Morgunblaðið - 04.12.2002, Síða 1

Morgunblaðið - 04.12.2002, Síða 1
SÉRRIT MORGUNBLAÐSINS UM BÆKUR miðvikudagur 4.desember2002 Að vera trúr sagnalistinni Heiða Jóhannsdóttir ræðir við Guðrúnu Evu Mínervudóttur. Sókn og vörn – kristin viðhorf kynnt og skýrð er eftir dr. Sigurbjörn Einarsson biskup. Hér beinir Sig- urbjörn sjónum sínum m.a. að kirkjunni og vísindunum, skoðar eðli lífsins og tilgang. Hann fjallar um upp- eldis- og skólamál og fer fyrir kristnum gild- um og viðhorfum. Hugsunin er hvöss og skýr, stíllinn leiftrandi og kröftugur. Dr. Sigurbjörn er síungur í anda og orð hans eiga erindi til samtímans nú sem fyrr. Sumar greinanna eru úr afmælisriti hans Coram Deo frá 1981 og hirðisbréfi hans sem bar heitið Ljós yfir land en hvort tveggja hefur lengi verið ófáan- legt. Útgefandi er Skálholtsútgáfan – út- gáfufélag þjóðkirkjunnar. Bókin er 368 bls., prentuð í Odda. Verð: 3.990 kr. Sókn og vörn Sigurbjörn Einarsson Nafnlausir vegir heitir skáldsaga Einars Más Guðmundssonar þar sem haldið er áfram að rekja sögu hinnar lit- ríku fjölskyldu sem les- endur þekkja úr bók- unum Fótspor á himnum og Draumar á jörðu. Sögusviðið er Ísland á áratugum hernáms og kjarabaráttu. Úr hinum stóra systk- inahópi eru þeir fyrirferðarmestir Ívar, náttúrulækningafrömuður, sem auðgast og verður sjálfstæð lánastofnun, og svo baráttumaðurinn Ragnar, kommúnisti og Spánarfari. Sem fyrr fléttar Einar Már saman sögu einstaklinga og sam- félags. Útgefandi er Mál og menning. Bókin er 214 bls. og prentuð í Odda hf. Kápu hannaði Margrét E. Laxness. Verð: 4.690 kr. Nafnlausir vegir Einar Már Guðmundsson Á SÍÐUSTU árum hefur það færst í vöxt að rita ævisögur merkra íslenskra skálda. Upp í hugann koma ágætar ævisögur Einars Benediktssonar, Steins Steinarr, Jónasar Hallgrímsson- ar og nú hefur Viðar Hreinsson sent frá sér fyrra bindi ævisögu Stephans G. Stephanssonar. Les- andanum verður fljótlega ljóst að hér er ekki um neitt flýtisverk að ræða enda kemur fram í eftir- mála að Viðar hefur unnið að þessu verki undanfarin fimm ár. Ekkert hefur verið til sparað að gera ævi- sögu Stephans sem best úr garði. Allar tiltækar heimildir hafa verið kannaðar samviskusamlega og þeirra getið í neðan- málsgreinum sem prentaðar eru aftan við meginmálið. Verk- ið stenst þannig ítr- ustu kröfur um vís- indaleg vinnubrögð og er jafnframt fróðleiks- náma þeim sem vilja kynna sér nánar bak- svið verksins. Saga Stephans G. eða Stefáns Guðmundssonar er áhugaverð fyrir margra hluta sakir. Hún er saga einstaklings sem er góðum gáfum gæddur en býr við fátækt og þarf lengstum að vinna hörð- um höndum til að komast af. En um leið er saga Stefáns þjóð- arsaga, það voru mörg þús- und Íslendingar sem kusu að freista gæfunnar í Vestur- heimi á síðasta fjórðungi 19. aldar. Foreldrar Stefáns, þau Guðmundur Stefánsson og Guðbjörg Hannesdóttir, náðu aldrei að efnast almennilega og verða „sjálfstætt fólk“. Þau höfðu því engu að tapa þegar þau ákváðu að taka sig upp ásamt Jóni bónda í Mjóa- dal og fjölskyldu hans og flytja vestur um haf. Stefán stóð á tvítugu og Sigurlaug systir hans var þrettán ára þegar lagt var í haf í ágúst- mánuði árið 1873. Með í för var einnig Helga Sigríður, dóttir Jóns í Mjóadal og Sigurbjargar Stefánsdóttur (föðursystur Stef- áns) sem síðar varð lífsförunaut- Frá Kirkjuhóli til Klettafjalla ÆVISÖGUR Landneminn mikli – ævisaga Stephans G. Stephanssonar Fyrra bindi VIÐAR HREINSSON 463 bls. Kápa: Gunnar Karlsson. Prent- un Oddi. Bjartur 2002 Stephan G. Stephansson Viðar Hreinsson BÆ UR „Táldreginn frá fyrstu sí›u“ ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S E D D 19 59 7 1 2/ 20 02 „Hundra› dyr í golunni ratar beinustu lei› til sinna. Í henni tekur Steinunn upp flrá› frá flví í Ástum fiskanna og Tímafljófnum: Lesandi er táldreginn frá fyrstu sí›u, af sta› inn í fagra en um lei› brá›feiga leit manneskjunnar a› ást og samruna.“ Birna Bjarnadóttir, Ví›sjá Steinunn Sigur›ardóttir „Hundra› dyr í golunni er enn eitt tilbrig›i vi› ástina sem Steinunn Sigur›ardóttir er snillingur í a› fjalla um ... Bók sem stillir sér sjálfkrafa upp vi› hli› bestu verka Steinunnar.“ Sigrí›ur Albertsdóttir, DV

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.