Morgunblaðið - 06.11.2002, Blaðsíða 8
8 B MIÐVIKUDAGUR 6. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ
BÆKUR
Herjólfur er
hættur að
elska er eftir
Sigtrygg
Magnason.
„Ég er Herj-
ólfur. Ég er
aukaslag í
hjartanu. Ég er
feilnóta. Ég er
vanhugsað dans-
spor.“ Sagan er um ástina, hamingj-
una og dauðann og er á landamærum
sögunnar, leikritsins og ljóðsins.
Verkið verður sviðsett í Þjóðleikhús-
inu 2003.
Sigtryggur Magnason er íslensku-
fræðingur að mennt og hefur starfað
við blaðamennsku. Hann hefur áður
sent frá sér ljóðabókina Ást á grimm-
um vetri og leikritið sú kalda ást sem
höfundarnir gleyma sem Stúdenta-
leikhúsið sýndi árið 1995.
Útgefandi er Mál og menning. Bók-
in er 75 bls., prentuð hjá Gutenberg.
Kápu hannaði Helga Gerður Magn-
úsdóttir en ljósmyndir tók Teitur Jón-
asson. Verð: kr. 2.490 kr.
Ljóðleikur
Út í blámann er
eftir Eystein
Björnsson.
Hér segir frá
lítilli maríuerlu
sem ákveður að
verða eftir á
landinu bláa þeg-
ar hinar erlurnar
fljúga til suð-
rænni landa að afliðnu sumri. Sag-
an lýsir baráttu hennar við nátt-
úruöflin og því sem á daga hennar
drífur á meðan hún bíður birtunnar
og blámans að nýju. Hún leitar
ráða hjá Ljósfeldi og Rauðkolli, Há-
fæti og frú Dröfn, en Alhvítur reyn-
ist henni sannur vinur þegar í harð-
bakkann slær.
Freydís Kristjánsdóttir mynd-
skreytir.
Útgefandi er Jökultindur. Bókin er
84 bls. Verð: 2.200 kr.
Skáldsaga
Einhyrningurinn
minn – Galdurinn
eftir Lindu Chap-
man er í þýðingu
Sigrúnar Á. Ei-
ríksdóttur.
Bókin er sú
fyrsta í flokki
bóka um Láru og
einhyrninginn
hennar.
Draumur Láru um að eignast
hest rætist þegar foreldrar hennar
flytjast í sveit. Hún fær líka bók um
venjulegan hest sem breytist í
mjallhvítan einhyrning og þá flýgur
henni í hug: Gæti Skyggnir minn
kannski líka …? Bókin er prýdd
teikningum eftir Biz Hull.
Útgefandi er Æskan. Bókin er
123 bls., prentuð í Odda.
Verð:1.980 kr.
Börn
Barnagælur og
fleiri lög hefur að
geyma nokkur vin-
sælustu lög Atla
Heimis Sveins-
sonar í léttum pí-
anóútsetningum.
Lögin eru alls
fimmtán, m.a.
Söngur Dimma-
limm, Snert hörpu
mína, himinborna dís, Klementínu-
dans og Í Skólavörðuholtið hátt. Atli
Heimir er löngu landsþekktur fyrir tón-
smíðar sínar og mörg sönglaga hans
hafa hljómað á vörum þjóðarinnar frá
því þau heyrðust fyrst á tónleikum, í
leiksýningum eða ballettum. Þau hafa
þó ekki verið fáanleg á nótum fyrr og
því löngu tímabært að gefa þau út í
aðgengilegum og auðveldum útsetn-
ingum.
Útgefandi er Mál og menning. Bók-
in er 24 bls.,prentuð hjá Gutenberg.
Kápu hannaði Anna Cynthia Leplar.
Verð: 1.490 kr.
