum þá verður þetta
svona. Samt má ekki gleyma því að
menn komu sterkir inn þrátt fyrir
að spila lítið, sjáðu til dæmis
Snorra Stein í leiknum í dag, hann
átti fínan dag.
Við spilum á of fáum mönnum og
þegar líður á mótið þá er þreytan
farin að segja ærlega til sín. Aðrar
þjóðir hafa fleiri sterka leikmenn,
sjáðu Danina til dæmis, þeir skipta
miskunnarlaust inn á og það geng-
ur fínt hjá þeim. Við verðum að at-
huga þetta, að nota fleiri menn og
búa til sterkari liðsheild. Á EM í
Svíþjóð var leikið á fáum mönnum
og það er einhvern veginn miklu
auðveldara þegar vel gengur, þá er
eins og menn finni ekki eins fyrir
þreytunni. Ef hins vegar hlutirnir
ganga ekki upp eins og hérna á
þessu móti þá verða að vera menn
sem geta komið inn og þá er ekki
verra að viðkomandi hafi aðeins
farið í gegnum leikkerfin,“ sagði
Patrekur.
En höfum við mannskap til þess
að skipta út eins og önnur lið gera
og geta leyft sér?
„Já, já. Þetta er íslenska lands-
liðið og við erum flestir atvinnu-
menn. Þetta er ekki skemmtileg
staða fyrir nýja menn að koma
bara inn á í nokkrar mínútur hing-
að og þangað í leikjum. Menn
verða að fá að gera sín mistök og
læra af þeim. Ég fann það sjálfur
þegar ég fékk tækifæri sem átján
ára gutti með landsliðinu. Ég lék
vörnina og stóð mig ekkert alltaf
mjög vel, en ég fékk tækifæri til að
gera mistök og ná að spila mig inn í
leik liðsins. Við verðum að gefa
mönnum tækifæri því þegar á al-
vörumót er komið og eitthvað kem-
ur fyrir hjá lykilmönnum okkar þá
verða að vera einhverjir sem geta
tekið við. Það er ekki hægt að
henda lítt reyndum manni inn á þá
og segja honum að standa sig.
Vandinn er hins vegar sá að
landsleikir í handbolta eru meira
og minna í sterkum mótum og því
gefst ef til vill ekki tími til að gefa
mönnum tækifæri sem skyldi.
Þetta mót sem við vorum að taka
þátt í er fyrst og síðast æfingamót
fyrir HM, gríðarlega sterkt æf-
ingamót raunar, og það eru svona
mót sem við verðum að nýta til að
skóla unga og óreyndari leik-
menn,“ sagði Patrekur.
láta sig dreyma um verðlaun á leikunum
því Svíar hafi enn ekki tryggt sér farseð-
ilinn til Aþenu. „Til þess verðum við að
lenda í einu af sjö efstu sætunum á HM í
Portúgal eftir áramótin. Það verður okk-
ar takmark á HM, það er að lenda í einu af
sjö efstu sætunum og tryggja okkur
keppnisrétt á Ólympíuleikunum í Aþenu,“
segir Johansson.
Johansson segir ennfremur í viðtalinu
að enginn handknattleiksmaður utan Sví-
þjóðar heilli sig svo mikið að hann vilji
hafa hann í landsliði sínu væri þess kost-
ur. „Kannski Frakkinn Jackson Rich-
ardsson, hann getur verið frábær þegar
hann nær sér á strik.“
n hættir
a 2004
FRAKKAR lögðu Dani 28:24 í úrslitaleik
heimsbikarmótsins í mjög skemmtilegum
leik þar sem allt var í járnum í fyrri hálfleik
en Frakkar þó með undirtökin er leið á og
héldu þeim allan leikinn. Vörn þeirra var
góð og Bruno Martini datt í gang í síðari
hálfleik og lokaði markinu. Vörn Dana var
ekki nægilega sterk og þrátt fyrir frábæran
leik Kaspers Hvidt í marki Dana dugði það
einfaldlega ekki til. Lasse Boesen fór mik-
inn í sókn hjá Dönum og Lars Christiansen
átti fínan leik í horninu en hinum megin
voru það Jeome Fernandes og Joel Abati
sem voru skæðastir.
Frakkar
nýir meist-
arar
ÚRVALSLIÐ heimsbikarkeppninnar var valið
að henni lokinni á sunnudagskvöldið og þar
eiga Danir tvo leikmenn, Frakkar einnig en hin-
ir þrír eru frá Svíþjóð, Rússlandi og Þýskalandi.
Kasper Hvidt er í mark úrvalsliðsins en hann er
frá Danmörku.
Aðrir leikmenn úrvalsliðsins eru Frakkarnir
Cédric Burdet í skyttuhlutverki hægra megin
og Jackson Richardson á miðjunni, Daninn Lars
Christiansen er í vinstra horninu, Christian
Schwarzer frá Þýskalandi á línunni, Johan Pett-
erson frá Svíþjóð í hægra horninu og Alexei
Rastvortsev frá Rússlandi skytta vinstra megin.
Tveir Danir
í úrvals-
liðinu
Danski leikmaðurinn Lasse Boesen stöðvar
hér Frakkann Jackson Richardson.
AP
reyt-
m?
ð sé
dan í
ð er-
óðra
il að
amt
sem
með
egir
tum
erið
ð og
ldur
aðið
ikil-
efur
vel
etra
En
Við
Mats
ð fá
ekki
úgal
gal í
hann
r þá
toð-
liðs-
ur á
um í
klár-
agði
„Lærum
í Svíþjóð“
„VIÐ lærum mikið á mótinu hér í Svíþjóð og tekst vonandi að nýta
okkur það til góðs á heimsmeistaramótinu í Portúgal,“ sagði Pat-
rekur Jóhannesson, fyrirliði íslenska liðsins á heimsbikarmótinu í
Svíþjóð, þegar hann fór yfir mótið í heild að loknum síðasta leik
þess á sunnudaginn. „Fyrir mótið þá hugsaði maður sem svo að það
þyrfti allt að ganga upp hjá okkur ætluðum við okkur að ná góðum
árangri. Það gerðist hins vegar ekki,“ sagði Patrekur.
Skúli Unnar
Sveinsson
skrifar
frá Svíþjóð
Morgunblaðið/Gísli Hjaltason
ð-
ð-
2+5,*503 .
2+503 .5'3!
2+5'3!
2+5,*
2+5,*5'3!
2+5'3!5)*
2+5,%6*
'3!5)*
2+57
#
,%6*
57
#
,*5'3!57
#
2+5,*57
#
2+57
#
51
(
'3!5,%6*
,%6*
51
(
2+5,
2+5,
5,%6*
,
50
,
5031#"
,
5,%6*
2+503 .
,%6*
503 .
1
%*
89:$%
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
.
!
"
!
"
#
$ % $
&
'$
2+0
%
,*,*
03 !"
'3!'3
)*
2+
,%6*
2+
7
#
&;
+
1
(+
,
<#
0
2+
031#"
( %
!) = />
$
%
+