Morgunblaðið - 29.11.2002, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 29.11.2002, Qupperneq 4
DAGLEGT LÍF 4 B FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ HEIMILI Tinnu Gunnarsdótturiðnhönnuðar, Sigtryggs BjarnaBaldvinssonar myndlistarmannsog barna þeirra tveggja, Hall- bjargar Emblu 4 ára og Tryggva Kolviðar 3 ára, er Englaborg. Húsið stendur á mótum Flókagötu og Rauðarárstígs og var fyrrum heimili Jóns Engilberts listmálara og Tove konu hans. Þau hafa bæði vinnustofu í hús- inu, Tinna í kjallaranum en Sigtryggur á þriðju hæðinni. Vinnustofan hans er líka sýn- ingarsalur þar sem hann hefur haldið tvær sýningar. Bókaskápur þeirra hjóna er á efstu hæð hússins í gestaherberginu og er skipulagður af Tinnu. „Sigtryggur á kannski erfitt með að finna eitthvað hérna þar sem ég skipulagði þetta ein,“ segir Tinna og útskýrir uppröð- unina: Erlendar skáldsögur, íslenskar skáld- sögur, hönnun, myndlist, ljóðabækur og fleira. Meira en helmingur bókanna er um hönnun og myndlist og slíkar bækur og tíma- rit fylla margar hillur í skrifstofuskápnum góða sem Tinna og Sigtryggur eignuðust árið 1998. „Við vildum ekki hafa hann í stofunni heldur frekar leyfa myndlistinni að njóta sín þar,“ segir Tinna. Skápurinn var um tíma í sýningarsalnum en reyndist trufla rýmið þar svo þau færðu hann í gestaherbergið. Þær bækur sem þau eru að lesa hverju sinni eru geymdar í tveimur litlum hillum í stofunni en eru svo færðar upp í bókaskápinn. Sigtryggur er kokkurinn á heimilinu og meðal uppáhaldsbóka hans er mat- reiðslubókin Grænmetisréttir af gnægta- borði jarðar en hann hefur eldað alla réttina úr þeirri bók og þeir klikka ekki. Önnur uppáhaldsbók hans er verk Dieter Roth myndlistarmanns sem bjó hér á landi um árabil. Bókin er listaverk í sjálfu sér, prentuð í 100 eintökum af prentsmiðju Jóns Helga- sonar árið 1961. „Mér finnst að gera mætti myndlist Dieter Roth hærra undir höfði hér á landi. Hann er orðinn eitt stærsta nafnið í myndlistarheiminum og var mjög afkasta- mikill listamaður. Það yrði að því fengur að opna sérstakan sýningarsal eða lítið safn þar sem sú list sem hann skildi eftir sig hér á landi yrði til sýnis,“ segir Sigtryggur. Uppáhaldsbók Tinnu er líka sjónræn ef svo má segja. „Þetta er gömul sýningarskrá frá 1969 af sýningu á list sjöunda áratugarins í Wallraf-Richartz safninu í Köln í Þýska- landi. Bróðir minn gaf mér bókina í skiptum fyrir nokkrar skissur frá mér. Þetta var bók sem heillaði mig strax þegar ég sá hana hjá honum,“ segir Tinna og flettir veglegri sýn- ingarskránni með litríkum myndum. Hún dregur aðra bók úr einni grænmálaðri hillu úr skrifstofuskápnum, en til að lífga upp á mubluna, máluðu þau nokkrar hillur í gulu eða grænu á sínum tíma. „Den Store Franske Kogebog er matreiðslubók sem ég gæti aldrei hugsað mér að elda nokkuð úr,“ segir Tinna og Sigtryggur tekur undir. Myndirnar eru undarlega litríkar, af köfl- óttum kjúklingi og svínakjöti með syk- urskrauti og eru í svipuðum stíl og þær sem Þorri Hringsson notar í matarmyndir sínar. Náttborðin þeirra Tinnu og Sigtryggs eru líka þakin bókum og tímaritum. „Ég les að- allega í framtíðinni. En svolítið uppi í rúmi á kvöldin. Ég las til dæmis fjögurra kílóa lita- fræðibók í gær en gafst reyndar fljótlega upp á því. En nú hef ég líka ákveðið að hætta að lesa skáldsögur uppi í rúmi á kvöldin og nota þann tíma frekar til að lesa fagbækur.“ Og tveggja barna faðirinn segist ekki skilja hvernig barnafólk hefur tíma til að lesa skáldsögur. Iðnhönnuðurinn og myndlistarmaðurinn Sigtryggur og Tinna við skrifstofuskápinn góða. „Den Store Franske Kogebog er matreiðslubók sem ég gæti aldrei hugsað mér að elda nokkuð úr.