Píanólög
HINN aldni höfðingsmaður, fræði-
maður, rithöfundur, minjasafnari og
minjavörður Þórður Tómasson í
Skógum lætur ekki deigan síga þó að
áttræður sé orðinn. Frá honum kem-
ur nú hið myndarlegasta og fróðleg-
asta rit, sem öllum hinum mörgu
tryggu lesendum hans er áreiðanlega
kærkomin viðbót. Í bókaskáp mínum
tel ég einar tíu bækur eftir Þórð og er
þessi sú ellefta, en grun hef ég um að
eitthvað vanti. En þetta er þó ekki
nema lítil aukageta við hið einstæða
ævistarf hans, Skógasafn, sem lengi
mun halda nafni hans á lofti.
Á þessu ári var opnað sérstakt
Samgöngusafn í Skógum. Þá opnun
bar upp á áttræðisafmæli Þórðar og
svo er einnig með þessa bók. Hún er
gefin út í tilefni af nefndri opnun. Efni
hennar er vissulega hluti samgöngu-
mála fyrri tíðar. Hesturinn var um
aldir aðalsamgöngutæki landsmanna
og til þess að hann nýttist þurfti reið-
tygi, hnakka, söðla, beislabúnað og
sitthvað fleira. Ýmis-
konar fararbúnaður var
viðhafður, reiðföt, svip-
ur og keyri, sem og ým-
iskonar ílát undir fastan
og fljótandi varning.
Hesta þurfti að járna og
snyrta og söðlasmiðir og
skeifnasmiðir voru
ómissandi.
Um allt þetta og
margt fleira fjallar höf-
undur af sinni alkunnu
stílleikni og frásagnar-
gleði. Hann fer eins
langt aftur í tímann og
heimildir hrökkva til og
þegar nær dregur nú-
tímanum og safngripir eru til stuðn-
ings verða lýsingar hans nákvæmar
og ítarlegar. Hefur hann þar við
mikla fjársjóði í Skógasafni og Þjóð-
minjasafni að styðjast. Það einkennir
og frásögn hans hversu vel hann
þekkir sögu flestra þeirra gripa, sem
hann fjallar um. Ýmist þekkti hann
fólkið sem átti þá eða niðja þeirra.
Hér koma því inn á milli margar lýs-
ingar og frásagnir af fólki, einkum
sunnanlands. Lífgar það að sjálf-
sögðu frásögnina til muna.
Svo að bókinni sé
lýst lítillega skiptist
hún í fimm aðalkafla,
sem hver fyrir sig
skiptist í undirþætti.
Fyrsti kaflinn fjallar
um hnakka, söðla, söð-
ulreiða, áklæði, undir-
dekk, þófa, yfirgirð-
ingu o.fl. Þá kemur
kafli um ýmiskonar
beislabúnað og ístöð.
Þriðji kaflinn er um
fararbúnað af ýmsu
tagi. Í fjórða kafla segir
af söðlasmiðum og loks
er kafli um skeifur og
skeifnasmíði, snyrt-
ingu á faxi og tagli.
Þess þarf naumast að geta, að í bók
þessari er aragrúi orða tilheyrandi
efninu. Fæst þeirra eru lengur á
vörum manna. Mikilsvert er að þau
geymist á prenti með viðeigandi skýr-
ingum eins og hér er gert.
Sá sem ekki er því kunnugri fræð-
um þessum hlýtur að undrast hversu
mikið listfengi er bundið fararbúnaði
fyrri tíma. Þar má sjá listilegan út-
saum í söðulsessum og undirdekkj-
um, silfurskraut á beislum og reiða,
listilega gerð ístöð og fagurlega gerð-
ar silfurbúnar svipur og margt fleira
mætti raunar nefna. Ætli þessum
þætti íslenskrar listasögu hafi verið
nægilegur gaumur gefinn?
Í bókarlok er tilvísanaskrá. Þá er
skrá yfir heimildir, prentaðar,
óprentaðar og munnlegar. Eitthvað
sýnist mér heimildaskráin vera
skörðótt. Þar vantar nokkur rit, sem
nefnd eru í texta. Einkennilegast er
þó að hvergi skuli getið bókar dr.
