Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 29.11.2002, Blaðsíða 7
DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 29. NÓVEMBER 2002 B 7 40% umhverfið, 60% erfðir Yfirstandandi rannsóknir taka töluvert mið af svokölluðum Flynn- áhrifum, sem kennd eru við James Flynn, nýsjálenskan háskólaprófess- or á eftirlaunum, sem í samstarfi við Bill Dickens hjá Brookings-stofnun- inni í Washington, sýndi fram á að greindarvísitalan hafi hækkað um þrjú til fimm stig á áratug og að 40% greindar mætti rekja til umhverfis- þátta og 60% til erfðaþátta. Með til- liti til þessa segir Flynn að vegna lít- illar örvunar og lélegs mataræðis væru margir ekki eins greindir og þeir ella hefðu verið, þ.e. hefðu þeir búið við gott atlæti. Í sama streng tekur taugasér- fræðingurinn, David Horrobin, höf- undur bókarinnar The Madness of Adam and Eve, eða Brjálæði Adams og Evu. Hann segir að sterkt sam- band milli mataræðis og heilastarf- semi og lítillegur skortur á vítam- ínum og steinefnum á unga aldri geti haft áhrif á heilann. Þá komst lektor í næringarfræði við Kings-háskólann í London að raun um að járnskortur, sem margir þjást af, geti lækkað greindarvísitölu barna um 10 stig. Aukið ofbeldi og andfélagsleg hegðun ungmenna hafa löngum ver- ið rakin til tölvuleikjabylgjunnar og sjónvarpsgláps og hafa margir talið að hætta sé á að þau ánetjist hvoru tveggja. Á síðasta ári kvað við svolít- ið annan tón þegar breska innanrík- isráðuneytið upplýsti að engar sann- anir væru fyrir því að þannig væri í pottinn búið. Dr. George Erdos, lektor í sálfræði við Newcastle upon Tyne-háskólann, er sama sinnis. Hann álítur tölvuleiki tvímælalaust góðan kost fyrir börn því þeir út- heimti þrautseigju, hraða hugsun og námshæfileika. Síðustu rannsóknir Dickens gefa þó til kynna að greindarvísitalan eigi ekki eftir að hækka án áframhald- andi örvunar. Hann segir að heilinn sé eins og vöðvi, sem þarfnast stöð- ugra og kröftugra æfinga, enda hald- ist hækkandi greindarvísitala í hend- ur við aukna heilastarfsemi. Eins og við er að búast eru ekki allir á sama máli um gildi tölvuleikja og tölvunotkunar barna. Prófessor í stærðfræðilegri eðlisfræði við Cam- bridge-háskóla segir tölvunotkun takmarka reikningshæfileika og frjálsa hugsun og börn noti tölvur í allt of miklum mæli. „Hættan við tölvurnar felst í því að menn verða frekar heimskir af að endurtaka allt- af sama verkið. Tölvur geta aldrei komið í stað ímyndunaraflsins,“ seg- ir hann. Morgunblaðið/Golli Ungviðið er sífellt að kljást við flókna víxlverkun rafeindatækni og afþreyingar, en slík iðja ásamt góðu mataræði er talið örva heila- starfsemina.  T Ö LV U L E I K I R  O G N E T N O T K U N w w w .f o rv al .is Lið-a-mót FRÁ H á g æ ð a fra m le ið sla Extra sterkt A ll ta f ó d ýr ir FRÍHÖFNIN -fyrir útlitið - Vönduð gjöf sem endist allt árið Ekkert tímarit flytur fólki í útlöndum jafn fjölbreytta mynd af Íslandi og Iceland Review. Áskrift að Iceland Review er tilvalin gjöf fyrir vini og viðskiptaaðila á erlendri grundu. PANTIÐ GJAFAÁSKRIFTIR í síma 512 7517 eða á askrift@icelandreview.com w w w . i c e l a n d r e v i