“ Aðallega lesið í framtíðinni BÆKUR þekja veggi tveggja her-bergja í íbúð þeirra SigurðarPálssonar rithöfundar og Krist-ínar Jóhannesdóttur leikstjóra. Annars vegar veggi borðstofunnar sem einnig er bókaherbergi og hins vegar veggi herbergis sonarins Jóhannesar Páls 15 ára. Einkasonurinn hefur mótmælt því að hýsa bækur foreldranna með því að hengja nokkra þjóðfána fyrir hillurnar sem eru veggfastar. Sigurður er einn þeirra rithöfunda sem senda frá sér bók fyrir jólin. Í fyrsta lagi er það þriðja skáldsaga hans, Næturstaður, og í öðru lagi þýddi Sigurður bókina Óvinurinn eftir ungan franskan rithöfund, Emmanuel Carrère, sem einnig er nýkomin út. Sigurður hefur skrifstofu niðri í bæ og er hún líka þakin bókum. Alls kyns bækur eru í herbergjunum þremur, fræðirit, skáldsögur og ljóð. „Ég er ekki bókasafnari þótt annað megi ætla af þessu hér,“ segir Sigurður og lítur í kringum sig í bókaherberginu. „Faðir minn var aftur á móti bókasafnari.“ Sig- urður bendir á einn hillumetra af innbundnu bókmenntatímaritinu Skírni sem faðir hans safnaði. „Þetta er tuttugasta öldin. Rjóminn af rjómanum,“ segir Sigurður sem enn er áskrifandi að Skírni en bindur hann ekki inn. Í borðstofunni hafa þau hjón sitt hvort vinnuborðið þar sem safnast bækur sem þau vinna með hverju sinni. Í hillurnar er raðað samkvæmt kerfi en ekki of ströngu, að sögn Kristínar. Bókasafnið er svo á stöðugri hreyfingu á milli bókaherbergisins og skrif- stofu Sigurðar í miðbænum. „Bókasafnið er mjög hreyfanlegt eins og lífið sjálft. Það þýðir ekki að setja bækur í endanlegt kerfi. Lífið leyfir það ekki,“ segir Kristín og Sigurður bætir við að hann þoli ekki að finna ekki bækur. „En ég þoli heldur ekki ofurnákvæmt kerfi. Við reynum að halda jafnvægi og það er sjaldgæft að annað hvort okkar viti ekki hvar ákveðin bók er. Að mínu mati verður að vera skipulag á hlut- unum til að komast hjá leiðindum.“ Þau segja að skipulagið á bókasafninu sé ekki eins og í upphafi, heldur raði þau bók- unum upp á nýtt eftir notkun þeirra og ákveðnir kjarnar myndist. Þessir kjarnar geti verið ákveðnir höfundar eða efni bók- anna. Kristín var t.d. að vinna með sænska skáldið Strindberg um tíma og bækur eftir hann og um hann standa nú hlið við hlið í hillunni. Starfsbróðir Strindbergs, Ibsen, og sálkönnuðurinn Freud umkringja svo Strindberg í sömu hillu. Þegar eftirlætisbækur ber á góma, heldur Sigurður Biblíunni á lofti. Auk þess eru þau hjón sammála um að Dante ætti að vera skyldulesning fyrir alla. Sigurður leggur þrí- leikinn á borðstofuborðið í bókaherberginu: Víti, Hreinsunareldur og Paradís, á ítölsku og frönsku. Ýmiss konar bækur leynast í hillunum. Fyrir utan bókmenntir um skáld- skap, ljóðlist, kvikmyndir, leikhús og mynd- list, eru þar t.d. bækur um geimvísindi. „Kristín er svo mikill geimvísindamaður,“ segir Sigurður. „Til að skilja Dante og miðaldabók- menntir er nauðsynlegt að kunna skil á stjörnuspeki,“ segir Kristín. Hún hefur kynnt sér bæði stjörnuspeki og stjörnufræði og segist hafa mjög gaman af og ef hún myndi byrja aftur, yrði hún geimvís- indamaður. „Ég á því láni að fagna að skilja ekki nútímaeðlisfræði þannig að þetta virkar á mig eins og púra ljóðlist,“ segir Sigurður. „Þarna eru óravíddir sem hvergi hafa komið fram nema í skáldskap.“ Leikstjórinn og rithöfundurinn Sigurður og Kristín í borðstofunni og bókaherberginu. „Það þýðir ekki að setja bækur í endanlegt kerfi. Lífið leyfir það ekki.“ Þolir ekki ofurná- kvæmt kerfi

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.