Brodda Jóhannessonar, Faxa
(Norðri, 1947), því að þar er mikið
fjallað um sama efni og er í þessu riti,
bæði í máli og myndum. Nafnaskrá er
hér og, sem og myndaskrá. En í bók-
inni er mikill fjöldi mynda, sem yndi
er að skoða.
Bókin er vel og fallega útgefin og
sé ég ekki á henni önnur lýti en þau,
að á kápu og kili stendur Reiðtygi á
Íslandi um aldaraðir, en þegar inn í
bók kemur heitir hún Íslensk reiðtygi
um aldaraðir.
Um leið og ég lýk þessu spjalli
sendi ég höfundi bókar, Þórði í Skóg-
um, hugheilar árnaðaróskir með
þökk fyrir margar ánægjustundir við
lestur bóka hans.
Reiðskapur, söðlasmíði o.fl.
FRÓÐLEIKUR
Íslensk reiðtygi um aldaraðir
ÞÓRÐUR TÓMASSON Í SKÓGUM
221 bls. Mál og mynd, Reykjavík, 2002.
Sigurjón Björnsson
Þórður Tómasson
TELPAN Sigrún er nýflutt til Ísa-
fjarðar og staðráðin í að komast í
keppnislið sundfélags bæjarins. Dag
nokkurn að lokinni sundæfingu togar
ósýnilegur kraftur hana út fyrir bæ-
inn og niður í fjöru, þar sem lágvær
söngur lokkar hana út í sjó. Með því
er hún horfin á dularfullan hátt inn í
framandi heim, þar sem komu hennar
hefur verið beðið lengi. Í þessari
sömu vík fannst móðir hennar, Hulda
Ægisdóttir, minnislaus með öllu fyrir
fjölmörgum árum, fær lesandinn að
vita.
Fólkið sem kallað hefur Sigrúnu til
sín býr í heimi sem nefnist Samiraka
og felur sig fyrir svokölluðum Braut-
ryðjendum undir Úlkraeyðimörkinni.
Þar neytir það litlausrar fæðu, lifir í
grábrúnu umhverfi í samlitum fötum,
grátt og guggið. Bærinn þar sem það
dvelur, röð samtengdra hella, er
nafnlaus og deyfð og ósýnilegur
þungi hvílir yfir öllu.
Er Sigrúnu ætlað að fara í njósna-
leiðangur upp á yfir-
borðið og komast að því
hvaða leynivopni Braut-
ryðjendurnir búa yfir,
en þeir geta náð valdi á
hugsunum fólks svo
þær breytast í suð.
Ferðin til Samiraka
er frumraun Hörpu
Jónsdóttur kennara á
Ísafirði, sem á dögun-
um hlaut Íslensku
barnabókaverðlaunin
árið 2002. Sagan er
sögð er í fyrstu persónu
þar sem söguhetjan
Sigrún rifjar upp hið
ótrúlega sem á daga hennar hefur
drifið.
Í frásögninni kennir margra grasa,
fyrir bregður glænýju tungumáli,
samírsku, og framandi nöfnum. Aras,
Míkta, Kanok, Díma og Enedas eru
nokkur dæmi. Fæðuvalið er úlkraeðl-
ur í útrýmingarhættu, fölbrúnar kök-
ur með gráu gumsi, augnlausir fiskar,
svartur grautur úr vatnagróðri, sam-
litt kex og hið margslungna telíki kíó,
svo dæmi séu tekin. Ýmis furðufyr-
irbæri eru á sveimi, til að mynda hinir
illskeyttu vengar, góðlegi feminn
Nelíra sem hjálpar Sigrúnu áleiðis til
næstu byggðar Braut-
ryðjendanna og sef án
róta sem færir sig til
með því að hoppa, svo
fátt eitt sé nefnt.
