Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 6
DAGLEGT LÍF 6 B FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 MORGUNBLAÐIÐ Acidophilus H á g æ ð a fra m le ið sla A ll ta f ó d ýr ir Fyrir meltingu og maga FRÁ FRÍHÖFNIN -fyrir útlitið ÝMSAR ástæður eru fyrirþví að fólk óskar eftir að fánafni sínu breytt. Oftastliggja tilfinningar þar að baki, viðkomandi þykir ef til vill vænt um einhverja manneskju og langar til að bera nafn hennar, en algengustu nafnabreytingar eru einmitt þær að fólk bætir öðru eiginnafni við upp- runalegt eiginnafn. Sækja þarf um leyfi til nafnbreytingar til dóms- og kirkjumálaráðuneytisins þar sem til- greindar eru ástæður fyrir nafn- breytingunni og gengur það ferli yf- irleitt fljótt og vel fyrir sig ef óskin um nafnbreytingu þykir vera af eðli- legum og skiljanlegum ástæðum. Ferlið getur þó reynst flóknara, eink- um ef fólk vill skipta alfarið um eig- innafn og eða kenninafn, en dóms- málaráðherra er heimilt að leyfa mönnum að taka upp ný nöfn „ef telja verður að gildar ástæður mæli með því,“ eins og segir í lögunum um mannanöfn, númer 45 frá árinu 1996. Fjöldi útgefinna nafnbreytinga- leyfa á síðasta ári voru 100 eiginnöfn, 12 millinöfn og 40 kenninöfn. Árið 2000 voru útgefin leyfi fyrir 79 eig- innöfnum, 17 millinöfnum og 21 kenninafni. Í þessum tölum eru ekki ættarnöfn eða nöfn á erlendum rík- isborgurum. Ekki fleiri en þrjú eiginnöfn Í fyrsta kafla laganna um um mannanöfn segir að fullt nafn manns sé eiginnafn hans eða eiginnöfn, milli- nafn ef því er að skipta, og kenninafn. Eiginnöfn og millinafn mega aldrei vera fleiri en þrjú samtals. Algeng- ustu óskir um nafnbreytingar eru þær að fólk óskar eftir því að bæta eiginnafni, einu eða tveimur, við hið upprunalega, en einnig eru dæmi um að fólk óskar eftir því að taka upp millinafn. Til aðgreiningar er rétt að taka fram að eiginnöfn eru öll viðurkennd íslensk mannanöfn svo sem Anna, Sigríður, Jón, Guðmundur, en um millinafn gilda þær reglur að það skuli dregið af íslenskum orðstofnum eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli, en má þó ekki hafa nefnifalls- endingu. Dæmi um millinöfn eru Vídalín, Önfjörð, Svarfdal og Snæ- berg og getur hver sem er tekið upp slík nöfn hafi þau verið samþykkt af mannanafnanefnd. Í þeim kafla laganna sem fjallar um nafnbreytingar er kveðið á um að dómsmálaráðherra sé heimilt að leyfa manni breytingu á eiginnafni og/eða millinafni, þar með talið að taka nafn eða nöfn til viðbótar því eða þeim sem hann ber eða fella niður nafn eða nöfn sem hann ber, ef telja verður að ástæður mæli með því. Um breytingar á kenninafni gilda ennfremur þær reglur að heimilt er með leyfi dómsmálaráðherra að feðr- að barn sé kennt til stjúpforeldris. Leita skal samþykkis þess kynfor- eldris sem ekki fer með forsjá barns- ins, ef unnt er, áður en ákvörðun er tekin um slíkt leyfi. Sé kynforeldri ekki samþykkt breytingu á kenni- nafni getur dómsmálaráðherra engu að síður leyft breytinguna ef sérstak- lega stendur á og telja verður að breytingin verði barninu til verulegs hagræðis. Hið sama gildir um heimild til að fósturbarn, sem er í varanlegu fóstri hjá fósturforeldrum, sé kennt til fósturforeldris. Heimilt að kenna sig til beggja foreldra Ef um er að ræða breytingu á nafn- ritun, til dæmis þegar menn hafa ver- ið skírðir tveimur nöfnum, eru aðeins skráðir með eitt, en vilja bæta hinu við, eða vilja fella niður eitt nafn af fleirum sem