e w . c o m ICELAND REVIEW SIGMUNDUR Ernir Rúnarsson ákvað að bæta öðru nafni við eiginnafn sitt á sínum „róttæku ungdómsárum“ eins og hann orðar það sjálfur. „Eldri bróðir minn heitir Gunnar Örn og upp- haflega stóð til að gefa mér nafnið Sigmundur Valur. Móðir mín guggnaði hins vegar á Vals- nafninu á síðustu stundu þannig að ég var bara skírður Sigmundur. Ég var róttækur ungur maður og ekki nema fimmtán eða sextán ára þegar ég ákvað að bæta nafninu Ernir við eig- innafnið Sigmundur. Valið á nafninu á sér þá forsögu að ég er ættaður af Ströndum og Ernir er algengt fjallanafn á Vestfjörðum. Örninn á sér líka heimkynni á þessum slóðum og þar sem bróðir minn ber nafnið Örn fannst mér tilvalið að skáka honum með því að hafa nafnið í fleir- tölu. Þessu laust einhvern veginn niður í kollinn á mér og ég ákvað bara að drífa í að taka þetta ágæta nafn upp. Ég þakka mínum sæla fyrir að hafa ekki tekið upp nafnið Valur því þá hefði blaðamannsskammstöfun mín orðið SVR. SER er miklu þjálla,“ sagði Sigmundur Ernir. Sigmundur Ernir Rúnarsson ákvað að skáka eldri bróður sínum með því að hafa seinna eiginnafnið í fleirtölu. Skákaði eldri bróðurnum Sigmundur Ernir Rúnarsson DÆMI eru um að fólk óski eftir því að breyta eiginnafni sínu ef það telur sig hafa orðið fyrir einhverjum óþægindum vegna nafnsins. Þannig var það í tilviki Marínu Birtu Sjafnar Geirs- dóttur, sem áður hét Marín Sjöfn. „Ég hef borið nafnið Marín alla mína ævi og hef verið mjög ánægð með það nafn enda var ég skírð í höfuðið á móð- urömmu minni. Hins vegar hefur það svo oft verið afbakað að ég var orðin þreytt á að þurfa stöðugt að vera að leiðrétta nafnið mitt. Á ökuskírteininu mínu var til dæmis skifað María, í staðinn fyrir Marín, og einnig hef ég verið kölluð Maren, Marí og jafnvel Marlyn. Ég ákvað því að bæta a-inu aftan við í trausti þess að það væri ekki hægt að misskilja nafnið Marína. Svo ákvað ég að slá tvær flugur í einu höggi með því að bæta nafninu Birta við, þar sem ég má heita þremur nöfnum. Ég hét Marín Sjöfn fyrir breytinguna, en var aldrei ánægð með Sjafnarnafnið. Móðir mín, sem nú er látin, gaf mér þetta nafn til vonar og vara á sínum tíma þar sem hún hélt að ég yrði kannski óánægð með að heita Marín. Hennar vegna lét ég það nafn standa en bætti nafninu Birta við og nú heiti ég Marína Birta Sjöfn Geirsdóttir og er hæstánægð með það.“ Marína Birta sagði að venjulega væri hún bara kölluð Mar- ína, en nýlega hefði hún látið setja skilti á hurðina hjá sér þar sem stendur: Marína Birta. Hún sagði að nafnbreytingin sjálf hefði gengið fljótt og vel fyrir sig og að henni lokinni hefði hún sjálf hringt í ýmsar stofnanir til að láta vita af nafnbreyt- ingunni, eins og til dæmis í bankann sinn til að fá nýtt debet- kort. „Nafnbreytingin fer inn í kerfið af sjálfu sér, en ég fæ ennþá, að vísu bara einstaka sinnum, póst frá opinberum stofnunum þar sem ég er skrifuð Marín. Annars er þetta allt að komast í rétt horf.“ Morgunblaðið/Þorkell Marína Birta Sjöfn Geirsdóttir hét áður Marín Sjöfn. Varð fyrir óþægindum Marína Birta Sjöfn Geirsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.