Í frásögninni eru
margir góðir kaflar þar
sem lesandinn á auðvelt
með að lifa sig inn í sög-
una. Eitt dæmi er slag-
ur Sigrúnar við veng-
ana (bls. 76 og 77) sem
verður mjög raunveru-
legur. Annað dæmi er
lýsing á aðstæðum
Arasar vinar Sigrúnar,
sem er með dökka glitr-
andi húð og fjólublá augu: „svo fal-
legur að hún verður næstum því feim-
in“. Aras er eina barnið sem fæðst
hefur hjá eyðimerkurfólkinu og lifað.
Þú getur ekki ímyndað þér hvað
það er erfitt að vera kraftaverk. Allir
elska mig og eru góðir við mig, það er
ekki vandamálið. En ég er einskonar
almenningseign. Öllum finnst ég stór-
kostlegur en fáir hugsa um hvernig
persóna ég er í raun og veru. Svo hef-
ur mig alltaf langað til að þekkja aðra
krakka. (82)
Þriðja dæmið er undir sögulok
þegar leiðir Sigrúnar og eyðimerk-
urfólksins skilur aftur að björgun lok-
inni og þau eru fleiri.
Frásögnin er tilfinningarík og líf-
leg á köflum, oft fyndin.
Sögunni er skipt í 30 stutta kafla,
örkafla á stundum. Aðalpersónurnar
eru Sigrún og Aras. Bláa gufan Med-
ela, afar kjarnyrt persóna, er eftir-
minnileg líka, eins og eyðimerkur-
fólkið. Atburðarásin er fjölbreytt og
vel til þess fallin að hafa ofan af fyrir
lesandanum, en stundum fullhröð,
einkum undir það síðasta þegar Sig-
rún er búin að dvelja um hríð hjá
Brautryðjendunum í bæ 39. Frásögn-
in af frelsun íbúanna úr langvarandi
ánauð, markmiðið sem að hefur verið
stefnt frá upphafi, nær til að mynda
einungis yfir þrjár síður. Í næsta
kafla þar á eftir eru Sigrún og Aras
hyllt sem hetjur, varnir skipulagðar í
bænum gegn hugsanlegum viðbrögð-
um Brautryðjendanna, bátar gerðir
út til þess að sækja eyðimerkurfólkið,
friður saminn við vatnadísir og fleiri
lausir endar hnýttir; allt á rúmum
tveimur síðum.
Að þessu leyti líkist Ferðin til Sam-
iraka helst bíómynd í bókarformi, þar
sem margt ber á góma en stutt er
staldrað við.
Hugmyndarík frumraun
BARNA- OG UNGLINGABÓK
Ferðin til Samiraka
HARPA JÓNSDÓTTIR
Vaka-Helgafell 2002, 179 blaðsíður.
Harpa Jónsdóttir
Helga K. Einarsdóttir
Spurningabókina
2002 hafa Guð-
jón Ingi Eiríks-
son og Jón
Hjaltason tekið
saman. Bókin
hefur í senn
skemmtana- og
fræðslugildi.
Spurningarnar
eru við allra hæfi og sígildar gátur
um allt milli himins og jarðar.
Útgefandi er Bókaútgáfan Hólar.
Bókin er 80 bls., prentuð í
Ásprenti. Teikning á bókarkápu er
eftir Hjördísi Ólafsdóttur. Verð: 990
kr.
Börn
Bestu barna-
brandararnir –
mega bögg hefur
að geyma brand-
ara við allra hæfi
í samantekt
barna á öllum
aldri.
Útgefandi er
Bókaútgáfan
Hólar. Bókin er 80 bls., prentuð í
Ásprenti. Teikning á bókarkápu er
eftir Hjördísi Ólafsdóttur. Verð: 990
kr.