skráð eru, þarf ekki að sækja um sérstakt leyfi til ráðuneyt- isins heldur annast Hagstofan slíkar breytingar í þjóðskrá. Hið sama gild- ir um breytingar á kenninafni, það er ef menn vilja kenna sig við móður í stað föður. Í þeim kafla laganna sem fjallar um kenninöfn segir að hver maður skuli kenna sig til föður eða móður nema hann eigi rétt á að bera ættarnafn og kjósi að gera svo. Manni er ennfremur heimilt að kenna sig til beggja foreldra sinna eða bera ætt- arnafn sem hann á rétt á til viðbótar því að kenna sig til föður eða móður. Heimilt er að ófeðrað barn sé kennt til afa síns. Nokkur brögð hafa verið að því á undanförnum árum að ungt fólk hef- ur óskað eftir að taka upp ættarnafn og eins hefur færst í vöxt að fólk óski eftir að kenna sig við móður, í stað föður, og liggja oftast til þess per- sónulegar ástæður sem eru vitaskuld einkamál hvers og eins. Dæmi eru um að fólk óski eftir breytingu á eiginnafni og/eða kenni- nafni á þeim forsendum að það telji sig hafa orðið fyrir óþægindum vegna upprunalega nafnsins. Þá munu einn- ig vera dæmi um að fólk hafi óskað nafnbreytingar af þeirri ástæðu að þeim þótti nafnið, sem því var upp- haflega gefið, einfaldlega ljótt. Nýtt nafn en sama númer Þótt fólk taki upp nýtt nafn þá heldur það sömu kennitölu sam- kvæmt núgildandi lögum, en þegar gamla nafnnúmerakerfið var við lýði, breyttist nafnnúmerið um leið og nafnbreytingin varð. Á þeim tíma gengu sögur um að ónefndir athafna- menn, sem komnir voru upp að vegg vegna fjármálaóreiðu, hefðu gengið á lagið og látið breyta nafni sínu og síð- an haldið áfram á hoppandi ferð í við- skiptalífinu eins og ekkert hefði í skorist, með nýtt nafn og númer. Að vísu var afar erfitt að fá nafninu breytt samkvæmt eldri lögum um nafnbreytingar, frá árinu 1925, og þurftu menn samkvæmt þeim að sýna fram á að nafnið þeirra væri „er- lent, óþjóðlegt eða klaufalegt“. Þetta tókst fæstum, en menn gripu þá gjarnan til þess ráðs, ef þeir hétu fleiri en einu nafni, að fella niður nafnið sem réð nafnnúmerinu og nafn númer tvö var þá gert að aðalnafni, með tilheyrandi breytingum í nafn- númerakerfinu og þar með voru þeir orðnir „nýir menn“ í kerfinu. Þetta er liðin tíð. Í ársbyrjun 1986 var tekin upp kennitala, í staðinn fyrir nafnnúmera- kerfið, sem þá var „sprungið“, eins og það var kallað, en kennitalan er í raun gamla fæðingarnúmerið sem allir fá þegar þeir koma í heiminn. Þessi kennitala fylgir viðkomandi einstak- lingi til æviloka, jafnvel þótt hann láti breyta nafni sínu í þjóðskrá. Undir Dóms- og kirkjumálaráðuneytið gaf út sam- tals 152 leyfi til nafnbreytinga á síðasta ári. Sveinn Guðjónsson kynnti sér lögin um mannanöfn og ræddi við nokkra einstak- linga sem hafa látið breyta nafni sínu. svg@mbl.is TILGÁTUR um að ungviðiðforheimskist af tölvuleikjum,sjónvarpsglápi og netnotkun eru ekki á rökum reistar samkvæmt nýjustu rannsóknum. Þvert á móti virðist greindarvísitala barna og unglinga vera stöðugt að hækka og er sögð 25 stigum hærri heldur en hjá öfum þeirra og ömmum. The Sunday Times greindi nýverið frá ýmsum rannsóknum og kenningum sérfræðinga, sem flestar virðast hníga í sömu átt hvað þetta varðar. Þar segir að vísindamenn reki hækk- andi greindarvísitölu til þess að ung- menni séu sífellt að kljást við flókna víxlverkun rafeindatækni og afþrey- ingar, en slík iðja, ásamt betra mat- aræði, örvi heilastarfsemi ungu kyn- slóðarinnar umfram það sem kyn- slóðirnar á