SKOFFÍN, marbendill og nykur
eru dæmi um furðuskepnur úr þjóð-
sagnasafninu Furðudýr í íslenskum
þjóðsögum frá bókaútgáfunni Sölku.
Með þjóðsögum opnast nútímamann-
inum glufa inn í hugarheim forfeðr-
anna. Örlítil hugmynd um hvað þótti
eftirsóknarvert, hættulegt og jafnvel
fyndið í horfnum heimi.
Um leið viðhalda þjóðsögurnar
tengslum sjaldgæfra orða og hug-
mynda við uppruna sinn. Gott dæmi
er að líklegast myndu fæstir geta
skýrt uppruna orðsins skoffíns þó
orðið sé enn talsvert notað í mæltu
máli. Í sögunni Háskalegt augnaráð
segir frá því að þegar hanar verði
gamlir verpi þeir einu litlu eggi. „Ef
hanaeggi er ungað út kemur úr því
furðudýr sem kallast skoffín og svo
hættulegt er augnaráð þess að hver
sem mætir því lætur lífið“ (bls. 20).
Þá er gaman að fá tækifæri til að
kynnast uppruna landvættanna
fremst í bókinni. Sú saga hefur því
miður ekki verið nægilega aðgengileg
í seinni tíð.
Flestar bækur ætlaðar erlendum
ferðamönnum fjalla um náttúru Ís-
lands. Ekki er síðri hugmynd að
markaðssetja bækur eins og þjóð-
sagnasafn fyrir þennan hóp eins og
virðist vera ætlunin með því að gefa
Furðudýr í íslenskum þjóðsögum
samtímis út á íslensku, ensku og
þýsku. Erlendir ferðamenn hafa
nefnilega ekki aðeins áhuga á náttúru
landsins. Sumir vilja skyggnast örlítið
inn í sjálfa þjóðarsálina og þar geta
þjóðsögur verið ágætis byrjun þótt
sumar hafi yfir sér heldur drungaleg-
an blæ. Aðrar eins og Hrafninn og
stúlkan eru með hlýlegra yfirbragði
og enn aðrar litast af gráglettni eins
og Þá hló marbendill. Úrvalið gefur
að því leyti ákjósanlega breidd í safn-
ið.
Ein saga varð undirritaðri þó sér-
stakt umhugsunarefni og ekki að
ástæðulausu ef horft er til þess að
ekkert í uppsetningu bókarinnar gef-
ur til kynna að hún sé ekki æskileg
lesning fyrir börn. Þvert á móti er
ekki hægt að lesa annað út úr forsíð-
unni, broti og myndskreytingum í
bókinni að henni sé ekki síður ætlað
að höfða til barna en fullorðinna. Ekki
verður heldur framhjá því litið að æv-
intýraheimar á borð við þjóðsögur
höfða sérstaklega til ungra barna.
Í sögunni segir frá því að móðir hafi
tekið lítið barn sitt með út á tún í hey-
skap. Þá hafi örn komið fljúgandi,
tekið barnið og flogið með til unganna
sinna. Þá segir: „Móðirin elti örninn á
gljúfurbarminn og horfði á fuglinn
rífa barnið í sundur fyrir ungana
sína“ (30). Hverjum hrýs ekki hugur
við slíkum lýsingum?
Stíll sagnann er hnitmiðaður og
ætti ekki að vefjast fyrir nútíma les-
endum. Myndskreytingarnar styðja
vel við textann og eiga sinn þátt í að
færa lesandann nær sögusviðinu í
tíma og rúmi.
Háskalegur heimur
ÞJÓÐSÖGUR
Furðudýr í íslenskum þjóðsögum
Samantekt Bjarkar Bjarnadóttur. Mynd-
skreytingar Guðrúnar Tryggvadóttur. Út-
gefandi Salka, Reykjavík 2002. Prentað í
Nørhaven, Viborg, Danmörku. Samtals
45 bls.
Anna G. Ólafsdóttir