undan áttu kost á. Sama er uppi á teningnum í öllum vestrænum ríkjum er haft eftir Ulric Neisser, sálfræðiprófessor við Corn- ell-háskólann í New York, sem hefur borið saman alþjóðlegar niðurstöður greindarprófa. Hann segir hækkun greindarvísitölunnar þó ekki vera jafnmikla á öllum sviðum. Í þeim hluta prófsins, sem lúti að óhlut- bundinni rökhugsun hafi greindar- stuðullinn hækkað um sjö stig síðast- liðna tvo áratugi, en aftur á móti staðið í stað í mál- og stærðfræði- hlutanum. Skáka foreldrunum Talið er að greindarvísitalan hafi hækkað hvað mest undanfarin örfá ár og tölvuleikjakynslóðin skáki for- eldrum sínum um 15 stig. Ekki er víst að allir séu á eitt sáttir um sann- leiksgildi þessa, enda hafa greindar- mælingar verið afar umdeildar frá því fyrst var farið að beita þeim fyrir um eitt hundrað árum. Vísindamenn telja þó að greindarprófin hafi þróast mikið í áranna rás og niður- stöðurnar gefi til dæmis traustar vís- bendingar um skólaeinkunnir barna. Sumir fullyrða jafnvel að þær segi fyrir um tekjur þeirra og þjóðfélags- stöðu í framtíðinni. Svipuð var trú sérfræðinganna á árunum áður, því greindarpróf, sem gerð voru á börn- um á þriðja og fjórða áratug liðinnar aldar, voru notuð til að spá fyrir um hættu á elliglöpum. Kveikt á gáfnaljósum  S J Ó N VA R P S G L Á P SIGURÐUR A. Magnússon rithöfundur sótti aldrei formlega um nafnbreytingu, en segir að líklega hafi hefðarforsendur ráðið því að einn góðan veðurdag var bókstafurinn A kominn í þjóðskrá á milli eignnafns hans og kenninafns. „Ég byrjaði að skrifa mig Sigurður A. Magnússon þegar ég var í Grikklandi árið 1951, en þá sendi ég reglulega greinar til birtingar í Morgunblaðinu. Al- nafni minn og vinur, Sigurður Magnússon hjá Loftleið- um, sem einnig var afkastamikill greinahöfundur, og skrifaði einnig ferðabækur, hafði þá samband við mig og sagði að þar sem hann væri nú eldri maður og hefði verið að reyna að taka úr mér óknyttina í bernsku ætti ég að gera eitthvað í að breyta nafni mínu til að forða því að okkur yrði ruglað saman sem höfundum. Þá datt mér í hug að merkja mig móður minni og þetta A stendur því fyrir Aðalheiðarson, þótt það sé hvergi skráð. Hins vegar hefur það verið sett í sviga í al- fræðibókum, í bókum eins og Samtíðarmenn og þess háttar uppsláttarritum,“ sagði Sigurður A. Magn- ússon. Morgunblaðið/Sverrir Sigurður A. Magnússon bætti A-inu við til aðgrein- ingar frá Sigurði Magnússyni hjá Loftleiðum. Eitt lítið A kennt við móður Sigurður A. Magnússon ALGENGT er að fólk bæti öðru eiginnafni við upp- runalegt eiginnafn sitt, eins og Steinunn Anna Eiríks- dóttir gerði fyrr á þessu ári, en áður hét hún „bara“ Steinunn: „Það eru nokkur ár síðan ég fór að velta þessu fyrir mér enda heita bræður mínir tveimur nöfnum. Ég var skírð Steinunn eftir móðurömmu minni og þar sem mér þykir vænt um báðar ömmur mínar fannst mér tilvalið að taka einnig upp nafn Önnu föðurömmu minnar.“ Steinunn Anna sagði að nafnbreytingin hefði gengið fljótt og vel fyrir sig. „Ég sótti bara um á sérstöku eyðublaði þar sem ég tilgreindi ástæðuna fyrir þessari ósk minni að taka einnig upp nafn föðurömmu minnar. Það var auðvitað auðsótt mál og ég borgaði svo 4.000 krónur fyrir,“ sagði Steinunn Anna. Morgunblaðið/Þorkell Steinunn Anna Eiríksdóttir vildi líka bera nafn föð- urömmu sinnar. Þykir vænt um báðar ömmurnar Steinunn Anna Eiríksdóttir nýjum nöfnum

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.